Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1985, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1985, Qupperneq 4
i/ ) 1 IM IVi»l 'vl <«' 1 I r/1/ , *•" Kenningar Freuds gera ráð fyrir flóknum dulvituðum hugarferl- um, sem liggja að baki draum- um. Aflið sem vekur upp drauminn á sér rætur í grundvallarhvötum og innri árekstrum, sem liggja djúpt í persónu- ieika mannsins. Jung taldi aftur á móti, að í draumum kæmi dulvitundin til skila boðum til meðvitund- arinnar um það, hvaða þættir hins áskapaða persónuleika séu van- ræktir í daglegu lífi. Niðurstaða nýrrar rannsóknar A.B. Hill er sú, að þeir sem muna vel drauma sína, séu þrosk- aðri, í tilfinningalegu jafnvægi og tilbúnir að horfast í augu við raunveruleikann. En samkvæmt annarri nýrri kenningu, getur hreinlega verið varasamt að leggja drauma sína á minnið. Svefn og draumar eftir ÁSGEIR R. HELGASON Svefn og vaka er reglubundið ferli, sem endur- tekur sig venjulega á 24 tíma fresti hjá heil- brigðum mönnum. Rannsóknir hafa sýnt að þetta ferli endurtekur sig óháð umskiptum dags og nætur, þó vökutímabilið hafi til- hneigingu til þess að lengjast nokkuð við aðstæður þar sem slík umskipti eru útilok- uð. Rannsóknir með heilaskemmda sjúkl- inga og dýr, þar sem hlutar heilans hafa verið eyðilagðir, hafa sýnt að eina skemmdin sem áhrif hefur á þessa hring- rás er skemmdin í og rétt við svokallaða stúku (hypothalamus). Ein af algengari hugmyndum manna um hlutverk svefnsins er að hann sjái líkam- anura fyrir nauðsynlegri hvíld. í stórum dráttum er þetta áreiðanlega rétt, því dýr sem svipt eru svefni um lengri tíma deyja að lokum og menn sem svipað er ástatt um verða fyrir ýmiskonar geðrænum truflun- um. Hinsvegar er lítill munur á orkunotk- un líkamans í afslöppuðu ástandi og svefni. Ekki hefur heldur fundist neinn lífrænn úrgangur eða eiturefni sem líkam- inn þarf að losa sig við með hjálp svefns- ins. Hlutverk svefnsins er því ennþá nokk- uð á reiki, þó flestir menn eyði u.þ.b. Vs hluta ævi sinnar í svefni. Með tilkomu heilarits (EEG) var hægt að greina nokkur rafbylgjumynstur í heila, sem gaf möguleika á því að flokka og rann- saka svefninn. Greind voru fimm bylgju- mynstur eða svefnstig, sem endurtóku sig með jöfnu millibili yfir nóttina. Þessi svefnstig voru kölluð A til E svefn. Mynd 1 sýnir bylgjumynstur í vöku og á hinum ýmsu svefnstigum. Tæpum tuttugu árum síðar uppgötvuðu menn að á svefnstigi E, sem líktist mest í heilariti því sem sést í árvökulu vöku- ástandi, áttu sér stað mjög örar augn- hreyfingar. Þeim dátt í hug að þetta kynni að standa í sambandi við drauma. Til að kanna það vöktu þejr fólk á þessu svefn- stigi og fundu að u.þ.b. 60 af hundraði skýrðu frá draumi við vakningu. Hinsveg- ar gerðu aðeins 7 af hundraði slíkt hið sama á öðrum svefnstigum. Þetta svefnstig örra augnhreyfinga er kallað REM (Rapid Eye Movements) stig og endurtekur sig nokkrum sinnum yfir nóttina. Heilbrigður einstaklingur fer frá fyrsta svefnstigi koll af kolli niður á það fjórða og þaðan aftur upp á fyrsta stig. Þá verður fyrst vart örra augnhreyfinga. Hver hringur tekur u.þ.b. 90 mín. og endurtekur sig nokkrum sinnum yfir nótt- ina. REM-svefn er ekki eins allar nætur hjá sama einstaklingi og nokkur munur er á milli einstaklinga Hlutfall REM eykst þegar liðið er á nóttina og 4. stigs svefn minnkar þá að sama skapi. Svefnstig 2 tekur yfirleitt um helming alls svefntím- ans. Viss líkamleg einkenni fylgja REM- svefni: a) Auknar augnhreyfingar b) lítil vöðvaspenna c) óregla á hjartalínuriti d) óreglulegur andardráttur e) óreglulegur blóðþrýstingur f) limur rís og snípur þrútnar hjá konum g) framleiðsla magasýru eykst Það er því ljóst, að virkni hins ósjálf- ráða taugakerfis er mjög mikil í REM- svefni, en hinsvegar er næsta lítil virkni í