Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1986, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1986, Blaðsíða 12
 Akropolis, kjarni Aþenu. Borgin umhverfi mannsins Borgin er minnisvarði um þá menningu sem stendur að henni. í henni steinrenna óskir okkar, draumar og vonir. Hún er umhverfi mannsins gert af manna höndum. ímynd borgarinnar endurspeglast viðhorf okkar til lífsins. Hún er mót sem mótar líf okkar og menningu. Gerð hennar á snaran þátt í velferð okkar, andlegri sem efnalegri. Borgin sjálf, borgarkristallinn sem umhverfí, er því örlagaríkt framlag menningarinn- artilsjálfrarsín. Húnn er opin bók um hugvit, þroska og menntun þess samfélags sem stendur að henni. í vissum skilningi er hún ytri mynd athafna okkar ogfelur þvíísér vissan hluta af tilgangi starfs okkar. í borginni verða markmið og viðhorf einnar kynslóðar rammi og mót lífs og menningar næstu kynslóðar. Draumar og viðhorf liðinna kynslóða umljúka ungt líf samtímans, en þvímiður einnig mistök. Borgin getur verið lýðræðisleg, en hún getur einnig gert lítið úr borgaranum, lagt óviljandi eða viljandi steina í götu hans. Hún getur verið myndlaus og óhentug til félagslegs lífs, en einnig margbreytilegt fagurt umhverfi ogmeðgerð sinni auðveldað manninum að vera til. hættu ef sterk bönd móralsins halda sam- félaginu ekki saman. En þetta mun hafa verið veikur hlekkur í menningu veiðimanns- ins. Því nú hefst átakanlegur kafli í sögu borgarinnar, því ránsferðir hefjast. Hringrás hlutanna eykst. Brátt var borgin sjálf full af litríkum hlutum og stoltum táknum menningar sinnar. Hún varð því snemma eitt áhugaverðasta markmið ránsferða. Lífið í borginni varð nú óöruggt og dýrt. Því hefur verið haldið fram að maðurinn sé grimmur og drápgjam í eðli sínu. En sagan er á annarri skoðun. Upprunaleg samfélög (primitiv) eins og á steinöld og í Afríku og Poliensíu fram á síðustu öld, hafa þekkt mannfómir, en þær voru takmarkaðar við fáar persónur. Þeim var fórnað við hátíð- lega athöfn og síðan étnar á kannibalískri hátíð, til að róa guðina og fá betri uppskeru. Oskynsamleg athöfn fyrir skynsamleg markmið. Það kom í hlut borgarmenningarinnar að fínna upp skipuiegt dráp og eyðingu, sem hefur fylgt henni æ síðan og hvílir yfír mannlífí borgarinnar eins og dimmur skuggi. Babylon var rænd fímmtán sinnum og fímmtán sinnum jöfnuð við jörðu. Hvað fær innrásarmenn til að leggja slíkt á sig getur engin hagfræðikenning skýrt. Þegar skrifaðar heimildir liggja fyrir er búið að gefa ráni og drápi efnahagslega áferð, þar sem það var grundvallað með stjómmálalegri spennu, deilu um vatnsrétt og landmörk. Tap á mannslífum og eignum var í upphafí eins og síðar í engu samhengi við þann grípandi ávinning sem barist var um. Við vitum því ekki hvort höfundur borgarmenningarinnar, veiðimaðurinn, hef- ur fært henni banamein sitt í vöggugjöf, því enn eru ekki allir kaflar borgarmenning- arinnar skráðir. NÝ FÉLAGSLEG VÍDD Lítum nú á borgarsamfélagið. Borgin er samfundarstaður, samfélag hennar er opið og athafnasamt. Hún byrjaði reyndar sem andlegur fundarstaður heilög jörð, sem hóp- ar sóttu til öðru hvoru til að taka þátt í andlegu lífi og helgum siðum. Verslun og aðrir möguleikar gera þennan stað að föst- um samastað, sem dró fólk að úr fjarlægum stöðum. Mismunandi menning og margar tungur mætast hér. Um örvandi áhrif menningarskipta er ekki að efast. Hér losar einstaklingurinn sig við bönd ættarhópsins sem er nýtt í sögunni. Hann getur hafið sig yfír hefðir og tengst nýjum. Hann getur gagnrýnt verðmætamat og skapað ný verð- mæti. Svo mikið sem við vitum í dag, er plógurinn, leirskífan, seglbáturinn, vefstóll- inn, meðhöndlun kopars, eins og óhlutlæg stærðfræði, nákvæmar stjörnuathuganir, almanak og aðrir möguleikar til að gera sig skiljanlegan, allir fundnir upp um svipað leyti eða fyrir um fímm þúsund árum (3000 f. Kr.). Með undantekningu Jerikos eru frá þessum