Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1985, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1985, Blaðsíða 7
um tortryggni og beiskju, sem fylgdi hon- um alla ævi. Hjálmar var því — næstum að segja — sjúklega viðkvæmur fyrir öllu sem að hon- um sneri í orði og gerð. En á hitt er að líta að ófrægingarmenn hans gerðu sýnu meira en að þeir rétt önduðu á hann, þegar sá gállinn var á þeim. Þeir voru ekki með neinar smáertingar í hans garð, heldur báru hann hinum verstu sökum eins og frægt er af dæmum og mjög hefur verið á loft haldið. Á það einkum við um tvo flokka manna, sinn á hvorum tíma, þ.e. granna hans í Austurdal, sem flæmdu hann frá góðu búi í Nýjabæ og síðar nábúa hans nokkra í Blönduhlíð, eftir að hann settist að í Bólu, því þeir létu sig ekki muna um að kæra Hjálmar og konu hans, Guðnýju Ólafsdóttur, fyrir sauðaþjófnað svo að úr varð opinbert sakamál á hendur þeim. Málinu lauk þannig að þau voru sýknuð fyrir dómi af þjófnaðarsökinni, en þó með því sleppa dómsorði, sem nægði til þess að viðhalda efa sumra um sakleysi þeirra, m.a. vegna þess að þau voru dæmd til að greiða málskostnað, þrátt fyrir sýkn- una. Ófrægingarmenn Hjálmars fundu átyllu til þess að halda því á loft að sökin væri hvorki sönnuð né afsönnuð, þar gæti hver trúað því sem honum fyndist trú- legast, þrátt fyrir sýknudóminn. Það fór því svo um hjónin í Bólu, Hjálm- ar Jónsson og Guðnýju Ólafsdóttur, að sýknudómur nægði naumast til að hreinsa æru þeirra. Slík útreið er að vísu ekki dæmalaus, hvorki fyrr né síðar, enda land- lægt á íslandi að deila við dómarann. Þótt dómskerfið sýkni eftir landslögum á það sér stað að almenningsálitið haldi áfram að sakfella menn. Og enn í dag, næstum 150 árum eftir sýknudóm í máli Bóluhjóna eru menn að velta fyrir sér sekt þeirra eða sakleysi. Svo grimm geta örlög manna orð- ið, svo magnað er gæfuleysi sumra manna, að æra þeirra fæst aldrei fullhreinsuð, þótt hún hafi verið svert með rangindum og ofsóknum. Hjálmar var ekki maður til að bera slík örlög án þess að undan léti og er ekki tiltökumál. Getur hver litið í sinn eigin barm í því efni. Og ekki er blöðum um það að fletta, að eftir þessi málaferli er Guðný Ólafsdóttir, sem ekki var síður stórlynd og viðkvæm, andlega og líkam- lega niðurbrotin manneskja, sem veslast upp og deyr að fáum árum liðnum, aðeins 43ja ára að aldri. Segja má með nokkrum sanni að gæfuleysi eiginmanns hennar hafi lagt hana í gröfina í blóma aldurs síns, sem svo má kalla, ef allt er með felldu, en hitt kann þó að vera að hún hafi ekki verið neinn skapbætir Hjálmari og átt sinn þátt í ógæfusamri ævi þeirra beggja. II. Hér hefur gæfuleysi Hjálmars í Bólu orðið að hugleiðingarefni. Að þvf hefur verið vikið að hann hafi fyrir skapgerðar- galla sína átt sjálfur verulegan þátt í að kalla yfir sig óvild og tortryggni manna og undirbúa þannig að sinum hluta jarðveg fyrir andstreymi í lífinu og ógæfu sína. Gæfuleysi Hjálmars er því að ýmsu leyti sjálfskaparvíti. Hann hafði ekki það geð og tileinkaði sér ekki þau viðhorf sem gera menn að sínum eigin gæfusmiðum. Nú má enginn skilja þessi orð svo að með þeim sé verið að fullyrða eitthvað í þá veru að um- hverfi og utanaðkomandi öfl hafi engu ráðið um áfallasama ævigöngu og ill örlög Hjálmars í Bólu. Slíkt væri alvarlegur misskilningur. Þvert á móti urðu utanað- komandi menn til að bera tundrið að púðr- inu, að því er varðar þá tvo stórviðburði sem afdrifaríkastir