sjálfráða taugakerfinu og allir vöðvar sem lúta stjórn þess eru mjög slappir. Vökulíkt heilarit í REM-svefni bendir til þess að heilinn sé mjög virkur á þessu svefnstigi. Einnig eru menn hlutfallslega þungsvæfir í 4. stigs svefni, en auðveldast er að vekja fólk af 1. og 2. stigs svefni. Menn hafa mikið velt því fyrir sér hvort samband sé á milli hinna líkamlegu ein- kenna er fram koma í REM-svefni og draumainnihalds. Athuganir benda til að samband sé milli sjónrænnar upplifunar í draumi og augnhreyfinga. Það virðist því sem fólk „horfi" í einhverjum skilningi á innihald drauma sinna. Það var og athygl- isvert við niðurstöður þessara athugana að draumarnir virtust eiga sér fulla samsvör- un í tíma, þ.e. sá tími sem fór í drauma- upplifunina samsvaraði þeim tíma sem slíkt hefði tekið í vökuástandi. Þó REM-svefn sé einkenndur sem draumsvefn eru REM-draumar ekki einu draumarnir sem eiga sér stað. Á hinum fjórum svefnstigum sem þekkt eru sameig- inlega undir heitinu Non-REM-stig, verð- / draumalandinu. Menn eru ekki á eitt sáttir um það sem á sér stað. ur stöku sinnum vart drauma. Non-REM- draumar eru þó ólíkir REM-draumum að því leyti, að þeir eru einskonar hugsanir án allrar sjón- og annarrar skynreynslu sem einkennir REM-drauma. Margir rann- sóknamenn hafa því kosið að flokka þessar Non-REM-upplifanir ekki með draumum og hefur það m.a. valdið nokkrum ruglingi í samanburði milli rannsókna. Sé lífvera svipt REM-svefni um lengri eða skemmri tíma, reynir hún, að því er virðist, að bæta sér það upp með því að lengja REM-svefntíma sinn á eftir. Það virðist því sem REM-svefn sé lífverunni nauðsynlegur þó ekkert sé vitað með vissu um hlutverk hans, né heldur um eðli og hlutverk drauma. Nokkrar Rannsóknir Og Kenningar Um Eðli Drauma Og Innihald Draumakenning Freuds: Kenningar Freuds gera ráð fyrir flókn- um dulvituðum hugarferlum (mental proc- esses), sem liggja að baki draumum. Aflið sem vekur upp drauminn á sér rætur í grundvallarhvötum, driftum (drives) og innri árekstrum (conflicts) sem liggja djúpt í persónuleika mannsins. Freud birti þessa kenningu sína við upphaf 20. aldar- innar og taldi hana eina merkustu upp- götvun sína. Draumar eru að hans mati góður vegur að hinum dulvituðu eiginleik- um mannshugans. I drauminum rættust hvatrænar óskir á augljósari hátt en í vöku. Að vísu er ailtaf um göfgun að ræða, því ella reynist draumurinn manninum ofviða og hann vaknar. Þannig birtast hin- ar hvatrænu óskir á táknrænan hátt í draumi jafnt sem í vöku. Munurinn var sá, að „ritskoðarinn" (sensor) sem hefur eftir- lit með því hvað fer úr dulvitund upp í vitund, er mun óvirkari í draumi og því auðveldara að ráða dulvitund manna af draumaferli þeirra en vökuatferli. Hins vegar er alltaf um túlkun að ræða, því það er eðli göfgunar að „þýða“ hvatrænar langanir yfir á „mál“ sem er boðlegt með- vitund og siðgæðisvitund mannsins. Við þessa „þýðingu" brenglast tíðum merking skilaboðanna og fer það eftjr styrkleika siðgæðisvitundarinnar hve bjöguð þau verða. Á grundvelli þessa, skiptir Freud hverj- um draumi í tvo þætti: í fyrsta lagi er um að ræða hinn munaða draum, sem er meira og minna afbakaður. Þennan draum kallaði Freud „Manifester Traum". í öðru lagi er það svo hinn eiginlegi hvatræni draumur, en hann kallar Freud „Latenter Traum". Þær breytingar sem verða á hinum „Latenter Traum“ á leiðinni upp í vitundina, kallar Freud „Traum- arbeit", eða draumavinnslu. Auk hvatrænna hugsana, geta ytri skynjanir, líkamlegar þarfir og hugsanir sem og ímyndanir úr daglegu lífi (leifar dagsins) komið af stað draumum, en hinn hvatræni þáttur er samt lang mikilvæg- astur og draumar fyrst og fremst ímynd- anir sem veita fróun og eru þannig uppbót fyrir raunverulega fróun. 4 ■i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.