Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1986, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1986, Page 4
rríxni 't'AM löi 6b4 •g° gsI^BTnigriiövcí té j grto! iXs. rriurÆMi snnafKh go fiásnsííú I j' >. J ±1_suLrrJmmJtcJ ‘V r.\ p-> (■ r*~fr ntcfrr- I 5 menn en stigu ofan á tærnar á mörgum I. grein Saga tímaritsins Fjölnis varð ekki löng og aðdáun fólks á síðari tímum á þessu framtaki hefur ekki verið í neinu sam- ræmi við þær viðtökur, sem þetta vekjandi hug- sjónarit fékk á sínum tíma. Fjölnismenn urðu líka fljótlega ósammála um margt, stafsetning- una til dæmis, og af samvinnu við Jón Sig- urðsson gat alls ekki orðið. Eftir Sigrúnu Davíðsdóttur rið 1834 tóku þrír íslendingar í Kaupmanna- höfn sig saman og sendu út boðsbréf vítt og breitt um ísland til kynningar á tímariti, sem þeir hugðust gefa út. Líklega var boðsbréfið einkum sent til presta og þeir beðnir að kynna sóknarbömum sínum fagnaðarboðskap bréfsins. Ungu mennimir þrír vom samtímis í Bessastaðaskóla og svo lágu leiðir þeirra aftur saman við Hafnarháskóla. Þetta vom þeir Jónas Hallgrímsson, Brynjólfur Péturs- son og Konráð Gíslason. Þegar kemur að sjálfri útgáfunni árið eftir, hefur einn vinur þeirra og sérlegur hjartans vinur Jónasar, Tómas Sæmundsson bætzt í hópinn. Hann setti strax mjög mark sitt á tímaritið. Það er ekki alveg ljóst af hverju hann var ekki með á boðsbréfinu, líklega þó vegna þess að hann var á menn- ingarreisu um Evrópu frá 1832 og fram á vorið 1834. Hann kemur því þegar bréfíð var komið áleiðis og fer um haustið til ís- lands. Þennan stutta tfma í Höfn slæst hann í hópinn með boðsbréfsmönnunum og er því í hópi útgefenda fyrsta árgangsins. Tilgangur Og Hugmynda- fræðiFjölnis Ungu mennimir fjórir ætluðu sér ekkert smátt með tímariti sínu og í anda 19. aldar var ekkert verið að spara stóm orðin. í örstuttu boðsbréfínu segjast þremenning- amir ætla að nota Kaupmannahafnardvölina og bókafjöldann þar til að setja saman tíma- rit og beina heim því efni, sem eigi erindi við Islendinga. í fyrsta árganginum birta þeir hugmyndir sínar og stefnuskrá sína um hverju eigi að vinna gagn með tímaritinu. Þeir minna á glæsta fortíð þjóðarinnar, sem gerir henni kieift að meta sjálfa sig að verðleikum. Þeir vilja veita þekkingu heim, því „viljabrestur, áræðisleysi og í sumu vankunnátta" hamli þjóðinni. Þeir leggja áherzlu á hvað tímarit sé nútímalegt fyrir- Ctgef: Lithoprent 1943 Forsíðaa á fyrsta tölublaði Fjölnis. bæri, henti vel til að koma áríðandi efni á framfæri í stuttu og aðgengilegu formi. Þau séu rödd tímans. Og svo koma þau fjögur atriði, sem þeir vilja hafa að leiðarljósi, nefnilega nytsemi, fegurð, sannleikur og það sem er gott og skynsamlegt, ásamt útskýr- ingum á hvað þeir eigi við með þessu femu. Og í lokin hvetja þeir fólk til að láta ekki nægja að lesa Fjölni, heldur að menn taki sér ritfæri í hönd og skrifi pistla í ritið. Auk kvæða Jónasar, þá er þessi formáli líklega það efni tímaritsins, sem bezt hefur orðið þekkt, og helzt er munað eftir. í formálanum er tekið fram að efnið verði birt án