Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1985, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1985, Síða 10
hjá mér; ég var í vafa um hvora leiðina ég ætti að velja. Niðurstaðan varð einskonar málamiðlun, — ég valdi auglýsingafagið og ýmislegt því skylt, sem gott var að kunna. En jafnframt varð mér ljóst, að annað heillaði mig meira." Iþá daga urðu auglýsingateiknar- ar að kunna að teikna letur. Torfi kvaðst í fyrstu hafa átt í erfið- leikum með að tileinka sér letur- teikningu, svo hann tór í sérnám í let- urskóla hjá prófessor Bunz með þeim árangri, að hann blómstraði einmitt þar og „ánetjaðist þessari grein“ eins og hann segir. Hann var tekinn inn í svonefndan meistarabekk, þar sem hin- ir færustu unnu við að teikna allskonar leturgerðir. Og það var á vissan hátt hægt að tjá sig í leturgerð, segir Torfi, því letrið varð persónulegt og þaðan var skammt að fara yfir í hreina mynd- list. En jafnframt var hann með annan fótinn í umboðsfyrirtæki föður síns og var honum hjálplegur sonur. Jón í Nivea, eins og hann var nefndur í Reykjavík, var ekki allskostar ánægður og sagði syni sínum að hann væri að leggja út á mjög torsótta braut. Torfi: „Leturskrift heyrir engan veginn fortíðinni til, enda þótt þess sjáist lítil merki í blöðunum, að nútíma auglýsinga- teiknarar þurfi að teikna letur. Tæknin hefur tekið við sumu, en hlutverk letur- teiknarans stendur í sambandi við bóka- kápur og plaköt. Það er að vísu rétt, að mikil hnignun varð í þessari grein á tíma- bili, þegar svokallað letraset varð alls ráð- andi. En leturteikning hefur sannað gildi sitt aftur. Líka má benda á almenna hnignun i skrift. Rithönd manna er lakari en áður tíðkaðist. Nú hefur komið til tals að reyna að bæta úr því með því að inn- leiða hér ítalska skrift, eða kanselískrift, skáletur, sem auðvelt er að læra og skrifa betur en snarhönd og lykkjuskrift. Meðal þeirra, sem hafa áhuga á þessu, er Gunn- laugur S.E. Briem, sem Iærði upphaflega hjá mér, en hélt síðan til London til frek- ara náms og er nú talinn með fremstu leturskrifurum." Löngunin til að mála varð til með leturskriftinni. Og þá þeg- ar fór Torfi að einbeita sér að vatnslitum; notaði þunnan jap- anskan pappír, sem gefur mjúka, sér- kennilega áferð, og hann notar hann enn. Um tíma var hann í námi í grafík og teikningu hjá snjöllum myndlistar- manni, prófessor Gresko, og hjá honum hlaut Torfi þá myndlistarmenntun, sem hann býr að enn. Hann teiknaði mjög mikið í þá daga, og fann sér frú, sem hann tók með sér heim til íslands, frúna í Hamborg auðvitað. Torfi: „Lúðvík Guðmundsson bað mig að kenna við nýstofnaða auglýsingadeild Handíðaskólans, þegar heim kom. Þessi deild var þá nýlega stofnuð; Gísli B. Björnsson var þar fyrir og við kenndum saman í mörg ár og unnum vel saman, enda þótt við værum ólíkir. Mér féll vel að vera innan um ungt fólk og sú einangrun, sem var samfara störfum við auglýsingagerð, var mér ekki að skapi. Stofurnar voru litlar þá og lítill samgang- ur. Ég hef alltaf verið félagsvera og mér er bráðnauðsynlegt að vera með öðru fólki. Þar fyrir þykir mér gott að vera einsamall stundum og geri það oft, ekki sízt þegar glimt er við myndir." „Nújæja, þú helltir þér sem sagt útí lífsbaráttuna og hefur vitaskuld ætlað þér að verða ríkur og það fljótt. “ Torfi: „Ekki tókst mér það, enda sóttist ég ekki eftir því. En það er rétt, að maður hellti sér útí lífsbaráttuna; ég kenndi meira og minna auglýsingateikningu í 13 ár, en rak hönnunarstofu jafnframt, fyrst einn og síðar með Ottó Ólafssyni. Enn síð- ar gekk Ernst Bachmann inn í fyrirtækið. Við vorum með stór og góð fyrirtæki á okkar