Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1985, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1985, Side 13
og allur leiftrar geimurinn og máttug breytast myrkraból í morgunstjörnur tungl og sól.“ (M.Joch.) Guð flytur orðið, hann kallar, vér öðl- umst köllun orðsins. Vér gerumst boðend- ur þess. Öll eigum vér kost þessa hlutskiptis: „Hann kom til eignar sinnar —,“ segir um orðið í inngangi Jóhannesarguðspjalls. „Öllum kom hann til nokkurs þroska." „Svo reit sagnameistarinn mikli í Reyk- holti. Guðmundur Gíslason Hagalín, skáld og rithöfundur, er fæddur 10. október 1898 í Lokinhömrum í Arnarfirði. Foreldrar: Gísli Kristjánsson og kona hans Guðný Guðmundsdóttir Hagalín. Þau flytja í Haukadal i Dýrafirði. Guð- mundur þá 13 ára. Af systkinum Guð- mundar á lífi eru þær Fanney og Þorbjörg, búsettar í Reykjavík. Guðmundur er í Núpsskóla 1913—1914. Á Hrafnseyri við nám í tvo vetur. Mat mikils kennara sinn þar sr. Böðvar Bjarnason. Varð fyrir mikilvægri mótun frá sr. Böðvar Bjarnason. Varð fyrir mikilvægri mótun frá sr. Sig- tryggi Guðlaugssyni á Núpi, hins frábæra nemanda Guðmundar Hjaltasonar, brautryðjanda lýðháskóla- og ungmenna- félagshreyfingar með þjóð vorri. Þýðingarmikil kynni af Sigurði Guð- mundssyni, síðar skólameistara á Akur- eyri, í Menntaskólanum í Reykjavík. Hættir þar námi í 5. bekk. Stundar sjó meira og minna 1913—1919 og verður það honum háskóli fyrir lífið og ritin. Eftir blaðamennsku og fleira í Reykja- vík, þar sem hann kýnnist sér til þroska m.a. þeim Guðmundi skólaskáldi og Jóni Trausta, gerist Hagalín ritstjóri Austur- lands og Austanfara frá 1. jan. 1920 til hausts 1923. Frjótt tímabil honum, útgáfa bóka hans hefst. Hann fer til Noregs 1924, einkum með tilstyrk Helga Valtýssonar, sem var þaul- kunnugur í Noregi og hafði getið sér þar frægðar að, eldlegur vakningarmaður. í Noregi stundar Hagalín nám í öðrum kunnasta lýðháskóla Norðurlanda, Voss, þar sem þjóðskörungur Norðmanna mikill, Lars Eskeland, var skólastjóri. En skóli þessi var stofnaður fyrir frumkvæði Björnsons. Þeir sitja þarna saman á skólabekk Hagalín og Kristmann Guðmundsson og læra norsku, nýnorsku hinn fyrri, en Kristmann ríkismálið, góðir vinir, þó að stundum skerist í odda með íslenskuna og Hagalín meira til sjós, en Kristmann nær- færnari um ástina. Hagalín ferðast á vegum ungmennafé- laganna norsku um þveran og endilangan Noreg og flytur fyrirlestra, allt að 500, af eldmóði og dæmalausum krafti og fjöri, flugmælskur og fyrirtaks upplesari. Sem- ur Brennumenn að mestu. Gerist þó ekki íslensk-norskur rithöfundur, vestfirskan reynist honum óyfirfæranleg. En Hagalín nær frábærum tökum á norskunni. Ég heyrði hann tala á stórmóti í Noregi, svo að Norðmennirnir tárfelldu og hlógu í senn og föðmuðu hann að sér í lokin. Hagalin kemur heim 1927. Blaðamaður. Gerist bókavörður á ísafirði 1929, mikið fyrir tilskikkan Jónasar frá Hriflu. Gagn- merkur bókavörður, kennari, ritstjóri Skutuls, formaður margra nefnda, forseti