Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1985, Qupperneq 14
Æ
Hættir
Volvo
að spóla?
Eftir JÓN B. ÞORBJÖRNSSON
Flestir bílaáhugamenn
þekkja orðið til ABS-
kerfisins svokallaða;
þ.e. búnaðar sem kemur
í veg fyrir að hjól læsist við
hemlun. Nú hefur Volvo, fyrstur
bílaframleiðenda, komið með
búnað á markaðinn sem á að
koma í veg fyrir að drifhjólin
geti spólað. Hvað virknina
áhrærir er hér að vissu leyti um
andstæðu ABS-kerfisins að
ræða, en bæði kerfin grundvall-
ast þó á sömu hugmyndinni.
Sennilega hafa flest ykkar
lent í þeirri aðstöðu, að það
reynist svo skrambi erfitt að ýta
gömlu, þungu kommúðunni af
stað yfir gólfið, þegar verið er að
breyta til í herberginu. Hins
vegar, eftir að hún er komin á
hreyfingu, reynist tiltölulega
auðvelt að fylgja henni eftir á
sinn stað. Eðlisfræðin á náttúru-
lega svar við þessu fyrirbæri,
eins og flestu öðru. Samkvæmt
henni felst skýringin í lægri
núningsstuðli — eða réttara sagt
viðnámsstuðli á milli hluta sem
eru á hreyfingu gagnvart hvort
öðrum, heldur en á milli kyrr-
stæðra hluta. Á þessu eðli hlut-
anna grundvallast einmitt
ABS-kerfið og hið nýtilkomna
ETC-kerfi (Electronic Traction
Control).
ABS-kerfið nær fram há-
markshemlun með því að hindra
að hjólin læsist (dragist) og nýt-
ir þar með til hins ýtrasta við-
námsstuðulinn sem er til staðar
milli hjólbarða og yfirborðs veg-
ar. Stærð viðnámsstuðulsins
ræðst reyndar af ástandi vegar í
það og það skiptið; hann verður
t.d. hverfandi lítill í glerhálku. Á
sama hátt næst fram hámarks-
spyrna, ef drifhjólin eru hindruð
í því að spóia þegar tekið er af
stað eða aukið við hraða. Þetta
er meginhugsunin að baki ETC-
kerfisins.
Þetta kerfi er þó engan veginn
eingöngu ætlað til þægindaauka
fyrir ökumann, sem hættir mik-
ið til að þurfa að vanda sig við að
taka af stað í snjó og hálku. Öllu
heldur er það „öryggi framar
öllu“, sem er hér rétt einu sinni á
feröinni. Því er nefnilega þannig
um viðnámsstuðulinn farið, að
því meir sem kraftur í einhverja
ákveðna átt „notar" af honum —
því nær sem komið er þeim
takmörkum að hlutir fari að
renna hvor á öðrum — þeim mun
minna verður eftir af honum til
að veita krafti í einhverja aðra
K
N
átt viðnám. Þetta veldur til
dæmis því, að ef allur við-
námsstuðull drifhjólanna er
uppurinn viö að spyrna bíl
áfram (bíllinn fer að „losa hjól“)
er ekkert eftir sem veitir hjólun-
um hliðarstuðning. Það þarf
ekki að fara lengra en út á
kvartmílubraut til að sjá þetta í
praxís; þegar bílarnir standa þar
spólandi til að hita upp aftur-
dekkin, ýta menn þeim á milli
sín næstum eins og skoppara-
kringlum. Sama staða kemur
upp þegar afturhjóladrifinn bíll
er að taka framúr öðrum í hálku
og byrjar að skransa út á hlið, ef
aðeins of þétt er stigið á inngjöf-
ina. Hliðarstuðningurinn orðinn
nánast enginn. Þetta er reyndar
einkum vandamál með aflmikla
bíla.
Lausnin á vandanum fæst rétt
einu sinni með hjálp rafeinda-
tækninnar. Út í hverju hjóli er
komið fyrir tannkransi, sem
framkallar rafboð í skynjara.
