Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1985, Page 2
Oleystar ráðgátur I ÆVAR R. KVARAN tók saman
Dularfullt hvarf
njósna-kafarans
Lionel Crabb
Lionel Crabb, háttsettur sjóliðsforingi og
hæfasti sérfræðingur Breta í köfun eftir
stríð, pantaði sér herbergi á hóteli í Ports-
mouth þann 17. apríl, 1956, ásamt Berard
Sydney Smith, sem var starfsmaður þeirrar
deildar enskra njósna, sem venjulega er
kölluð SIS (Special Intelligence Service).
Daginn eftir lagðist rússneska beitiskip-
ið Ordzbonikidze, sem tveir tundurspillar
fylgdu, við akkeri í Portsmouth-höfn. í
herskipi þessu voru forsætisráðherra Sov-
étríkjanna, Nikolai Bulganin, og formaður
kommúnistaflokks Sovétríkjanna, Nikita
Khrushchev en þeir voru að koma í opin-
bera heimsókn til Bretlands.
Brezka ríkisstjórnin hafði gefið um það
fyrirmæli, að engin tilraun skyldi gerð til
þess að njósna um hina rússnesku gesti.
Engu að síður fékk Crabb sjóliðsforingi
um það fyrirskipanir hjá fyrrgreindum
starfsmanni SlS-njósnadeildarinnar að
gera leynilegar kafanir við rússneska
beitiskipið til þess að rannsaka skrokk
þess neðansjávar.
Undir Skipinu
Þar með hófust tilraunakafanir við
rússneska skipið allt frá að það lagðist að
landi. Síðan, skömmu eftir dögun þann 19.
apríl, kafaði Crabb enn niður í höfnina.
þegar hann kom upp, kvaðst hann hafa
farið undir skipið, en eitthvað hefði ekki
verkað rétt í sambandi við súrefnisgjöfina
í kafarabúningnum, svo hann hefði átt í
erfiðleikum með að anda. Þessi tæki höfðu
verið fengin úr birgðum konunglega flot-
ans, en talið var hættulegt að nota þau
fyrir neðan 33 feta dýpi. Crabb sagðist
verða að koma upp til þess að hreinsa önd-
unartæki sín af carbon dioxide-eiturefn-
um. Að því loknu kafaði hann að nýju, og
var það í síðasta sinn, sem Smith sá Lionel
Crabb.
Þann 29. apríl sigldi beitiskipið og tund-
urspillarnir tveir, sem fylgdu því, heim.
En frá flotamálaráðuneytinu barst til-
kynning um það, að talið væri að Crabb
hefði látist „í tilraunum með ákveðna teg-
und af öndunartækjum". Samkvæmt hinni
opinberu tilkynningu hafði Crabb horfið í
námunda við rússnesku skipin þann 20.
apríl.
Út af þessu máli eru nokkur bréfaskipti
milli sovéska sendiráðsins í Lundúnum og
brezku stjórnarinnar.
í þeim lögðu Bretar áherzlu á það, að
Crabb hefði starfað þarna án leyfis frá
brezku ríkisstjórninni.
Þegar John Dugdale, þingmaður í neðri
deild brezka þingsins, bað um frekari upp-
lýsingar um þetta mál, svaraði forsætis-
ráðherrann, sir Anthony Eden því, „að það
væri ekki í þágu þjóðarinnar" að gera
opinberlega grein fyrir því með hverjum
hætti talið væri að Crabb hefði látið lífið.
En hann bætti því við, „að þar eð það
sem gert var hafi verið án vilja og vitund-
ar ríkisstjórnar Hennar hátignar" yrði
beitt viöurlögum um agabrot í þessu sam-
bandi.
Þetta var nú allt saman gott og blessað,
en hvað var það sem henti Crabb?
Þar eð hann var óbreyttur borgari tóku
þeir sem hann var að vinna fyrir enga
ábyrgð á láti hans — ef hann þá lést!
Hafði eitthvert neðansjávarverndar-
tæki, sem var algjört leyndarmál, orðið
honum að bana? Eða voru það rússneskir
froskmenn? Höfðu Rússar náð honum og
flutt hann með sér til Sovétríkjanna?
Til þess að komast að einhverri niður-
stöðu í þessu dularfulla máli er nauðsyn-
legt að athuga fortíð Crabbs og komast að
því hvers konar maður hann var.
Hann hóf starf sitt í heimsstyrjöldinni
síðari sem sérfræðingur í því að aftengja
sprengjur og tundurdufl hjá brezka flotan-
um. Enda þótt hann væri enginn flug-
sundsmaður svona á yfirborðinu, þá
reyndist hann bæði mjög fær og hugrakk-
ur froskmaður og fékk viðurkenningu sem
sérfræðingur í þeim efnum.
