Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1985, Side 9
Mannfræðingurinn Grorer Krantz með gifsmót af fótspori stórfæthi — og til samanburðar sýnir
hann fótinn á sjáífum sér.
lit, með 10—15 sm löngum hárum. í fram-
an líkist skepnan þó nokkuð górilluapa,
nema hvað fésið er nokkru lengra og er allt
að því hárlaust. Herðarnar eru mjög kröft-
uglega vaxnar og háar, þannig að kjaftur
dýrsins og haka eru nokkuð neðan við axl-
arhæð eins og gerist hjá mannöpum. En
stórfætlan gengur upprétt á tveimur fót-
um eins og maður og mjaðmaliðurinn er
staðsettur nálægt miðjunni á skrokklengd
dýrsins."
Margir Sjónarvottar
Frásagnir um stóran, loðinn mannapa,
sem lfiir villtur í Norður-Ameríku og í
öðrum heimshlutum, hafa verið á kreiki í
meira en eina öld. í Everglades-fenjasvæð-
unum í suðurhluta Flórida-fylkis gengur
hann undir nafninu þefapinn, vegna þess
sterka dauns, sem leggur af honum. Þá
hafa einnig borizt frásagnir af svipuðu
fyrirbæri, sem á að hafa sézt í Nýja
Englands-fylki og í fylkjunum við Stóru-
Vötn. í Kína er mannapinn þekktur sem
villimaður og í Himalajafjöllum er hann
kallaöur jetí, en sú skepna er sögð minni
en stórfætlan í Ameríku.
Prófessor Krantz álítur, að alls hafi um
það bil 1000 sjónarvottar skýrt frá því, að
þeir hafi séð þessa skepnu. En það gæti
líka verið, að tala sjónarvotta sé allt að því
tíu sinnum hærri, þar sem flestir sjónar-
vottar segja aðeins örfáum frá því, sem
fyrir augu þeirra bar. „Af þeim 36 sjónar-
vottum, sem ég hef hitt og spurt í þaula,"
segir hann, „álít ég, að um það bil helm-
ingurinn hafi ýmist verið að segja ósatt,
hafi látið leika á sig og sumir hafi verið
kófdrukknir á ferð eða þeir gáfu mér upp-
lýsingar, sem voru allt of lítilfjörlegar til
þess að nokkuð væri á þeim að græða.
Hinn helmingur sjónarvottanna var trú-
verðugt fólk, sem engin ástæða er til að
rengja."
Við athuganir sínar á tilvist sasquatch-
mannapans beitir prófessor Krantz í hví-
LEITINAÐ
STÓRFÆILU
Grover Krantz prófessor hallar sér aftur í
stólnum og slengir vinstri fætinum upp á
borðið í kennslustofunni; hinum megin við
sama borð sitja stúdentarnir fimm, þátt-
takendur í námshópi einum, sem hann er
Mannfræðingurinn
Grover Krantz þykist
sannfærður um, að hin
leyndardómsfulla, risa-
vaxna skepna, sas-
quatch, sé til í raun og
veru.
Eftir Patrick Huyghe.
að kenna um þessar mundir. Það er þó ekki
ætlunin hjá hinum skeggjaða, 52 ára
gamla mannfræðingi að sýna nemendum
sínum einhverja ókurteisi eða ótilhlýði-
legan ruddaskap með fótatilburðunum.
Með þessu er hann einungis að leitast við
að lýsa á áþreifanlegan hátt vissu, tor-
leystu viðfangsefni, sem mannfræðingar
vestan hafs hafa verið að glíma við að
undanförnu. Skórinn á vinstri fæti pró-
fessorsins er ruml. 30 sm á lengd, og við
hliðina á honum á borðinu getur að líta
gifsafsteypu af risastóru fótspori.
„Þetta er 43 sm iangt fótspor eftir
sasquatch," segir Grober Krantz. „Algjör
hámarksstærð mannsfótar er 38 sm.“
Risastór Loðin Skepna
Á indíánamáli táknar orði sasquatch
risastóra, loðna skepnu, sem álitin er haf-
ast við í fjallahéruðunum upp af Kyrra-
hafsströndinni í norðvesturhluta Banda-
ríkjanna. Hinir riastóru fætur á þessari
skepnu hafa líka orðið til þess, að farið er
að kalla hana stórfætlu. Prófessor Krantz,
sem kennir mannfræöi við Háskóla Wash-
ington-fylkis í borginni Pullman, hefur um
fimmtán ára skeið haldið uppi stöðugri leit
að þessari furðuveru, en skoðanir manna á
því hvort hún sé yfirleitt til, skiptast mjög
í tvö horn.
„Skepna sú, sem fólk segist venjulega
hafa séð,“ segir Krantz," er eitthvað á bil-
inu 215 til 245 sm á hæð, afar luralega
vaxin — gæti verið þetta 360—380 kg á
þyngd — skrokkurinn allur kafloðinn og
virðist feldurinn vera brúnn eða svartur á
vetna nákvæmum, vísindalegum aðferð-
um, sem eiga harla lítið skylt við lauslegar
athuganir leikmanna, er mjög hafa þó lát-
ið á sér bera í sambandi við ieitina að
sasquatch-mannapanum í Bandaríkjun-
um.
