Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1986, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1986, Blaðsíða 5
ROLF JACOBSEN Tvö minningarljód Jón úrVörþýddi Saumavélin Bjart höfuðið sígur lengra og lengra niður að saumavélinni og nemur við kjólinn gula sem hún er að keppast við að Ijúka. Við skæri og þijá efhisbúta leika geislar morgunsólarinnar. Hljóður stendur lítill drengur í dyragætt: — Hún sefur. Rödd hennar. — Ó, éghefþá sofnað. Tvö augu senda mérhikandi bros. — Ég er alveg að verða búin: Nú hefurðu lokið við allt. Ekkert að gera á föstudaginn eða á laugardaginn og ekkert sem kallar að, hvorki hjá þér eða mér. Þekkti ég þig? Þekkti égþig íraunogveru. Vareitthvað sem þú komst aldrei orðum að eða við létum ósagt. Eitthvað hugsað til hálfs. AugnatiIIit sem skuggi á flökti yfírásjónu þína. Nei þvíget égekki trúað. En enn hvarflarþetta að. HÍjóðlát ernóttin, aðeins góðar hugsanir. Orð sem risa afsvefni: Þekkti égþig? í þessari litlu ljóðabók er að finna ljóðlist sem býr yfir mikilli fegurð og hrifkrafti — og þar að auki mjög sjaldgæfa einlægni þar sem spurt er spuminga em allir lesendur hljóta að kannast við: Um það sem okkur tókst aldrei að segja, um að þekkja aðra manneskju, um ástina. Fyrst og síðast um ástina eins og t.d. í ljóðinu frá Vel- letri og heitir „Ildfluene" þar sem segir frá því þegar þau sjá tvö gamalmenni kyssast og hún segir: Sá sem lengi hefur elskað hefurekki lifað til einskis. Ogþað varþá sem égkom auga á fyrstu eldflugurnar í myrkrinu, leiftrandi með Ijósblikum kringum höfuð þitt. Þaðvarþá. Með einkennilegu móti gera þessi ljóð athugasemdir við lýsingun á því í fyrri hluta bókar hvemig vegið er að hinu mannlega og hvemig lífið sjálft lendir í óhirðu. Þannig er dregin upp skörp mynd af skorti okkar á innlifun og samlíðun og mér þykir sem ég heyri spámann- lega rödd að baki orðum skáldsins: — En þeirra er kærleikurinn mestur. Því allt mun iíða undir lok nema þetta eitt: kærleikurinn. Þar er von okkar, von alls sem lifir. Heimir Pálsson þýddi. Knut Ödegárd er forstöðumaður Norraena hússins. í A l J S T A N Eftir séra H E 1 Ð 1 Heimi Steinsson Lýði og byggðum Gefðu, að móðurmálið mitt, minn Jesú, þess ég beiði, frá allri villu klárt ogkvitt krossins orð þitt út breiði umlandiðhér til heiðurs þér, helzt mun það blessun valda, meðan þín náð læturvortláð lýði ogbyggðum halda. Hallgrímur Pétursson Passíusálmur 35. Við íslendingar eigum margt að þakka. Eitt af þakkarefnum okkar er það að hér hefur aldrei þróazt nein hámenning og þar af leiðandi heldur engin lágmenning. Ein- uiigis þjóðmenning. Sumir telja, að þetta sé að breytast í tíð núlifandi manna. Sennilega lætur hliðstæður uggur að sér kveða á hverri öld. En til þessa hefur sá ótti reynzt ástæðu- laus. Ekki er vert að gjöra óttan- um öflugri skó í dag en fyrrum. Þó er einlægt brýnt að hver og einn haldi vöku sinni. Mestu skipt- ir ævinlega að stefnan í menning- arefnum sé ljós. Skyndilæti skoð- anakannana eru t.a.m. vafasamur mælikvarði á menningarástand þjóðar. Hæpið er að láta slík stundarfyrirbæri ráða ákvarðana- töku í menningarmálum. Hitt varðar meiru að hafa fasta hönd á þeirri arfleifð, sem öllum er fengin — og halda arfleifðinni svikalaust að ungum og öldnum. Við getum ráðið nokkru um fram- vinduna sjálf, ef við vitum hvað við viljum og forðumst að hlaupa hugstola um víðan völl. MóðurmáliðMitt Hvergi birtist samhengi ís- lenzkrar menningar skýrar en í tungu landsmanna. Ritmál íslend- inga er að mestu óbreytt frá því að farið var að skrifa bækur í landinu. Að sjálfsögðu eykur hver öld nýjum orðum við hinn forna sjóð. I því efni hafa síðari kynslóð- ir verið mikilvirkar. En grundvöll- urinn er óhaggaður enn sem komið er. Stofninn er gamall, þótt laufið sé annað en forðum. Órofín hefð íslenzkrar tungu frá öld til aldar er öllum kunn. En eigi er síður ástæða til að gefa þeirri staðreynd gaum, að hér gekk ávallt ein tunga í landi og gengur enn. Sérkenni tungu- taks í hinum ýmsu landshlutum eru smávægileg og því ekki tilefni til að tala um mállýzkur. Lítt gætir greiningar stétta eða starfs- hópa eftir orðaforða eða málfari. Margt ber til þessarar einingar. Tvennt skal nefnt. Annað er arfur Islendingasagna. Hitt áhrif kirkj- unnar