Verðlaun Fyrir
Hughreysti
Meðal þess sem hann tókst á hendur í
stríðinu var að berjast við ítalska
skemmdarverkamenn, sem störfuðu neð-
ansjávar við Gíbraltar. Að því loknu hóf
hann störf við að hindra skemmdar-
verkamenn, sem voru að reyna að eyði-
leggja skip á Miðjarðarhafinu. Hann vann
til heiðurspeningsins George Medal og var
gerður Officer of the Order of the British
Empire (liðsforingi í Reglu brezka heims-
veldisins).
Hann fór á eftirlaun snemma á árinu
1956. Eins og títt er um framtakssama
menn, tók honum fljótt að leiðast eftir að
hann hætti störfum og gekk það svo langt,
að hann minntist jafnvel á sjálfsmorð við
vini sína. Þá tók hann einnig að drekka
meira en góðu hófi gegndi og varð þá
IHann var tekinn að eldast,
hafði lítið að gera og
leiddist. Þessvegna tók
hann því fegins hendi að
kafa undir þrjú rússnesk
herskip, sem komin voru í
heimsókn til Englands og
lágu í höfninni í Ports-
mouth. Spurningin er:
Var hann drepinn eða tek-
inn höndum í þessari
örlagaríku ferð?
stundum tíðrætt um njósnastörf sín og af-
rek. Þannig var það vitað, að hann hafði
drukkið talsvert kvöldið áður en hann yfir-
gaf hótelið og fór í sína síðustu köfunar-
ferð.
Hann var sérvitringur og átti það jafn-
vel til að vera klæddur froskbúningi sínum
undir venjulegum fatnaði, já, jafnvel fór
hann stundum í þessum búningi í rúmið.
Hvers vegna skyldi hin fræga njósnara-
þjónusta SIS hafa leigt slíkan mann í
þessa vandasömu ferð?
Svarið við þeirri spurningu er það, að
þeir þurftu óbreyttan borgara (sem hann
einmitt nú var) í þetta starf. Færi svo að
ferðin mistækist og hann yrði tekinn, yrðu
allar útskýringar miklu erfiðari ef um
mann í þjónustu hins opinbera væri að
ræða. En Crabb var þegar orðinn sérfræð-
ingur í froskköfun áður en þessi íþrótt fór
að verða verulega vinsæl. Hann hafði hins
vegar einmitt þá reynzlu sem SIS krafðist
af slíkum manni, og það var auðvelt að fá
hann til þessa starfs, því hann var í mikl-
um fjárhagskröggum.
Reyndar var ekki hægt að fá neitt af
þessu staðfest, því starfsmaður leyniþjón-
ustunnar, Smith, var þegar í stað látinn
hverfa sjónum öllum spyrjendum, strax og
ljóst varð að þessar njósnir höfðu mistek-
ist. Þá hvarf líka blaðsíðan, sem þeir
Smith og Crabb höfðu skrifað nöfn sín á,
þegar þeir pöntuðu pláss á hótelinu.
Það sem næst gerðist í þessu máli var
um ári síðar eða þann 9. júlí 1957, en þá
fundu fiskimenn lík manns í froskbúningi
nokkrar mílur fyrir austan Portsmouth-
höfn. En það sem gerði mönnum ókleift að
vita hver maðurinn var var það, að á líkið
vantaði bæði höfuð og hendur.
Á öðrum fæti líksins sást þó ör, líkt því
sem verið hafði á fæti Crabbs. Búningur-
inn var af ítalskri gerð, en slíka búninga
tók Crabb framyfir aðra. Á líkinu var
hamartá* en slíkt einkenni hafði Crabb
einmitt haft.
Þótt af skiljanlegum ástæðum hafi ekki
verið hægt að ganga úr skugga um ýmis
venjuleg einkenni, svo sem: hauskúpu,
tennur og fingraför, taldi réttarlæknirinn
sig engu að síður „fullvissan" um það, að
þetta væri líkið af Crabb.
Ekki varð þetta þó til þess að binda endi
á mál þetta, því niðurstöður rannsóknar-
innar vöktu mikið umtal og áhuga margra,
og enn tóku hvers konar hugmyndir að
komast á kreik um það, hvað hér hefði í
rauninni gerst.
Þegar hér var komið sögu tóku einkenni-
legar og undarlegar sögur að berast til
Bretlands, taldar komnar frá rússneskum
heimildum.