En hvernig horfir málið við, ef sasqu-
atch-mannapinn reynist vera til? „Það
mundi enfaldlega þýða, að náttúruvísind-
unum hefði gjörsamlega sézt yfir eina af
stærstu og ef til vill um leið þýðingar-
mestu spendýrategund á jörðinni," segir
Krantz. „Ef dýr af þessari tegund finnst,
þá ætti þar með að fást svar við því, hvort
uppréttur gangur standi í nokkru sam-
bandi við greind og talhæfiieika. Og sé
þetta dýr líkt því, sem ég geri mér í hug-
arlund verður það að teljast nánasti ætt-
ingi mannanna af öllum dýrategundum,
miklu skyldara okkur en stóru aparnir.
Þar með yrði sasquatch-mannapinn
merkasta líffræðilega uppgötvun þessarar
aldar."
Krantz reiknar með, að sasquatch sé þá
eini lifandi fulltrúinn af tegundinni gig-
antopithecus, sem var risastór mannapi.
Nú þekkja vísindamenn allnokkuð til hans
af steingervðum neðri kjálkum og tönnum,
sem fundist hafa á nokkrum stöðum, og
hafa dregið þá ályktun, að risamannapi
þessi hafi verið til fyrir hálfri milljón ára
eða jafnvel fyrir fimm milljónum ára.
Stórskornir kjálkar gigtantopithecus
benda til þess, að þetta dýr hafi verið álíka
stórvaxið og svipað á þyngd og sasquatch-
mannapinn er álitinn vera.
Sá mikli áhugi, sem Krantz prófessor
hefur sýnt á að finna sazquatch og sanna
tilvist þessa furðulega dýrs, hefur að
nokkru yfirskyggt önnur framlög hans á
sviði mannfræðirannsókna; leitin að
sasquatch er í raun og veru einungis einn
þáttur í ævistarfi hans á sviði rannsókna á
þróunarferli mannsins. Doktorsritgerð
hans, sem hann varði við háskólann í
Minnesota, bar hinn djarfa titil „Uppruni
mannsins," og þar færir hann rök að því,
að frummaðurinn hafi tekið að skara fram
úr mannöpunum, af því að manninum hafi
lærzt að stunda „veiðar með þrautseigju".
Með því að sitja um bráðina, ályktar
Krantz, hafi frummaðurinn tekið að efla
einbeitni sína og heilastarfsemi. Frá því
að Grover Krantz varði doktorsritgerð
sína, hefur hann samiö tvær kennslubæk-
ur í mannfræði, og fjallar önnur þeirra um
kynkvíslir og kynfestu en hin um þróun-
arsögu mannsins.
Sagan af leit Krantz að sasquatch-
mannapanum er raunar í sjálfu sér veiga-
mikil rök fyrir því, að þetta dýr sé til.
Krantz situr í makindum inni á litlu
skrifstofunni sinni, kæddur bláum galla-
buxum og sandgulum khaki-jakka og reyk-
Roger Patterson tók þessa mynd íBhiffCreek í
Kaliforníu 1967 og þykir hún bezt þerra mynda,
sem menn þykjast hafa náð af þessari skepnu.
ir sígarettur, þegar ég kem á hans fund og
bið hann að segja nánar frá áralangri leit
hans að sasquatch-mannapanum í Norð-
ur-Ameríku. Hann segist fljótlega hafa
tekið eftir einu atriði i þeim aragrúa af
frásögnum, sem honum barst til eyrna um
sasquatch og í öllu því misræmi, sem gætti
í lýsingunum, en það var að í þeim öllum
virtist þó alltaf vera um ósköp náttúrulegt
fyrirbrigði að ræða — eina einstaka dýra-
tegund. En á meðan að Grover Krantz var
enn við nám í mannfræði við Berkeley-
háskóla um og eftir 1960, þar sem hann
lagði sig sérstaklega eftir þeirri grein
mannfræðinnar, sem fjallar um uppruna
mannsins, þá hafði hann verið langt frá
því að vera sannfærður um tilveru
sasquatch-mannapans.
Ekki Mannsfótur
Vorið 1970 uröu hins vegar verulegar
breytingar á viðhorfum Krantz í þessum
efnum. Fáeinum mánuðum áður höfðu
borizt út frásagnir allmargra aðila, sem
sögðust hafa séð sasquatch í norðvestur-
hluta Washingtonfylkis. Þó nokkur sam-
stæð dýraspor hefðu verið ljósmynduð, og
lýsingar á þeim skrásettar eins og raunar
hafði verið gert í þúsundum annarra til-
vika. Þess spor, sem fundust síðla vetrar
og um vorið 1970, voru hins vegar frá-
brugðin að því leyti, að hægri fótur dýrs-
ins var bæklaður. Krantz áleit, að förin
eftir tvo greinilega hnúða á ytri fótarjaðri,
benti til þess að um einhvers konar bólgur
hefði verið að ræða í brjóskinu milli bein-
anna í fætinum.
' „Seinna, þegar ég fór að bera saman
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 15. JÚNÍ 1985 ' 9