urðu um örlög Hjálm- ars og þeirra hjóna, þ.e. hrakninguna frá Nýjabæ og ákæruna um sauðaþjófnaðinn í Bólu. Hvað sem annars má segja um geðs- lag og framkomu Bóluhjóna, þá urðu þa'u í þessum dæmum fyrir ofsóknum, þar sem samantekin ráð ofríkismanna áttu allan hlut að máli, þar varð Hjálmar að ósekju fyrir barðinu á yfirgangsmönnum og lítil- sigldum rógberum. Sú aðför öll kom Hjálmari í opna skjöldu. Honum mátti finnast eins og hann hefði orðið fyrir út- skúfun, eins konar bannfæringu. Slík ósanngjörn stórmæli réttlæta þó ekki þann skapgerðargalla Hjálmars sem fólst í sjálfhverfri viðkvæmni hans og skorti á kímnigáfu sem slíku er oft sam- fara. Af þeim aragrúa níðvísna og heift- arkveðlinga, sem Hjálmar setti saman og kom á framfæri við menn, verður ekki annað ráðið en að hann hafi þurft að hnjóða í næstum hvern einasta mann sem ekki var honum þóknanlegur og fella slíka hnjóðan í rím og stuðla, gera a.m.k. sveit- arkunnugt ef ekki héraðsfleygt að ekki sé meira sagt. Annars lagði Hjálmar þegar á unglingsárum fyrir sig kerskni í garð náungans og þoldi þá ekki m.a. réttmæta umvöndun sóknarprests sins af því tilefni, heldur brást hið versta við og lét niðrandi kveðskap um prestinn fljúga milli manna í sveitinni. Má vel halda því fram að kerskni hafi verið eðlisgróin árátta á Hjálmari. Mest af þessum vísnasamsetningi fyrr og síðar er lélegur skáldskapur og auð- smíðaður — og gat ekki aukið skáldhróður Hjálmars hið minnsta, heldur espað menn til óvildar gegn honum, magnað í fólki tor- tryggni um mannsparta hans og jafnvel skapað þá ímynd um hann hjá ýmsum að hann væri ótuktarmenni og til alls vís. Auðvitað var Hjálmar fyrst og fremst að þjóna lund sinni í augnabliksbræði með þessum kveðskap, auk þess sem dæmi eru um að hann legði fyrir sig þá þjóðaríþrótt að yrkja skammir og níð um menn í mein- ingarleysi rímíþróttarinnar einnar vegna. Á því sviði íþrótta var Hjálmar þó naum- ast gjaldgengur vegna þess að honum var ótamt að hugsa í alvöruleysi. Þar bagaði hann skortur á skopskyni. Framsetning og orðaval Hjálmars í Bólu var þannig, að almenningur tók allt bókstaflega sem hann orti í þessum dúr, jafnvel þótt engin alvara lægi þar að baki. Það var eins og hann hefði ekkert vald á orðkynngi sinni. Orð hans urðu ætíð hálf-göldrótt þegar gerðin var Hjálmari vissulega töm, en ekki að sama skapi gæfuvegur. Vísur þessar flökkuðu víða og geymdust á vörum manna og í uppskriftum. Alltof mikið af þessu dægurhnoði Hjálmars er prentað með sí- gildum kvæðum hans eins og hér sé um fullgildan skáldskap að ræða, enda hefur það lengi verið kennt að Hjálmar sé fyrst og fremst markverður sem níðvísnaskáld. Slíkt er alrangur dómur, eða a.m.k. vill- andi. Er reyndar illskiljanlegt hvaða markmiði það þjónar — ekki endilega hvað Hjálmar einan varðar — að fylla kvæðasöfn góðra skálda með leirburði sem þeim hefur orðið á að hnoða saman á veik- leikastundu. Rímaður samsetningur af þessu tagi á ekkert erindi í kvæðasöfn al- vöruskálda, ekki einu sinni svokallaðar heildarútgáfur. Hins vegar kann að vera réttlætanlegt að gera nokkra grein fyrir slíkum dægurkveðskap í almennri mann- lýsingu eða ævisögu skálds til þess að sýna hinar ýmsu hliðar á skáldinu sem manni og þátttakanda í heimsku og ærslum sam- tímans. En ekki vex skáldhróður nokkurs manns, þótt prentaðar séu eftir hann skammavísur og níðkveðlingar um nafn- greinda menn, sem sjálfir koma engum vörnum við á slíku lokuðu