Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1985, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1985, Blaðsíða 9
Kristinn rirðir fyrir sér fyrirheitna tindinn: Nerado Toqllaraju; sá er 6.032 metra yfir sjárar- máli. Theodoro að binda birgðirá einn asnann. Frá 27. maí til 4. júlí dvöldu Fimm félagar úr íslenska Alpa- klúbbnum í Andesfjöllum Perú. Það voru þau Anna Lára Frið- riksdóttir, Jón Geirsson, Krist- inn Rúnarsson, Torfi Hjalta- son og Þorsteinn Guðjónsson. í fyrstu greininni var lýst að- draganda ferðarinnar og ferða- laginu til Huaraz sem er lítið þorp við rætur fjallanna. Hér á eftir verður sagt frá fyrsta fjallaleiðangrinum af þremur. Búðir númer eitt. Ein orrusta töpuð — en ekki stríðið Fimm í Perú. Annar hluti. Eftir Kristin Rúnarsson Tindurinn á Nevado Toqllaraju reyndist erfiður viðfangs. Eftir harða baráttu gugnaði hópur- inn þegar um 200 metrar voru eftir, því hætta þótti á snjó- flóðum. völ morgungolan lék um okkur þar sem við sátum aftan á pallbíl og brunuðum eftir malbikuðum vegi Rio Santa-dalsins. Við vorum á leið upp í fjallaþorpið Collón í 3350 metra hæð. Þaðan var ætlunin að leggja upp í fyrsta fjallaleiðangurinn. Collón stendur við mynni Ishinkadalsins, en í botni hans, í um 4400 metra hæð, eru höfuðbúðir fjallgöngumanna sem ætla á eitthvert þeirra fjalla sem gnæfa yfir dalinn. Þarna eru meðal annars þrír 6000 metra háir tindar, Nevado Ranrapallka (6162 m), Nevado Pullkaraju (6274 m) og Nevado Toqllaraju (6032 m). Okkar erindi upp í dalinn var meðal annars að reyna að klifra Nevado Toqilaraju. En fyrst og fremst var ætlunin að aðlaga sig þynnra lofti fyrir væntaníega leiðangra. UPPÍHÖFUÐBÚÐIR Eftir tveggja tíma akstur komum við til Collón. Þorpið reyndist vera ein moldar- gata, ekki ósvipað dæmigerðu þorpi úr villta vestrinu. Hér voru þó engar verslan- ir, engin krá og enginn rakari, sem skóf skeggbroddana af sveittum kúrekum. Öðr- um megin við moldargötuna stóð kirkja og skóli. Hinum megin stóðu þrjú hrörleg hús án sýnilegs tilgangs. Fólkið, sem sótti kirkjuna og skólann, bjó dreift um blóm- legan dalinn í litlum moldarkofum. Kof- arnir voru með stráþaki eða bárujárnsþaki sem haldið var niðri með stórgrýti. Upphaflega ætluðum við að ganga upp Ishinkadalinn með allan okkar útbúnað og vikuvistir á bakinu. En þegar einn inn- fæddur bauðst til að fylgja okkur með þrjú burðardýr, gripum við því boði fegins hendi. Það kom fljótlega í ljós að þetta var skynsamleg ráðstöfun. Reyndar efast ég um að vikuvistir hefðu dugað okkur til að komast með allt draslið á bakinu upp í höfuðbúðir. Auk þess var kostnaðurinn við að leigja einn mann ásamt burðardýrum þennan dag svo lítill að við fimmmenning- arnir hefðum ekki einu sinni komist saman á þrjúbíó fyrir sömu upphæð. Við nutum því gönguferðarinnar inn þröngan dalinn út í ystu æsar. Á miðri leið varð á vegi okkar hlið eitt, mjög rammgert og með stórum hengilás. Theo- doro, en svo hét fylgdarmaður okkar, gerði okkur skiljanlegt með barnalegum vonleys- issvip og handapati að nú kæmumst við ekki lengra með fjórfætlingana þrjá. Eftir nokkurt þóf og þras á fjölskrúðug- um tungum tókst þó að fá Theodoro til að Jón léttur í spori á leið á Nerado Toqllaraju. Annar tindur, Nerado Ranrapallka (6.162m) skartar sínu fegursta í baksýn. Kristinn Rúnarsson tók myndina, en aðrar myndir eru eftir Kristinn Rúnarsson, Þorstein Guðjónsson og Önnu Láru Friðriksdóttur. LESBOK MORGUNBLAÐSINS 16. NÓVEMBER 1985 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.