Tíminn - 17.11.1966, Síða 8
8
TÍMJNN
FIMMTUDAGUR 17. nóvember 1966
Gísli Magnússon, Eyhildarholti:
Undan brekkunni
„Hlutverk vort nú og á ókomrium
tíma verður fyrst og fremst að
varða um frelsi vort, vera „frjálsir
menn í frjálsu landi“ -- Benedikt
Sveisnson í alþingisiiátíðarrscðu
1930.
Á liðnum öldum jókst eymd og
vesaldómur íslenzkrar þjóðar að
sama skapi og völd og áhrif er-
lendra manna færðust í auka. Eft
ir að vakningaröldin hófsí, kost
uðu beztu menn þjóðarinnar sér
öllutn til að leysa af henrd erlenda
fjötra og firra hana erlendri íhlut
un og áhrifum. Og þjóðin fylgdi
þeiim fast, óskipt að kalla, einkum
alþýða manna. Við hvern hlekk,
sem brast, hvern fjötur, sem leyst
ur var af íslenzkri hugsun, skilaði
þjóðinni drjúgum í átt til aukinn
ar hagsældar meiri manndóms
og menningar. Því fór víðs fjarri,
að vökumenn þjóðarinnar berðust
fyrir nokkurri innilokunarstefnu
eða einangrunar. Þeir vinzuðu það
bezta úr erlendu mennirtgarlífi og
athafna og vildu samhæía það is-
lenzkri hugsun, innlendum stað-
háttum. Þetta voru þjóðlegir menn
og þjóðvísir.
Hinn-1. desemiber 1913 rættist
mikill draumiur. Ennbá stærri
drauanur va,rð að veruleika 17.
júní 1944. Síðan er liðinn aðeins
röskur fimmtungur aldar. Svo
ungt er hið íslenzka lýðveldi,
þstta libla ríki, sem ekki er fjöl
mennara en ein gata í erlendri
stórborg. Hversu hefur því farn
azt á þessum bemskudögum?
„Hlutverk vort • . . verður fyrst
og fremst að varða um frelsi
vort, . . . “ Svo mœlti garpurinn
Pénedikt Sveinsson að Lögbergi
1930.
Barátta smáþjóðar fyrir frelsi
og sjálfstæði tekur aldrei erida.
Smáríkið verður sí og æ að
„varða um frelsi“ sitt cg sjálf-
stæði, ef ebki á að glatast. Það
á meira undir þegnum sínum og
stjóm en stærri ríki, — einkum
þó stjórn, því að þar eru málin
ráðin auk þess sem gera verður
ráð fyrir að sérhver ríkisstjórn,
sem styðst við lýðræði, hafi að öll
um jafnaði meiri hluta kjósenda
að baki sér.
Hvað sem herverndarsamningn
um líður, þá verður þó naumast
annað með sanngirni sagt en að
þær ríkisstjómir, sem hér fóru
með völd fyrstu ár hins unga
lýðveldis, væru sæmilega á verði
um frelsi og sjálfstæði þjóðarinn
ar — og treystu auk heidur sjálf
stæðið, samanber útfæirslu fisk-
veiðilögsögunnar og þá sigursælu
baráttu, sem háð var við óbil-
gjarna ofureflisþjóð- En með til-
komu íhaldsstjórnar Alþýðuflokks
ins og Sjálfstæðisflökksins í áxs-
lok 1958 verða harmsöguleg þátta
skil. Nú er ekki lengur barizt fyr
ir að efla hið nýfengna sjálfstæði,
treysta það innan frá og utan, nú
er keppzt við að afsala sjálfstæði
bæði beint og óbeint, fjöreggið
sjálft haft að eins konar verzlun
arvöru.
„Hlutverkið" er ekki lengur
„fyrst og fremst að varða um
frelsi vort“ heldur öllu fremur
hitt ,að þóknast erlendum ásæln
ismönnum.
Unnum sigri í landhelgisdeil-
uríni var snúið í hraklegan ósigur
með afsalj einhliða réttar til frek
ari útfærslu fiskveiðilinunnar.
Hinu heitið, að vinna sleitulaust að
friðun landgnmnsins alls. Efndir
engar, ekki einu sinni minnstu lil-
burðir til að efna þetta heit, þótt
orðið sé 5 ára gamalt. Við því var
aldrei að búast- Þama er við
erlenda að eiga, og þá brestur
djörfung og þor. Aðsfaðan auk
þess stórum verri eftir hið smánar
lega knéfall fyrir Bretum.
