Lesbók Morgunblaðsins - 23.03.1985, Side 6
Bernskuminning frá Skriðuklaustri
eftir Franziscu Gunnarsdóttur
FRIÐRIKA GEIRSDOTTIR
IJlfiirinn
og dóttir hans
lfur frændi var væntanlegur. Hann ætlaði
að heimsækja okkur, ásamt konu sinni og
dóttur. — Hann Úlfur frændi, sem bjó í
Útlandinu. Dóttir hans var því miður yngri
en ég, en ekki að þvílíku marki að til vand-
Úlfur frændi bjó í útland-
inu en nú var hann kom-
inn í heimsókn ásamt
dóttur sinni, sem þau köll-
uðu Trolde en hún lagði
sér til munns ýmislegt
sem ekki þótti kræsilegt.
Franzisca Gunnarsdóttir býr ( Reykjavlk og
stundar ritstört. Hún er dóttir Gunnars Gunn-
arssonar skálds.
ræða horfði. Mig bráðvantaði leikfélaga.
í mínum enda Fljótsdalsins voru nefni-
lega engin börn í þá fornu daga, nema
hann Magnús, fjarskyldur og töluvert eldri
frændi minn á Valþjófsstað, sonur hans
Einars Sveins — enn fjarskyldari mér.
Magnús átti kúrekahanska með kögri,
sennilega úr plasti. Hanskarnir voru úr
brúnu einhvers konar baðmullarefni.
Hann kom einu sinni með þá að Klaustri.
Það var merkisviðburður, því lítið var um
leikföng, enda á stríðsárunum. — Ég fékk
að máta hanskana í um það bil fimm mín-
útur. Hann frændi minn ætlaði nú ekki að
Iáta gjörsamlega eyðileggja þá að óþörfu.
Árum saman taldi ég Magnús á meðal
æðri vera, fyrir sakir þessara hanska.
Þeirra vegna man ég eftir Magnúsi.
Hvað um það, Úlfur var væntanlegur.
Og ég hlakkaði til, svo mikið að ég bók-
staflega fann til líkamlega. Hann Úlfur
frændi, þessi stórkostlega undravera, sem
amma alltaf minntist á í sama dúr og hún
talaði um blómin.
Hún var einstaklega næm fyrir blómum,
hún amma mín. Fór um þau varfærnum
höndum, hlúði að þeim, teiknaði þau og
málaði — og kenndi mér vandiega slíkt hið
sama:
— Horfðu ekki á þau öll í einu, Litla
mín. Virtu hvert einstakt blóm fyrir þér.
Taktu eftir litunum, löguninni... Við töl-
uðum alltaf dönsku, við amma. — Horfðu
líka alltaf beint í augu fólks. Þar býr sálin.
Þar sérð þú hvernig og hvað þar er.
Gleymdu því aldrei. Augun eru speglar
sálarinnar.
Og amma, þrátt fyrir alla sína hörku,
dýrkaði blómin, gróðurinn. Slíkt var henni
æðra en mennirnir, sömuleiðis dýrin. Það
er að segja, hin dýrin. Maðurinn var þar
undanskilinn. Það nam ég á mjög ungum
aldri. Maðurinn, hið grimmasta allra dýra,
kannske Dýrið, sem Biblían getur um?
Úlfur var yngri bróðir hans pabba. —
Pabbi og afi minntust líka alltaf á hann
með merkjanlegum blæbrigðaskiptum í
röddinni, og öll þrjú kölluðu þau hann
Trolde.
Ég fékk aldrei skilið hvernig og af
hverju Úlfur varð að Trold, eða þá Trolde.
Hvort tveggja notuðu þau nefnilega um
hann. — Trold þýðir tröll á dönsku, en þá
var átt við allt öðruvísi tröll en við töluð-
um um á íslensku. Á dönskunni merkti
trold eitthvað notalegt, vinsamlegt —
krúttalegt segja börnin í dag.
Af hverju skyldi hann annars hafa verið
skírður Úlfur? Úlfur .. það var nú ekkert
venjulegt nafn, þannig séð. Þetta olli mér
áhyggjum. — Jafnvel í þá daga var ekkert
svo einfalt að fyrir mér vefðist að flækja
það.
Úlfar voru hrottaleg villidýr, sem lifðu í
Finnlandi, Rússlandi og Kanada. Jafnvel
kunnu þeir að gera vart við sig í Noregi og
Svíþjóð. — Afi hafði sagt mér margt um
þann kynstofn dýra. — Úlfar fóru saman I
hópum, áttu sér fyrirliða og drápu sér til
matar; drápu skipulega og skynsamlega.
— Það þótti mér eiginlega verst.
Var það nú, svona að athuguðu máli, alls
kostar eðlilegt að hann Úlfur frændi héti
nákvæmlega þessu nafni? Hvernig skyldi
það hafa atvikast, og umfram allt, hvers
vegna?
Oráðlegt þótti mér að kryfja afa til
mergjar um þetta málefni. Var þá farin að
gruna hann um sitt af hverju, svo sem að
kríta stundum liðugt — og hafa gaman af
trúgirni minni...
