Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1986, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1986, Blaðsíða 7
Tillaga greinarhöfundar að umhverfísbótum ímiðbæ Hafn- arfjarðar. Myndin sýnir ioftmynd af Strandgötu frá norðri. að varast að hver bygging sé mjög stór um sig. Mjög stórar byggingar eru oft óaðlað- andi og falla illa inn í fíngert mynstur sem yfirleitt einkennir miðborgir. Þar sem mið- borgarverslanir eru oftast fremur litlar hentar það einnig illa að byggja þurfi hús- næði í of stórum einingum. Þá verða eigend- ur og þar með byggjendur hvers húss of margir og erfitt að ná samstöðu og sam- starfi. Erlendis getur þetta gerst á þann hátt að fjársterkir aðilar og stórir bygging- arverktakar byggi stórhýsi og selji síðan eða leigi húsrými til einstakra aðila. Þótt slíkir aðilar hafi skotið upp kollinum hérlendis á síðustu árum ber samt að varast að spenna bogann of hátt, og meiri líkur eru á að uppbygging takist ef húsastærðum er haldið innan vissra marka í deiliskipulagi. Alkunn mistök eru miðbæjarskipulag Reykjavíkur frá 1962 og miðbæjarskipulag Hafnarfjarð- ar frá sama tíma. Hvort tveggja skipulagið hefur nú verið endurskoðað og byggingarnar brotnar upp í smærri einingar. Eldra húsnæði getur oft nýst vel í verslun- arhverfum miðborganna, en varast ber þó að keyra húsverndunarstefnuna þar of langt. Vart er verjanlegt að halda lífi í einstökum húsum ef þar með er verið að drepa alla miðborgina með því að hefta eðlilega uppbyggingu hennar. Öðru máli gegnir um íbúðahverfi í miðborgunum. Víða erlendis hefur hið opinbera staðið fyrir niðurrifi heilla íbúðahverfa til að byggja þar nýmóðins fjölbýlishús eða skrifstofuhús- næði. Yfirleitt hafa þessar tilraunir mistekist og verið hætt við þær vegna óánægju íbú- anna. Hafa ber í huga að í þéttri íbúðabyggð miðborganna liggja oft mikil fjárhagsleg og umhverfisleg verðmæti. Það hefði til dæmis verið ákaflega óheppilegt að rífa byggðina við Grettisgötu eins og gamla miðbæjar- skipulagið gerði ráð fyrir. I Skuggahverfínu eru aðstæður aðrar, á miklum hluta svæðis- ins er úrelt iðnaðarhúsnæði en lítil íbúða- byggð, og er endurbygging þess hverfis því fyllilega raunhæf. Nýjar verslunargöturgeta Uka dregið til sín fólk efþær eru vel úrgarðigerðar. Myndin erfrá miðborg Stokkhóhns. synlegur þáttur í umferðarkerfi miðborg- anna, en þær geta aldrei komið alveg í staðjnn fyrir einkabflinn. f nýgerðu deiliskipulagi af Kvosinni virð- ist vera fullhart gengið í þá átt að ýta allri bflaumferð í burtu. Gert er ráð fyrir stórum bflageymsluhúsum norðan Tryggvagötu, en sum þeirra virðast nokkuð afskekkt. Á neðsta hluta Laugavegar er hins vegar leyfð takmörkuð bflaumferð, sem gefur götunni líf, án þess þó að hefta umferð gangandi fólks. í þessum hluta miðbæjarins er hins vegar tilfinnanlegur skortur á bflageymslu- húsum. Benda má á að víða erlendis eru stórar bflageymslur í kjöllurum verslana, líkt og hér er í Húsi verslunarinnar. Almennings- vagnasamgöngur við miðborg Reykjavíkur teljast mjög góðar og umferð gangandi fólks allgreið. miðborg verður að VeraAðlaðandi Þótt mikilvægt sé að aðkoma að mið- borginni sé greið er ekki síður nauðsynlegt að hún hafi aðdráttarafl á fólk. Auk þess að þar sé fjölbreytt úrval verslana og þjón- ustu skipta umhverfisgæðin mestu máli. Þetta kom greinilega í ljós í rannsókn sem ég gerði við Illinois-haskóla á endurnýjun breskra, sænskra og bandarískra miðborga. Hér gildir það lögmál að ef miðborgir eru fráhrindandi sjá verslunareigendur fram á að þangað vilji fólk ekki koma og þá duga engar skattalækkanir til að draga þangað verslanir. Til dæmis mætti búast við iðandi mannlífi í stórborg á borð við Chicago, en þar er varla meira mannlíf en í miðborg Reykjavíkur á góðum sunnudegi. Sama máli gegnir um flestar bandarískar borgir, en þar eru þó undantekningar eins og New Orleans sem þykir einna mest „evrópsk" allra bandarískra borga. Þar iðar