Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1985, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1985, Side 11
Fengur er einskonar galdraorð á Grœnhöfðaeyjum — og allir þekkja skipið frá íslandi „Gefðu manni fisk og hann verður saddur þann daginn. Kenndu honum að veiða og hann verður saddur alla daga. “ Götumynd frá Mindelo. Nokkrar svip- myndir frá Sao Vicente, einni Grænhöfðaeyja. Eyjarnar eru 600 km vestur af Afr- íkuströnd, orðnar til af eldvirkni í námunda við sprungur Atlants- hafshryggsins eins og ísland. íslend- ingar hafa tekið að sér að aðstoða eyj- arskeggja við fisk- veiðar og er það umfangsmesta að- stoð íslenzka ríkis- ins við þróunar- lönd. MYNDIR OG TEXTI: NANNA BVCHERT Fiskmarkaður íMindelo. Nútíminn birtist i þessari mynd einna beizt í þrí, að konan reykir sígarettu um leið og hún mundar bin eldfornu amboð rið matseldina. Þrottur er gjarnan breiddur á jörðina til þerris og steinar lagðir ofaná. Ennþá eru smábátar með fjögurra til fimm manna áböfn uppistaðan í fiskifiot- anum. Þeir sigla út að morgni og landa að kröldi sama dags. í bakgrunni er gamla portúgalska bafnarrirkið, sem nú rerður breytt í minjasafn. Þetta gamla kínverska máltæki lýsir vel and- anum í fiskveiðiaðstoð Islendinga á Sao Vic- ente. Allir íbúar í stærsta bæn- um á eynni, Mindelo, kannast við sérhannaða fjölveiðiskipið „Feng“, þar sem áhöfnin er ís- lensk. Það fann ég áþreifanlega strax fyrsta daginn, þegar ég var að þvælast um hafnarhverfið að leita að „Feng“. Ég tala hvorki portúgölsku né kreólatungu (á Grænhöfðaeyjum tala yfirvöldin fyrra málið, almenningur það seinna). Ég reyndi að gera mig skiljanlega með handapati og látbragði, þangað til það rann upp fyrir mér að „Fengur" var galdraorð, sem allir skildu. Hver einasti vegfarandi, sem ég hitti, var stórhrifinn af þessu íslenska framtaki, og mér var fljótt sagt, að farkosturinn frægi væri úti á sjó, á humarveiðum á sundinu milli tveggja annarra Græn- höfðaeyja, Ilha do Sal og Boa- vista. Gott fólk fylgdi mér í ríkisrekna sjávarútvegsfyrir- tækið, Interbase. Fyrirtækið á sína eigin báta og stórar frysti- geymslur við höfnina, sem er sú stærsta á eyjunum. Útflutningur á fiski er mikil- væg tekjulind fyrir þetta unga lýðveldi, sem er eitt af fátæk- ustu ríkjum heims. Meðaltekjur á íbúa eru rúmlega fimm þúsund LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 27. APRlL 1985

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.