Fjöldi þessara rafboða segir til
um hraða hjólsins. Boð frá öllum
hjólum eru leidd til ETC-stjórn-
tölvu, sem ber hraða afturhjóla
Flædimynd af virkun ETC-kerfisins til takmörkunar á
afli frá vél.
Spin = ETC-stjórntölva.
VCCT = stjórnbúnaður til að minnka forþjöppu-
þrýsting.
Fuel = stjórnbúnaður til aö minnka eldsneytis-
magn.
Skynjarar fyrir hjólhraöa.
Spin
1
□ □ □
® © ©
saman við hraða framhjóla. Ef
skrikun afturhjóla fer yfir 7%,
þ.e. ef afturhjólin snúast yfir 7%
hraðar en framhjólin, sendir
þessi stjórntölva boð til stjórn-
tölvu vélarinnar, en hlutverk
hennar er aðallega að stjórna
kveikjutíma vélarinnar og sam-
ræma eldsneytismagn og
kveikjutíma. Fyrstu viðbrögð
vélarstjórntölvunnar eru þau að
lækka forþjöppuþrýstinginn til
þess að draga úr snúningsvægi
vélarinnar — eða minnka kraft-
inn, eins og yfirleitt er sagt. Ef
það dugir ekki til, ef skrikun
drifhjólanna eykst enn þrátt
fyrir þessar ráðstafanir, grípur
vélarstjórntölvan til róttækari
aðgerða og byrjar að loka fyrir
aðra hverja eldsneytisinnspýt-
ingu inn á einn strokkanna. Svo
lengi sem skrikunin eykst er
haldið áfram að minnka við
eldsneytisinnspýtinguna; lokað
er algjörlega fyrir innspýting-
una inn á þennan eina strokk, og
lokað fyrir aðra hverja inn á
næsta strokk. Ef þörf er á heldur
þetta svona áfram koll af kolli
þar til að vélin gengur aðeins á
einum strokk, við 20% skrikun.
Meir er ekki hægt að draga úr
krafti vélarinnar án þess að hún
hætti að ganga undir sjálfri sér.
í fæstum tilfellum er þó nauð-
synlegt að ganga svo langt til
þess að koma í veg fyrir að bíl-
inn fari að losa um hjólin.
Kostir þessa búnaðar eru ekki
einungis fólgnir í auknu öryggi í
hálku, heldur er þetta einnig ör-
yggisatriði þar sem hætta er á
vatnsskautun (aquaplaning).
Þegar vatnsfleygurinn sem
myndast milli vegar og hjól-
barða veldur því að framhjólin
fara að fljóta og hætta að snúast
með eðlilegum hraða merkir
ETC-stjórntölvan samskonar að-
skýringarmynd af ETC-kerfinu:
1 og 5 skynjarar fyrir hjólhraða,
2 og 6 tannkransar, 3 skynjari
fyrir loftþrýsting frá forþjöppu,
4 stjórntölva fyrir ETC-kerfi
(Samanburður hjólhraða; boö
til stjórntölvuvélar), 7 gaumljós
í mælaborði; gefur til kynna
hvenær ETC-kerfiö virkar og
upplýsir þannig ökumann að
nokkru leyti um akstursskilyröi.
stæður og við skrikun. Vélar-
stjórntölvan tekur þá við sér á
sama hátt og minnkar vélaraflið.
Greinilegt er, að þessi nýjung
frá Volvo er þarft framlag til
akstursöryggis afturdrifinna
bíla. Vinna þekktra bílafram-
leiðenda eins og Daimler-Benz
og BMW að þessari sömu hug-
mynd er einnig staðfesting á því.
