Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1986, Qupperneq 6
Bessastaðir í tíð skólans.
að ólíkar stafsetningarkenningar hafi einnig
skilið hópana að.
En Pjölnismenn taka aftur til við tímaritið
ásamt fleirum. Á fundi í des. 1842 eru 13
félagsmenn mættir. Jónas er í Kaupmanna-
höfn þennan vetur og beinir kröftum sínum
að útgáfunni. Um þetta leyti fer dijúgur tími
félagsmanna í deilur um lög félagsins sem
er verið að setja saman.
Frá og með 6. árg. eru útgefendur ekki
nafngreindir heldur eru þeir „nokkrir íslend-
ingar". Efnið er næstum eingöngu íslenskt,
varðar mest landshagi og hagsmunamál og
svo bindindisfélög, sem voru mikið hjartans-
mál nokkurra í hópnum. Bæði Konráð og
Brynjólfur eru mjög áfram um þessi félög,
sem þeir kalla reyndar oft hófsemdarfélög.
Þeim finnst Jónas ógnar daufur í þessu
máli, en á endanum virðist hann fallast á
að ganga í félagsskapinn. „Brynjólfur varð
77 sinnum glaðari en nokkum tíma áður,
þegar hann las, að þú gengir í bindindis-
félagið, og jeg varð 76 sinnum glaðari, en
vant er, að minnsta kosti. Það er eins og
okkur þyki ofur lítill „veiðr" í þjer,“ segir
Konráð í bréfi til Jónasar. í 7. árganginum
er snúið frá fyrri stafsetningu, nákvæmri
framburðarstafsetningu, vegna málamiðl-
unar í hópnum, eins og segir í þar að lút-
andi pistli.
Kvæði Jónasar, þessi síðari tíma burðarás
Fjölnis, voru hvorki mörg ná áberandi í
ritinu framan af, en þeim fjölgar þegar líður
á og setja verulegan svip sinn á þessa síð-
ustu útgáfuhrinu ritsins. 9. árg. kom út
1846, ári eftir að Jónas dó, og er fullur af
efni eftir hann, bæði í bundnu og óbundnu
máli, eins konar minningarrit eftir hann.
Fleiri urðu árgangamir ekki. Vísast átti 9.
árg. ekki að verða svanasöngur Fjölnis,
tímaritið lognaðist bara út af. Baráttumað-
urinn Tómas og svo Jónas dánir og horfnir.
íslendingar í Kaupmannahöfn áttu vísast
fullt í fangi með að halda úti fleiri tímaritum
en Nýjum félagsritum Jóns og kumpána
hans og sáu kannski ekki heldur ástæðu til
að styðja bæði Fjölni og félagsritin.
ÁHRIFFJÖLNIS
Tilgangurinn með Fjölni var vissulega
háleitur og göfugur. En hvemig tókst þá
til við að smita lesendur af hugsjónum og
efla ísland? Frómt frá sagt, þá virðist ritið
ekki hafa haft mikil áhrif þegar það kom
út, áskrifendur urðu aldrei margir og eld-
móður útgefendanna dvínaði og ritið breytt-
ist þegar fram í sótti, þó árgangamir yrðu
aldrei margir. Það munaði um þegar Tómas
og svo Jónas voru fallnir frá.
En hvemig stóð á dræmum undirtektum?
Hverjir gátu verið á móti því nytsama,
fagra, sanna og því sem er gott og skynsam-
legt? Hlutu ekki allir að vera sammála um
að þjóðin hefði gott af smá uppfræðslu?
Vafalaust, en með töluverðri óheppni og
kannski klaufaskap, sem stundum einkennir
unga og innblásna menn, tókst fjórmenning-
unum að stíga ofan á tæmar á mörgum
strax í fyrsta árg. íslendingum hefur alltaf
líkað illa, að lesa gagnrýnar greinar um
sjálfa sig. Og einmitt slík grein var sú um
trúarlíf íslendinga eftir Danann Muller.