tíma allar leifar elstu borga sem við þekkjum í dag. Uppfinning skrifaðs máls, bókasöfn, skjalasöfn, háskólar tilheyra fyrstu og af- gerandi afköstum borgarmenningarinnar. Borgin reyndist ekki aðeins hentug til að skapa vaxandi veraldlegt vald, heldur og andlegt. Hún stækkar allar víddir lífsins. I fyrstu var hún mynd heimsins en síðar tákn þess mögulega. Borginni hefur verið lýst sem keri þar sem hlutir blandast og breytast. Hún vex og blómstrar, safnar gnægð sem er eitt aðal einkenni hennar. Með gnægð skapar hún velmegun, sem hefur í för með sér verkaskiptingu og þar með þróun faggreina, rannsókna og hugsunar. Draumar stíga upp af borginni og fá á sig mynd. ímynd verður að sorgarleik, ást blómstrar í skáldskap, dans og músík. Þannig varð borgin ímynd ástar sem er óháð frjóvgun, þáttur sem í upprunalegum samfélögum lifnaði aðeins við hátíðleg tækifæri, verður daglegur þáttur í menningu borgarinnar. Borgin bauð upp á persónulegt frelsi, hún bauð upp á fegurð og nýjungar. En hún borgaði þetta ævintýri einnig með þrengingum hins persónulega lífs. Þegar steinaldarsamfélagið hélt inn í borg- ina var því skipt niður í hópa, í veraldlegar og andlegar stéttir, niður í faggreinar og einföld störf. Sá minnsti og lægst setti innan borgarsamfélagsins, varð nú umskiptanleg- ur hluti í flókinni vél. Örlög hans kunnu að vera þau að vera bundinn á sama stað alla ævi sína og endurtaka sömu handtökin. I samfélagi þorpsins hafði hann verið þátttak- andi á öllum sviðum lífsins, við veraldleg og andleg störf. En hvað fær manninn til að taka slíkum skiptum. A því eru sjálfsagt fleiri skýringar. Eins og hann hjálpaði að skapa hið fyrsta gnægðarsamfélag var betra að koma auga á kosti þess en veikleika. Það er ein af staðreyndum sem fylgja vax- andi mannlegu valdi, ekki síður á steinöld en í dag. Þrátt fyrir einokun kóngs og prests seig þó hluti vörumagnsins niður í neðri lög félagspýramídans. Og sama hver harka og afneitun reyndist vera í borgar- menningunni, þá tók hinn minnsti meðlimur fyrir hönd samfélagsins þátt í vexti konung- legra athafna. Framlag borgarinnar var framlag hans. Að vísu skiptir borgin samfélaginu og einfaldar hlutverk mannsins, minnkar þann grundvöll, sem persónuleiki hans stendur á, gerir hann að ósjálfstæðari hluta af heild- inni. En hún færir hann inn í nýtt samfélag. Hinn merki borgarsagnfræðingur Lewis Mumford segir „sá menningarlegi dúkur sem borgin óf, varð því margbreytilegri, því litríkara sem garnið var sem dúkurinn var ofínn úr. Hver grein fyrir sig lagði sitt gam í dúkinn. Hver grein, hver stétt fann jafningja innan borgarinnar og gat tekið þátt í að gefa og taka í daglegu lífi borgar- innar og fundið gnægð mannlegra mögu- leika. Þannig felur borgin í sér tvíþætt eðli, sem hún hefur aldrei iosað sig við. Hún bauð upp á frelsi og margbreytileika, fegurð og nýjungar, en færði inn kerfi afgerandi þvingunar og reglu sem er orðin önnur nátt- úra hins borgaralega manns.“ Vald í veraldlegri og andlegri mynd, var fyrsta burðarsúlan í menningu borgarinnar, andstætt þorpsmenningunni sem reyndi að dreifa valdi. Með tíð og tíma varð það að víkja fyrir öðrum stofnunum, fyrir rétti og lögum og félagslegri tillitssemi. Hin fyrstu konunglegu forréttindi, sem látin voru af hendi til hins almenna borgara, að vísu ekki án mótstöðu, voru ódauðleikinn, eins og egyptar ímynduðu sér hann. Önnur andleg og efnaleg forréttindi héldu síðar af stað niður félagspýramídann. Borgin varð því með tímanum vettvangur sem ekki aðeins skemmtir kóngum ogprestum, heldur skapaði almenna möguleika og persónu- leika, sem voru opnir gagnvart heiminum, færir um að hefja sig yfir siði og kröfur, aðlagast nýjum hugsunartiætti, skapa ný verðmæti og taka ákvarðanir og nýjar stefn- ur. Eftir u.