Herstjóm Bandarikjamanna
beitti falsrökum til þess að fá að
seilast inn í íslenzka menningar-
helgi- Eða var það ríkisstjórnin
íslenzka, sem bjó falsrökin til og
beitti þeim til að koma fram vjija
herstjórnarinnar? Eigi veit ég það.
Hitt er öldungis víst, að e'ngin
ríkisstjórn nokkurrar sjálfstæðrar
menningarþjóðar í víðri veröld
önnur en sú íslenzka mundi hafa
forgöngu um að greiða götu áróðri
og áhrifum heimsins mesta stór-
veldis inn á heimili eigin þjóðar,
fámennrar og helzti gleypigjarnr
ar. Jafnvel svo dyggur þjónn sem
ritstjóri Alþýðublaðsins viður-
kenndi eftir á eigin afglöp og
stjórnar sinnar og játaði í blaði
sínu, að stækkun hinnar banda-
rísku sjónvarpsstöðvar á Heykja
nesi hefði leitt þjóðina í „and-
styggilega sjálfheldu."
f Hvalfirði er talið yfirburða
gott herskipalægi. Þar heíur
Bandaríkjaher tekið sér bölfestu.
Ríkisstjórn okkar hefur annað
sjónarmið en Einar Þveræingur.
Hún leyfði umyrðalaust, að amer-
íski flotinn settj upp ný cg stór
kostleg hervirki í Hvalfirði. Hvað
mun sá dagur heita, er Bandaríkja
her hverfur þaðan? Og hvert verð
ur næsta hertökuskrefið, ef ís-
lenzk stjórnarvöld halda áfram að
hneigja sig í duftið og verða í auð
mýkt við hverri kröfu, sem hinu
mikla herveldi kann að hugkvæm
ast að bera fram?
Erlendur auðhringur setur sig
niður, stofnar til stóriðju og fær
ríkulegt athafnasvæði í mesta þétt
býli landsins — í skjóli margvís-
legra fríðinda og hlunninda ann
arra og meiri miklu en þeirra, sem
íslenzkum mönnum hlotnast. All-
an ágóða af starfseminni, sem ból
föst er og rekin á íslenzkri grund,
flytur auðhringurinn úr landi. Svo
lágt er lotið til að fullnægja kroí
uim hinna útlendu auðjarla, að
ágreiningsmál, sem upp kunna að
rísa milli þeirra annars vegar og
íslenzkra, aðilja hins vegar, eru
tekin undan lögsögu íslenzkra dóm
stóla og fengin í hendur erlendum
dómendum. Öllu freklegar er
naumast hægt að óvirða íslenzka
dómarastétt, íslenzkt sjálfstæði.
En þeir kvað hafa þenna háttinn á
í Afríkuríkjum ýmsum. Og ef lil
vill hugsar rikisstjórn okkar sem
svo, að fslendingum ætti ekki að
vera vandara um en blökkumönn
um suður þar.
— Hitt er svo önnur saga, að
allar meiri háttar framkvæmdir í
vegamálum verða að sitja á hakan
um og bíða um þriggja ára skeið,
að því er Morgunblaðið hermir, til
þess að hægt sé að fullnægja alúm
insamningnum. En hverju skiptir
það?
Málreifur ráðherra lét orð falla
um það í mikilli ræðu, að straum
ur tímans hnigi æ meir í þá átt,
að smáþjóðir afsöluðu sér ýmsum
réttindum, sem sjálfstæðar þjóðir
einar hafa, í hendur stórþjóða.
Slíkt væri ekki annað en eðlilegur
hlutur. Við upprifjun þeirra mála,
er að framan getur, verður Ijóst,
að ráðherra sá rær ekki einn á
báti í ríkisstjórninni.
Hér hefur verið sýnt með nokkr
um dæmum, hversu hefur verið
haldið út á við um varðveizlu ís-
lenzks sjálfstæðis. En harátcan íyr
ir frelsi og sjálfstæði er líka háð
í landinu sjálfu. Einnig þar eru
að verki öfl, seon aðra guði hafa
— önnur sjónarmið en íslenzk.
Stjórnarstefnan hefur leitt til
þess, að mikill auður á íslenzkan
mælikvarða hefur safnazt á hend
ur tiltölulega fárra manna. Þeir
eru hinir ,,sterku“ einstaklingar,
sem Morgunblaðið talar um af
hugstola hrifningu. Það eru þeir,
sem gera út þetta furðulega fyrir
tfeki, sem kallar sig „Sjálfstæðis
flokk.“ Og víst eru þeir „sterkir"
á sinn hátt. En þeir eru hvorki né
verða sterkur liðskostur í eilífri
sjálfstæðisbaráttu lítillar þjóðar,
sem jafnan á í vök að verjast.
