Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1985, Blaðsíða 2
Asgeir Jakobsson:
Um prentvillur
og snögga bletti
Arni Magnússon sagði svo um villur: „Svo
gengur það til í heiminum, að sumir hjálpa
erroribus á gang, og aðrir leitast síðan við
að útryðja aftur þeim sömu erroribus. Hafa
svo hvorirtveggju nokkuð að iðja.“
Árni Magnússon hefur haft í huga villur
á bókum og þá fyrst og fremst í eigin
fræðigrein, þegar hann ritar þessi sígildu
ummæli um villur almennt, því að vissu-
lega er það sígildur sannleikur, að við erum
mennirnir, hver og einn, uppteknir við að
leiðrétta villur í eigin lífi og annarra og
búa til nýjar. „Svo gengur það til í heimin-
um,“ og af því er manninum nauðsynlegt
að læra að búa við villur, án þess að vera
þó nokkurn tímann sáttur við þær, það er
dauði að sættast við villur, en hitt vit-
firring að láta þær setja sig sífellt úr jafn-
vægi. Listin er að njóta þeirra.
Engum er nauðsyniegra að læra að búa
við villur en rithöfundi og þeim sem skrif-
ar mikið í blöð og tímarit. Ég, sem þetta
rita, á harða lífsreynslusögu um villur á
prenti, og ber þar margt til. Handrit mín
nálgast oft málverkið, og setjarar fá
andúð á þeim, þá er og að nefna, að ég
nota mikið orð úr sjómannamáli, sem er
mörgum setjurum ókennilegt og halda
málvillu, og loks nenni ég sjaldan að lesa
prófarkir sjálfur af því að ég veit, aö mér
myndi sjást yfir villurnar en fara að hræra
í textanum.
Þegar nú þetta allt kemur saman er
skiljanlegt að ég verði oft hart leikinn í
prentaða textanum. Fáum var því nauðsyn-
legra en mér að læra að búa við prentvillur
og ég fékk til þess harðan skóla. Fyrstu
bækur mínar, sem voru, eins og flestar
mínar bækur, um sjómennsku og því fullar
af framandlegum orðum fyrir setjara og
prófarkalesara eru fullar spjaldanna á
milli af prentvillum og þess jafnan getið
í ritdómum að villur væru margar, sumar
eignaðar höfundinum en aðrar taldar
prentvillur. Það var svo í blýprentinu fyrr-
um að setja þurfti upp alla línuna, ef leið-
rétta áttí víllu og við endursetninguna gátu
komið tvær eða fleiri fyrir þá einu sem
leiðrétt hafði verið. Dæmi man ég um
lokapróförk í bók með fleiri villum en
fyrsta próförk. Það gat sem sagt verið
hættulegt að leiðrétta villu í próförk, og
þegar ég hafði fundið það út, þá var ég
mjög hamingjusamur með þá uppgötvun,
það væri tóm vitleysa að leggja á sig að
lesa prófarkir, sem er einstaklega leiðin-
legt verk, svo leiðinlegt, að það eru ekki
nema þrælhraustir menn í heilanum, sem
halda við það fullum sönsum til lengdar.
í gamla daga, þegar uppi voru menn, sem
höfðu burði til að drekka brennivín, þá
höfðu menn oft glas hjá sér við þessa iðju.
Blýsetjararnir fyrrum voru oft stál-
slegnir íslenzkumenn bæði á fornt mál og
nýtt og þeir áttu til að brúka stólpakjapt
við höfunda sem voru að þenja sig við þá.
Ég fékk oft slæma útreið á Sjómannasíðu
Morgunblaðsins sem ég hélt úti á árunum
1967—’76. Einu sinni fékk ég 18 prentvillur
að ég taldi á Sjómannasíðu og ég var þá
ekki orðinn nægjanlega sjóaður í prentvill-
um og fór að nöldra yfir þessu villumoði
áeinni síðu.
Ég fékk þau svör aö villurnar í handriti
hefðu verið 19 og mér bæri að þakka fyrir
fækkun á einni, enda þótt prentvillurnar
væru aðrar villur en ég hafði gert í hand-
ritinu. Af þessu gátu hlotizt harðar deilur
báðum aðilum til leiðinda. Þetta komst
ekki í lag fyrr en ég meö hjálp setjaranna
komst að þeirri niðurstöðu aö prentvillur
væru oft það bezta í textanum, hið eina
sem vekti athygli lesandans og yki höfund-
inum frægð, jafnvel ógleymanlega, ef um
var að ræða velheppnaða prentvillu.