dómþingi prent- iðnaðar og bókaútgáfu. Heildarútgáfur af verkum skálda og rithöfunda eru vissulega þarflegar bókmenntafræðingum, en ekki einhlítar til þess að efla bóklestur almenn- þau bárust almenningi til eyrna og fengu þannig allt aðra merkingu en til var ætl- ast. Það var því að nokkru fyrir skapgerð- argalla, kvartsáran hug og skort á kímni- gáfu að Hjálmar átti sjálfur þátt í því að honum voru búin þau örlög sem raun varð á og mörkuðust af ógæfu og andstreymi og þeirri hugmynd sem ýmsir létu loða við hann að hann væri ekki sem best innrætt- ur. Þannig geta menn sjálfir með rangri hegðan stuðlað að sinni eigin ófrægingu. Það gerði Hjálmar. III. En þvert ofan í þá ófögru mynd sem margir hafa gert sér af Hjálmari er miklu fremur sennilegt að hann hafi verið meyr og góðlyndur inn við beinið, en ekki harð- lyndur ofsamaður. Níðvísur hans hafa átt mestan þátt í að búa til í hugum manna mynd af honum sem hálfgerðu illmenni auk alls konar þjóðsagna allt frá fæðingu til dauðadags og þar af leiðandi missagna um manninn, svo að margt verður rangt og ýkjublandið sem frá honum er sagt, hvort sem það er lof eða lastmælgi. Níðvísna- ings, bókmenntaáhuga og bókmennta- skilning. Venjulegum lesanda hrýs hugur við þykkum og þéttprentuðum doðröntum og lætur slíkt hilluskraut heldur rykfalla en fletta nokkru sinni upp slíkum bókum. Ágæt skáld frá fyrri tíð mega nú þola gleymsku eða tómlæti vegna þess að skáldskapur þeirra er gerður útlægur í óaðgengilegum útgáfum, sem líkjast frem- ur sópdyngjum en úrvali góðra gripa. Sér- staklega verða þau skáld hart úti sem lifðu langa ævi og afköstuðu miklum firnum verka en ærið misjöfnum að ekki sé meira sagt. Þar má, meðal annarra, nefna Bólu- Hjálmar og Matthías Jochumsson, jafnvel Stephan G. Stephansson. Því að skáldum er hreinlega hægt að drekkja í sínum eigin leirburði, og þeir verða ekki rifnir upp úr vilpunni nema út sé gefið í meðfærilegum bókum viðhlítandi úrval af því besta sem þeir ortu. Slík bók hefur reyndar verið gef- in út nýlega (1980) hvað varðar Matthías Jochumsson, og er sú bók til fyrirmyndar, enda gefin út á vegum Rannsóknastofnun- ar í bókmenntafræði við Háskóla íslands, þar sem færir menn vinna ágætt starf, þótt ekki sé alltaf miklum skilningi á því fyrir að fara hjá ráðamönnum í óskalandi tæknikrata, sem sækja hugmyndir sínar um menntun og menningu til Singapore. Hjálmar Jónsson á það skilið að hróður hans verði aukinn hjá æskufólki okkar tíma og að ráðist verði í útgáfu handhægr- ar Hjálmarsbókar. Þar verður að sjálf- sögðu að styðjast við útgáfuverk Finns Sigmundssonar og ekki síst ævisögu skáldsins sem Finnur lét fylgja útgáfu sinni, enda í heild trúverðug ævisaga og samboðin Hjálmari. Bólu-Hjálmar er þess háttar maður, manngerð og skáld, að hann er líklegur til að vekja áhuga og forvitni bókmenntalega hugsandi fólks á okkar dögum, ef aðeins væri reynt að gera mann- inn sjálfan, verk hans og samtíð, aðgengi- legra ungu fólki en gert hefur verið til þessa. Hjálmar hefur að eðlisfari verið fjöl- hæfur maður og sennilega mikið lista- mannsefni í myndlist og mótunarlist ekki síður en skáldskap. Við „réttar" aðstæður hefði mikið getað orðið úr honum og meira en það að vera stórlyndur kotbóndi og ógæfumaður, misskilinn og hrakinn, elleg- ar sveitarskáld og skápasmiður eða þokka- legur myndskeri þegar best lét í augum samtímans. Varla hefði hann orðið sá mæðumaður sem hann var með gæfuleysið fallandi