Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1985, Side 12

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1985, Side 12
Enn stendur Akropolis Parthenon-hofíð. Málverk eftir Fredrick Edwin Church 1871. Frá tindi fjallsins Likabettos hefur um aldir verið stórkostlegt útsýni yfir hinar tignar- legu rústir Parþenonhofsins og annarra fornra hofa á Akrópólishæð, en hún er í rúmlega einnar mílu fjarlægð frá miðborg Tímans tönn, loftmengun og fallbyssukúlur hafa unnið á hofunum frægu á Akropolis í Aþenu. Fyrri viðgerðir hafa verið van- hugsaðar en nú er unnið að því á vísindalegan hátt að bjarga því sem eftir stendur EFTIR MARIA BROUSKARI Aþenu. Enn í dag er útsýnið þaðan á góð- um degi stórfenglegt. Stundum sést þó varla til Akrópólis frá Likabettos, þar sem hæðin er hulin hinu eyðandi „nefos", en svo nefnist á grísku brúnt ský úr brenni- steinstvíoxíði og öðrum skaðlegum loftteg- undum. Mannvirkin á Akrópólis eru því miður veðruð, óhrein og moinuð vegna eyð- ingarmáttar mengunar, styrjalda og tím- ans tannar. En þess eru merki að við þessu verði innan tíðar spornað. Utan á hofi því er nefnist Erekþeion eru vinnupallar, og við Parþenon, sem eitt sinn hafði að geyma hina miklu gull- og fílabeinsstyttu af Aþenu, verndargyðju borgarinnar, mun brátt verða gríðarstór krani, nógu öflugur til að lyfta og koma fyrir tólf tonna marm- arasteinum. Þetta er liður í tilraunum grísku stjórnarinnar til að stöðva frekari eyðileggingu á Akrópólis. Þessi klettahæð, sem er flöt að ofan, á sér langa sögu. Þegar á steinöld bjó fólk á Akrópólis. Um 1300 f.Kr. var reistur steinveggur umhverfis byggðina á hæðinni til að verjast árás þeirra sem áttu heima í grenndinni. Aðrar upphaflegar byggingar voru höll og fjölmörg frumstæð fórnarölt- uru. Þegar borgin stækkaði var stjórnar- setrið flutt ofan af hæðinni og komið fyrir norðan hennar, og efst á Akrópólis kom hof Aþenu og annarra guða í stað hinna eldri helgidóma. Nálægt 6. öld f. Kr. breyttist Akrópólis þannig úr virki í helgi- stað. STÓRHUGA Uppbygging Hjá Períklesi Árið 480 f.Kr. hernámu Persar þessa blómlegu borg og brenndu næstum allar byggingar hennar, einnig þær sem voru á Akrópólis. Þrjátíu ár liðu þar til Grikkir ákváðu að endurreisa helgidóminn. Hinn mikli stjórnmálaskörungur Períkles hafði forgöngu um verkið og fékk myndhöggvar- ann Feidías til að hafa umsjón með því. Fyrsta byggingin var Parþenon (Meyja- hofið). Það var stærra en tíökaðist um dór- ísk hof, með átta súlur í skammhliðum og sautján í langhliðum í stað sex og þrettán sem venjan var. Meðfram efstu brún út- veggja hofsins og inni í súlnagöngunum var lágmyndaröð, sem lýsti hinni árlegu hátíð sem haldin var til heiðurs gyðjunni Aþenu. Rismyndir sýndu einnig fæðingu Aþenu út af höfði Seifs og keppni Aþenu og Poseidons um yfirráð yfir Aþenuborg, og einnig voru myndir fyrir ofan ytri súlnaröðina er sýndu bardaga risa, skjaldmeyja og kentára. Mestur hluti hofsins var úr hvítum marmara úr fjallinu Pentelikus, sem er tíu mílur norður af Aþenu. Þegar byggingu Parþenon var næstum lokið, hófst vinna við Propylaia, hið mikla hlið Akrópólis sem arkitektinn Mnesikles hannaði. Þetta var ferhyrnt hús með tveimur hliðarálmum, en önnur þeirra var notuð sem myndasalur. Gert var ráð fyrir bæði þungum dórískum og skrautlegri jón- ískum súlum, en þar sem byggingin tafðist þegar Pelopsskagastríðið gegn Spörtu hófst árið 432 f.Kr. var hluti af yfirborði steinanna í Propylaia aldrei slípaður. Stríðið varð þó ekki til að binda enda á allar framkvæmdir á Akrópólis. Árið 425 f.Kr. reistu Aþenubúar sigurgyðjunni Aþenu Nike lítið hof á hæðarrana suðvest- an við Propylaia. Fjórar fínlegar jónískar súlur prýddu hverja hlið hofsins, og á múrbrúninni voru myndir sem sýndu orrustur úr sögu Aþenu og samkomu guð- anna. Þegar hlé varð á stríðinu við Spörtu, frá 421 til 415 f.Kr., hófst vinna við Erek- þeion, hofið sem helgað var Aþenu og Pos- eidon. Hofið var vandaðasta byggingin á Akrópólis (hlaðið skreytingum) með þrem- ur inngöngum, en við hinn frægasta þeirra voru sex súlur í líki tígulegra meyja með sítt slegið hár og í felldum skikkjum. Þeg- ar Spartverjar