Ég hef einu sinni verið nefndur í útvarps-
þætti og það var vegna prentvillu. Hún var
líka glæsileg. Ég hafði notað í fyrirsögn
orðtækið „Víðar er Guð en í Görðum", en
það varð „Víða er guð en í görðum". Þetta
fór náttúrlega beint inní málvöndunarþátt
útvarpsins og fékk heilan þátt. Mér finnst
setjurum hafa hrakað í prentvillugerð.
Þeir voru snjallari í gamla daga.
Þótt ég væri mjög ánægður með fyrri
uppgötvun mína, að það væri kleppsvinna
að leiðrétta villu í próförk, þá var ég miklu
hamingjusamari með þá síðari, að prent-
villur væru ýmist til prýði í textanum, það
skemmtilegasta í honum eða það eina sem
vekti athygli, og nú hélt ég mig hafa lært
til fullnustu að búa við prentvillur, og víkur
þá sögunni til hinna snöggu bletta, sem
finnast jafnvel á hraustustu mönnum.
Margur hefði kallað síðustu viku áfalla-
sama í prentvillum í mínum sporum, en
ekki ég, þar til kom að einum staf, —
hugsið ykkur einn stafur setti þennan
margreynda prentvillumann úr algeru
jafnvægi. Svona er þetta í lífinu að maður
sem þolir hlæjandi allskonar píslir, hann
stekkur öskrandi á fætur, ef hann sezt
óvænt á teiknibólu.
Einn stafur kom mér til aö stökkva uppúr
sætinu, með hryllilegu öskri og síðan
samanbrot, hvernig gat maðurinn gert
mér þetta, að eyðileggja þannig líf mitt,
hvaða maður var þetta og hvað hafði ég
gert honum? En öll él birtir upp um síðir,
sagði Élja-Grímur og í því élinu varð hann
úti sem kunnugt er, en það varð ekki um
mig. Lífsreynslan kemur manni stundum
aö notum, þótt yfirleitt sé hún manni til
ama.
Ég ákvað að rekja söguna og sjá hvernig
hún liti út á pappír, en það heitir að sjá
hlutina „svartáhvítu".
Á fimmtudeginum hafði ég fengið þá
prentvillu á mig í eftirmælagrein, að prent-
að var kafþýkkur í stað kakkþykkur, sem
er algengt orð í sjómannatali um síldar-
torfur eða skýjafar, ég hafði notað þetta
orð um þykk og þæfð ullarnærföt og var
það svo sem dálítið vafasöm notkun en þó
skárri en kafþykk ullarnærföt eins og þetta
prentaðist.
Næst var það á laugardeginum, þegar
Lesbókin kom, að þar hafði prentast
mannsnafnið Grímur í stað Guðmundur í
samantekt sem ég átti hlut að um Baldvin
söðlasmið, og það setti ýmsa fræðimenn í
gang og þar má segja að margur ætlar
mig sig í gáfnafarinu fyrst þeir gerðu ráð
fyrir, að ég hafi ekki vitað að hinn marg-
frægi faktor við Lefoliverzlun hét Guð-
mundur en ekki Grímur.
Þá er að nefna það, að í rabbgrein minni
þennan sama dag í Lesbók, var nafn Eis-
encks rangt stafsett. Nafnið á þessum
spekingi varð Eiseneck allstaðar í grein-
inni.
Allt tók ég mér þetta létt, kafþykkan í
stað kakkþykkan, Grím í stað Guðmundar
og Eisenecks í stað Eisencks, en þá er
komið að teiknibólunni og snögga blettin-
um.
í Lesbókarrabbinu haföi prentazt D í stað
S í nafni hins víðfræga skálds T.S.
Eliot. Það var bókstaflega eins og ég
hefði aldrei séð prentvillu fyrr, helgin
var bókstaflega eyðilögð í þessu fína
veðri, mér fannst ég ekki geta látið
nokkurn mann sjá mig, það myndu allir
hjá bókaþjóðinni snúa sér við og spyrja:
— Er þetta ekki hálfvitinn með D-ið?
I gamla daga, meðan setjararnir voru
karlar, var hægt að róa sig við að upphugsa
hryllilega morðaðferð, en nú hefur það eins
og annað gamalt og gott verið tekið frá
manni, það eru einungis ungar og oft held-
ur laglegar stúlkur í setningunni og þar
sem ég tilheyri íslenzkri fyrirstríðskynslóð
í uppeldi er mér fyrirmunað að leggja
hendur á konur til þess að meiða þær, við
vorum einvörðungu lærðir upp á að strjúka
þeim, og svo er þess að geta, að þær fara
yfirleitt miklu betur með mann í setningu
en gömlu jaxlarnir. Þær kunna náttúrlega
ekki íslenzku á borð við gömlu blýsetjar-
ana, sem voru sumir með færustu íslenzku-
mönnum þjóðarinnar, en þær kunna á
sínar tölvusetningarvélar og fingur þeirra
rata betur á rétta stafi en gömlu karlanna,
sem voru oft orðnir sjóndaprir og vissu
ekkert hvort þeir voru að pota inn staf á
réttum eða röngum stað. Setning er orðin
betri yfirleitt en hún var í blýprentinu.