í aldanna rás. Á nýliðinni lönguföstu höfutn við verið minnt á hið síðarnefnda. Hallgríraur Pétursson Passíusálmar hafa borizt lands- mönnum til eyma á öldum ljós- vakans að kvöldi dags um níu vikna bil. Óvenju vel heppnaðir útvarpsþættir um sama efni hafa glatt hlustendur á sunnudags- morgnum. Skáldið góða í Saurbæ sem kvað um „móðurmálið mitt“, hefur enn einu sinni til okkar talað kliðmjúkum rómi. KrossinsOrð Seint verður það nógsamlega áréttað að orð séra Hallgríms um „móðurmálið mitt“ eru hluti af bænaversi. Þar er þess beðið að móðurmál skáldsins útbreiði „krossins orð“. Það getur verið lítið eitt spaugi- legt að heyra góða menn velta því fyrir sér, hvers konar skáld höfundur Passíusálma hefði orðið á einhverri annarri öld. Sérlega gaman er að heyra þess getið til, að séra Hallgrímur hafí e.t.v. ekki verið öldungis eins „trúaður" og sálmar hans gefa til kynna. Sú vangavelta helzt löngum í hendur við aðra: Ljóðaunnandi lýsir ást sinni á Passíusálmum, en sér jafn- framt ástæðu til að láta þess getið, að sjálfur sé hann nú ekki sérlega „trúaður“. Trú er margslungið fyrirbæri. Gagnlegt er að sá sem keðst vera „trúaður“, skýri nánar hvað hann á við. Sama máli gegnir um hinn sem hefur uppi andstæða lýsingu á viðhorfi sínu. Það fer varla milli mála að Passíusálmar séra Hallgríms eru að innihaldinu til ein samfelld viljayfírlýsing og þar tneð stefnu- skrá. Um skáldskapinn ræði ég ekki að sinni. En markmiðin eru svo augljós að ekki er tilefni til að gjöra þau að álitum. Stefnumark höfundar birtist einkar skýrt í fléttunni um móður- málið og krossins orð. Þar kemur cinnig til skila í fáum orðum stefna íslenzkrar kirkju í menn- ingarmálum í bráðum þúsund ár. Kirkjan færði okkur ritmál, óf ís- lenzkri tungu þann stakk sem hún hefur borið æ síðan. Hann er rúm- ur og voðfelldur, stakkurinn sá, og leggur engan fjötur á þann er ber hann. En vefarinn bar ævin- lega í bijósti þá von, að krossins orð yrði með þeim hætti sam- slungið uppistöðunni og ívafínu, að enginn sæi þar missmíði á. UMLANDIÐHÉR Stundum heyrist sú kenning, að föðurlandsást hafí ekki orðið til fyrr en seint á öldum. Eitthvað er bogið við þessa kenningu, ef hún er þá rétt eftir höfð. Kannski þarfnast hún sinna skýringa. Víst er um það, að ekki virðist séra Hallgrímur hafa minni elsku á ættjörð sinni en margur róman- tískur snillingur 19. aldar. En þegar hann yrkir „um landið hér“ fer honum á sama veg og í hinu tilvikinu, þ.e. þegar móðurmálið er til umræðu: Landið er sá vett- vangur, þar sem útbreiða skal krossins orð, Jesú til heiðurs. Vefurinn er samfelldur hér sem endranær. Móðurmálið, landið og krossinn haldast í hendur. Og þó er það ósagt, sem e.t.v. gengur hvetjum manni til hjarta um önnur efni fram. Landið, tungan og trúin eru ekki ein saman hugtök í vitund skáldsins. Þau eru ætluð „lýði og byggðum“. Þjóðin, sem landið byggir, fólkið í landinu, er lokaviðfangsefni þessara bæn- armála. Hér situr enginn álengdarspek- ingur, er yrki fyrir upphafinn hóp, handan við alþýðu manna. Kirkj- an, sem hann þjónar, er að sínu leyti ekki fulltrúi neins konar yfírstéttar, til eða frá. Reyndar eru þau bæði tvö að mestu leyti, Hallgrímur og kirkjan, „upp á slétta bændavísu“, eins og um getur í öðrum stað. Lýðir landsins og byggðir eru þau sjálf, kirkjan og skáldpresturinn, sem til skamms tíma hafði ásamt hyski sínu verið „þurfamaður þrælanna í Hraununum". Bæði eru þau seld undir þá náð Guðs, sem ævinlega er síðasta orðið í kveðskap séra Hallgríms. Síðan er gott til þess að vita, að hámenning heimsins nær sjaldnast þeirri reisn, er einkennir íslenzka þjóðmenningu, eins og hún birtist í Passíusálmunum, sem hver smælingi kunni. íslendingar eru alltaf að karpa. En um alda bil hefur þeim ekki tekizt að búa til verulega heiftúð- ugt stríð sín á milli, þrátt fyrir allt karpið. Samstaða þessarar þjtíðar er meiri en gjörist, jafnvel í annáluðum grannlöndum okkar. Getur hugsazt, að rætur sam- stöðunnar liggi einhvers staðar í námunda við lindina, er niðar í því erindi Passíusálma, sem hér hefur verið gjört að umtalsefni? Séra Heimir Steinsson er prestur og þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 12.APRIL1986 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.