loks unnu sigur á Aþenu- búum árið 404 f.Kr. stöðvuðust allar fram- kvæmdir á Akrópólis, en mannvirkin voru þá næstum fullgerð — og hafði bygging þeirra aðeins tekið 40 ár. Kirkjur Og Kvennabúr Á AKRÓPÓLIS Hinar helgu byggingar fengu ekki að standa óskemmdar ýkja lengi. Árið 334 f.Kr. hafði Alexander mikli Makedóníu- konungur skildi þeirra óvina er hann hafði náð á sitt vald til sýnis á Parþenon. Þegar Þeodosius II keisari réði ríkjum frá 408 til 450 e.Kr. höfðu Býsansmenn á brott með sér höggmyndir frá Akrópólis. Allt frá 6. öld breyttu kristnir menn, í ákafa sínum við að útrýma dýrkun hinna heiðnu guða, bæði Erekþeion og Parþenon í kirkjur. Og á 13. öld settu Frankar klukkuturn á Par- þenonhofið og máluðu myndir á veggi þess. Leifar þessa má sjá enn þann dag í dag. Þá settu þeir 90 feta háan turn á Propylaia og skotraufar í veggi Akrópólishæðar eins og á brjóstvörn. Síðan breyttu Tyrkir Par- þenon í mosku og settu á það mjóturn í stað klukkuturnsins. Erekþeion varð kvennabúr fyrir eiginkonur tyrknesku herforingjanna, og Propylaia var notað til að geyma í púður. Árið 1645 laust eldingu niður í púðrið og sprengingin sem þá varð skemmdi efri hluta byggingarinnar. Nokkrum árum síðar brutu Tyrkir, vegna árásarhótunar frá Feneyjabúum, niður litla Nikehofið og notuðu steininn úr því til að víggirða Propylaia, og Parþenon not- uðu þeir sem vopnabúr. Þýskir málaliðar í feneysku stórskota- liði hittu beint í mark hinn 26. september 1687. Sprengingin, og eldsvoði, sem geisaði í tvo daga, skildu lítið eftir uppistandandi af Parþenon. Veggirnir ásamt tuttugu og átta súlum um miðbik hofsins féllu, og með þeim mestöll lágmyndaröðin. Franc- esko Morosini, yfirmaður herliðsins, vildi flytja með sér sem sigurtákn þær högg- myndir af hestum Aþenu úr vesturgaflin- um sem eftir voru, en verkfræðingum hans tókst ekki betur til en svo að þeir misstu þær niður á klettinn fyrir neðan, og þar mölbrotnuðu þær. Um aldamótin 1800 sendi Thomas Bruce, sjöundi jarlinn af Elgin og ambassador Breta hjá Tyrkjasoldáni, fjölmargar marmarastyttur til heimalands síns — þar voru á meðal flestallar stytturnar sem eft- ir voru, lágmyndaraðir og aðrar útskornar smámyndir úr bitaskreytingum sem kall- ast „metópur" — allt úr Parþenon, og ennfremur súlu úr Erekþeion. Við upphaf sjálfstæðisbaráttu Grikícja 1821 eyðilagði tyrknesk fallbyssukúla hluta eins veggjar Erekþeion, og fordyrið með meyjasúlunum féll niður. Það var ekki fyrr en 1833 að Grikkjum tókst loks að reka Tyrki af höndum sér og frelsa Aþenu. ENDURREISN Á 19.ÖLD Tilraunir til að gera við skemmdirnar á Akrópólis hófust nánast sama daginn og borgin var frelsuð. Eitt fyrsta embættis- verk Othos, hins nýja konungs, var að skipa svo fyrir að fjarlægðar skyldu allar breytingar og viðbætur við forn mann- virki, gerðar eftir lok klassíska tímabils- ins. Fræðimenn hófu að reyna að bera kennsl á steinabrot, sem ekki hafði verið stolið, og þeir sem í byrjun stóðu að endur- byggingum létu sig dreyma um að koma útliti minnisvarðanna í sitt forna horf. Haldið var áfram að vinna við helstu byggingarnar á Akrópólis alla nítjándu öldina og fram á þá tuttugustu, og á hundrað ára frelsisafmæli Grikkja 1933 var lokið allri þeirri vinnu sem þessir fyrstu endurbyggingarmenn höfðu lagt drög að. Brátt varð ljóst, að þrátt fyrir góðan vilja þessara manna á 19. öld hafði starf þeirra skapað nýjar hættur. Vegna jarðskjálfta 1894 höfðu þeir tekið að styrkja byggingarnar með nýjum innri styrktarstöngum úr stáli í stað járn- klemma sem fornmenn höfðu notað til að halda steinunum saman. Nicholas Balan- os, verkfræðingurinn sem stýrði fram- kvæmdum, lét þó undir höfuð leggjast að fara að dæmi gömlu byggingameistar- anna, sem höfðu blýhúðað járnklemmur til að verja þær ryði. Þar kom að óvarið stálið bólgnaði af ryði, og seint á fimmta áratug þessarar aldar hafði það sprengt marmar- ann sem því var ætlað að styrkja. Vatn seitlaði inn í sprungurnar, fraus og þand- ist út og víkkaði þær enn. Afleiðingin varð sú að súlur og veggir, sem endurbyggðir höfðu verið, tóku bókstaflega að detta í sundur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.