bæjarstjórnar, formaður Kaupfélags ís- firðinga, togarafélags og vélbátaútvegs og verksmiðjurekstrar. Stendur fyrir ýmsum stórframkvæmdum, er erlendis í útvegun- um véla og fjármagns. Er í stjórn Alþýðu- sambands Vestfjarða, heiðursfélagi þess. Formaður Alþýðuflokksfélags ísfirðinga. f stjórn Alþýðusambands íslands og Al- þýðuflokksins 1932-1946 og 1952-1954. í Reykjavík frá 1946, í Kópavogi og víð- ar. Bókafulltrúi ríkisins 1955—1969. Sem- ur bókasafnslöggjöf. Vinnur merkilegt brautryðjandaverk á þessu sviði. „Kreppt- ir hnefar" ein fyrsta saga Hagalíns. Gædd- ur stórhug, baráttumaður en vannst best með húmor sínum. Andstæðingar viður- kenndu ráðsnilli hans og lagni að koma fram málum. Hann stækkaði umhverfi sitt með léttri og lyftandi umgengni sinni. Var áhugamaður um dýraverndunarmál og rit- stjóri samtaka um þau. Hann var um hríð erindreki Stórstúku íslands. Ferðaðist geysimikið um landið í þeim erindum og einkum vegna bókasafn- anna. Flutti gagnmerka fyrirlestra um bókmenntir í Háskóla íslands, las upp og flutti fyrirlestra á samkomum og í út- varpi, bókmenntagagnrýnandi blaða. Hann var mikill félagi meðal rithöf- unda. Formaður félags þeirra og sam- bands. Fulltrúi þeirra í Bandalagi ís- lenskra listamanna. Heiðursfélagi, pró- fessor að nafnbót, fékk gullmerki Sjó- mannadagsins og þótti vænst um margra heiðursmerkja. Virkur ágæta vel í Hinu almenna bókafélagi. Flyst í Reykholtsdal ar. Ann fólkinu í dalnum og nálægð við Reykholt og Snorra. Hann deyr í Sjúkrahúsi Akraness 26. febrúar. Hafði átt við veikindi að stríða, einkum 2 síðustu árin. Hagalín var tvíkvæntur. Fyrri kona hans Kristín Jónsdóttir frá Hvanná í Jök- uldal eystra. Mikil ágætiskona. Börn þeirra: Hrafn, deyr ungur, mikið manns- efni, fjölgáfaður. Kvæntist Ingibjörgu Finnsdóttur á ísafirði. Sigríður, leikkona, þjóðkunn, ágætur túlkandi verka föður síns, gift samlistamanni sinum Guðmundi Pálssyni. Seinni kona Hagalíns Unnur Aradóttir nú eftirlifandi ekkja. Sonur þeirra Þór framkvæmdastjóri á Eyrarbakka kvæntur Sigríði Óskarsdóttur. Frú Unnur á alþjóðarþökk og framtíðar fyrir, hver stoð hún var manni sínum. Heimili skálds er eins konar félagsheim- ili og minnir á baðstofurnar áður fyrr, er allt varð að víkja einatt og glímur hófust og umsvifamiklir samfundir fólks úr sveit- inni. Komu fleiri en boðnir eru og marg- kynja öfl eigast við. Ósýnilegar sveitir, ekki allt ljósálfar. Ýtarlegrar æviferilsskýrslu er ekki þörf. Ævisaga nægir, í 9 bindum, nær 3000 blað- síður með 500 orðum á síðu. Bók þessi er um Hagalín en fyrst og fremst „Gleðileik- urinn um manneskjuna", í mörgum mynd- um hennar og einatt smáum og stórum í senn. Hagalín rithöfundur sérleika mannsins og gildis einstaklingsins sem félagsveru, frjálsrar undan ónáttúrulegum kreddum, pólitískum og trúarlegum. „íslendingar erum vér,“ sögðu Fiölnis- menn. En vera er hér gædd virkni: „lslend- ingar viljum vér verða.