Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1986, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1986, Blaðsíða 14
Egill í Jórvík. Eftir málverki Gísla Sigurðssonar. á andstæðingum sínum er harla ótrúlegt að Eiríkur blóðöx hefði liðið slíkt, maðurinn sem fór að bróður sínum vegna galdraáburð- ar og brenndi hann inni ásamt 80 öðrum mönnum. 6> Slíkur maður hefði ekki liðið Qölkyngi í sínum húsum og því síður hefði vel greind kona eins og Gunnhildur þorað að stunda slíkt í nágrenni við hann því mörg eru konungseyru. Hér voru því engir galdrar á ferðinni heldur var Egill Skallagrímsson kominn með útþrá eins og svo oft vill verða um ferða- langa sem setjast um kyrrt. Egill tók það ráð að fara til Englands vegna þess að það var það eina af helstu viðskiptalöndum ís- lendinga þar sem hann þóttist nokkum veginn öruggur fyrir ættmennum Haralds - hárfagra. Trúlega hefur Egill vitað að búið var að reka Eirík frá völdum í Noregi en hann hefur samt ekki viljað fara þangað því þar sat ætt Haralds enn á valdastóli og Egill var ekki bara brotlegur við Eirík og Gunnhildi heldur við alla ættina þar sem ættir þeirra Eiríks og Egils höfðu ást illt við í 3 ættliði og gert hvorri annarri marga skráveifuna. Þótt þeir Eiríkur og Hákon hafí borist á banaspjótum um völdin í Noregi voru þeir þrátt fyrir allt bræður og á þessum tímum skiptu ættartengsl miklu máli. Hákon konungur minnti Egil líka á þetta þegar hann eftir Englandsförina bað konung lið- sinnis við að ná fram málum sínum í Nor- egi. s>. Það var eingöngu vinátta Egils við Aðal- stein Englandskonung og fóstra Hákonar sem bjargaði honum frá því að Hákon gengdi skyldum sínum við ætt sína. Að framan sögðu má ljóst vera að Egill taldi sig öruggan hjá fyrrum vinnuveitanda sínum, Aðalsteini, og ættmennum hans. Svo hefði og verið ef allt hefði verið með kyrrum kjörum á Englandi þetta haust en sú var ekki raunin. Eiríkur blóðöx hafði nefnilega ráðist inn í Norðimbraland, tekið öll völd þar og gert Jórvík að höfuðborg sinni. Þetta ævintýri Eiríks hófst með uppreisn Norð- imbra gegn Játráði konungi bróður Aðal- steins konungs. 7> Norðimbraland hafði verið innan svokallaðra Danalaga á Eng- landi og þar bjuggu margir menn af norræn- um ættum. Danir höfðu lengi rennt hýru auga þangað og viljað ná því aftur á sitt vald en ekki treyst sér fyrir veldi Engilsaxa. Kannski hefur þá líka vantað heppilegan foringja. Eftir að Hákon hrakti Eirík bróður sinn úr landi gera flestar sögumar ráð fyrir því að Eiríkur hafí farið beina leið til Norðimbra- lands og lagt það undir sig en við nánari athugun sést að það stenst ekki. Það er §arri öllu lagi að konungur sem hrökklast hafði úr ríki sínu bardagalaust hafí getað lagt undir sig stóran hluta Englands. Hér vantar greinilega eitthvað í frásagnimar. Höfundar þeirra sagna sem gera ráð fyrir þessum gangi mála vissu nefnilega ekki að Gunnhildur drottning Eiríks var af dönskum ættum. Það er því næsta víst að þau Eiríkur hafa haldið til Danmerkur þegar útséð var | um völd þeirra í Noregi enda segir svo í ágripi af Noregskonungasögum. 8> Þegar fréttir af uppreisn Norðimbra gegn Játráði berast svo til Danmerkur sjá Danir sér leik á borði til að endurreisa veldi sitt á Englandi, þ.e.a.s. ef þeir hafa þá ekki staðið á bak við uppreisnina enda margir Norðimbrar af dönsku bergi brotnir. Þeir höfðu einnig á að skipa mikilhæfum herforingja nátengdum dönsku konungsætt- inni sem leitt gat leiðangurinn, þ.e.a.s. Eiríki. Mér sýnist því allt benda til að Eirík- ur hafí brotist til valda á Norðimbralandi með tilstyrk Dana og að mestu með danskan her en í fullum fjandskap við Engilsaxa. í fyrstu gekk Eiríki allt í haginn. Hann tók Jórvík og settist þar að völdum en Ját- ráður konungur fékk lítið að