Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1985, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1985, Blaðsíða 2
G A T A N O K K A R Hugleiðingar um Bergstaðastræti og nágrenni þess eftir EGGERT ASGEIRSSON og húsin sem við hana standa eru bráðum 60 ára. Yfir götunni er værð. Nokkrir frumbyggja hennar búa hér enn. Þeir sjást sjaldnar en áður úti við. Þegar vorar koma þeir út, anda að sér frísku loftinu og dást að því hvað birtan gerir götuna þeirra fal- lega. Kannski sópa þeir tröppu og stétt. Börnin sem eru nýkom- in í götuna, eða orðin dálítið eldri en í fyrra, taka þá tali. Þau eru á þeim aldri þegar þau líta á gamalt fólk sem jafningja sína, þiggja mjólk og kex. Tíminn líð- ur og það vor kemur þegar þau flýta sér framhjá í fylgd vinanna og sjá ekki gömlu konuna með sópinn. Kannski er komin ný gömul kona. Ellin endurnýjast eins og annað. í götunni breytist allt hægt. Hér er sama malbikið og lagt var 1933 og var kallað tjara. Jú, var það ekki endurnýjað eftir frostbólguna 1965. Stöku sinnum er dregin loftpressa inn götuna og vekur alla með drunum sínum og andvarpi. Það þarf ekki að spyrja, segum við, vatnslögnin er biluð hjá þeim. Þetta verður dýrt. Ósköp eru þetta margir menn og alltaf í kaffi. Menn skyggnast ofan í gryfjuna. Þarna liggja þær hlið við hlið vatnsleiðslan og gasleiðslan. Klóakið er eitthvað dýpra. Kannski var það ekki vatnið. Það er þá veggurinn við götuna. Hann var tekinn að hallast meira og meira. Nei, barkinn liggur inn í húsið. Þetta er húsið sem búið er að selja. Það þýðir lítið að láta það standa tómt lengur og Guðrún komin á Hrafnistu. Og gatan hvílir sig í sólskin- inu. Menn hittast ekki lengur í mjólkurbúðinni, börnin vita ekki einu sinni að hér var mjólkur- búð. Nú fara menn færri ferðir eftir matvörum, skreppa í Hag- kaup. Gott er að nýr kaupmaður er kominn með búðina uppi á horni, framúrskarandi fjöl- skylda. Það er óskandi að þau gefist ekki upp. Fólk er ekki mikið á ferli. Fáir ganga í vinnuna. Þeir hittast ekki, allir fara á mismunandi tíma. Sumir hafa búið hér í mörg ár, kannski áratugi, og kasta ekki kveðju á neinn. Hálf eru menn vandræðalegir og horfa beint fram fyrir sig, í þungum þönkum, meðan þeir mætast. Hversvegna byrjaði ég ekki strax að heilsa. Það tekur því ekki núna. Þegar bílarnir festust í snjókomunni um daginn hjálpuðust menn að og heilsast síðan. Hringing: Ég vildi láta þig vita af því að það er ljós á bíln- um, það getur verið óþægilegt. Atburðirnir eru ekki margir og suma má sjá fyrir. Þarna hlýtur að þurfa að skipta um þak. Varla býr fólkið öllu lengur við einfalt gler eftir aö hitaveit- an hækkaði. Jón er farinn að Miðstræti 12 Bergstaðastræti 29 Laufásvegur 54 byggja. Vonandi að gott fólk komi í staðinn. Bílarnir standa í einfaldri og beinni röð. Ekki má leggja þeim sunnanmegin. Það er þröngt um þá í öðrum enda götunnar. Óþægilegt að geta ekki stoppað við dyrnar. Það er ekki gott að troða þeim á ská og trufla um- ferð bæði á götu og fortói. Allt í lagi að labba þennan spöl. Og gatan hvílir sig áfram í miðaldra virðuleik. Ungur maður er kominn í íbúðina hans Alfreðs heitins. Hann er einhleypur og hefur áhuga á íþróttum. Hann hefur bílinn sinn við dyrnar, vitlausu megin, meðan hann er að hlaða íþróttatækjunum á þakið. Hann vinnur hjá því opinbera, notar bílaleigubíla og bíla merkta fyrirtækinu. Sennilega vinnur hann mikið utanbæjar því ósköp eru bílarnir forugir. Ungi maðurinn er ekki ánægð- ur með að labba spöl og leggja réttu megin. Hann hlýtur að hafa lært einhvers staðar í út- löndum þar sem ekki eru strang- ar reglur eins og hjá okkur. Það kemur að því að hann verði sek- taður. Lögreglan keyrir hér stundum um og hlýtur að taka hann, því bíllinn stendur stund- um alla helgina uppi á gangstétt vitlausu megin og snýr meira að segja öfugt. Á liðnum árum hafa skapast í götunni venjur og festa. Þegar snjár myndast djúpir skaflar norðan megin en menn moka og festa sig, bara til að halda regl- urnar. Ég er að flýta mér, ætlaði bara að skreppa inn til að skipta um föt. Ég legg bílnum hinum meg- in, það er ekkert pláss við hliðið. Það verður ekkert víð því sagt. Nóg er plássið á götunni ef menn eru vel uppi á gangstéttinni. Kærasta lögfræðingsins hér utar <er líka farin að skilja bílinn sinn eftir á gangstéttinni yfir helgi. En- enginn segir neitt. Menn hætta að líta við. Þeir brotlegu verða frjálslegri og frjálslegri. Smám saman fjölgar rang- stæðum farartækjum. í hríðinni skildu allir bíla sína eftir uppi á gangstétt vitlausu megin og gera enn þótt snjórinn sé troðinn og siginn. Einu bílarnir réttu megin eru þeir sem ekki hafa verið hreyfðir síðan, því eigendurnir eru orðnir gamlir og hætta sér ekki út i hálkunni eða bílarnir sjálfir að ganga úr sér eins og aðstandendur þeirra. Þarna standa þeir snjókrýndir og virðulegir í elli sinni og skima yfir götuna þar sem gljáfægðu stertikerrurnar storka umhverfi sínu. Þær sýna stoltar sitt æðsta stöðutákn: Að standa hjá kringl- ótta skiltinu sem segir að þar megi ekki standa bíll. Nýi íbúinn hefur breytt götu- myndinni. Menn finna til sín og gamla gatan er stolt. fbúarnir ganga um glaðir og líta hvor á annan og hugsa: Við erum menn með mönnum. Við erum ekki lengur bældir gamlir og penir. Við erum orðnir eins og aðrir. VIÐ ÞORUM. Höfuadur er skrífstofustjórí í Reykjarík.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.