“ Hagalín var íslendingur af vestfirsku hetjukyni. Bjart er yfir mynd af Hagalín, er ég sá í Eimreiðinni fyrir 60 árum. Björt öll kynn- in. Faðir Hagalíns, Gísli, þrekmenni á sjó og landi en af bar hvert ljúfmenni hann var og ávallt ungur í anda. Er hann fór til fanga á Skaga fylgdu honum ungmenni, er léku á hljóðfæri til þess að skemmta selun- um. Guðný, móðir Hagalíns, minnti á örlaga- dísir íslendingasagna. Hann þyrfti ekki að leita langt að máttarstoðunum í Kristrúnu í Hamravík. Kraftaverk var það, er Guðný lék hana á leiksviði í Iðnó, þá á gamals aldri. Guðný átti sér málfar er ekki var tæpi- tunga, félagslynd, gædd ríkri réttlætis- kennd og þeim höfðingsskap að styðja lít- ilmagnann. Athvarf áttu margir hjá henni. Enda þótt Þórbergur Þórðarson væri ekki mikill heyskaparmaður, er hann var kaupamaður hennar vestra, nam hann margt vestfirskt kjarnyrðið af vörum hennar og mat hana ætíð ákaflega mikils. Veraldarinnar ívasan öll Hagalíns þykir ýmsum sjálfsagt að eigi hafi verið list hans til framdráttar.’ „En listin fyrir listina" var aldrei boðorð hans. Ekki skal því neitað, að stundum hefur málafylgjumaðurinn orðið hjá hon- um, svo að persónusköpun líður við það eitthvað, en með rétt í miklum ritar hann: „Sé bók listaverk þá hefur hún um leið lífsgildi." Einstaklingurinn og umhverfið eiga samleið í verkum hans. Þegar Hagalín veiktist og var kominn með sótthita, en lungnabólgu fékk hann oft, var hann í óráðinu ekki bara úti á sjó, heldur var hann eins og sjálft hafið og jafnvel skipið. Vestfirðir voru allir og lífi gæddir í sál hans. Áróðursmaður var hann landsfræg- ur, klæddist sjómannsfötum á stríðsfund- um kvöldin fyrir kjördag. Engin uppgerð það. Inn í skrifstofu hans, „útgerðarstjór- ans“, barst sjávargnýr og storms og marga nóttina vakti hann er bát vantaði. Er svo vélarhljóð heyrðist utan af Sund- um hljóp hann niður á bryggju með fangið fullt af sögum og gamanyrðum, er klufu storminn og dimmviðrið eins og eldingar væru. Maðurinn sjálfur var honum mest verð- ur. Bæjarstjórinn var að selja togarann í stríðsbyrjun, umdeild ráðstöfun. Hagalín mælti við mig þá: „Ég vil, að við græðum, en ekki á því að senda sjómenn- ina okkar í opinn dauöann kafbátanna hans Hitlers." „Komdu vestur í bókabúð," sagði skóla- bróðir minn við mig austur á Eyrarbakka, við vorum 12 ára. Bókin var „Strandbúar". Pilturinn varð mikill sjómaður og bræður hans og bræðrasynir aflakóngar í verstöð þeirra. Veraldarumsvifin og kynnin og einkum af sjónum og brattlendinu vestra voru Hagalín eldiviður undir ritmennskukötl- unum. Og voru þar engir smámunir á ferð- inni. Áætla má að ritstörf Hagalíns nemi á 2. hundrað bókum með allt að 40 þúsund blaðsíðum og orðin 8 milljónir. Hann varð þó aldrei milljónamæringur. Fjöldi orða segir ekki allt, um orðgnótt var að ræða. í viðbæti við Blöndalsorðabók eru um 250 orð heimfærð til Hagalíns og þó orðtekin aðeins 6 rit hans. Mest af þessu er frá sjónum. Síðast er ég ræddi við Hagalín, nokkrum dögum fyrir andlát hans, var hann í andartaksóráði að búast til sjóferðar. Vinnuvíkingur