Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1986, Side 3
uaaw
Charies Jenks
er maður nefndur og er hann nafntogaður arkitekt og
einn af þeim sem aðhyllast svonefndan postmodemisma
í byggingarlist. Jenks hefur teiknað hús í London, sem
er einskonar allsheijarlistaverk, tileinkað árstíðunum og
einstökum brautryðjendum í húsagerðarlist.
Fjölnir
átti sér stutta sögu, en flestir þekkja tímaritið og þá
fjóra, sem nefndir hafa verið Fjölnismenn. Þeim þótti
tímarit henta vel til að vekja þjóðina og örva, en fljótlega
urðu þeir ósammála um margt og Fjölnir leið útaf eftir
dauða þeirra Jónasar Hallgrímssonar og Tómasar
Sæmundssonar. Sigrún Davíðsdóttir skrifar um sögu
Fjölnis.
Forsiðan
er af höggmynd sovézka myndhöggvarans Emst Neiz-
vestnys og heitir „Spámaðurinn". Þetta verk hefur
myndhöggvarinn unnið eftir að hann flúði föðurland
sitt. Það er hugsað sem miðpunktur og aðalskúlptúr i
risa-höggmynd, sem Neizveistny hefur á pijónunum og
á að heita „Tré lífsins". Hér í blaðinu er sagt frá Neiz-
vestny og í næsta blaði verður fjallað um „Tré lífsins".
Tékkneska
er móðurmál Peters Radovan, en þar að auki talar þessi
tungumálasnillingur 12 tungumál reiprennandi oger
að bæta því 13. við um þessar mundir; nefnilega ís-
lenzku. Hann segir í viðtali við Ellý Vilhjálmsdóttur, að
hann hafi orðið fyrir gjömingum af landinu og hér hefur
hann verið síðan 1983.
Hannes Sigfússon
Santó
Domingó
Þvíneita égekki
Einnigég vildi njóta einfaldara lífs.
Nýjabrumið á tijánum
Tíminn sem lokar hring árstíðanna
Tölvísi almanaksins
Nýtt tungl á himni
Eg held á fjögurra laufa smára
Það táknar hamingju
Égneita þvíekki
En andlit mitt gránar
Eldskin morgunroðans á fjöllunum
Það boðar ekki nýjan dag
Ég bíð næturinnar
Nú er ekki tímabært að skoða sjaldgæfa steina
Stígurinn um skóginn leiðirþigá villigötur
Þú vonast eftir að hitta ástvinu þína
En vígfimar skyttur leynast bak við öll tré
Ein launskyttan hefurþegar hæft þig í hjartastað
Himinninn roðnar: Það minnir þig á blóð
Þú bíður átekta framan við sjónvarpstækið
I Santo Domingó líður tíminn
Frá eykt til eyktar
Enn halda þeir velli
Ar klukkunnar höktir um torgið
Október
A hækjum Rómverjanna
Hægt þokast armar tímans
Þér verðurlitið út umgluggann
Laufið er bliknað
Það er vetur
Hannes Sigfússon er fæddur 1922 í Reykjavík. Hann hefur lengi
átt heima í Noregi og er bókavörður í Stavangri. Hannes var einn
af ritstjórum Birtings, formbyltingarmaður í Ijóölist og hefur sent
frá sér bæði Ijóðog skáldsögur.
Að virða
einstakliriginn
Fyrir nokkru var sýnd hér
í sjónvarpinu kvikmyndin
„Skip hinna fordæmdu".
Er mynd þessi gerð eftir
sannsögulegum atburð-
um. Fjallaði hún um 974
gyðinga, sem Hitler leyfði
að sigla brott frá Hamborg vorið 1939 með
stefnu á Havana á Kúbu. Þegar til Havana
kom reyndist allt á svikum byggt, land-
gönguleyfin ógild, og hin gjörspillta embætt-
ismannastétt Batista einræðisherra á Kúbu
notaði fólkið sem verslunarvöru. „Þetta er
gullnáma," voru orð eins þeirra. „Við tökum
ekki við þessu fólki nema fyrir hæsta verð,“
mælti annar. Virðingarleysið fyrir einstakl-
ingnum virtist takmarkalaust hjá þeim fé-
lögum Hitler og Batista.
Nú er enn verslað með fólk, Austur-
Þjóðveijar selja ávallt fjölda manna til
Vestur-Þýskalands og eru þar greiddar háar
fjárhæðir fyrir hvern mann. Castro, arftaki
Batista lét aftur á móti fólk fijálst í skiptum
fyrir dráttarvélar. Um njósnaskiptin milli
austurs og vesturs þarf ekki að ræða, svo
kunn sem þau viðskipti eru og mikill frétta-
matur hvetju sinni, en þar er þó um nokkurs
konar vöruskipti að ræða.