höfundar- nafns, mennimir skipti ekki máli, heldur málefnin. Formálinn er því ekki höfundar- kenndur, frekar en flest annað efni, en það þykir víst að Tómas eigi hann. Það er vissulega forvitnilegt að huga að því hvaðan fjórmenningunum kom sá inn- blástur að gefa út tímarit í þessum anda. Strax í upphafi formálans er Eggert Ólafs- son og Búnaðarbálkur hans nefndur, þar ■sé góður maður og þarft verk. Það leynir sér ekki að í anda Eggerts vilja Fjölnismenn vinna, þó þeir bæti fleim við. Þó útlöndin hafi vafalítið frískað fjórmenningana upp, opnað þeim nýja sýn og vísað þeim á nýja möguleika, þá höfðu þeir nokkurt andlegt nesti heiman að. í Dægradvöl nefnir Bene- dikt Gröndal, að lærimeistaramir í Bessa- staðaskóla hafí sannarlega komið einu og öðm inn hjá lærisveinum sínum og bendir á áhrif Hallgríms Schevings og Sveinbjamar Egilssonar á Fjölnismenn. „Venjulega er tekið fram," segir Benedikt, „að eindurreisn íslenzkunnar á seinni tímum sé Fjölni að þakka, og einkum Konráði og Jónasi, en menn gæta þess ekki, eða vilja ekki kannast við, að Scheving og faðir minn lögðu gmnd- völlinn; þeir vom kennarar og fyrirmyndir þessara tveggja manna; Scheving hafði áhrif á Konráð, en faðir minn á Jónas og liggur svo í augum uppi, að þar skal ekki nema meðalsnápskap og hlutdrægni til að neita því eða ganga fram hjá því.“ Þessi svolítið beizku orð Benedikts em vafalaust réttmæt. Bæði Hallgrímur og Sveinbjöm þóttu hinir merkustu kennarar og innblésu nemendum sínum meira og fleira en grísk og latnesk beygingardæmi. Hallgrímur þótti einstakur latínukennari. Sveinbjöm var gríðarlegur smekkmaður á íslenzkt mál, samanber þýðingar hans. Hann stóð föstum fótum í íslenzkum fombók- menntum, jós af þeim málgnægtum og setti í nýtt samhengi í þýðingum sínum. Og það er heldur ekki ástaeða til að einblína á áhrif þessara tveggja á Fjölnismenn eina, heldur muna líka alla þá ungu menn, sem nutu andlegrar handleiðslu þeirra þessi árin. Þeir höfðu áhrif á heila kynslóð. Þó okkur sé einna bezt kunnugt um hugmyndir Fjölnis- manna vegna tímaritsins, þá vora þeir vísast ekki þeir einu, sem hugsuðu á þennan veg. Það er varla hægt að ræða um menn og skoðanir á þessum tíma án þess að víkja ögn að pólitískri umræðu samtímans. Danir réðu yfír Færeyjum, Grænlandi og íslandi, Noreg misstu þeir 1914. Holtsetaland og Slésvík vora hertogadæmi undir danska kónginum og þar var knúið fast á um stétta- þing, þar sem hinar ýmsu stéttir ættu full- trúa og sem væri ráðgefandi fyrir konung- inn. Slík þing var að finna í öðram þýzkum löndum og víðar í Evrópu. Noregur hafði mjög fijálslega stjómarskrá og menn þar sendu fyrram herraþjóð sinni oft tóninn vegna ólýðræðislegs stjómarfars þar. í Danmörku hafði verið konungsbundið ein- veldi frá 1660 og ströng ritskoðun frá 1799. Það var því illmögulegt að halda uppi opin- beram skrifum um stjómarfar og stjómmál. En menn reyndu að fara í kringum ritskoð- unina á ýmsan hátt og lesendur vissu að þeir þurftu að lesa milli línanna, þegar landsmálin vora annars vegar. Margir Danir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.