Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1986, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1986, Blaðsíða 7
Einn nafntogaðasti byggingarfræðilegi (konstrúktívi) lista- maður aidarinnar varRússinn Valdi- mar Tatlin. Hann gerði í tilefni þriðja Intemationalins uppkast að risavöxn- umgormlaga turni er átti að staðsetja á torginu fyrir framan Kreml. I fullri stærð átti hann að gnæfa 150 metra upp íloftið og rúma mikla at- hafnasemi. Minna / senn á Eiffelturninn ogskakka turninn í Písa en yfirganga þær frægu bygging- arað mikilleik og hugvitssemi. Margt er sagt líkt með hugmynd Tatlins og Neizvestny bygg- ingafræðilega séð. HíeHep 1AI1TI' PeTOMMO að senda andlátsfréttina til fjölskyldu minnar. Seinna sendi ég sjálfur bréf heim frá sjúkrahúsinu um þessa upplifun, og bréf- ið er á vinnustofu minni í New York. Ég skrifaði að ég tryði á guð. Slík atvik geta ekki verið tilviljunin ein.“ Emst Neizvestny snéri til baka til lífsins og náði fullri heilsu, en með styttri háls eftir fjölmarga uppskurði. Varð þó lengi að notast við hækjur. Hann átti í erfiðleikum með að fá inni í listaháskólanum í Leningrad, en skólastjór- inn mælti með honum til Listaháskolans í Riga. Hér var hann heppinn, því að skóla- stjórinn hafði verið vinur hins auðuga afa hans fyrir byltinguna, og fleiri velunnara og ættingja átti hann þar, svo að skólagang- an byrjaði vel. En ýmsir erfiðleikar mættu honum þó, svo að hann flutti sig til Moskvu. Með miklum dugnaði og atorkusemi braust hann áfram og loks náði hann að gerast aðstoðarmaður ungs myndhöggvara og varð svo smám saman aðstoðarmaður fleiri nafn- togaðra myndhöggvara í Moskvu. Hann var innritaður í Surikov-stofnunina fyrir fagur- listir á árunum 1947—’54. Gerði eftirmyndir af klassískum styttum og vann með lifandi fyrirsætur. Jafnframt rannsakaði hann verk fyrstu byggingarfræðilegu „konstrúktívu" listamannanna í Rússlandi að eigin frum- kvæði. Á þessum tíma gerir hann m.a. konulíkn- eski að sígildri grískri fyrirmynd og fórst það svo vel úr hendi að það var keypt til Tretjakovsafnsins í Moskvu. Hér fékk hann trausta og góða undir- stöðumenntun, og bætti við eigin rannsókn- um auk þess að það var honum góður skóli að vera aðstoðarmaður hinna ýmsu mynd- höggvara. Þannig hugsar Neizvestny sér að risahöggmyndin Tré lífsins gnæfi yfir venjulega borg, enda gerir hann ráð fyrir þvi, að verkið verði yfir hundrað metrar á hæð. Helzt gerir hann sér vonir um, að einhverjir í Bandaríkjunum leggi í að breyta hugmyndinni í veruleika. Á síðasta ári skólavistarinnar var hann gerður að meðiimi fagsamtaka sovéskra listmanna, sem var mikill heiður. Útiitið var því bjart er Emst Neizvestny hóf feril sinn sem sjálfstæður myndhöggvari enda vann hann fljótt til viðurkenninga en sjálfstæðar skoðanir hans féllu ekki í kramið hjá yfir- völdunum svo sem segir í fyrri grein en nú sný ég mér að þvi að segja frá framtíðartak- markinu mikla „Tré lífsins". LOKATAKMARKIÐ: TRÉ LÍFSINS Það sem Emst Neizvestny sér sem inntak og lokamark alirar sinnar listsköpunar nefn- ir hann „Tré lífsins". Allt, sem hann hefur gert, síðan hann fékk þessa hugmynd, eru eingöngu smáein- ingar, sem þetta risavaxna verkefni á að rúma, og hann hugsar sér að gnæfi hátt hugmyndina um musteri Salómons sem módel af alheiminum. En það var lokað byggingarfræðilegt rými. En fólkið í tré Neizvestnys er samkvæmt hinum hring- mynduðu formum bæði úti og inni. Það samrýmist hugmyndum hans um raunveru- leikann og nútíma skilning á tíma og rúmi. Inn í þetta fléttast ýmsar formanir flatar- málsfræðinnar og samkvæmt tilgátum um byggingu alheimsins er þessi samsetning hinn nýi táknræni skilningur á alheiminum. Neizvestny segir, að þetta verk sé mikil- vægt fyrir sig sem listamann vegna þess að það gefur áður óþekkta möguleika á tilfmningalegum viðbrögðum. Fjarlægð fýrirbærisins verður afstæð. Fólki getur fundist það vera í hringiðu hlutanna og utan þeirra samtímis. Þegar gesturinn er inni í skúlptúmum verður hann að hluta hans. Straumur skoðendanna er hugsaður sem hluti verksins. Fólkið hreyfir „Þessvegna felst veigurinn eiginlega ekki í stefnum og stílum í myndlistinni. Ég fullyrði t.d. að ekki fyrirfinn- ist neinn byltingarkenndur myndstíll nú á tímum. En það eru til uppreisnargjarnar persónur. Dada-istinn Marchel Duchamp var umbyltingarsinni. En sporgöngu- menn hans eru klaufar og smáborgarar ...“ Ernst Neizvestny í viðtali. yfir skýjakljúfa og húsaraðir stórborgar, sem tákn grómagna náttúrunnar og allífs- ins. Aðrir listamenn í vestri og austri hafa haft svipaðar hugmyndir, og þær eiga að tengja tæknivísindi nútímans við frumöfl náttúrunnar og hugmyndimar em jafn margvíslegar og skapendur þeirra. Að sjálf- sögðu hefur þetta lífstré sömu lögmál og önnur tré, sem vaxið hafa upp af safaríkri gróðurmold og frjálslega breitt úr greinum sínum og laufkrónum. En tré Neizvestnys á að tengja saman náttúm og tækni og minna íbúa stórborgarinnar stöðugt á það, hvaðan það kemur og hvert það fer, — minna það á smæð sína andspænis sjálfu sköpunarverkinu og mikilleika guðdómsins. Tré lífsins, þekkingarinnar og dauðans, — undirmeðvitundarinnar, endurnýjunarinnar og vísdómsins. Listamaðurinn minnir á sig og verður hluti og lifandi eftirmynd af reglufestu heimsskipunarinnar. Á þennan veg er mögulegt að tengja þess útópíu Neizvestnys við flest þekkjanleg fyrirbæri í tíma og rúmi, stærðfræði, heim- speki, goðafræði og trúarbrögð. Sjálfur segir hann: „Ég hef það oft á tilfinningunni að það sitji engill eða vættur á bakinu á mér og ríði á mér sem hesti. Það er líkast því að það sé ekki ég sjálfur sem ákvað stefnuna í vinnu minni, en sem ég sé rekinn áfram frá einu verki til annars hér á vinnustofunni. Aðstoðarmaður minn hélt um tíma, að ég væri eitthvað smáskrít- inn, því að ég æddi um án skipulags. Ég sagði honum þá, að ég hefði allan tímann hið mikla verk „Tré lífsins" í huganum, og að öll verkin, myndir og skúlptúrar væru tengd því. Það væri svipað því þegar hann ynni sjálfur að mynd og formaði eitt og LESBOK MORGUNBLAÐSINS 12. APRlL 1986 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.