Nú hef ég skrifað mig frá ólukkans D-inu
og þar með gefið rithöfundum þrjú haldgóð
ráð í sambúðinni við sinn ritförunaut,
prentvilluna. Sem sé:
1) Prentvillan getur verið til skemmtunar
í leiðinlegum texta.
2) Prentvillan getur aukið frægð höfund-
arins og vakið athygli á grein hans.
3) Ef prentvillan hittir á snöggan blett
er ráðið að skrifa um hana góða grein og
þá er hún enn orðin rithöfundinum til
góða.
heimi, sem maður skapi sjálfur.
Það er ekki oft, sem maður hefur
tækifæri til að setja eitthvað á
svið, skrifa leikritið og stjórna
leikurunum."
Thomas McDonald segir, að
hann hafi fyrst farið að gefa
tölvuhrjáðum hjónum ráð fyrir
tveim árum. Síðan hefur hann á
ýmsan hátt kynnzt eða haft
spurnir af um 1000 manns, sem
hafa átt við þetta vandamál að
stríða. í nær öllum tilfellum eiga
í hlut karlmenn, sem vinna við
tölvur. Það eru ekki litlir strákar,
sem leika sér að smátölvum.
Hann segir, að þessir menn séu
algerlega ofurseldir tölvunum,
svo að þeir megi vart vera að því
að borða eða sofa, eigi ekki við
nein vandamál að stríða vegna
náinna samskipta við annað fólk,
„því að þau séu ekki fyrir hendi".
J. Weizenbaum segir: „Tölvan1
velur úr. Hún laðar að sér fólk,
sem á í örðugleikum, hvað mann-
leg samskipti varðar almennt.
Síðan er gangurinn svipaður og
þegar um áfengissýki er að ræða.
Það eru margir, sem fá sér tvo—
þrjá lystauka í hádeginu og eru
undir áhrifum alla tíð.“
Thomas McDonald minnist
orðaskipta, er áttu sér stað eitt
sinn, er hann ræddi við hjón, sem
eru dæmigerð í þessu samhengi.
Konan: Hvað get ég gert? Ef
ég birtist í náttkjól með blikandi
ljósum og mynd af tölvu, þá
gæti kannski skeð, að hann tæki
eftir mér.
Maðurinn: Ef þú hefðir nokk-
urn áhuga á því, sem ég er að
gera, þá myndi ég kannski geta
talað við þig.
(Þögn).
Danny er 36 ára gamall
og er forritari að
starfi. Hann er tví-
giftur og tvískilinn.
Hjónabönd hans leystust upp
vegna tölvuástríðna hans. Hann
á sjálfur tölvubúnað, sem kostaði
sem svarar 575 þús. króna og
hann er ofurseldur honum. Eftir
8 stunda vinnudag við tölvur
eyðir hann öðrum 8—10 stundum
í að ræða við kubbana sína heima
hjá sér. Fyrri kona hans fór frá
honum, segir hann, „af því að
hún skildi mig alls ekki.“ Seinni
kona hans reyndi að útskýra,
hvað hún meinti, með því að
henda tveim af hinum fimm tölv-
um hans út á blettinn fyrir fram-
an húsið.
Það kann að vera, að hér sé
um sérstakt tilfelli að ræða, en
það er þó angi af vaxandi vanda-
máli: Fólk, sem á samneyti við
tölvur allan daginn í starfi sínu,
getur átt í erfiðleikum í um-
gengni sinni við annað fólk.
„Mikill fjöldi manna hefur lent
í vanda í mannlegum samskipt-
um vegna tölva,“ segir Thomas
McDonald, sálfræðingur, í La
Jolla í Kaliforníu, „og slíkt mun
færast í vöxt, eftir því sem þáttur
tölva i lífi okkar verður meiri.“
Tölvur eru ævinlega sjálfum sér
samkvæmar, þær eru rökvísar út
í æsar. McDonald segir, að fyrir
margt fólk séu þær athvarf frá
óþægilegum og leiðinlegum
flækjum í mannlegum samskipt-
um.
Tölvunotendur geta einnig
haft nautn af því að vera alltaf
að stjórna. J. Weizenbaum, pró-
fessor í tölvufræðum við MIT í
Boston, segir: „Maður hefur það
á tilfinningunni, að maður sé i
Tölvustreita á heimil-
um er nýtt vandamál
— og ekki til bóta fyrir hjónabönd
—Svá— úr „Science Digest*