Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1986, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1986, Page 2
Um skáldskap Snorra Hjartarsonar Ur ösku ljóðs og hjarta eftir Jóhann Hjálmarsson í tilefni áttræðisafmælis Snorra Hjartar- sonar er ástæða til að hyggja að einum þætti af mörgum í skáldskap hans. Þessi þáttur er áköllun skáldsins til lífsins, ósk um að fá að lifa því til fulls. Maður skáldskapar, mennta og einveru biður um að fá að vera þátttakandi í lífinu, láta reyna á sig. Þessi maður vill ekki liggja vafinn í vængjum felldum eins og segir í I Úlfdölum, fyrsta ljóði kvæða (1944), heldur slá strengi með nýjum styrk. Og þá gerist það að „óska- kraftur/ minn endurrís/ úr ösku Ijóðs míns/ oghjarta". í Kvæðum er líka að finna ljóðið Leit: Égleita hvítra gleymdra daga, geng gráhrokkið hraun, viðmjóan troðinn veg á beygðum runnum brenna gróðurlog og blakta ístorminum sem þungt í fang mér leggst og strýkur stæltum rökum væng steinfljótsins brim, um úfín skýadrög hrekurhann skúrahjörð; ó láttu mig hamfarirþínar reyna, stormur! syng umyfírbót og angist; þér um hönd, austrænijötunn! vefðu hretsins ól ogslá mig, opna örva þinna lind yfírmig, treystu vilja minn ogþol: égfinn mitt morgunhvíta líknarland laugaður þrautum, skírður djúpri kvöl. Oftar en einu sinni hefur verið minnt á hve nauðsynlegt það sé fyrir skáld að lenda í lífsháska eða minnsta kosti komast í kynni við hann. Það er eins og Snorri segir I leit að „laugaður þrautum, skírður djúpri kvöl“ er ekki ólíklegt að skáldið fmni sitt „morgun- hvíta líknarland". í Vef hlýjum heiðum örmum úr sömu bók er sólin ávörpuð, hugarástandi skáldsins líkt við dimmfölt drúpi lauf á feigum naðurkvikum tijám draumsins og þau nísta og hjartað gráum rótum í húmi harms og tjóns. Nú er sólin beðin um að láta „himinlog þín lauga/ í lausnareldi þessi dæmdu tré,/ svo heill ég fáiað finna til“. í Kvæðum eru ljóð sem skýra að nokkru ákall skáldsins til lífsins. Þetta eru ljóð eins og Bið og Nú greiðist þokan sundur. í Bið er því lýst hvemig skáldið situr við „efans byrgðu bogadyr" og tíminn líður á þungum væng um dapurt svið: „Þá komu boð frá þér/ og orð þitt strauk af himni húmsins ryk/ og hliðið varð að grænna skóga sveig". í Nú greiðist þokan sundur er yrkisefnió ísold hin bjarta, biðin eftir henni: „Fölan og örvum nístan vegna þín/ lykja mig snjógrá línþök, kaldir skuggar/ og langar stundir". Marxískir bókmenntamenn hafa tilhneig- ingu til að skýra ljóðin í Kvæðum fyrst og fremst á félagslegan hátt. Þá verða ljóð Snorra ástarljóð til lands og þjóðar og fögn- uður yfir lýðveldinu nýja. Það eru vissulega Ijóð í Kvaeðum sem gefa tilefni til slíkra þanka, en nærtækara er að ætla að mörg Ijóðar.na spegli þann harm skáldsins að kona sem það ann sé fjarri. Það verður bið á að hún komi „til langþráðs tryggðafund- ar“. í Á Gnitaheiði (1952) ber meira á ljóðum um land og náttúru og þar eru ljóð sem lýsa með þróttmiklum hætti afstöðu skáldsins til heimsmála, eru ádeila í vönduðum búningi skáldskapar. Dálítið saknaðarkennd vísa sem nefnist Þrá mín var ung fær þó að fljóta með: Þrámín varungoghlóítærumhyljum hafmey íblænum, dansmey ílaufskála vorsins. Nú býrhún hjá mér, þögnin vakirþar sem þaut ískógum. Það má segja með nokkrum rétti að ijóðið í Eyvindarkofaveri í Á Gnitaheiði sé eins konar svar við