Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1985, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1985, Blaðsíða 4
Vanga veltur og vist Papa um veru á íslandi Eftir HRAFN JÖKULSSON BJARMALAND • Hólmgarður GARÐARlKI Kænugarður* Firðafylki Hörða vVikjn , NHernar^iand v y , , 'HornA Færeyjar Björgvin^ogalandv ''X^Lundu Reykjanesclí g ^ ^ÁIaborg^ ...........\ ,* \Orkneýjarfr ) \ } J, ‘Brimar and Siglingaleiðin frá Hernum til Hvarfs ••••••••••••••••••••••••••• Bjarni Herjólfsson um 985 skv. Grænlendingasögu. Eiríkur rauði 985 Leifur Eiríksson 1000 skv. frásögn Eiríks sögu rauða, Heimskringlu og Kristnisögu. Þorfinnur Karlsefni 1005 Leifur Eiríksson 1000-1014 skv. Grænlendingasögu. Fornleifafundurinn vestur á Dagverðarnesi hefur mjög orðið til að vekja gamlar deilur um írska byggð á íslandi fyrir landnám norrænna manna. Það er ekki ætlun mín að blanda mér í þær umræður, þótt gagnmerk- ar séu, heldur fara nokkrum orðum um hina fyrstu landnema sem heimildir geta; Papa. í framhaldi af því verða lítillega raktar vangaveltur fræðimanna hversu umsvifamikil sú búseta var og hvort hún einskorðast við guðsmenn eingöngu. Heimildir um írska einsetumenn hér á landi eru ekki margar, en þar frægust ís- Iendingabók Ara fróða Þorgilssonar: Þá voru hér menn kristnir, þeir er Norðmenn kalla Papa. En þeir fóru síðan á braut, af því að þeir vildu ekki vera hér við heiðna menn, og létu eftir sig bækur írskar og bjöllur og bagla. Af því mátti skilja að þeir voru menn írskir. Afar skyld klausa er í Landnámabók, aukheldur í Noregssögu munksins Theodoricusar. Þessar stuttara- legu frásagnir, ásamt fáeinum örnefnum, mega heita einu heimilirnir um veru Papa hér á landi. Það er nokkur huggun að þess- ar heimildir, þótt fátæklegar séu, mega heita traustur minnisvarði um Papa, svo að ekki er um það deilt hvort þeir hafi komið hingað, heldur í hve miklum mæli írar yfirleitt settust að hér á landi. — O — Kristin trú festi snemma rætur á ír- landi og þegar á fimmtu öld mátti landið heita alkristnað. Klaustur fylgdu í kjölfar- ið og urðu er tímar liðu blómleg menning- arsetur. Þá urðu ábótar margir ærið valdamiklir og starfsamir í veraldarpóli- tíkinni. Það kom ekki í veg fyrir að trúal- varan var fölskvalaus og strangleikinn ótvíræður. Klausturlífið fullnægði þó ekki trúarþörf allra; margir munkar sögðu al- farið skilið við mannlegt samfélag og leit- uðu sér einveru fjarri byggðum bólum, til að helga sig gersamlega guði sínum. Sumir gerðust trúboðar og sigldu í önnur lönd og eyjar á skinnbátum sínum, kúðum. Þeir voru svo gerðir að húðir voru strengdar utanum trégrind alltað þrisvar sinnum. Þetta þættu líklega ekki björgulegir far- kostir nú á tímum, en á þcssum fleytum fóru þeir allra sinna ferða. Frægastur þessara ferðagarpa er Brendan, sem sumir telja að hafi siglt til íslands og jafnvel alla leið til Ameríku. Skemmst er að minnast að fyrir nokkrum árum fór íri nokkur í kjölfar Brendans og kom m.a. hingað til lands á skinnbát sínum. Papaörnefni finnast víða; á Mön, Suður- eyjum, Orkneyjum, Hjaltlandi og í Fær- eyjum. Að auki er eitt örnefni á Norð- vestur-Englandi. Má af því ráða hve víða þeir fóru. — O — Einar Ólafur Sveinsson tekur lýsingu á Pöpum uppúr bókinni „A social history of Ancient Ireland" eftir P.W.Jeyce: Þeir voru í grófum vaðmálsyfirhöfnum með sauðarlit, en undir