Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1985, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1985, Blaðsíða 11
Spaghetti við Grænland Fyrri hluti löng samskipti við ftali, en hann er stór- kaupmaður og hefur m.a. lengi verslað með ítölsk húsgögn. Magnús býr á Sel- tjarnarnesi). 3. ísleifur Ólafsson, sem einnig var á Grongo, þ.e. háseti (ísleifur stundaði lengi sjóinn á togurum og endaði sem stýrimað- ur. Hann hafði lítillega kynnst ítölum áð- ur og þeim ekki af verri endanum, þ.e. flugliði Balbos. ísleifur starfaði lengi hjá Reykjavíkurborg á verkstæði gatnamála- stjóra. Heimilda er nánar getið í viðauka við þessa frásögn. IV Gert klárt fyrir langtúthaU Unnið var sleitulaust að því að útbua skip- in til langrar útivistar þá daga sem þau voru í höfn í Reykjavík. Voru 50 tonn af salti tekin í hvern togara, því byrjað skyldi á því að fiska í salt en síðan átti að losa í stort móðurskip sem sagt var að væri á leiðinni og myndi sameinast flotanum. Ekki var síður mikið starf að „próvíant- era“ því nægan kost átti að taka til a.m.k. þriggja mánaða. Var þetta verk hinna ný- ráðnu matsveina og allvandasamt, þ.e. að ákveða hvað skyldi tekið, hversu mikið o.s.frv. Þar eð geymslurými var lítið í skip- unum og engir frystiklefar lá ljóst fyrir að lítið yrði tekið af ferskmeti en þeim mun meira af söltuðum og reyktum mat. Nokkru var komið í klefa frammi í stafni en þar var besta geymslan og stóðu rauð- vínstunnur ítalanna þar á stokkum. Sumt var sett í kjallara í lestinni, svo sem rúgbrauð saltað í tunnur, en salkjötstunn- ur voru reyrðar við lunninguna. Allur þessi undirbúningur hvíldi lang- mest á íslendingunum, „en þeir ítölsku komust í bíó og sumir keyptu sér stígvél hjá Hvannberg". Skipin vöktu athygli bæj- arbúa, þóttu heldur lagleg og snyrtilega frá öllu gengið, en sumir töldu björgunar- báta og öryggistæki heldur fábrotin og þar sem skipin virtust heldur veikbyggð mætti teljast varhugavert að fara á þeim norður í höf. Þessi skip áttu þó eftir að reynast ágætlega og eru viðmælendur mínir sam- dóma um að þetta hafi verið góð sjóskip „eins og þýskir togarar reyndust". En skip- in voru einmitt þýsk að uppruna. Voru þau smíðuð í Cuxhaven 1924 handa ftölum upp í stríðsskaðabætur og var hvert þeirra yfir 314 smálestir. Ekki gátu þau talist gömul á íslenskan mælikvarða og voru lítið notuð og viðhald þeirra gott. Hins vegar var að- búnaði um borð í mörgu ábótavant t.d. var eftir STEINAR ARNASON Náð íratn íHolsteinsborg. enginn matsalur fyrir hásetana og urðu þeir því að matast úti á dekki hvernig sem viðraði. Ekki leist þeim nógu vel á björg- unarbátana sem stóðu fyrir aftan yfir- bygginguna en það var enginn bátapallur. Skip þessi töldu margir svipuð íslenska togaranum Baldri sem var þýsksmíðaður en samt með bátadekk og matsal fyrir há- setana. Að samanlögðu virtist íslendingunum skipin hafa verið talsvert ótraustari og verr búin en íslenskir togarar, en hin sæmilegustu sjóskip áttu þau eftir að reynast. V HakUð til vtíóa við Vestur-Grænland Konsúllinn sá um skráningu á skipin mánudaginn 13. júní og var látið úr höfn kl. 5 síðdegis daginn eftir (2). Var þá ekki lengur vafi á því að haldið yrði til veiða við Vestur-Grænland, þótt það væri óráðið fram á síðustu stund, og var kóssinn tek- inn fyrir Hvarf. Þrátt fyrir að um borð væru héðan allt reyndir sjómenn og vanir af togurum voru þetta fyrir þeim alveg nýjar slóðir og yfir þessu ævintýrablær. (Þó munu örfáir þeirra hafa komið þarna áður. Vitað er að Tryggvi Ófeigsson var á dóríuveiðum á Lúðubönkunum við Vest- ur-Grænland 1927 á þeim fræga togara Imperialist með íslenska áhöfn og ein- hverjir höfðu einnig verið þar með Spán- verjum). Skipin höfðu samflot svo að á milli sá eins og venja er þegar ókunnar leiðir eru farnar. Ganghraði þeirra var svipaður, um 8 mílur á klst., og þótti það fremur slappur gangur í því ágætisveðri sem þau hrepptu. Voru vélar þeirra heldur litlar, en að vísu voru þau allmikið lestuð. Veðrið hélst bjart og stillt og fór því betur því sigla þurfti afvega fyrir víðáttumiklar ísbreið- ur. Á einum stað, þar sem straums gætti og mikil ferð var á ísnum, lá við að skipin lokuðust inni í sundi milli isbreiða en þau sluppu aftur út naumlega. Þá var nokkuð um borgarís á annars auðum sjó síðasta hluta ferðarinnar, en komið var til