Skefjalaus auðhyggja er alþjóðleg.
Hún á enga ættjörð, ekkert þjóð
emi, enga tungu. Hún rær í þeirri
Keflavlkinni, þar sem frekast er
fengs von hverju sinni. Annað er
henni einslds virði.
Stefna og athafnir valdhafanna
hafa sín áhrif á og móta með
nokfcrum hætti viðhorf og afstöðu
þeirra manna æði margra, sem
fylgja þeim að inálum. Svo er það
um þjóðemismál og sjálfstæðis
sem önnur. Einn hryggilegastur
vottur um afleiðingar af ístöðu-
leysi og undanlátssemi núverandi
ríkisstjórnar í sjálfstæðismálum
Gísli Magnússon.
þjóðarinnar er hin smánarlega
bænarsfcrá til herstjórnarinnar á
Keflavífcurflugvelli. Um það plagg
er raunar bezt að hafa sem fæst
orð, svó langt sem það er fyrir
neðan það, sem telja mætti Jág
mark íslenzfcs velsæmis— og ætti
sem fyrst að gleymast.
Settar hafa verið á laggir mikl
ar stofnanir rífcisstjórnmni til
leiðbeiningar í efnahagsmálum —
og veitir sjálfsagt ekki af. Á hinu
var þó naumast minni þörf, að
nefnd valinna manna, tilkvaddra
af hlutlausri stofnun, t. a. ms
Hæstarétti, hefði frá öndverðu
haft strangt eftirlit með athöfn
um stjórnarinnar í. sjálfstæðismál-
unum. Ejkki alls óhugsiandi, að þá
hefðu færri glöp verið irainin.
Stefna ríkisstjórnarinnar er mót
uð af skoðun hennar og mati á
íslenzku framtaki annars vegar og
erlendum auðmagnsáhrifum hijis
vegar. Þessi skoðun kom glögst
fram í ræðu, sem forsætisráðhe’ a
flutti á Varðarfundi í haust f!: 1
herrann taldi, samkvæmt frásögn
Morgunblaðsins, að þær „tvennar
stórbreytingar í lífskjörum þjóðar
innar“, sem orðið hafi á þessari
öld, eigi hún að þakka tveim
heimsstyrjöldum með tilheyrandi
hersetuvinnu. Vissulega vona þoð
allir menn, að eigi dragi til nýrra
ar stónstyTjaldar, jafnvel þótt
verða mætti til þess að valda
iinni þriðju „stórbreytingu í !;fs
kjörnm þjóðarinnar" Fyrir því er
talið nauðsynlegt að opna erlendu
auðvaldi sem greiðasta leið inn f
landið til að firra þjóðina atvinnu
leysi og efnahagshruni. tslending
ar eru sem sé ekki menn ti! að
standa á eigin fótum. Þeir eru
ekki færir um að vera tslendingar.
Á vorj komanda verður um þa3
barizt, hvort oltið skuli áfram und
an brekkunni, hvort enn skuli rek
in sú undansláttar- og aísalspólitik
sem nú hefúr verið stunduð um
hríð, eða stungið við fótum, snúið
við, sótt á brekfcuna og tekin aftur
upp sú stefna sem Benedikt Sveins
son markaði í ræðu sinni á Al-
þingishátíðinni 1930. —:
„Hlutverk nú og á ókomnuni
tima verður fyrst og fremst að
varða nm frelsi vort, vera „frjáls-
ir menn í frjálsu landi.““
; l '
•< ■" ■ r
* *
■:■:•+&&.•*:•*:•• .«>.*«Sí;*»'>j» *•• »™«- .
***• **:■:
.S>■■»■:**■*&■+**<»**%*'*&•>*’• ***
*■'/.+* s* .
•'. '•■***■. s•#■’•• ****
íVi'fí.wy
s.** ;:•»!*» * •
•t» --»» v -sv 'v V
»•- • • • ■;>■>» *W/ . • ;.•:
>*»» »-<sk- +-*\> WNi
i »»>*»-■*!»
: ......... .....». .........
. ♦*■*<*>»*:<* »>»**** r»: ■ • ■•
■ MO ***, **** <• • .
**.}<&•* •fsisíytu*}** >«» «* :
•í£t *»ýy *• i»**>>í. vý-ýv.