Auk þess sem hann hafði sagt mér um
úlfa á almennum grundvelli, þá bættust
við í huga mínum sagan af Rauðhettu og
úlfinum; ótaldar úlfasögur Grimms-
ævintýra — og sitt af hverju um varúlfa.
Þeir voru ekkert gamanmál. Litu meira að
segja oft út eins og venjulegar manneskjur
— á daginn.
Þarna er ekki allt með felldu, — hugsaði
ég á dönsku. Það var fyrirvari þess að snúa
mér til ömmu minnar og nöfnu. Hún plat-
aði mig aldrei.
Amma, hvers vegna heitir Trolde Úlfur?
— spurði ég. Hvers vegna nákvæmlega
Úlfur? Úlfar eru engir meinleysingjar. Er
hann eitthvað skrýtinn? Er örugglega allt
í lagi með hann?
Og hún amma skellihló, reyndi að full-
vissa mig um að Úlfur væri ekkert skrýtn-
ari en fólk er flest. Hann héti þessu nafni
vegna þess eins að þau hefðu komið sér
saman um það, afi og hún. Úlfur frændi
væri læknir, sérstaklega jarðbundinn og
gjörsamlega hættulaus — sagði hún.
En amma var nú líka mamma hans.
Þannig var mamma mín einfaldlega
mamma mín. Aldrei í lífinu fengist hún
mamma mín til þess að horfast í augu við
að ég væri hugsanlega yfirnáttúruleg vera,
þótt ég segði henni það sjálf og það væri
jafnvel satt. Sem sé, Úlfur gæti vel verið
ýmislegt meira en bara bróðir hans pabba
og sonur afa míns og ömmu. Þau þrjú sæju
hann ef til vill í hillingum. Það var að
minnsta kosti hugsanlegt.
Ég hlakkaði samt til þess að hann fram-
andi frændi minn með erlendu konuna, og
sennilega úlfabarnið, kæmi í heimsókn —
beið milli vonar og ótta. Hvernig sem þetta
væri í pottinn búið, þá var þó ólíklegt að
hann æti mig fyrsta daginn. Mér gæfist
sennilega tóm til þess að líta í augu hans
og sjá hvort hann væri hættulegur. —
Augun voru jú speglar sálarinnar hafði
amma margítrekað.
Úlfur kom svo, að lokum, með konu sína
og dóttur. Konan hans var falleg, fannst
mér, og var það ekkert lítil hughreysting.
„Úlfabarnið" var líka fallegt; lítil stúlka og
ljóshærð, rétt eins og ég. Hún hafði þó
þann vinning fram yfir mig að vera brún-
eygð. — Ég fyrirgaf henni það vegna þess
að hún var yngri en ég og þurfti á vernd
minni að halda.
„Úlfabarnið" hét Katrín, raunar Kath-
arina. — Mér til mikillar skapraunar var
hún einnig kölluð Trine. í því efni var Úlf-
ur, eða kannske úlfurinn, fremstur í flokki.
Hann hvorki talaði til hennar né um öðru-
vísi en: Trine ... Það þótti mér vera illa
gert. Trine hljómaði alveg eins og trýni
sem grísir voru með. Ég kallaði hana Kötu.
Iængi stóð mér dálítill stuggur af honum
Úlfi. Til dæmis að nefna var hann með
dálítiö gulbrúnar slikjur í augunum. — Afi
hafði getið þess að úlfar væru með gulbrún
augu, sérstaklega varúlfar. Jafnframt
sagði Úlfur oft svo einkennilega hluti, líkt
óg hann segði eitt en hugsaði ýmislegt
annað...
Það hlaut að hafa verið eitthvað bogið
við hann sem ungabarn. Fólk skírði varla
að ástæðulausu börnin sín nöfnum óarga-
dýra, taldi ég. Til dæmis hétu allir karl-
menn í sveitinni okkar nöfnum á borð við
Sigurður, Einar, Vigfús, Sigfús — jafnvel
Gunnar. Það hét bara alls enginn Úlfur,
ekki einu sinni Refur, sem var þó mun
sakleysislegra.
Hvað olli nafngiftinni fékk ég samt aldr-
ei til hlítar upplýst, þótt fram liðu stundir
og ótalin ár.
Reyndar voru fleiri grunsamlegir þættir
í fari þessa frændfólks míns. Dóttir hans
Úlfs át, meðal annars, pelargóníurnar
hennar ömmu. Ég reyndi af fremsta megni
að gera henni skiljanlegt, að stofublómin
hennar ömmu mætti maður alls ekki
leggja sér til munns. Fólk ætti ekki að
borða blóm og svoleiðis heldur mat.
Fortölurnar báru lítinn árangur. Hún
Kata litla með brúnu augun át ótrauð flest
sem hönd á festi, nema úr steinaríkinu
væri. Mér var ókunnugt um, hvernig
bregðast skyldi við svona vanda. Ekki gat
ég sagt frá þessu. Það hefði verið að klaga.