Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1985, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1985, Side 3
i-Bgnflg HHHSSlSllilEHESllIlHS] Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthias Jo- hannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnar- fulltr.: Gisli Sigurösson. Auglýsingar: Baldvin Jónsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Simi 10100. Forsíöan Myndin heitir „Blóm til Ingveldar" og er ein af vatnslitamyndum Torfa Jónssonar á sýningu hans í Norræna húsinu Félög myndlistarmanna eru mörg og fjölskrúð- ug, en þeirra stærst er FÍM með um 120 félaga. Lengi var haustsýning FÍM fastur liður, en nú er það vorsýning að Kjar- valsstöðum. Þar kennir margra og ólíkra grasa, enda er óhætt að segja, að þrjár kynslóðir myndlistarmanna leggi henni lið. Torfi er maður nefndur Jónsson, uppalinn við Laugaveginn og hneigður til listrænnar iðju, þegar hann átti að geta makað krók- inn á nivea-kremi. Nú er Torfi skólastjóri Myndlista- og handíðaskóla íslands og bú- inn að rækta sinn vatnslitagarð í aldar- fjórðung. Árangurinn birtist á sýningu í Norræna húsinu og af þessu tilefni er rætt við Torfa. Freud er nú loks dreginn í efa, en sálgreiningu hans hefur hingað til verið jafnað við kenningar vísindamanna á borð við Dar- win eða Kopernikus. Heilasérfræðingar, líffræðingar og sálfræðingar ráðast nú hver úr sinni áttinni að sköpunarverki taugalæknisins frá Vínarborg. Bo Setterlind Þorp á himni Jón úr Vör þýddi Sér leikur á himnum lítið þorp, sem lifendur eitt sinn gjörðu, þar vaxa í túnum villiblóm, sem vindar báru frá jörðu. Það leikur á himni hið litla þorp og ljómandi fuglarnir kvaka, þar sitja geislar frá sólu á grein og sorgum víkja til baka. Bo Setterlind er meðal þekktari Ijóðskálda I Svlþjóð, kominn yfir miðjan aldur. Hann sker sig úr jafnöldrum slnum á ýmsam hált. Hann er rómantlskur rlmari og mikill sundurgerðarmaður I klæðaburði og öllum háttum. Hann er trúarskáld og konunghollur, mikilvirkur og nýtur lýðhylli I heimalandi slnu. Þegar Þorpið kom út I sænskri þýðingu fyrir um það bil tuttugu árum sendi Bo höfundi þess meðfylgjandi kvæöi, sem þá hafði komið I bók. A5 mæla pá skandinavísk Norrænt samstarf er auðvitað gagnlegt, enda væri það nú bara annað hvort, annar eins fjöldi mætustu manna sem eyðir í það orku og tíma og tals- verðum peningum, að þeim tækist að gera eitthvert gagn. En er norrænt samstarf eðlilegt? Eru einhverjar góðar ástæður til að einmitt þessi fimm ríki (og sjálfstjórnarlönd í tengslum við þau) leggi svona mikið kapp á samstarfið hvert við annað? Til þess liggja auðvitað svokölluð sögu- leg rök, en í því hugtaki felst einhvers konar blanda af íhaldssemi, vanafestu og hugsunarleysi. Ég var að spyrja um góðar ástæður. Langflestir Norðurlandabúar eru eitt af þrennu: Danir, Svíar eða Norðmenn. Þess- ar þjóðir þrjár hafa sannarlega góðar ástæður til að halda uppi nánu samstarfi. Þær eru nágrannar. í félagsgerð þeirra og menningu er fjölmargt líkt eða sameigin- legt. Þær eru heldur fámennar, svo að samstarfið er þeim að ýmsu leyti til styrktar gagnvart stórþjóðum. Og síðast en ekki síst er þeim samstarfið nærtækt og þægilegt vegna þess, að þær tala nærri því sama tungumál. Hafa að vísu valið sér dá- lítið mismunandi mállýskur að grundvelli hinna opinberu þjóðtungna, þannig