Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1986, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1986, Page 10
Vinnuherbergi Jencks og bókasafn. Innréttingamar bera greinilegan svipaf húsagerðinni. árstíðir, sem þeim tengjast. í öðru lagi leitar hann fanga í þróun hinna merkustu menn- ingarsamfélaga, sem í tímanna rás hafa risið og hnigið, allt frá fomegyptum, menning- arsamfélögum Austurlanda §ær, Indlands og fram til þess tíma, er vestræn menning ték forystuna. ÁRSTÍÐIRNARINNANHÚSS Strax við útidymar má öllum vera ljóst, að hið „stefbundna hús“ Jencks er, þrátt fyrir allt vitsmunalegt tour de force í húsa- gerðarlist, þó reist í þeim tilgangi að það þjóni sem híbýli manna, því á útihurðinni blasir við stfliseruð lágmynd af mannsand- liti. Arkitektinn hefur orðað áhrifin þannig: „Um leið og við getum fundið fyrir eðlislæg- um tengslum líkama okkar eða andlits við eitthvert hús,“ segir hann til skýringar, „fínnst okkur það strax verða einkar við- kunnanlegt". í bjartri og skemmtilegri for- stofunni kynnir höfundur þessa húss gestum sínum öll þau hugtök, sem nauðsynlegt er að menn þekki nánar, til að þeir skilji húsa- gerð hans. Frá snúna stiganum í húsinu miðju ganga á jarðhæð fimm vistarverur, sem Jencks helgar árstíðunum vetri, vori, hásumri, síðsumri og hausti. Frá hverri stofu sézt inn í að minnsta kosti tvær aðrar. Ofanbirta frá glerkúpli yfir stigaganginum feilur inn í stofumar gegnum glerglugga á innveggjunum, sem vita út að stiganum. Við hönnun stofanna hefur Jencks fyrst og frernst haft litina í huga. í vetrarstofunni eru það þannig hlýir, dökkir litatónar, sem ráðandi verða að telj- ast. Arinninn, sem Michael Graves smíðaði, ergerður úr rauðum Veróna-marmara. Celia Scott gerði brjóstmyndina af gn'ska eldguð- inum Hephæstosi, sem gnæfir yfir aminum. Hægindastólar með hvelfdri, þéttri bólstrun á örmum og bakhægindum minna á hönnun fom-egypta á húsgögnum fyrir hallarsali konunga. í stofunni þar inn af ríkja frískleg pastel- lita-afbrigði vorsins. Svipmiklar innréttingar í skýrum línum, súlur og bogar renna saman í eina fjölþætta heild. Hér getur einnig að líta arin, en yfir honum tróna brjóstmjmdir af vorgyðjunum Venusi og Flóru og einnig af dísinni Humanitas, sem Jencks upp- hugsaði sjálfur. Stytturnar eiga að tákna vonnánuðina apríl, maí og júní. í næstu stofu, borðstofunni, hefur enski listmálarinn Allen Jones málað sumarið á táknrænan hátt. Sólargeislar leika um nakta, dansandi stúlku, en til hliðar stendur aldraður hljóðfæraleikari, „Faðir tími“. Mál- verk Jones er tiibrigði um hina frægu mynd Nicolas Poussin, „Dans eftir tónlist tímans". Sex „sólar“-stólar standa umhverfís kringlótt „sólar“-borðið. Síðsumarið hefst á næsta leiti í eldhúsinu, sem opnast inn í borðstofuna. Eldhúsið er málað í hlýjum, gullin-bleikum litum, og innréttingamar eru málaðar þannig, að þær líti út fyrir að vera j ' hönnun Jencks á innréttingum hjónaherbergisins gætir beinna áhrifa frá Mack- intosh, hinum skozka meistara art nouveau-stílsins. Andspænis bekk með íbjúgri línu, sem Mackintosh hannaði, stendur annar samsvarandi bekkur með bogadreginni línu. Umbúnaður gluggans er einkennandi fyrir stíl Jencks. úr marmara. Árstíðasyrpunni lýkur svo með stefinu „haust", en Jencks hefur valið alls konar motíf úr jurtaríkinu til þess að gefa þessari stofu rétt yfirbragð: Vínþrúgur, fingruð laufblöð hlynsins og chrysanþemur glóa í gullnum litbrigðum á veggjum og innréttingum. Á efri hæðinni er svo sérkennilegt bóka- herbergi með gulbrúnum skápum og hillum, tvö barnaherbergi, hjónaherbergi og sérstök dagstofa handa ráðskonunni á heimilinu — og heildarsvipurinn á hveiju þessara her- bergja fyrir sig grundvallast á vissu stefi *um tímann með ívafi úr lögmálum alheims- ins. Framtíðin ein getur að vísu leitt í ljós, hvort þetta „stefbundna hús“ Charles Jencks eigi í raun og veru eftir að marka jafn mikil tímamót í nútíma arkitektúr og því er ætlað. Sjálfur segir arkitektinn með stökustu rósemd: „Ég vildi einfaldlega koma fram með viljayfírlýsingu í verki.“ Hann lætur jafnframt í það skína, að þetta veglega hús á Notting Hill verði að öllum líkindum engan veginn hans síðasta orð á sviði post- módemisma. Valtýr Guðmundsson, Sandi Horftá sjónvarp Hvað hefur uppeldið , áður verið hjá öllum sem nú hafa slitið skóm ef horft er á allt sem þið okkur berið til eftirbreytni með hvellum róm? Þrælmenni leika hérlausum hala, lýðskrum erræktað ogframin morð. ídúnmjúkum hægindum dýrra sala erdrykkja iðkuð ogsvikin orð. Vfsindi tróna í valdastóli meðvoðalegspellvirki, eymdogsynd enda finnst varla á byggðu bóli bætandi hugsjón ínokkurri mynd. Svo nemur hver lengi sem lifaðgetur oglögum hlýðirhverævistund. Þess vegna óhugnað aðmérsetur þegaroftast erkennt á þessa lund. Sortulyng Viðsóttum þaðsuður íNafirseint á degi litlu áðuren veturreiðí hlað. Þennan heiðskíra aftan varhéla á jörð ogfrostið hafði skotiðgaddi í rakan svörð. Hafið brýndi rödd sína ogroða sló á sölnaðar fjallahlíðar. Jólaskórnir okkar áttu að verða svartir þegar þar að kæmi og tíminn gekk áfram götu sína þar til rauð skammdegis- sólin fór að skína. Þá gerði móðir okkar skóna afhinum mesta hagleik og vakti við það um nætur. Tilhlökkun okkar var takmarkalaus en þá bar gest að garði — Ijóshærða stúlku, með leiftrandi augu, er létþau orð falla mjúkum róm að drengirnir ættu aðganga á dönskum skóm. Erá meðan er Nú líður mér vel þótt vindurinn blási og vök árinnar fyllist afkrapi, þarsem veiðimaðurinn dró laxinn síðastliðið sumar, meðan sólin skein og suðlægur andvari barilm fyrir vit. Ungur barmur þinn hefst og hnígur eins og lítil alda á lognkyrrum sjávarfleti um lágnætti hljótt. Auðvitað veit ég ekki hvað ókomnir dagar, néár, bera ískauti sínu en, erámeðaner. Þú saklausa barn, ersefurvært við hlið mér, og veist ekki hversu veröldin getur orðið köld ogmyrk, en líka yndislega björt oghlý, eins ogínótt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.