miðborgin af mannlífi, einkum í Franska hverfinu sem er mjög hrífandi. í breskum, en einkum þó sænskum mið- borgum er meira lagt upp úr umhverfis- gæðum sem skilar sér í auknu mannlífi í miðborgunum þótt norðlægar séu. Allmikið hefur miðað í rétta átt í miðborg Reykjavík- ur og má þar nefna Bakarabrekkuna og neðsta hluta Laugavegar sem dæmi. I miðbæ Hafnarfjarðar, sem sýnd var mynd frá í fyrstu greininni, er einnig fyrirhugað að hefja fegrunarframkvæmdir nú í sumar. Margs ber að gæta við hönnun umhverfis í miðborgum og hafa verið ritaðar um það margar og merkar bækur. Ekki er t.d. nægilegt að byggingarnar líti vel út á teikn- ingum eða líkani, heldur verður að líta á málið með augum vegfarandans, hvernig hann skynjar umhverfi sitt. Almennt má segja að umhirða, útlit húsa, rýmismyndun, gróður og skjól fyrir vindi skipti þar mestu máli. Yfirbyggð torg eða götuhlutar geta gefið kærkomið afdrep, einkum í okkar köldu veðráttu, en útfærsla þeirra er afar vandasamt verk, einkum þar sem fella þarf að eldri byggð. . Hér skal þó ekki reynt að lýsa fyrirmynd- arumhverfi í miborgum og með þessum hugleiðingum læt ég staðar numið og lokið skrifum mínum um miðborgir að sinni. Vonandi hafa þau sannfært sem flesta um hvers virði það er að eiga góða miðborg, jafnframt því að miðborgir þrífast ekki af sjálfu sér og gæði" þeirra fara eftir þeim áhuga sem við sýnum þeim. Bjarki Jóhannesson er arkitekt og skipulags- fræðingur og starfar nú sem skipulagsfulltrúi í Hafnarfirði. Búast mætti við meira mannlífi i núðborg Chicago miðað við stærð borgarinnar. Fjárhagsstuðningur OgEignarnám Það er sígilt vandamál í miðborgum að lóðaskipting sé úrelt eða eignarhald á landi hefti uppbyggingu. Þeir sem vilja byggja í miðborginni geta þá lent í að þurfa að semja við ótal aðila sem hver á smá lóðarskika eða nokkra fermetra húsnæðis. Hér getur hið opinbera þurft að liðka fyrir með breyt- ingu á lóðarmörkum og jafnvel getur þurft að koma til eignarnáms. Þegar að upp- byggingu kemur getur hið opinbera einnig veitt ýmsa fyrirgreiðslu, t.d. með því að beita sér fyrir lánveitingum o.þ.h. Þar sem miðborgir hafa náð mjög mikilli niðurníðslu getur hið opinbera þurft að grípa í taumana með beinum aðgerðum. Algeng- ustu aðgerðirnar í Bandaríkjunum og Bret- landi eru fjárhagsstuðningur í formi skatta- lækkana og jafnvel tollaívilnana innan afmarkaðra svæða í miðborgunum. Bretar hafa sums staðar gengið enn lengra með því að rýma heil svæði og gera byggingar- hæf á ný og veita síðan þeim aðilum stuðn- ing sem byggja svæðin upp á ný. Hérlendis er varla þörf á síðast töldu aðgerðunum, en jákvæð afstaða og vakandi auga borgar- yfírvalda skiptir alltaf miklu máli. BÍLAGEYMSLUHÚS MEGA EKKI Vera Afskekkt Að sjálfsögðu er ekki nóg að byggja upp miðborg án þess að gera ráð fyrir fólki. Verslanir og þjónusta eiga allt sitt undir fjölda viðskiptavina. Frumskilyrði þess að fólk sæki til miðborganna er að auðvelt sé að komast þangað. Aðkomuleiðir þurfa að vera greiðar, næg bflastæði í námunda við verslanirnar, almenningsvagnasamgöngur þurfa að vera góðar, og greiðfært þarf að vera fyrir gangandi fólk. Ekki er nauðsyn- legt að unnt sé að aka óhindrað um allar götur miðborgarinnar, ef fólk getur aðeins vænst þess að fá bflastæði í hæfilegri fjar- lægð frá áfangastað. Ekki þýðir að setja upp spekingssvip og segja að fólk geti alveg gengið 2—300 metra frá bflastæði, eða að það þurfi ekki að nota einkabíl þegar það getur komist í bæinn með strætisvagni. Ef fólk nennir ekki að ganga 2—300 metra eða taka strætisvagn, geta engin borgaryfirvöld sannfært það, og þá fer það bara eitthvað annað að versla. Kolaportið er til dæmis ákaflega illa staðsett, sem sést á því að fölk leggur frekar upp á gangstéttum þótt það eigi á hættu að bllarnir séu dregnir þaðan í burtu. Almenningssamgöngur eru nauð- LESBOK MORGUNBLAÐSINS 8. MARZ 1986

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.