að vissa þjálfun þarf til að skilja greiðlega granntungurnar. En að þeim byrjunarörð- ugleikum yfirstignum tala menn reiprenn- andi saman hver á sínu máli. I samstarfi þessara þjóða væri það eins og hver önnur blessuð fásinna að nýta ekki hina nærri sameiginlegu tungu, svo sem með því að túlka á milli eða tala einhverja útlensku. Sumir Norðurlandabúar eru hins vegar hvorki Danir, Svíar né Norðmenn, heldur einhvers lags kringbyggjar. Svo sem til að mynda við íslendingar, sem hvorki erum sérlega nánir grannar stóru Norðurlanda- þjóðanna né eigum tungumál nærri sam- eiginlegt með þeim. Þó höfum við af því stórkostlegt hagræði í mörgum greinum að teljast til Norðurlanda, njóta með frændþjóðunum margvíslegra réttinda (t.d. til skólagöngu) og hafa samflot með þeim á sviðum þar sem fámennið gerði okkur enn torveldara en þeim að vera einir á báti. Jafnhaganlegt samstarf við önnur ríki er ótrúlegt að okkur stæði til boða. Hitt er umdeilanlegra, hvort það sé í sjálfu sér keppikefli að halda íslandi sem opnustu fyrir norrænum menningaráhrif- um. Ég tel að svo sé. Bæði séu þau áhrif tiltölulega holl í sjálfu sér, og svo stuðli þau að æskilegri fjölbreytni, því að áhrif stórþjóðanna skila sér hvort sem okkur líkar betur eða verr, einkum hinna ensku- mælandi. Eins og er greiðum við þessum menningaráhrifum leið með tvennu móti: með þátttöku í hinni opinberu Norður- landasamvinnu, og með því að kenna dönsku í skólum. Af þessu tvennu er dönskukennslan stóra atriðið, bæði miðað við tilkostnað, fyrirhöfn og árangur; hitt aukaatriði. (Ef við eyddum peningum og fyrirhöfn í að skipta yfir í norsku, þá væri það kannski ennþá betra, en það er ekki tími til að fara út í hér.) Unglingar hafa lengi verið voðalegt fólk. Nú eru kennarar víst orðnir það líka. Þá er ekki furða þótt ýmislegt takist lakar í skólunum en vert væri, ekki síst dönsku- kennslan, enda danskan voðalegt tungu- mál, er það ekki? Finnar eru fyrir skömmu runnir á rassinn með skyldunám í sænsku, og líkt gæti farið fyrir okkur með dönsk- una. Það væri skaði. Nú er viss stemmning fyrir því að við gefumst upp á að nota skóladönskuna okkar á vettvangi norrænnar samvinnu og notum í staðinn túlka (eins og margir Finnar eru farnir að gera) eða tölum ensku. Þessu er ég andvígur, meðfram vegna þess að það er góð auglýsing fyrir dönskuna sem skólafag að við notum hana í norrænni samvinnu. Það er annað mál, þótt einstaka íslend- ingur bregði fyrir sig ensku við norræna samstarfsmenn þegar svo hittist á að það hentar báðum. Annað mál líka, þótt ein- staka íslendingur láti túlka fyrir sig þegar hann neyðist til að ávarpa norrænar sam- komur, t.d. sem ráðherra. En yfirleitt er bara óþarfi fyrir þá menn sem leiðist voða- lega að tala skandínavísku að láta senda sig á opinberar Norðurlandasamkomur. Við höfum úr þúsundum að velja sem vel geta lagt það á sig. Enskan er hins vegar engin allsherjarlausn. Hún er, rétt eins og skandínavískan, þægileg fyrir suma Is- lendinga og aðra ekki. Og svo væri það fáránleg tilætlunarsemi að hinar þjóðirn- ar létu ónotuð þau þægindi sem í því liggja að þeirra eigin mál eru nærri eins. Bara til þess að við og Finnar gætum talað eina sort af útlensku fremur en aðra. HELGI SKÍILI KJARTANSSON LESBOK MORGUNBLAÐSINS 27. APRlL 1985 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.