Vafalaust vakti fyrir fjórmenningunum að
gefa löndum sínum smá hugmynd um hvem-
ig þeir kæmu öðrum fyrir sjónir svo þeir
mættu draga af því nokkum lærdóm. —
Glöggt er gests augað —. En lesendum
virðist ekki hafa fundist þetta hið minnsta
forvitnilegt, heldur móðgast í stórum hóp-
um, ekki svo mjög út í Muller, heldur út í
Fjölnismenn fyrir að vera að koma þessu á
framfæri. Og það jafnvel þó greinin hefði
þegar birst í Danmörku.
Grein frá Tómasi, nokkurs konar ferða-
saga frá Höfn og heim, kom líka illa við
menn, því þar ber hann stundum saman
hvemig hlutimir eru og hvemig þeir ættu
að vera. Líka gagnrýnistónn þó uppbyggi-
legur væri, sem lesendur virðast hafa kunn-
að lítt að meta.
Og svo var það stafsetningin. Viðkvæmni
fyrir henni er engin ný bóla hér. Á þessum
tíma var engin lögboðin stafsetning og öll
þau mál í deiglunni. Þar fór málfræðingur-
inn Konráð fyrir félögum sínum og rak
hart. Hugmynd hans var að best færi á að
skrifa íslensku sem allra líkasta framburðin-
um, burt með ypsilon o.s.frv. Hugmyndir
hans voru ekki útfærðar að fullu í 1. árg.,
en strax í 2. voru þær býsna áberandi, þó
Konráði hafí sjálfum kannski ekki fundist
nóg að gert. En þama rötuðu útgefendur í
nokkurt öngstræti, því það fylgdu þeim fáir
í þessu máli. Þessi stafsetning stangaðist
t.d. á þá klassísku stafsetningu, sem Svein-
bjöm Egilsson o.fl. héldu á lofti, og sem
er að mestu eins og sú sem nú tíðkast.
Það fór ekki hjá því að fjórmenningamir
fyndu fyrir lítilli hrifningu landa sinna.
Bæði var að illa gekk að selja ritið, og safna
áskrifendum, þeir fengu kvörtunarbref, og
eins var Tómas úti á íslandi og gat lagt
eyrað við almannaróm. Hann var líka óspar
á að veita honum áfram til félaga sinna
eins og má lesa í bréfum hans.
En það voru kannski ekki aðeins einstök
mál eða greinar sem fóru fyrir bijóstið á
mönnum hér, heldur yfirleitt eldmóður og
ákafi ungu mannanna. Andrúmsloftið hér
var býsna þungt og staðnað og kannski kom
þessi nýjungagimi og breytingaþrá illa við
landann. Hinum eldri mönnum var ekki
mikið um Fjölni, því allir vom afturhalds-
menn og keyrðir í gamla fjötra, og homauga
var litið til alls; menn héldu að allt, hvert
kvæði, ætti að þýða einhveija pólitíska
byltingu, svo sem „Heilóarvísan". Þessi
kíausa Gröndals lýsir vel þeirri tortryggni
sem ríkti hér. Og Þorgrímur, gullsmiðurinn
á Bessastöðum, bannaði Grími syni sínum
að yrkja í Fjölni, segir Gröndal.
Hjartansmál Fjölnismanna, alþingismálið
og stafsetningin, áttu ekki mikinn fram-
gang. En hvað er þá eftir? Eldlegur áhugi
þeirra á velferð landsins og fomaldardýrkun
til að efla þjóðarmetnað landanna var ekkert
séreinkenni fjórmenninganna. Það er erfítt
að mæla áhrif þeirra í jafn óáþreifanlegum
málum, en kannski smituðu vel ort kvæði
Jónasar og skarpur stfll Tómasar jafnaldra
þeirra, þó eldri menn styggðust og þó ekki
liggi mikið eftir þá félaga. Gröndal talar
um hvemig hann og fleiri lærðu kvæði Jón-
asar ósjálfrátt. Þau virðast bara hafa smogið
inn í menn. Það er ekki fjarri lagi að álykta
að í kvæðum Jónasar hafí andi fjórmenning-
anna og kynslóðar þeirra kjamast og borist
út í meitlaðri mynd. Það eru í raun kvæðin,
sem ljá nafni Fjölnis þennan ljóma, sem
loðir við hann og félagana fjóra enn í dag.