með afburðum. Á fætur klukkan 5, og oft rufu ritvélarhöggin, hörð og tíð, kyrrð næturinnar er hann dvaldi hjá okkur hjónum. Nóttinni var oft varið til að lesa handrit ungra skálda. Ekki ræddi hann um verk sín við mig, en glaður kom hann einatt til mín með eitt- hvað gott hjá byrjanda og var eins og per- sónulegur sigur hans væri og gleðin ein- læg. Hann var öfundlaus í garð annarra höf- unda. Með sitt mikla ævistarf, en umfram allt hann sjálfur, var hulinn verndarkraft- ur í lífi okkar vina hans. Andstæðingar hans, ef til vill af póli- tískum ástæðum, tættu stundum í sig verk hans. „En vegur ódauðleikans er Hel,“ segir í Hamlet og Hagalín er svo lifandi kominn í verkum sínum að hann á mikið líf og æ varandi fyrir höndum. Hann hóf að rita ævisögur í nýjum stíl, og oft er innlifunin svo rík í verkum hans, að þrátt fyrir minni hans, sem var meira en nokkurn gæti grunað, tók hann stund- um við af sjálfum Skaparanum að móta persónur, sem hann lýsir. Hann líkamnað- ist og sálarlega viðfangsefnum sínum. „Rómantískur — raunsær?" spyrja menn. Hvorttveggja, en einkum hið fyrra. Fimmtugur lét hann lesa í útvarpi smá- sögu sína (þær eru á annað hundrað tals- ins) „Staddur á Lágeyri". „Ég ákvað að reisa dálítinn varða einum þeirra mörgu, bláfátæku manna, sem áttu sinn mikla þátt í að viðhalda kjarki þess- arar þjóðar." Þannig kemst Hagalín að orði um þetta verk sitt. Rómantík er erfitt að skýrgreina, en hún leitar að kjarnanum. Oft gætir þess eðlis hennar að gæða augnablik hversdagsleikans ævintýri ei- lífðarinnar. Hagalín hafði mætur á Sveini dúfu, Friðþjófi frækna — klæddum töfragervi í höllu Hrings og Ingibjargar og Þorsteini uxafæti í Svoldarrímum, er berst með bjálkann í styrkum höndum. Höfundur skáldverksins „Maðurinn" hafði ekki gert Guðmund Gíslason Haga- lín líkamlega svo „mikinn borði," en virkni persónuleikans skóp honum reisn og skarðið er því stórt og vandfyllt við lát hans. Virkni orðsins. Það er. En aðal þess er að verða, verðandin. Það segir ekki aðeins í inngangi Jóhann- esarguðspjalls: „f upphafi var orðið —“ heldur einnig: „Og orðið varð hold, og hann bjó með oss Hver orðsins þjónn — en það eru ekki síst skáld og aðrir listamenn — er tjáandi Guðs holdtekju, þar sem góðir menn fara — og misjafnir að gerð og gæðum, en batnandi. f glaðabirtu þess hlutskiptis með Skap- aranum minnumst vér Guðmundar Haga- líns og biðjum honum launa og náðar um- fram allt — eilífrar. Og vér minnumst þess, hversu guðspjalli Jóhannesar lýkur: „Það er og margt annað, sem Jesús gjörði, og ætti það allt, hvað eina, að vera ritað upp, hygg ég, að enda heimurinn mundi ekki rúma þær bækur, sem þá yrðu ritaðar. Enn eru guðspjöll rituð. Sameinist um ritun þeirra heimur og himinn. — Amen. Lesbók/Ól.K. Magnússon Séra Eiríkur J. Eiríksson flytur ræðu sína vid útKr Guðmundar G. Hagalín í Reykholts- kirkju. LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 27. APRlL 1985

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.