Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1985, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1985, Page 8
Karl Vernharösson Hlynur Helgason Ingileif Tborlacius Leifur Vilhjálmsson Sranborg Matthíasdóttir Daníel Þorsteinsson Asgerður Helgadóttir Þorvaldur Þorsteinsson Hvaö segir unga myndlistarfólkiö? Æ' Bragi Ásgeirsson leitar svara hjá nokkrum nemendum viö MHÍ/ FYRRI HLUTI rið, sem senn er hálfnað, er þessi grein birtist, hefur verið tileinkað æskunni og er það vel. Æskan er dásamlegt tímabil í lífi alls, sem grær, og hefur í sér frjómögn og fyrirheit og hún einskorðast ekki með öllu við yngstu kynslóðir. Það er alþekkt í nátt- úrunni og einnig í mannheimi, að við ný skilyrði og breyttar aðstæður hleypur líf og fjör í jl. ir sem mannfólk. Skapandi kenndir geta skyndilega vaknað í fólki, sem komið er af léttasta skeiði, og það gerist jafnaðarlega við einhver ákveðin ytri skilyrði, sem ekki hafa verið fyrir hendi áður. Það eru einmitt þau grómögn, sem eru undirstaða allra framfara í mannheimi og breytinga í náttúrunni. Ég fór að hugleiða þetta, er ritstjóri Lesbókar bað mig að leggja nokkrar spurningar fyrir nemendur myndlistar- deilda Myndlista- og handíðaskóla íslands, er vörðuðu íslenzka myndlist og skoðanir þeirra almennt á stöðu hennar í dag. Það vill svo til, að meðalaldur nemenda við þennan skóla er einn sá hæsti á landinu, ef ekki sá hæsti (25 ár), og er þá einungis miðað við dagdeildir. Fólk kemur í þennan skóla eftir margvíslegt nám í öðrum skól- um, beint aðfararnám í mennta- og fjöl- brautarskólum, að loknu stúdentsprófi og eftir mörgum öðrum leiðum. Þá er alltaf eitthvað af fólki, sem hefur listnám, er ytri skilyrði leyfa það loksins, og það getur verið komið á miðjan aldur. Þetta fólk kemur með þroska og lífsreynslu inn í skólann, sem hefur í flestum tilvikum góð áhrif á yngri nemendur, og víst er þetta fólk einnig í upphafi nýs mótunarskeiðs, sem hefur sitthvað með æsku að gera. Annað, sem kemur þessu máski ekki beinlínis við, en er þó vert umhugsunar, er sú staðreynd, að meðalaldur skapandi myndlistarmanna er mjög hár og list þeirra er ósjaldan í rífandi þróun, áratugi eftir að venjulegt fólk er sest í helgan stein. Það mætti þannig álykta, að skap- andi athafnir hafi nokkra yfirburði yfir almenna líkamsrækt, og það má ábyggi- lega reyna meira á heilasellurnar án þess að komast í lífsháska en á vöðvana og líf- færin. Af heilasellunum mun nóg, og eng- inn kemst svo langt að vekja þær allar til lífs, þriðjungur telstjafnvel frábær árang- ur. Þannig verður það engum að aldurtila að þjálfa hugann og skapandi kenndir, en veldur frekar gagnverkandi áhrifum, er virka sem eldsneyti á lífsmótorinn. Ég dreifði þannig spurningalistanum næstum tilviljunarkennt og án tillits til aldurs og hér átti sér engin mismunun sér stað, en ekki voru allirjafn fljótir að taka við sér og seinkaði það birtingu greinar- innar um nokkrar vikur af óviðráðanleg- um orsökum. Það hefur hlaupið mikill vöxtur í mynd- listardeildir MHI hin síðari ár og þá einna mest í málunardeild og er í samræmi við þróunina erlendis. Hér í fámenninu er þetta merkileg þróun, þar sem afkomu- möguleikarnir geta ekki talist glæsilegir og þó er þetta langt og strangt nám, ef stílað er á einhvern árangur. Nærtækast væri að telja þetta rökrétt viðbrögð mannskepnunnar við ófrjóum og tilbúnum heimi tæknivæðingarinnar og víst er, að sá heimur þarf öðrum fremur á skapandi ein- staklingum