Sniiligáfa Jónasar hefur smurst yfír á félaga
hans og heldur nafni þeirra á lofti.
Aðdáun seinni tíma manna á Fjölni er
ekki í neinu samræmi við álit og móttöku
samtímamanna. En fomaldardýrkun og
ættjarðarást sem ósar af vel ortum kvæðum
Jónasar og hugsjónir fjórmenninganna, féllu
vel í kramið hjá íslenskum sjálfstæðisköpp-
um þegar leið á 19. öld og alveg fram til
1944, svo þeim var ekki leyft að gleymast.
Og vegna þessa seinni tíma gildis þeirra eru
nöfn þeirra og Fjölnis enn munuð, núorðið
kannski fyrst og fremst f hátíðarræðum á
þjóðartyllidögum — og á 150 ára ártíð rits-
ins...
Sigrún Davíðsdóttir er cand. mag. í íslenskum
bókmenntum.
-ítÍ3tn1u.P^ tntiRiv ðlfl ghiiáý'.ttj flfu^úit -iriyf
' íírtíhlstí^rtW -m' njn'^ojv'tt, iinibíé.4 ítív
Ernst
lestir myndlistarmenn hafa sér ekkert lokamark
j 1 annað en það að hafa verið virkir í samtíð sinni
og að þeirra verði
er hvert nýtt verk
að keppa að auk
Einn fremsti myndhöggv-
ari Sovétríkjanna neydd-
isttil aðflýjaföðurland
sitt vegna þess að alger
útskúfun vofði yfir hon-
um. Þetta er maður stór-
átaka í list sinni og hefur
vinnustofur bæði í Sví-
þjóð og Bandaríkjunum.
Eftir Braga Ásgeirsson
minnst sem slíkra. Fyrir þá
ný opinberun og nýtt mark
þess að bera í sér frjóanga
hins næsta. En til eru þeir, sem fá snemma
á ferli sínum einhveija sérstaka hugmynd,
sem verður þeim takmark, sem halda á
nafni þeirra á lofti, líkt og hverfiás. Tak-
markið sest á heilann, fylgir þeim í svefni
og vöku, er þeim aflgjafí í þeim mæli, að
afköst þeirra og sannfæringarkraftur verður
af því yfirnáttúrulega.
Þessir menn spretta alls staðar upp —
geta verið andlega skyldir án þess að vita
haus né sporð hver á öðrum og virðast
þannig eins konar náttúrulögmál, sem á sér
engin landamæri.
Það er þeim flestum sameiginlegt, að
þeir eru miklir handverksmenn og gera það
óaðfínnanlega, sem þeir taka sér fyrir hend-
ur, og list þeirra felur jafnaðarlega í sér
einhvem háleitan boðskap. Þeir virðast
ganga fyrir hugsjónalegum eldmóði, eru vel
að sér í sögu og trúarbrögðum, en ósjaldan
á afmörkuðu sviði. Kjarni listar þeirra er
guðdómurinn í allri sinni upphafningu líkt
og hjá hreintrúarmönnum, og þessu fylgir
iðulega að loka að sér ákveðnum dyrum að
umheiminum, lifa og hrærast í eigin, af-
mörkuðum hugarheimi og bjargfastri trú á
hugsjónina.
Af þessum meiði telst vafalítið rússneski
myndhöggvarinn Ernst Neizvestny, sem
hér verður lítillega kynntur samkvæmt bók,
sem mér hefur borist í hendur og gefín var
út í Osló árið 1984 og Erik Egeland hefur
fært í letur. Heimildirnar tek ég þaðan, en
flétta inn í þær eigin athuganir og vett-
vangsrannsóknir.
Ernst Neizvestny var lengi vel einn hinna
óþægilegu, uppreisnargjörnu, rússnesku
listamanna, er ekki sætta sig við miðstýr-
ingu flokksins á skapandi listum og var
því undir eftirliti, þar til hann fluttist vestur.
Neizvestnyað störfum / vinnustofu sinni iSotto íNew York.