fyrmefndri áköllun Snorra Hjartarsonar til lífsins og niðurstaðan: „frelsið er falið þar/ sem fólkið berst" því gilt svar. En í Mig dreymir við hrunið heið- arsel úr sömu bók er einhver efí á ferð, eitthvað sem spillir fullvissunni um tilgang manna í heimi samtímans. „Allt sem var lifað og allt sem hvarf/ er, það sem verður avelur fjær“, stendur þar. Einnig má lesa í sama ljóði: „Við göngum í dimmu við litföl log/ í ljósi sem geymir um eilífð hvað/ sem er,_og bíður". í Laufi og stjömum (1966) og Haust- rökkrið yfír mér (1979) hefur tjáning Snorra Hjartarsonar orðið einfaldari í samræmi við ýmis ljóð fyrri bókanna og í anda tímans. Snorra tekst í síðamefndu bókunum að koma til móts við nýja strauma í ljóðlist og auðga þá. Yrkisefnin em sem fyrrum oft sótt til náttúmnnar. En hann er ekki hættur að leita, biðja um liðveislu. Áhrifamiklu loka- ljóði Laufs og stjama, Komnir em dagamir, lýkur til dæmis á þessum orðum: „sláið ó sláið haldin augu mín ljósi!" Hér ávarpar hann að vísu ekki lífið heldur engil og sjö stjömur. Fegurð og góðvild em lykilorð Laufs og stjama. Það kemur þess vegna á óvart að lesa í Komnir em dagamin „Það lítið sem þú átt/ mun tekið: til einskis var það gefíð.“ í Hauströkkrinu yfír mér er ljóðið Loginn: Hingað er égkominn íhulinn stað hérvilégbíða hlúi rauðum loga milli handa mér bíð unz hann verður aðbáli og brennir mig til ösku. Ef við bemm Logann saman við I Úlf- dölum í Kvæðum kemur fram hyldýpi milli ljóðanna, en það hyldýpi verður engu að síður brúað. Eins og áður var drepið á er í í Úlfdölum talað um „ösku ljóðs míns/ og hjarta". Óskakrafturinn á að endurrísa úr þeirri ösku, eins konar Fönix. í Loganum er aftur á móti enginn óskakraftur heldur það sem ekki verður umflúið, dauðinn. En það er nokkur von að hlúa rauðum loga; það er þrátt fyrir allt að lifa. Spumingin er samt sem áður sú: Var lifað til ftills? Er lífíð aðeins fólgið í þeirri bið sem er svo einkennandi fyrir skáldskap Snorra Hjartarsonar? Ljóðið Á Gnitaheiði í samnefndri bók hefur löngum verið mönnum nokkur ráð- gáta. En það segir mikið um aðferð Snorra Hjartarsonar, formið sem er við hæfí að nefna að lokum. Snorri er einn af formsnill- ingum íslenskrar ljóðlistar. Form hans er meira að segja svo fullkomið á köflum að ástæða er til að vantreysta því. Eru sum ljóða hans ekki bara leikur að formi, dæmi um skáld sem kann? Það má til sanns vegar færa að í Á Gnitaheiði verði vart við of- hlæði. Skáldið líkt og gælir við formið, notar of mörg litarorð. Orðin sjálf verða takmark, merkingin skiptir minna máli. En það er fánýtt að dæma ljóð Snorra af slíkum sjónarhóli. Samt hefur hann eflaust gert það sjálfur, samanber einfald- leika formsins í Laufí og stjömum og Hauströkkrið yfir mér. Best er að láta ljóðið orka á sig, geyma það um sinn innra með sér og láta það vaxa, upprunalegt og hljómmikið: Sá égei fyrsvo fagur- fjöllitan dag: nýr snjórígrænugrasi, rauð oggul lauf ísnjónum, felliðrís úrryðbrúnum trjánum mjall- rekiðogblátt, stál- gljátt ogsilfurhvítt: söng-rún á sverð-tungu. Myrknættið skríður úrhöll hins glóðrauða gulls. Hver gengur til vígs íslóðþess? dagur, ó líf! Enn er lífíð ákallað. Og lífið er aldrei merkingarlaust orð í skáldskap Snorra Hjartarsonar. Það er mikil hamingja að hafa ort eitt slíktljóð. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.