Einnig er hentugt að nota
ETC-kerfið saman með ABS-
kerfinu, því bæði kerfin notast
við sömu hlutina að nokkru leyti,
svo sem tannkransana og skynj-
arana. Væntanlega eiga bæði
þessi öryggiskerfi mikla framtíð
fyrir sér, sem einfaldur og sam-
byggður alhliða akstursöryggis-
búnaður. En enn sem komið er,
er þennan búnað aðeins að finna
í flaggskipi Volvo-flotans; Volvo
760 Turbo Intercooler.
Höfundurinn er viö nám I bilaverk-
fræöi I Þýskalandi.
Teikningin sýnir hvernig tann-
kransi og skynjara er komið fyrir á
afturás bílsins.
Joseph Conrad:
CHANCE
A Tale in Two Parts
Penguin Books 1984
„Játaðu aldrei! Aldrei, aldrei!
Maður sér alltaf eftir ótíma-
bærri skreytni. Það héndir, að
hún eyðileggi mann; ekki af því
að hún er fyndin, heldur vegna
þess að hún er ótímabær. Og
játning, af hvaða tagi sem er, er
alltaf ótímabær."
Svo skrifar Conrad í þessari
bók, sem með sanni má segja sé
glæsilegt slúður. En slúður hefur
jú eyðilagt fleiri mannorð en
játningar hafa gert. Sagan segir
frá óhamingjusamri ungri
stúlku, Floru de Barral. Faðir
hennar er dæmdur fjárglæfra-
maður og stúlkukindinni er kom-
ið fyrir hjá Fyne-fjölskyldunni.
Flora er ekki jafn létflynd og
börn fósturforeldra hennar, hún
er dularfull og dreymin. Hún er
inn í sig og ung giftist hún skip-
07 4 r
0
JosephConrad
Chance
stjórans og tengdaföðurins og að
auki skipverjanna og atburðir
henda sem ekki bæta úr skák.
Chance var sú bók sem færði
Joseph Conrad fyrst frægð. Hún
kom út 1913 og átti Conrad eftir
að skrifa margar bækur eftir
það.
Graham Greene:
THE HONORARY CONSUL
Penguin Books 1984
Það þarf ekki að taka þaö
fram, að Graham Greene stend-
ur sem klettur hvar sem borið er
ofan í bækur hans. í þessari, The
Honorary Consul, er sagt frá
fremur hlægilegu mannráni og
eins og Greene er Iagið er bókin
einstaklega skemmtileg. Fórnar-
GRAHAM
GREENE
THE GREAr BESTSEIXER
NOWA MAJOR FII.M
i
stjóra og siglir með honum um
höfm. Faðir hennar, sem laus er
úr fangelsinu, fer með þeim í
siglingar. En einangrunin til
sjós eykur á spennu milli skip-
lamb mannræningjanna er
Charley Fortnum, drykkfelldur
Englendingur, sem hefur verið
gerður heiðurskonsúll í smábæ í
norðurhluta Argentínu. í bæn-
um býr læknirinn Plarr, sem er
enskur að hálfu, innfæddi rithöf-
undurinn ' Saavedra og doktor
Humphries. Þar býr og hóru-
mamman Sanches og púturnar
hennar. Einni þeirra kvænist
Charley Fortnum. Hún er hin
ljúfasta konukind og neitar ekki
fríðu þegar henni er boðið
eitthvað á móti. Og hér eru bylt-
ingarseggirnir, lögregluforing-
inn og annað persónugallerí.
Einn byltingarsinnanna er fyrr-
verandi prestur. Hann vorkennir
Guði fyrir að hafa skapað allt
óréttlætið í heiminum og hatrið
sem kom sex milljónum gyðinga
fyrir kattarnef og veldur dauða
barna og því að fangar eru pynt-
aðir. Sá er allnokkur fílósóf.
The Honorary Consul er létt
og leikandi skáldsaga og undir
lokin stendur þar: „í guðanna
bænum að þessum gléðileik ljúki
í gleði. Harmleikur hæfir ekki
neinum okkar.“
GUÐBRANDUR SlGLAUGSSON
TÓK Saman
14