Þannig birtist frásögn um það í vestur-
þýzku dagblaði, að rússneskur sjóliðsfor-
ingi héldi því fram, að Crabb væri fangi
Sovétmanna.
Ganga í Lið Óvinanna Eða
Verða Skotinn Ella
Því var haldið fram að hann væri í fang-
elsi í Moskvu og væri að velta því fyrir sér
hvorn kostinn hann ætti að taka, að verða
skotinn sem njósnari eða ganga í rússn-
eska flotann. Sagt var, að hann hefði tekið
síðari kostinn — með því skilyrði að hæfi-
leikum hans yrði aldrei beitt gegn brezku
skipi.
Samkvæmt öðrum orðrómi, sem rakinn
var til rússneskra liðsforingja í Berlín, átti
Crabb að hafa verið haldið neðansjávar
með mögnuðu aðdráttartæki undir rússn-
eska skipinu, þangað til hann drukknaði.
Aðrir héldu því fram, að það sem hefði
orðið Crabb að bana hefði verið sprengja
sem ofstækisfullir rússneskir útlagar
hefðu fest við skipsskrokkinn. Hún hefði
svo sprungið, þegar Crabb af miklu hug-
rekki hefði losað hana og reynt að gera
hana óvirka.
En flestir lögðu þó trúnað á þann orð-
róm, að brezka stríðshetjan hefði gengið í
lið með Rússum, þrátt fyrir yfirlýst fylgi
sitt við hægristefnu í stjórnmálum.
Þessi skoðun öðlaðist styrk úr óvæntri
átt utan Bretlands.
Ljósmyndarsönnun
Lionel Crahb og í baksýn: Rússnesku ber-
skipin íPortsmoutb.
Þótt ljósmynd þessi væri ekki sem
skörpust, þá nægði skírleiki hennar til
þess að fyrrverandi eiginkona Crabbs,
Margaret, og einn af félögum hans úr
stríðinu þóttust þar þekkja Crabb, þar sem
Korablov var sýndur.
Sú skoðun að Crabb hefði með þessum
hætti sést í Rússlandi fékk einnig byr und-
ir báða vængi af annarri frétt sem þetta
óneitanlega studdi. Hún var höfð eftir sjó-
liðum á Ordzhinikidze. Hún bar með sér, að
þeir hefðu lýst því hvernig sjúkrahús
skipsins hefði verið innsiglað meðan á
ferðinni stóð frá Bretlandi heim til Rúss-
lands. Á sjúkrahúsinu hefði verið einhver
óþekktur sjúklingur og hafður um hann
hervörður.
Hafi Crabb verið lifandi í Sovétrikjun-
um er erfitt að skilja hvers vegna Rúss-
arnir gerðu sér ekki áróðursmat úr því.
Ef Korbalov var Crabb; af hverjum var
þá líkið sem fiskimennirnir fundu skammt
frá Portsmouth-höfn? Ekki eru mikil lík-
indi á því, að þessari spurningu verði
nokkru sinni svarað á fullnægjandi hátt.
fölsuð Hugmynd Um Það
Af Hverjum Líkið Væri
Þeir, sem trúa því að Crabb sé á lífi,
telja, að Rússarnir hafi sjálfir útvegað
heppilegan líkama (sett á hann ör), sem
hafði fengið einkenni sín af því að liggja
hæfilegan tíma í sjó og síðan sett líkið í
hafið, án höfuðs og handa.
Önnur allsöguleg skýring hefur einnig
séð dagsins ljós, nefnilega, að njósnaþjón-
ustan SIS hafi blátt áfram sjálf séð fyrir
hinum ólánssama Crabb, þegar þeim hafi
orðið ljóst að þeir vektu mikla reiði for-
sætisráðherrans, þegar öll þessi starfsemi
varð til einskis.
Að lokum má setja fram líklegustu skýr-
inguna, að Lionel Crabb sjóliðsforingi hafi
látið lífið blátt áfram af því að útbúnaður
hans hafi bilað.
Þannig var mál með vexti, að rússneskt
tímarit um hernaðarmál hafði borist til
Vesturlanda. f því birtist ljósmynd af hópi
liðsforingja í flota Sovétmanna. Einn þess-
ara manna á myndinni var sagður vera
sjóliðsforinginn Lvev Lvovich Korablov,
sagður kennari í neðansjávarstörfum.
* Það er tá (oftast sú sem liggur næst
stórutánni) sem er stöðugt kreppt um
fremri kjúkuliðinn, stundum um báða.
Ævar R. Kvaran er leikari og rithöfundur f
Reykjavlk.
2