snærum: Loftleiðir og síðar Flug- leiðir, Almenna bókafélagið og fleiri. Mað- ur var vakandi og sofandi í þessu, en það var þreytandi og til trafala, hvað auglýs- ingamál í fyrirtækjum voru þá illa skipu- lögð. Fyrst og fremst höfðu forsvarsmenn litla þekkingu á auglýsingamálum al- mennt. Þetta hefur mjög breytzt til batn- aðar. Þetta er mikið streitustarf, sem tekur á taugarnar og útheimtir mikinn tíma. Tím- unum saman sá maður varla börnin sín ög svo fór, að þetta endaði með upplausn hjónabandsins. Við bjuggum í Mosfells- sveit; höfðum byggt þar og áttum nú húsið skuldlaust. Þar var einnig ágæt vinnu- stofa, sem ég hafði komið mér upp.“ Raunasögur af þessu tagi eru ekki fátíðar nú á dögum. Oft verður það dýru verði keypt að „gera það gott“, eins og sagt er. Hér stóð Torfi á tímamótum. Hann seldi hlut sinn í fyrirtækinu, sem raunar er rekið enn undir nafninu Gylmir. Hann ákvað að byrja nýtt líf; slíta sig í burtu frá öllu saman. Það gerðist um svipað leyti að góðkunningi Torfa, Bragi Ásgeirsson listmálari, hafði fengið styrk til að skrifa bók um norska málarann Munch. Hann skrif- aði Torfa; vildi fá hann utan til að hanna bókina. Torfa leizt vel á það eins og á stóð. Hann setti föggur sínar í bakpoka, — annað hafði hann ekki meðferðis þegar hann kvaddi landið. Hvernig tilfinning var það? „Stórkost- leg, “ segir Torfi, „mér fannst ég loksins vera alveg frjáls.“ Frestun varð á útkomu bókarinnar um Munch, en Torfi var áður en langt um leið kominn í vinnu við bókahönnun hjá norsku útgáfufyrirtæki. Hann vann þar í þrjú ár við hönnun og mynd- skreytingu í bækur og undi hag sínum vel; kunni ágætlega við Norsara, enda hefur Torfi þennan makalausa aðlög- unarhæfileika, þegar fólk er annars vegar. Nú hafði Torfi tíma til að sinna myndlist á nýjan leik og dró meira að segja fram fiðluna, eða réttara sagt: Fékk hana senda frá íslandi ásamt dúnsæng, því það var kalt í Noregi. Hún var að vísu strengjalaus, en hægt að bæta úr því. Hljóðin þóttu samt heldur ókræsileg í fyrstu, en hafa iag- ast. Torfi hafði á yngri árum verið í fiðlunámi hjá austurrískum kennara, Stephanic að nafni, og hjá Katrínu Dahlhoff. Hann þótti þá efnilegur fiðl- ari og Stephanic vildi láta hann leggja fiðluleik fyrir sig. Torfi hefði getað hugsað sér að setj- ast að í Noregi. Ævintýrin voru á hverju strái; hann kynntist listakonu frá Finnlandi, sem togaði ákaflega í hann og varð til þess að hann tók upp tjaldhælana enn einu sinni til að reyna á kynnin við þá finnsku. Þau bjuggu saman í Helsinki í nokkra mánuði og Torfi fór að læra finnsku. Hann var kominn í ágæta vinnu við bókahönnun og konan var bæði fögur og skemmti- leg. Sem sagt: allt í blóma að því er virtist. Og þó. Torfi gat ekki innst inni hugsað sér að verða Finni og honum fannst hann kominn afskaplega langt í burtu frá íslandi. Efinn fór að ásækja hann og í kirkju í Helsinki gerði hann upp hug sinn: Framtíðin yrði á íslandi. Hann hafði kynnst Jónínu Gísladótt- ur píanóleikara í Noregi. Nú var hún komin til íslands og ekki örgrannt um að hún hafi haft aðdráttarafl, — svo mikið er víst að stuttu síðar var hún orðin konan hans. En þótt Torfi festi ekkiyndi íþúsund vatna landinu, á hann að hluta rætur sínar þar. Hann er finnskur í móður- ætt. Torfi: „Móðurafi minn var ungur að ár- um á skipi við ísland og varð þá veikur í Vestmannaeyjum. Þar kynntist hann ömmu og varð eftir; hann hét Konstantín Ericson Paaninen. Þau afi og amma bjuggu síðan í Reykjavík; afi gerðist pípu- lagningamaður og byggði hús í vesturbæn- um. Um tíma var hann bóndi á Borg í Stokkseyrarhreppi og þar er ég fæddur. Móðuramma mín var frá