Færey- ingahafnar 20. júní eftir 8 sólarhringa siglingu frá Reykjavík. Hafði ferðin því gengið fremur seint en alveg slysalaust. VI Kastaó á Fyllubanka Viðkoma var mjög stutt og var haldið til fiskileitar á nálægum miðum. Var vörpun- um kastað á 60 faðma dýpi og híft eftir um klukkustundartog. Fiskjar varð ekki vart þarna en þó haldið áfram í eina þrjá sól- arhringa. Var þá orðið iítið um vatn í skip- unum og siglt aftur inn til Færeyinga- hafnar. Þar voru býsna mörg línuveiði- skip, norsk, færeysk og dönsk, sem voru nýkomin í höfn, en sum þeirra höfðu verið að fiska um hálfsmánaðartíma og höfðu aflað vei. Sagðist sjómönnum þeim svo frá, að fiskur væri mikið uppi í sjó og ekki von að mikið yrði vart í vörpu meðan svo stæði. Þeir höfðu líka haldið sig nær landi. Nú, eftir þriggja daga viðdvöl í höfn, með- an menn bjuggu sig undir að standa nokk- uð öðruvísi að veiðunum, var lagt út aftur og haldið á Fyllubanka. Er skemmst frá því að segja að þar fiskaðist ágætlega. Togað var á 115—130 faðma dýpi og var það nægur fiskur. Þarna voru nokkrir franskir togarar, en línuveiðarar, sem áð- ur er getið, héldu sig nær landi og fengu áfram góðan afla. Þetta fiskirí stóð fram í júlímánuð en þá fór það að tregast. ítölsku togararnir færðu sig norðar og var þá tog- að á grunni eða 30—35 faðma dýpi. Gekk )að sæmilega framan af, en aðeins meðan myrkur var. VIIÁ Grænlantísgrund Sé aftur vikið að upphafi veiðanna á Fyllubanka er þess að geta að strax fiskað- ist í þau 50 tonn af salti, sem voru í hverju skipi, en með því að móðurskipið Entella var ekki komið á miðin, eins og til stóð, urðu togararnir að sigla enn inn á Færey- ingahöfn. Bíða varð komu Entellu nokkuð á aðra viku og þótti íslendingunum blóð- ugt að geta ekki verið að fiska þennan tíma en voru annars í góðu yfirlæti með ítölum. Menn fengu lánaða báta og réru inn Buksefjord langan veg, rákust þar á tjaldbúðir Grænlendinga og höfðu af þeim ofurlítil kynni, en stóðu stutt við því þarna var hin versta ólykt og stybba. Kaffi og sígarettur vildu þeir innfæddu sníkja og fengu eitthvað af tóbaki. Þá gengu menn á fjöll sér til gamans og höfðu ítalirnir með sér hljóðfæri, þ.e. mandólín, harmonikku, munnhörpur og gítara, sem þeir kunnu vel með að fara, og sungu og spiluðu uppi á tindum og hljómaði það ákaflega vel í hinni grænlensku kyrrð. Annars var lítið við að vera í Færeyingahöfn, sem dregur nafn sitt af því að hún var fyrsta höfnin á Grænlandi sem opnuð var til afnota fyrir færeysk fiskiskip 1927. Á staðnum var sjó- mannaheimili, sem Færeyingur nokkur veitti forstöðu, og voru þar haldnar guðs- þjónustur á sunnudögum, einnig voru þarna loftskeytastöð, póstafgreiðsta og spítali fyrir 30 sjúklinga með dönskum lækni og þremur hjúkrunarkonum. íbúð- arhús í plássinu voru aðeins þrjú og bjuggu þar meðal annarra nokkrir Græn- lendingar. Er þá flest talið sem markvert mátti telja. Færeyingahöfn er mjög góður lendingarstaður og þar geta skip lagt fast að landi því að aðdýpi er mikið en ekki var þar nein bryggja. Færeyingahöfn var eina grænlenska höfnin sem ítölsku skipin máttu liggja inni á og skipverjar hvergi ganga á land annars staðar samkvæmt ákvörðun hinna dönsku stjórnvalda. Var ekki gert ráð fyrir neins konar samskiptum við Grænlendinga, sem þó voru stundum að koma á bátum sínum að togurunum, t.d. úti fyrir Holsteinsborg, og vildu fá hnífa og sitthvað annað. Varð stundum eitthvað úr þeim viðskiptum. Þótt þarna væri danskt herskip kom það ekki í veg fyrir að hraustleikamaður sem nefndur var Ólafsvíkur-Kalli kæmist á fund eskimóastúlku og dveldist hjá henni næturlangt. Synti hann í land vænan spöl þrátt fyrir ískaldan sjóinn en náði úr sér hrollinum í hlýjum faðmi vinkonu sinnar. Komst hann aftur út í togarann á her- skipsjulunni og var vel fagnað af félögun- um (3). VIII Trollbreytingar o.fí. Loksins kom móðurskipið Entella til Færeyingahafnar, langtum seinna en gert var ráð fyrir í upphafi. Þetta var stórt skip. Hve stórt muna þeir félagar ekki nákvæmlega en telja það hafa verið a.m.k. tíu til tólf þúsund tonn. Var það keypt í Englandi sérstaklega fyrir leiðangurinn. En nýlagt af stað þaðan kom skeyti um að það ætti að koma við í Glasgow að taka < LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 21. SEPTEMBER 1985 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.