gert. Varla hefur hann þó setið með hendur í skauti, en einbeitt sér að því að undirbúa aðgerðir til að losna við þennan óboðna gest. Líklega hafa verið skæmr með hetjum þeirra Eiríks og Játráðs þennan tíma. Það er einmitt á þessum fyrstu velmektar- dögum Eiríks í Jórvík sem ég tel að Egill Skallagrímsson hafí barið upp hjá honum og sagst hafa kvæði um hann í fórum sínum og gjaman vilja þiggja höfuð sitt í skálda- laun. Eg tel næsta víst að sakargiftir Eiríks á hendur Agli hafí verið minni en Egilssaga segir þótt vera megi að dauðarefsing hafi legið við. Varla eru nokkrar líkur til þess að Eiríkur myndi nokkum tíma náða mann fyrir jafn siðlaust afbrot og Egilssaga segir Egil hafa drýgt gagnvart honum er hann átti að hafa drepið bamungan son þeirra Gunnhildar. Hveijar sakagiftimar vom í raun og vem skiptir hér litlu máli en það er hins vegar rétt að staldra við og velta því fyrir sér hvers vegna Egill fer til Jórvík- ur í stað þess að reyna að leynast yfír á yfírráðasvæði Engilsaxa þar sem hann átti að sögn Egilssögu vina von. í Egilssögu er því haldið fram að Egill hafí valið að halda til Jórvíkur vegna þess að hann hafí talið litla möguleika á því að hann kæmist heill á húfí undan mönnum Eiríks. 9> I Jórvík átti hann hins vegar vísan stuðning Arinbjöms hersis. Ekki verður þessi skýring ýkja trúleg þegar það er athugað að milli Hummósa þar sem Egill strandaði og Jórvíkur em um 80 km. Þetta er undir venjulegum kringumstæðum allt að tveggja daga ferðalag þótt kannski sé hægt að þembast það á rúmum degi. Það hefðu því varla orðið minna en 2-3 dagar frá því Egill strandaði þar til menn Eiríks hefðu komið á vettvang með fyrirskipanir um að taka Egil af lífí og það má leggja talsverða vegalengd að baki á þeim tíma, sérstaklega ef menn eiga líf sitt að leysa. Nei, hér hlýtur eitthvað annað að koma til. Kristján Albertsson hefur sett fram snjalla tilgátu þess efnis að Jórvíkurferð Egils hafí í raun verið farin til að bjarga fé því sem hann hafði meðferðis og viðbúið | var að yrði gert upptækt en Egill var sem kunnugt er í meiralagi ágjam. 10> Jón Helgason hefur í hálfkæringi sett fram þá tilgátu að Eiríki hafí leiðst í Jórvík og því hafí hann sent eftir skáldi sínu til að skemmta sér. Skáldið hafí verið í ónáð og svo hafí verið látið heita að það ætti að leysa höfuð sitt með kvæði. Sem sé allt í plati.11 Guðmundur Finnbogason telur að Egill hafí farið til Jórvíkur gagngert til að sættast við Eirík því að hann hafi í anda hinna fomu siðareglna, að maður skuli vera vinur vina sinna, ekki getað verið vinur Arinbjöms hersis en óvinur Eiríks.12 Ekki treysti ég mér að gera upp á milli þessara tilgátna en set í staðinn fram fjórðu tilgátuna. Egill fór til Englands vegna þess að hann þóttist nokkum veginn viss um að þar væri hann laus við Eirík blóðöx ogjafnframt eiga vinum að mæta við konungshirðina. Í stað þess brýtur hann skip sitt og fréttir að því búnu af Eiríki á næstu grösum. Þetta var nú kannski ekki svo slæmt ef þessi fjand- maður hans hefði ekki verið nýbúinn að ráðast á og hertaka stóran hluta af Englandi í félagi við enska uppreisnarmenn og stóð um þessar mundir í blóðugri baráttu við Engilsaxa fyrrum vinnuveitendur og vini Egils. Og nú sést betur hvers vegna Egill átti engra kosta -völ annarra en halda á náðir Arinbjöms vinar síns. Aðalsteinn konungur sem Egill þekkti var löngu látinn og við völdum tekinn Játráður bróðir hans. Játráður mun alla tíð hafa verið heilsuveill, þótt hann væri grimmur herkonungur, en vegna heilsuleysis hans tel ég ólíklegt að hann hafí umgengist hersveitir Aðalsteins bróður síns. Það er því hæpið að Egill hafí verið kunnugur Játráði. Það er líka með öllu óvíst hvort vinskapur við konung hefði nokkuð hjálpað Agli gagnvart