að síðum í ögn þjálla og rismeira samfélagi en Akrahreppur var á sinni tíð og aðrir akrahreppar landsins, þótt önnur nöfn bæru. Því vissulega var Hjálmar mótaður af samtíð sinni, þótt ógæfuvaldur hans byggi einnig hið innra með honum. IV. Þessar hraðrituðu hugleiðingar um Bólu-Hjálmar urðu efnislega til þegar undirritaður sat í brekku sólbjartan júlí- dag ofarlega í Kræklingahlíð og horfði yfir bernsku- og æskusióðir Hjálmars sem stóðu bæði austan og vestan Eyjafjarðar. Það er að vísu þakkarvert að honum var reistur minnisvarði í Skagafirði. En Ey- firðingar eiga nokkuð í Hjálmari og Þing- eyingur var hann að ætt, kominn af góðu fólki þar í sýslu svo langt sem rakið verð- ur. Það henti Hjálmar, sem hent hefur margan góðan landann, að vera fæddur utan hjónabands. Og myndast hafa þjóð- sögur um manndómsleysi foreldra hans og margt misjafnt um þá sagt, ekki síst móð- ur hans. En nú hefur verið sýnt fram á að Marsibil Semingsdóttir var reyndar í ýmsu myndarkvenmaður, þótt ekki gengi henni allt í haginn í harðri lífsbaráttu á eymdartíð fremur en syni hennar, Hjálm- ari. Og faðir hans, Jón Benediktsson, stóð öðrum alþýðumönnum ekki að baki í neinu, hann var greindarmaður, kom sér ágætlega og í öllu vel virtur. Þó hafa þau Marsibil og Jón mátt þola það að vera kölluð ónefnum í víðlesnum ritum, m.a. „léttúðug lausahjú" og „farandfólk", ef ekki eitthvað þaðan af verra. Samt voru þau sannanlega hvorugt. Þau voru engir ættlerar meðal síns fólks, þau voru venju- legar manneskjur. Hafi Hjálmar verið „hjábarn veraldar" — sem hann var — er naumast hægt að koma beinni sök á for- eldra hans í því efni. Nær væri að halda því fram að þau hafi öll þrjú orðið leik- soppar illra örlaga, og þó einkum Hjálmar og móðir hans. Þeim tveimur fylgdi mikið gæfuleysi eigi síður en Sölva Helgasyni sem Hjálmar gerði að yrkisefni. Hjálmar Jónsson hefur mikla sérstöðu meðal íslenskra alþýðuskálda, um það eru allir sammála, ekki vegna þess hversu af- kastamikill hann var i beinskeyttu og ill- skeyttu níði um nágranna sína — eins og stundum er kennt — heldur af því að hann orti efnismikil kvæði, oft kynngimögnuð, um málefni sem vörðuðu íslenska þjóð og þjóðfélagsgerð um hans daga, um ástand þjóðarinnar í efnahags- og menningarmál- um, stjórnarfari, félagsmálum og mann- réttindamálum. Ádeilukvæði hans og ævi- raunir ber auðvitað hæst og eru snilldar- verk — og er þá ekki átt við það hráa níðvísnasafn sem alltaf er verið að trana fram. í kvæðum þessum og ýmsum lausa- vísum er að finna ljóðlínur sem hljóma eins og spakmæli og eru þess háttar snjall- yrði að þau taka að lifa á vörum fólks mann fram af manni þangað til enginn veit hver sagði þau fyrst, þau verða eins og sjálfsköpuð og töluð út úr hvers manns hjarta. Slík ljóðmæli hefur Hjálmar í Bólu gefið þjóð sinni. Ættjarðarljóð Hjálmars — sem svo má kalla — þ.e. Þjóðfundar- söngur 1851 og ísland (1874) bera af flest- um ef ekki öllum ættjarðarljóðum, sem sett hafa verið saman af góðskáldum og þjóðskáldum þau 100 ár sem sú ljóðatíska var við lýði nema ef vera skyldi að kvæði Jónasar Hallgrímssonar og Halldórs Laxness þyldu þar samanburð. Þegar seilst er til samjöfnuðar að þessu leyti við ofannefnd höfuðskáld þá er ljóst, að Hjálmar Jónsson var mikið skáld — og þó enn meira skáldefni. Höfundur er alþingismaður. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. SEPTEMBER 1985 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.