Eyvakoti á Eyr- arbakka, ein af tíu systkinum, sem öll voru kjarnorkufólk. Ég er líka Árnesingur í föðurætt. Föður- afi minn, Helgi Jónsson, var verzlunar- stjórí í verzluninni Ingólfi á Stokkseyri, en föðuramma mín var einnig Árnesingur; systir Magnúsar Torfasonar sýslumanns. Helgi afi var mikill húmoristi og leikari og orti fjölda af vísum. Og hann skrifaði með ótrúlega fagurri rithendi. En ástæðan fyrir því að ég fæddist á Borg er sú, að finnski afi Konstantin hafði í hyggju að rækta holdanaut austur þar. Landið reyndist þó illa til þess fallið og hann fór á hausinn á öllu saman. Foreldr- ar mínir bjuggu þarna líka, en faðir minn vann í Reykjavík. Þau fóru með mig árs- gamlan frá Borg og fóru að búa í Reykja- vík; ég er alinn upp á Laugavegi 27A — á bak við fiskbúðina Sæbjörgu. Faðir min hafði lært verzlunarstörf hér og í Berlín 1922 og fór að starfa með Sturlaugi Jóns- syni frá Stokkseyri. Þeir ráku heildverzlun saman, en skiptu henni síðan." „Við megum ekki gleyma erindinu, Torfi, — átti þetta ekki að vera í tilefni sýningar þinnar í Norræna húsinu? Við vorum búnir að rifja upp, að þú fórst að mála með vatnslit úti í Hamborg — og elzta myndin á sýningunni er síðan 1961. Þú virðist alltaf hafa notað þenn- an einkennilega pappír?“ Torfi: „Ég hef alltaf notað þunnan jap- anskan pappír, sem drekkur í sig eins og þerriblað. Ég hef hann ofan á glerplötu, en hvíta örk undir glerinu til þess að sjá lit- inn alltaf vel. Fyrst rennbleyti ég pappír- inn, þurrka af honum með dúk og síðan með hárþurrku, unz hann verður rakur eða rúmlega það. Ég beiti hárþurrkunni einnig um leið og ég mála til að hafa nákvæma stjórn á öllu og meginreglan er sú, að mað- ur lætur rakann í pappírnum verða minni, þar sem skarpar línur eiga að vera. Það þarf bæði nákvæmni og ögun við þetta og áður geri ég nákvæmar skissur, bæði með lit og teikningu. Því betri sem undirbún- ingurinn er, þeim mun betri verður árang- urinn. Ekki útheimtir þetta mikið vinnu- stofurými, enda byrjaði ég á þessu í smá- herbergi í Hamborg, sem aðeins var faðmsbreitt. Ég svaf þar á vindsæng, sem ég varð alltaf að hleypa loftinu úr, og svo hafði ég felliborð til að vinna á. Nú hef ég aftur á móti ágæta aðstöðu þar sem ég mála og vinn að bókahönnun á kvöldin." „En hvað um skólastjórann, — tekur hann ekki starfið heim með sér?“ Torfi: „Jú, vissulega. En öllum er nauð- synlegt að geta komizt frá sínum daglega erli og byggt sig upp. Mér líður vel þegar ég mála; þá er ég í essinu mínu. Það er sérstök sælutilfinning sem gagntekur mann, þegar eitthvað heppnast." JT sýningunni vekja sérstaka at- hygli myndir frá Vestfjörðum, sem urðu til í fyrrasumar, þegar Torfi fór þangað vestur. Þá gerðist eitthvað innra með honum; hann fór að mála dulrænar, expressj- ónískar myndir af stöðum, fjöllum og mannlífi. Sumar minna á Nolde, þann mikla meistara þýzka expressjónism- ans, enda segir Torfi, að Nolde hafi alltaf hrifið sig. Hann nefnir einnig Paul Klee í því sambandi. Eftir að hafa verið úti í Noregi og Finnlandi, fannst honum ísland opnast sér með nýjum hætti, ekki sízt vestur á fjörðum. Hann fór allar götur vestur í Jökulfirði, talaði við fólk á Vestfjörð- unum, heyrði það segja sögur, virti fyrir sér líf þess, — og svo var birtan alveg sérstök; þessi kyrru kvöld og háu fjöll. Hann telur víst, að hann muni í vaxandi mæli sækja sér fyrirmyndir úr landinu, — jafnvel reyna sig við forn- sögur og þá staði, sem þeim tengjast. En einnig hefur hann í huga myndefni úr þeirri miklu námu, Biblíunni, og þá með þeirri tækni, sem hann hefur þró- að. En hvað finnst honum um vatnslit almennt; hefur hann verið vanræktur — / skólum til dæmis? Torfi: „Mér finnst, að oft hafi verið litið á vatnslit sem annars flokks, eða þriðja flokks efni á eftir olíulit og jafnvel pastel- litum; jafnvel á eftir akrýl. En það hefur orðið endurvakning og Eiríkur Smith átti mikinn þátt í henni; einnig Gunnlaugur Stefán Gíslason. En okkar stóri snillingur í vatnslit er Ásgrímur Jónsson. Ég vil einnig nefna Gunnlaug Scheving, — í vatnslitamyndum sínum var hann stór- kostlegur. Samt fór svo, að á tímabili var yfirleitt hægt að fá vatnslitamyndir fyrir slikk. Þó það hafi breytzt, finnst mér enn vera gerður alltof mikill verðmunur á myndum, sem málaðar eru með olíulitum annarsvegar og vatnslitum hinsvegar." „Skólastjórn í Myndlista- og handíð- askóla íslands er áreiðanlega mjög krefjandi starf og líklega nærri sanni, að þar hafi oftar orðið ófriður og átök en í öðrum skólum, stundum að ein- hverju leyti pólitísk, þótt erfitt sé að koma auga á, hversvegna það kemur upp í myndlistarskóla. “ Torfi: „Það er rétt til getið, að skóla- stjórn í þessum skóla er mjög krefjandi. Þessu verður að sinna vel og húsnæðið, eða öllu heldur húsnæðisskorturinn, skapar sérstaka erfiðleika. Nú er kennt í fjórum húsum og á fjórum hæðum og það verða mikil stigahlaup eins og gefur að skilja. Rétt er það lika, að oft hefur verið tekizt á um stefnur, — og stundum um menn. En ég hef átt því láni að fagna að búa við frið, sem er mikilvægt. Eitt af því sem skóli af þessu tagi verður að leitast við, er að efla menn í því að vera heiðarlegir gagnvart sjálfum sér. Segja má, að það sé uppeld- ishlutverk og stundum er spurt, hvort skólinn geti sinnt því hlutverki. Ég segi já, — til þess er skólinn. Mikilvægt er fyrir kennara að kynnast því, hvar styrkleiki nemandans liggur, til þess að geta eflt hann. Sá sem á bágt með að teikna, getur kannski náð úrvals árangri í klippimynd- um og þegar eitt opnast, verkar það já- kvætt á allt hitt.“ „En er það ekki staðreynd, að lista- skólar hafa verið íkreppu?“ Torfi: „Þeir hafa verið í mikilli kreppu. Þessar tvö til þrjú þúsund stefnur, sem ríkja í heiminum á vorum dögum, hafa gengið yfir eins og faraldur og nemendur, sem hafa hellt sér út í þann dans, hafa síðan horfið með bylgjunni, þegar hún dal- aði. En einstaka nemendur hafa náð þeim þroska að komast á eigin braut. Þessi kreppa er engan veginn búin, þótt við höfum blessunarlega komizt hjá henni. Við fylgjumst engu að síður vel með því, sem er að gerast. Kennaraliðið er ungt og þeir eru vel með á nótunum, en þar eru líka eldri og reyndari menn, sem mynda góða undirstöðu. í skólanum er fólk með góða hæfileika, en maður veit aldrei, hvað úr því verður. Inntökuprófið er sía, sem tryggir að veru- legu leyti, að við fáum ekki inn í skólann fólk, sem alls enga listræna hæfileika hef- ur. Og ég trúi því, að öllum, sem inntöku- prófinu ná, megi koma til nokkurs þroska. Nú eru að öllum líkindum merk timamót framundan. Frumvarp um listaháskóla er hjá Alþingi og verður vonandi afgreitt áð- ur en langt um líður. Það er í senn við- burður og mikið framfaramál fyrir skól- ann. Það snertir ekki bara nemendur, heldur einnig kennara og launamál þeirra. Það á að geta komið skólanum á æðra stig, ekki bara í orði, en einnig á borði. Forskóli M.H.Í. mun halda áfram innan veggja skólans, en verður ekki á háskólastigi. Hann verður á svipuðum grundvelli og fjölbrautaskólarnir, nema hvað nemendur verða að gangast undir inntökupróf. Inn- tökupróf verða einnig inn í sérdeildir skól- ans og nám í þeim lengist um eitt ár; með forskólanum verður námstíminn fimm ár.“ GÍSLI SIGURÐSSON I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.