í hvítum kyrtlum úr fínna efni. Hárið var rakað af framan- verðu höfðinu, en að aftan féll það niður á bak. Augnalokin voru lituð dökk. Hver þeirra hafði sterka cambutta eða göngu- staf; vatnsflösku báru þeir um öxl, en í lítilli tösku báru þeir aðaldýrgrip sinn: eina eða tvær bækur og einhverja helga dóma. Papar gerðu ekki miklar kröfur til Iifs- þæginda: Þeir gerðu sér gjarnan bústaði í hellum eða hlöðnum kofum. Þeir hafa lifað á því sem til féll, eggjum, fugli, fiski og sel og alla vega rótum og berjum. Dagarnir hafa liðið við bænahald og söng og lestur helgirita. Stundum slóust þeir saman í flokka og settu sig saman niður. Þaöan mun orðið Pappýli komið (þ.e. Papbýli). Mörgum hlýtur að finnast torvelt að skilja hvað rak mennina, þótt trúaðir væru, í hættulega sjóferð til eyði- eyju í norðurhöfum. En Pöpum hefur lík- lega þótt fsland komast næst því að vera paradís á jörðu; fæðuöflun yfirleitt auð- veld og engin hætta á að hitta nokkurn lifandi mann. Þeir hafa getað einbeitt sér að trúnni, gefist almættinu fullkomlega. — Halldór Kiljan Laxness hittir líklega naglann á höfuðið þegar hann segir: þeim helgum mönnum hinsvegar sem leiddist þraungbýli, þeir héldu einsamlir á auðnir; þessir menn eru kallaðir anakóretar og slíkir menn voru papar. Landnám var ekki í þeirra verkahring. f augum þeirra var allt bústang beinlínis frá djöflinum. - O - Vert er nú að athuga hvenær Papar tóku hér land. Einna marktækust bók í því efni er rit munksins Dicuiliusar, „De mensura orbis terrae“ — Uin mæling jarðarkringl- unnar, færð var í letur í kringum 825. Þar segir Dicuilius frá klerkum nokkrum, sem 30 árum áður höfðu miðlað honum ýmsum fróðleik um Thule. Klerkarnir dvöldust á eynni frá febrúarbyrjun til ágústloka og segist þeim m.a. svo frá að um sumarsól- stöður hyrfi sólin aðeins skamma stund á bak við litla hæð, og „að ekkert rökkvaði þessa stuttu stund, og mætti gera hvað sem maður vildi, svo sem týna lýs úr skyrtu sinni..." Þess er enn sérstaklega getið að allan þann tíma sem klerkarnir dvöldust á eynni hafi skipst á dagur og nótt, en dagssiglingu norður af eynni hafi verið frosið haf. Dicuilis notar tækifærið til að kveða niður sem „lygi og villu" ýms- ar eldri frásagnir af Thule:, Að þar sé um- hverfis frosið haf og stöðugan dag frá vori til hausts, en aftur nótt frá hausti til vors. Ekkert í frásögn Dicuiliusar bendir til að klerkarnir hafi hrakist til þessa lands, beinlínis liggur í loftinu að þeim hafi verið kunn leiðin. Menn eru yfirleitt á einu máli um að Thule Dicuilisar sé fsland og því hafi írsk- ir munkar haft vitneskju af landinu a.m.k. hundrað árum árum en landnám hófst hér úr Noregi. f riti sínu getur Dicuilius einnig eyja sem Papar hafi búið í „svo sem hundrað ár“. Þegar þarna var komið sögu höfðu norrænir víkingar komið til eyjanna og einsetumennirnir þess vegna stokkið burt. Þá getur hann þess að eyjarnar séu fullar af sjófugli og sauðfé og hefur þess vegna getum verið að því leitt að um Færeyjar sé að ræða. - O - Nokkur örnefni, kennd við Papa, hafa varðveist á íslandi. Þar er fyrst að geta Papeyjar, í Suður-Múlasýslu, sem í Land- námu er talin bústaður þeirra. Papós var verslunarstaður í Austur-Skaftafellssýslu á síðari hluta 19. aldar. Hann stendur við Papafjörð sem gengur inn af Lónsvík.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.