þeim hersveitum Engilsaxa sem vom í fremstu víglínu. Eftir innrás Eiríks er næsta víst að norrænir menn hafi ekki átt miklum vinsældum að fagna í engilsaxneska hemum og eins víst að hermennirnir hafi höggvið fyrst og spurt svo ef þeir komust í færi við þá. Egill átti því ekki margra kosta völ, hann var sem milli steins og sleggju, mitt á milli Eiríks og Játráðs, og því tók hann einu skynsam- legu ákvörðunina sem hægt var að taka í þessari stöðu, þ.e.a.s. að fara til Jórvíkur og leita aðstoðar Arinbjöms hersis. En þá vaknar önnur spurning. Af hveiju lét Eiríkur ekki taka Egil af lífi um leið og hann hafði náð honum á sitt vald. Varla hefur það hjálpað Agli mikið þótt kvöldsett hafí verið er hann gekk í höllu Eiríks og Gunnhildar og varla hefur kvæðið Höfuð- lausn eitt sér bjargað miklu þótt ég efist ekki um að það hefur verið flutt í Jórvíkur- höll þessa haustdaga árið 948. Til að átta okkur á því hvað varð Agli til bjargar skulum við athuga vamartækni Engilsaxa. Eitt af grundvallar atriðunum í vömum þeirra var öflugur floti. Alfreð mikli gerði sér grein fyrir því er hann hafði hrakið vík- inga á undanhald að ef hann ætti að geta staðið upp í hárinu á þeim varð hann að eiga svo öflugan flota að hann stæði þeim nokkum veginn jafnfætis á sjó. Meðan veldi þeirra stóð traustum fótum héldu Engilsaxar ætíð úti sæmilegum flota. Þessum flota hefur án efa verið beitt gegn Eiríki eftir að hann gekk á land, þannig að Engilsaxar hafa sett hafnbann á Norðimbraland. Þetta hafnbann hefur án efa dregið úr verslun og Eiríkur hefur því þurft á allri þeirri verslun að halda sem hann gat fengið. Það gat því varla eflt verslun við Norðimbraland ef konungur lét höggva hausinn af þeim kaupmönnum sem þó komust fram hjá skip- um Engilsaxa. Eiríkur blóðöx var enginn bjáni og því hlýddi hann ráðum Arinbjöms hersis og hlustaði á Höfuðlausn Egils og fengu förunautar hans síðan að versla í friði í skjóli Arinbjöms eins og segir í Egils- sögu. 13> Af áður nefndum orsökum þykir mér ólík- legt að Egill hafí að loknum kveðskapnum haldið til yfírráðasvæða Engilsaxa. Mér þykir líklegra að hann hafí einfaldlega dvalist hjá Arinbimi í Jórvík og látið lítið fyrir sér fara meðan félagar hans seldu það sem til sölu var og keyptu þann vaming sem ætlunin var að kaupa. Höfuðlausnar kvæði Egils hefur því tæplega verið annað en yfírvarp til að aðþrengdur konungur fengi það sem hann vanhagaði um af íslenskum útflutningsvör- um og til þess að sýna öðrum kaupmönnum fram á að ábatasamt væri að versla við ríki Eiríks blóðaxar á Englandi. Tilvitnanir. » Egilssaga. bls. 130-143. 2> Jón Helgason: Höfuðlausnarhjal. bls. 168-170. 3> ibid. bls. 175. 4> Historia Norvegiæ. bls. 29. 6> Heimskringla I bindi bls. 138-139. 6> Egilssaga. bls. 146-148. 7> Anglo-Saxon chronicle, I bindi, bls. 213-215. II bindi bls. 90-91. 8> Ágrip bls. 6. 9> Egilssaga bls. 132 l0> Kristján Albertsson: Egill Skallagrímsson í Jórvík bls. 97. n> Jón Helgason: Höfuðlausnarhjal. bls. 161. ,2> Guðmundur Finnbogason: Hvers vegna orti Egill Höfuð- Iausn?bls. 194-197. ,8> Egilssaga. bls. 144 Heimildaskrá: Ágrip af Noregskonungasögum. Altnordiche saga biblio- thek 18. Útg. Finnur Jónsson. Halle 1929. Anglo-saxon chronicle... Útg. Benjamin Thorp. London 1861. Egilssaga. Útg. Guðni Jónsson. Rvík. 1945. Guðmundur Finnbogason: Hvers vegna orti Egill Höfuð- lausn? Skímir, 1933. Jón Helgason: Höfuðlausnarhjal. Einarsbók, Rvík. 1969. Heimskringla. I bindi. Útg. Bjami Aðalbjamason. Rvík 1941. Historia Norvegiæ, (Noreges Historie). Þýð. Astrid Salve- sen. Osló 1969. Kristján Albertsson: Egill Skallagrímsson í Jórvík. Skimir, 1976. Höfundur er cand. mag. í sagnfræöi og kennir viö Hólabrekkuskóla.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.