Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1985, Blaðsíða 4
Ingvar Sverrisson: „skrifa um þennan vegg sem er milli fólks
og þrána tilað brjóta hann niður..."
Arnór Gísli Ólafsson: „Mér finnst Ijóðið standa heldur höllum
fæti nú uppá síðkastið. “
Wilhelm Emilsson: „Ég sé fegurð í undarlegum hlutum.
Samskipti fólks og húmor þess er áhugasvið mitt. “
,Ég vil skapa
nýjan heim“
Nokkrar skáldspírur
á ári æskunnar
Viðtal: GUÐBRANDUR
GÍSLASON
Lengi hefur verið vinsæit að vitna í
vísupart eftir Leif Haraidsson, þar
sem segir svo: „IJngu skáldin yrkja
kvæði/án þess að geta það.“ Sumir
teija með vissu, að þetta hafi upp-
haflega verið öðruvísi hjá Leifi, en
hvað um það, svona fuilyrðing þykir
nokkuð góð á þá, sem „ekki geta
rímað“ og þá er því um leið slegið
föstu, að rímið eitt ákvarði kosti
skáidskaparins. Rétt er það að visu,
að flest af því unga fólki, sem biður
Lesbókina um að koma Ijóðum sínum
á framfæri kýs að yrkja órímað. En
það er þó engan veginn aigild regla.
Þau, sem hér koma fram, eru á aldrin-
um 16-21 árs, sum í menntaskólum,
en önnur í Háskólanum.
vor þegar prófin stóðu sem hæst hittumst við
undir súð á Torfunni, Ingvar Sverrisson, Wil-
helm Emilsson og Arnór Gísli Ólafsson og ég
með blað og blýant. Allir byrjuðu þeir að skrifa
fimmtán, sextán ára gamlir og allir eru þeir nú
um tvítugt, að ljúka námi við Mentnaskól-
ann í Reykjavík. Við fengum okkur kaffi
ogégspyr:
„Eruð þið skólaskáld?“ og vísa til mikill-
ar hefðar, sem hvergi er sterkari en ein-
mitt í MR og kallar fram í hugann myndir
af mörgum helstu stórmennum andans á
íslandi.
Svarið kemur mér nokkuð á óvart.
„Nei, við erum það ekki. Þeir eru fleiri
í skólanum sem skrifa en við. Við lítum
ekki á okkur sem MR-inga. I fjölbrauta-
skólunum eru margir sem yrkja og skrifa.
Kannske verða sumir þeirra síðar kallaðir
skólaskáld."
Mig grunar að þessum ungu mönnum sé
ekki um það gefið að vera settir á bekk
með afmörkuðum hópum. Þeir vilja ekki
vera reknir á bása, eða troðið í umslög og
frímerktir.
Flestir sem reyna við skáldgyðjuna á
unga aldri yrkja ljóð þar sem tilfinningar
eru ofarlega á blaði, ástin í ýmsum litum.
Hvað með þá þremenningana?
Aftur koma þeir mér á óvart. Ingvar er
sá eini þeirra sem reynir við ljóðformið.
Arnór treystir sér ekki til að semja ljóð.
Hann segir:
„Mér finnst ljóðið standa heldur höllum
fæti nú upp á síðkastið. Það er í því mikill
arfi. Ljóðið er hætt að hafa þau áhrif sem
það hafði áður. Það virðist orðið auðvelt
að setja saman ljóð — í þeim kemur alltaf
fram sama hugsunin, við gerð þeirra virð-
ist allt leyfast."
„Þetta er harður dómur.“
„Með þessu er ég ekki að dæma ljóðið
sjálft, heldur þá sem yrkja það. Þeir mættu
aga sig betur og læra meira af gömlu
meisturunum. Við höfum orðið varir við
þetta viðhorf meðal margra á okkar reki.
Ungu fólki finnst formbyltingin hafa geng-
ið of langt, bylting hafi verið gerð bylting-
arinnar vegna. Tilfinningin ein er látin
ráða, en skýr hugsun víkur. Flest ljóð
fjalla um hughrif af einhverju tagi — og
nú er ég að tala um ljóðagerð jafnaldra
minna — andspænis fegurð, ást, hatri.
Þetta er orðið hversdagslegt, búið að segja
það allt margsinnis áður.“ Við þetta bætir
Ingvar: Þetta er að mörgu leyti rétt en
slíkt hið sama er að gerast á vettvangi
skáldsögunnar — en þar er bara auðveld-
ara að fela misfellurnar.
„Flytjið þið af ásettu ráði einhvers konar
boðskap í verkum ykkar?“
„Nei. Þó höfum við ekkert á móti því að
sýna fólki hitt og þetta, opna augu þess.
Hinsvegar hefur enginn okkar áhuga á
beinum pólitískum áróðri. Pólitík deyðir,
og hún á ekki heima í skáldskap hér á
landi. í Suður-Ameríku og á öðrum stöðum
þar sem enn ríkir hrópandi ranglæti, gegn-
ir e.t.v. öðru máli. Þar verður að neyta
allra bragða til þess að bæta ástandið."
„Á hvaða mið róið þið þá ?“
„Við viljum taka fyrir einstaklinginn,
mannleg samskipti, ekki þjóðfélagið sem
heild. Allir erum við búnir að afskrifa
vandamálasögurnar. Þær hafa fyrir löngu
gengið sér til húðar. Það má segja að okkar
vandi felist síður í því hvaða efni við veljum
en hvernig við tökum á því. Kannske vefst
formið einna mest fyrir okkur. Það er viss
uppgjöf í þeirri afstöðu sem við, að Ingvari
undanskildum, tökum til ljóðsins, og við
viljum alls ekki jarða það heldur freista
þess að láta tungutak þess renna saman
við prósa eins og Einar Már hefur gert
mjögvel.
Við erum allir að þreifa fyrir okkur, leita
að nýjum sjónarhóli. Við gerum okkur
grein fyrir því að við verðum að þekkja
reglur formsins áður en við verðum færir
um að brjóta þær.“
„Nú heyrast raddir sem segja að bókin
sé dauð, skáldsagan sé dauð. Þið eruð
væntanlega ekki þeirrar skoðunar. “
Birna Tómasdóttir
Lítil bráðum stór
Það er komin nótt,
myrkrið er svo fallegt
rigningin grætur á glugganum.
Ljósastaurarnir hrópa, komdu útað leika við myrkrið.
Ég læðist útí nóttina.
Þið sitjið inni og eruð hrædd.
Því þegar mamma sagði ykkur sögur,
sagðihún að það væru ljótirpúkar ímyrkrinu.
Rigningin heldur utan um mig,
oghvíslar einhverju fallegu að stelpunni,
sem er svo lítil ínótt.
BirnaTómasdóttir
er 16 ára Reykjavlkurmær.
4