En hvert hefur viðhorf okkar íslendinga
verið til einstaklingsins? Vegna fámennis
hefur það verið með nokkuð sérstæðum
hætti. ísland hefur ávallt þurft á hveijum
einstakhngi að halda, en illt árferði hrakti
að vísu margt valmennið vestur um haf og
var það vissulega mikil blóðtaka fyrir svo
fámenna þjóð, en þegar fjárkláði, hafís og
öskufall lögðust á eitt, þá var ekki margra
kosta völ fyrir landsmenn.
En ég held einmitt, að viðhorfið til ein-
staklingsins komi e.t.v. einna best fram í
frásögninni um einn af bestu sonum íslands,
sem hélt til Vesturheims með foreldrum sín-
um árið 1882, þá fjögurra ára. Ekki var
vitað þá, að þessi litli drengur, sem fæddur
var að Kópareykjum í Reykholtsdal 21.
nóvember 1878, ætti eftir að marka dýpri
spor í réttarsögu Bandaríkjanna en flestir
lögfræðingar á 3. áratug þessarar aldar.
Hann hét Guðmundur og var sonur hjónanna
Steingríms Grímssonar bónda á Grímsstöð-
um og Kópareykjum Steinólfssonar og konu
hans, Guðrúnar Jónsdóttur Kristjánssonar
hreppstjóra á Kjalvararstöðum í Reykholts-
dal. Guðmundur Steingrímsson Grímsson
lauk námi í lögfræði við fylkisháskólann í
Norður-Dakota árið 1905.
Guðmundur átti svo sannarlega erindi til
Bandaríkjanna. Árið 1923 var ekki meir um
annað talað þar, en svonefnt Tabert-mál.
Drengur frá Norður-Dakota, vel kynntur
unglingur í sinni sveit, sem hafði farið úr
föðurhúsum til þess að skoða heiminn, var
hýddur til bana með svipum í sögunarmyllu
einni í Florida. Hann var leigður til sögunar-
myllunnar úr fangelsi, sem hann hafði verið
hnepptur í fyrir þá sök eina að ferðast
farseðilslaus stuttan spöl með járnbrautar-
lest. Sú óhæfa hafði viðgengist um langan
tíma í Florida, að fangaverðir og ýmsir
háttsettir embættismenn í fylkinu leigðu út
fanga til sögunarmyllunnar og fengu dijúg-
an skilding fyrir.
Margir þessara ógæfusömu fanga höfðu
sætt sömu afdrifum og Tabert. En það var
ekki fyrr en íslendingurinn, Guðmundur
Grímsson lögmaður frá Langdon í Norður-
Dakota, gekk með ráðum og dáð fram í
því að rannsaka þetta glæpsamlega athæfi,
að óhæfa þessi varð opinber. Af hendingu
bárust fréttir um afdrif Taberts til foreldra
hans og Guðmundur var valinn til þess að
rannsaka málið, en þá hafði hann verið
kjörinn aðstoðardómsmálaráðherra Norð-
ur-Dakota.
Ýmislegt torleiði varð á vegi Guðmundar
í máli þessu, því stjórnarskrá Bandaríkjanna
heimilaði ekki einu ríkja þeirra að rannsaka
brot á rétti þegna sinna í öðru ríki. En
Guðmundi tókst að vekja athygli helstu
blaðanna í landinu í þessum glæp og með
óþreytandi dugnaði tókst honum að afla
nægjanlegra sannana til þess, að hinir seku
í máli þessu hlytu makleg málagjöld.
Martin Tabert lá því ekki óbættur hjá
garði.
Vissulega var það mikið áfall fyrir ekki
fjölmennari þjóð en okkur Islendinga, að tíu
þúsund manns, eða fimmtungur þjóðarinnar,
fluttist vestur um haf milli 1880—90.
Sumir íslendingar vilja líta á Vestur-
Islendinga sem hveija aðra útlendinga, en
þar er ég á öndverðum meiði. Þessir landar
okkar gerðu íslendingsheitið að sæmdarheiti
í Ameríku, þeir héldu vestur um haf vegna
þess, að ekki var lífvænlegt fyrir þá hér á
landi um sinn. Þess vegna stækkuðu þeir
bara ísland.
Guðmundur Grímsson var fulltrúi Norð-
ur-Dakota á Alþingishátíðinni 1930. í þeirri
ferð var hann gerður að heiðursdoktor við
Háskóla íslands. Hann var hæstaréttardóm-
ari í Norður-Dakota 1949—1958 og forseti
dómsins 1957—58.
Þessa fágæta drengskaparmanns mun
ávallt verða minnst jafnt vestan hafs sem
austan. Hann kenndi okkur að virða ein-
staklinginn.
LEIFUR SVEINSSON
o