að halda. Án slíkra yrði hann að vélrænum óhugnaði. Engar athugasemdir geri ég við svörin, þó sumt komi mér mjög spánskt fyrir sjónir, enda þekki ég margt af þessu fólki ekki persónulega og geri mér ekki full- komlega grein fyrir öllu því, sem að því er haldið innan skólans. Löngu er af sú góða tíð, er maður þekkti alla nemendur og kennara meira eöa minna og var félagi margra þeirra, enda er sá er hér ritar, hatrammur andstæðingur allra kynslóða- bila. Þau eru fráleit með tilliti til þess, hve mannsævin er stutt. Ég tel, að eðlilegar, líffræðilegar bréytingar, frá því að menn komast til þroska og þar til starfsaldri þeirra lýkur, marki ekki bein kynslóðabil og að um margt séu þær tilbúningur. Hér gildir að lifa lífinu lifandi sem lengst. Ég treysti því, að svörin bregði upp trú- verðugri mynd af skoðunum viðkomandi og ef svo er, þá er tilganginum náð. Þorraldur, á fyrsta ári í Nýlistadeild, svaraði af íhygli. Asgerður, á þriðja ári í myndmótun, reyndist ómyrk í máli. Karl, á fyrsta ári í málaradeild, rar snöggur á srör sín. óhjákvæmilegt var að stytta svörin ei- lítið en það er gert án þess að hrófla að nokkru við inntaki þeirra. Lesendur athugi, að í flestum tilvikum hafa nemendur að baki eitt ár í forskóla, áður en þeir setjast í sérdeildir, og þannig bætist að jafnaði eitt námsár við sérdeild- arárin. Þannig er nemandi á fyrsta ári í málun í flestum tilvikum á öðru námsári. Þeir sem tóku að sér að svara spurning- unum voru Karl Vernbarðsson, á fyrsta ári í málun, Hlynur Helgason og Ingileif Thor- lacius á öðru ári. Leifur VUhjálmsson og Sranborg Matthíasdóttir á þriðja ári. Daníel Þorsteinsson á fyrsta ári í myndmótun (skúlptúr), og Ásgerður Helgadóttir á þriðja ári. Þorraldur Þorsteinsson á fyrsta ári í Nýlistadeild. Loks svöruðu nemendur í Grafíkdeild á fyrsta ári sem ein heild. „Hvernig líst ykkur á þaö sem búið er aö gera í íslenzkri myndiist í 20. öld?“ Þorvaidun Það ber óneitanlega þess merki að myndlistarhefð okkar er af skornum skammti. Fyrir vikið hafa þeir erlendu straumar sem hingað hafa borist á öldinni verið gripnir og gleyptir hráir í flestum tilvikum. Staðfestan er ekki mikil og hefur það bæði kosti og galla. Það sem mér finnst hafa gefið íslenzkri myndlist gildi eru þe ' _i"klingar sem náð hafa að brjóta undir sig erlenda strauma og/eða tízkusveiflur og skapað sérislenzka list og oft og tíðum mjög persónulega. Þeir hafa sem betur fer verið til í öllum kynslóðum aldarinnar, s.s. Ásgrímur, Jón Stefánsson, Svavar Guðnason, Þorvaldur Skúlason, Magnús Pálsson og Helgi Þorgils. Daníel: í raun er ekki hægt að tala um íslenzka myndlist lengi framan af 20. öld- inni, miklu heldur rammíslenzkar duldir. íslenzkt listflug var SÚM -að á Skóla- vörðuholti Jónasar og Guðjóns á 7. ára- tugnum og síðan SÚM að- frá Amsterdam. Nú stingur hver upp sinn bakgarð og beittu plógjárni er beitt. Svanborg: Þegar á heildina er litið má glöggt sjá að íslenzkir myndlistarmenn fylgjast vel með stefnum og straumum í hinum vestræna menningarheimi, en aftur á móti ber minna á þjóðlegum einkennum. Það hefur verið gróska í íslenzkri myndlist og við eigum myndlistarmenn á heims- mælikvarða, en þó er hér sem annars stað- ar misjafn sauður í mörgu fé. Hlynur: Næst lagi er að skipta lista- mönnum í tvo hópa, þjóðlega og heimslega. Þannig má útskýra sundurleysi íslenzkrar myndlistar á 20. öld. Hinir þjóðlegu eru menn sem margir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.