»v. »A í yúsu- '-'++4 :?S;S~Í
**** ** phOt* *"V?X**.fs*
****+*>»• t. *» **
&•****'■>&'•■;
y**u '.** •&*, ***» *t* **>
'sis-sVKiiM'***.*&, S" i :: yr '
*»*>>•» ♦*.-**»-»• .
♦*,**i*y» ■ ■: ■.■■.
vrfTjr vt&'+ÍÍ'- —sf.siís »»
. •*'***'»*>». «.>*■;
•*+**"■ «*• ->*.te< :+■:* •.
*4y*tf *U'siMryt**i «-***>»»
■
t..-.-.-..-. .y ;:•> »:»» :
i't****s i -^,*^***, »..
♦. ,*•„**•'„*.*; ■
■ ■ -i*"iv*iK*:. .,■»> »S> ifY yMS**.*. •*■■:
i* , .<*4**',
i $#***«*MM?*«*****'í ..,
* *X*st**i*jt. . . Wý-ígí-Æ'V:;
* x.iU^******,*i**Ay*t
• iiúuyíft*. , 4 -• »v »» a.
'<*••*«■ -» s***.su-**' **■ »*.«o* *v •.
V- 'ýl'f+i. *>»<*^**> .
... , --V-.
ÍTARLEG BÚFJÁRFRÆÐÍ
NÝSTÁRLFG AÐ GERD
AK—Rvík. — Bókaforlag Odds!
Björnssonar á Akureyri hefur sent!
frá sér stóra og óvenjulega bók
— Búfjárfræði eftir Gunnar
Bjarnason, búfræðikennara á;
Hvanneyri. Bókin er stórt og vand
aS lausblaðahefti með tölusettum
skilrúmsblöðum, sem standa út-úr
lesblaðastálinu, svo að auðvelt er
að fletta upp á því, sem leitað er
að. Síðan má bæta við blöðum,
eftir því, sem út eru gefin, eða
skipta um blöð, ef ástæða þykir
til, vegna þess, að fræðin breytast.
Þannig getur bókin verið að breyt
ast og bætast næsta áratuginn.
Þetta form er í senn mjög hand
hægt og líklegt til þess að auð-
velda mönnum að fylgjast með
breytingum í hraðri þróun, en slíkt
er nú ærin nauðsyn. Þetta er því
augljós hagræðing, en það orð
er boðorð dagsins.
í formála segir að engin aðgengi
leg búfjárfræði hafi verið til hér
á landi um skeið, en Gunnar
Bjarnason hafi samið handritið
og byggt á kennarareynslu sinni
í greininni. Bókaforlagið kveðst
gefa verkið út til þess að heiðra
Hvanneyrarskóla í tilefni af 75 ára
afmæli hans árið 1964. Forráða-
menn útgáfunnar segja, að áhægju
legt hafi verið að glíma við þessa
nýjung í bókaútgáfu, og það sé
von þeirra, að svo hafi tekizt með
útlit o gtilhögun bókarinnar, „að
hún megi um langa framtíð þjóna
þeim tilgangi að vera fróðleiks-
náma íslenzkri bændastétt og land
búnaði okkar ti! gagns og blessun-
ar“.
Kosti þessarar bókargerðar telur
forlagið einkum þessa. Auðvelt að
b;*ta nýju efni í bókina eða skipta
um blöð, og einnig getur hver eig
andi bókarinnar sem er, bætt
hana eigin blöðum, t.d. vélrituðum
eða skrifuðum, með upplýsingum
er hann telur sér gagn að og aflar
sér annars staðar. Þannig getur
lesandinn sjálfur tekið þátt í samn
ingu bókarinnar og miðað hana að
nokkru við eigin þarfir og sérsvið
í búfræði, og einnig er unnt að
setja í hana ýmsar skýrslur og
gögn er varða bú bóndans sjálfs
og þannig geymir hún um leið nið
urstöður af persónulegri reynslu
hans.
Höfundur bendir á þá staðreynd
í formála sinum, að búfjárfræði
hljóti fyrst og fremst að verða rit
verk um rannsóknaniðurstöður.
sem sifellt breytast og aukast.
Hann segir og. að tveir kaflar
verkinu séu alveg eftir aðra
höfunda, lífeðlisfræðin eftir Þor
stein Þorsteinsson, lífeðlisfræðing
frá Húsafelli, og kafli um æðar-
varp eftir Gísla Vagnsson, bónda á
Mýrum í Dýrafirði. Víða kveðst
hann og hafa tekið upp orðrétta
kafla úr bókum og greinum.
Framhald a Dls. 12.
%