Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1985, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1985, Blaðsíða 6
6 Minnismerki um Bólu-Hjálmar hjá Bólu. Sitt er hvað gæfa og gjörvileiki UM BÓLU-HJÁLMAR eftir INGVAR GÍSLASON Heimspekingur hér kom einn í húsgangsklæöum. Meö gleraugu hann gekk á skíöum, gæfuleysiö féll aö síöum. Þannig orti Bólu-Hjálmar um Sölva Helgason. Þessa vísu má allt eins herma upp á Hjálmar sjálfan, a.m.k. lokaorðin, því að gæfuleysið féll Hjálmari sjálfum að síð- um. Hann var gervilegur rnaður um margt, en gæfuleysið uppmálað. En hvað var það, sem olli gæfuleysi Hjálmars Jónssonar, svo vænlegs manns að ýmsum gáfum. Á því kunna að vera fleiri skýringar en ein. Sumir vilja kenna það eðli hans sjálfs og innræti, aðrir aldarfari, þjóðfélags- ástandi, grófum sveitarbrag, illum grönnum eða öðru af því tagi. Þeir sem aldrei sjá annað fyrir sér en illsku aldar- fars, yfirgang og kúgun þeirra sem betur mega og aðra mannvonsku, leggja auðvit- að mest upp úr því að Hjálmar hafi verið leiksoppur „þjóðfélagsaflanna" og þvi orð- ið gæfuleysinu að bráð. En hinir sem standa jafn keikir í vörn fyrir þjóðfélagið Haust íSkagafírði. og aldarháttinn, munu skrifa gæfuleysi Hjálmars á reikning hans sjálfs, að hann hafi verið miður vel innrættur, umtalsillur ef ekki misindismaður, enda var það til, ef marka má heimildir, að Hjálmar hafi ver- ið notaður sem grýla á börn í Skagafirði. Hér höfum við reyndar fyrir okkur tvennar öfgar. Það kemur naumast til greina að allur Akrahreppur hafi verið byggður varmennum á dvalarárum Hjálm- ars þar í sveit, hvað þá að neitt sé hæft í því að Bólu-Hjálmar hafi verið öðrum mönnum verr innrættur eða eitthvert voðamenni. Prestur þeirra Blöndhlíðinga sagði um Hjálmar að hann væri óáleitinn við aðra menn að fyrra bragði, og Gísli Konráðsson, samtímamaður hans í Skaga- firði, hefur af einu tilefni þau orð um Hjálmar að hann hafi verið hæglátur sem „vandi hans var til“. Á þessum tilvitnuðu ummælum skynsamra samtímamanna er meira mark takandi en þjóðsagnakennd- um ýkjusögum og rægimálum, sem á kreiki hafa verið um Hjálmar fram á þennan dag. Fjarri fer því að allir hinir „betur megandi" menn hafi sniðgengið Hjálmar. Hann átti ýmsa fyrirmenn, presta og góðbændur í Skagafirði, Eyja- firði og Húnavatnsþingi, ekki síst að vild- arvinum. Jafnvel sveitungar, sem Hjálmar taldi sig eiga sökótt við, viku góðu að hon- um og báru blak af honum, svo að ekki verður aldarfari og sveitarbrag kennt um allt sem miður fór á ævi Hjálmars. Gæfuleysi Hjálmars í Bólu stafaði held- ur ekki af illu innræti hans eða þess háttar ónáttúru. Augljóst er af kvæðum hans að hann var m.a. fullt eins kristinn og trúað- ur á hið fagra og góða í lífinu og þeir bógar sem betur máttu. Hins vegar er því ekki að leyna, að manngerð Hjálmars, skapsmunir hans, viðkvæmni hans fyrir sjálfum sér og bráðlyndi, átti beinan hlut að því að búa honum það gæfuleysi sem örlögin ætluðu honum. Hjálmar glímdi sjaldnast liðlega við áreitni samferðamanna, og þótt honum væri það vorkunnarmál í sumum tilfellum, átti það ekki alltaf við. Viðkvæmni hans, nánast orðsýki, hefur verið mikil og djúp- rætt, reyndar barnsleg, og skopskyn hans hefur verið í minna lagi. Hann hefur verið býsna nær sér, sjálfhverfur að upplagi, sem er bernskt einkenni og meinlegur skapgerðargalli á fullorðnum manni, sem auk þess er gefinn fyrir samneyti við aðra menn og vill láta að sér kveða og eftir sér taka. Slíkum manni hættir til að vera framstyggur og hvefsinn og ekki alltaf heflaður í orðbragði, við hann má helst ekki orðinu halla, hann þolir ekki að á hann sé andað. Og fleira bendir til þess að Hjálmar hafi verið bernskur í hugsun og jafnvel að dómgreindarþroska, ekki síst sú tilhneig- ing hans að segja afar ósennilegar sögur af því hversu skjótt hann tók út vöxt sem hagyrðingur og skáld, s.s. eins og það að hann hafi ort dýrt kveðnar vísur 6 ára eða svo, þ.á m. þessa alkunnu stöku. Lét mig hanga Halllands-Manga herðadrangann viður sinn. Fold réð banga flegðan langa fram á stranga húsganginn. Það er ekkert forskólabragð að þessari vísu, ellegar að höfundur hennar „buldri barnsmáli", eins og Hjálmar kemst að orði í frægu kvæði um Jarðabótafélag Hún- vetninga, þegar það var að taka veikburða skref til framfara á kyrrstæðri öld. Hafi Hjálmar ort þessa vísu á sandkassaaldrin- um eða þar um bil má ætla að slíku undra- barni, húsmannssyninum á Dagverðareyri, hefði þótt löðurmannlegt og lítið til koma að lesa Litlu gulu hænuna eða Gagn og gaman, ef slikar bækur hefðu verið til á hans dögum, eins og mér og mínum líkum var boðið upp á á þessum aldri. Annars votta kirkjubækur það um lestrarkunn- áttu Hjálmars að 7 ára er hann stafandi og getur kveðið að, svo að nokkru munar á skáldþroska hans og færni til bóklestrar á þessu aldursskeiði. Þá er ekki annað sýnna en að Hjálmar hafi sjálfur borið út þá sögu og gert að þjóðtrú, hversu hrakinn hann hafi átt að vera í bernsku og æsku og átt litlu for- eldra- og fjölskylduláni að fagna — sem er að ýmsu leyti rétt — að ekki sé minnst á niðursetningsorðið sem af honum hefur farið frá því að hann kom í þennan heim. Öll er þessi bernskuhrakning Hjálmars þó málum blandin, þegar betur er að gætt. Fóstra hans á Dálksstöðum, Sigríður Jónsdóttir, sem tók við honum hvítvoð- ungi, var honum sérlega góð, auk þess sem Hjálmar ólst upp með föður sínum frá 2ja ára aldri og var því enginn föðurleysingi, þótt móðir hans væri víðs fjarri. Hitt er annað að Hjálmar var þannig skapi farinn að hvers kyns mótlæti bernskuáranna, hvort sem það var meira eða minna, hefur grópast í barnshuga hans og m’ótað af- stöðu hans til umhverfisins, alið með hon-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.