þ.b. þrjú þúsund ára söguþróun borgarinnar hefur hún náð menningarstigi sem L. Mumford lýsir í bók sinni „The City in History", en hann er þar að lýsa lífinu í Aþenu á blómaskeiði grískrar menningar á Qórðu öld f. Kr. „Aldrei áður hafði lífíð í borginni verið svo þrungið þýðingu, svo margbreytilegt, svo ávinnandi. Aldrei hafði ytri þvingun eða vélræna hindrað lífíð eins lítið og á þessu tímabili. Vinna og tómstundir, þeoría og praxís, persónulegt og opinbert líf voru undir víxláhrifum, á meðan listir og samtal, músík og leikfími, heimspeki og stjómmál, ást og ævintýri umluku allar hliðar mann- legs lífs. Einn þáttur lífsins gekk upp í öðrum. Enginn þáttur var einangraður eða þaninn á kostnað annars. Þannig hefur hinn frjálsi borgari eflaust upplifað það svo vafa- samt sem það kann að hafa verið fyrir konu hansogþræla." L. Mumford segir svo: „Lífið felst í hinu lifandi, jafnvel merkustu og göfugustu afköst borgarinnar, eru aðeins örvun og getur ekki komið í staðinn fyrir virkilegt líf. Samkvæmt því færa allar fómir, sem hjálp- uðu til við tilkomu borgarinnar ekkert, ef lífið sem borgin gerir mögulegt fær ekki laun sín í sjálfu sér. Hvorki aukið vald né auður geta vegið á móti einum degi, án glampa af fegurð, geisla af gleði eða púls- slætti einingarinnar." Niðurlag í fímm þúsund ára söguþróun borgarinn- ar, hefur hæfíleiki henar til að meðhöndla og breyta umhverfinu samkvæmt viðhorfum sínum farið stöðugt vaxandi. í dag hefur hún náð árangri sem er umhugsunarverður. Borgarmenningin hefur gert manninn færan um að breyta heiminum og öllu lífi að eigin vild. Allt lífríki jarðar er komið inn á áhrifa- svæði þeirra viðhorfa sem borgarmenningin ræktar innra með sér. Lífrænt þróunarstig mannsins hins vegar er í óhagstæðu hlutfalli við getu hans. Maðurinn getur meira en hann skilur. Hann er að hálfu skynsemisvera og að hálfu dýr (vera með fyrirfram bókaða hegðun og viðbrögðum). Það stafar ekki hætta af dýr- inu í manninum og ekki af skynsemi hans heldur af blöndunni í hlutfalli við getu og áhrif borgarmenningarinnar. Atómbomban er afkvæmi borgarmenn- ingarinnar og er lágpunktur ákveðinnar þróunar sem fylgt hefur borgarmenningunni frá upphafi eins og dimmur skuggi. Þetta öfuga egg sem borgin verpti í hreiður sitt er staðreynd, sem borgin er nú að hugleiða hvort hún hafí skynsemi til að eiga. Og það er á ýmsum öðrum sviðum sem hæfileikar borgarinnar eru í óhagstæðu hlutfalli við viðhorf og heimsmynd borgarinnar. Land- búnaður iðnaðarþjóðanna byggir á misskiln- _ ingi á vistfræðilegu samhengi og svarar röskuninni með eitri sem er að eyðileggja allan jarðveg. Og það er sama einfalda heimspekin sem liggur borg tuttugustu aldarinnar til grundvallar, viðhorf sem misskilja manninn og þar af leiðandi menn- ingu hans. Öll hugsun og viðhorf borgarans og það mat sem borgarmenningin leggur á ýmsa menningarþætti sína getur einnig haft af- gerandi áhrif á frekari þróun lífsins. Ef borgarmenningin varar sig ekki, þá eru frumskógar heimsins ekki súrefnisframleið- endur, ekki vistfræðileg nauðsyn heima- lands síns, ekki mótandi veðurfars og lang- tíma skilyrða, ekki auðug hringrás lífrænna hringja og heimili milljóna dýra og plantna, heldur auðlind sem getur orðið slík með því að breytast í stofuskáp í menningu borgarinnar og hefur þar ekki annan tilgang en að „inponera“ í menningu hlutanna, þátt- ur í fjaðradansi mannsins og hornsteinn í menningar- eða ástarævintýri hans. Enginn skildi ætla að hlutimir gerist af sjálfu sér og lífíð muni einhvern veginn halda áfram. Sagan kennir okkur aðra lexíu. Það voru ekki aðeins risaeðlumar sem áttu sín endalok vegna óhagstæðrar þróunar, heldur og hundruð annarra tegunda sem urðu að lúta í lægra haldi vegna óhagstæðr- ar þróunar miðað við umhverfisbreytingar. Sagan sýnir að það er frekar regla en undantekning. Það búa öfl innra með borginni sem gera hana hæfa til að breyta öllum heiminum. Það þýðir að hún er að verða fær um að breyta allri jörðinni í aldingarð, skapa vist- fræðilegt jafnvægi og örugga uppskem. Hún er að verða þess megnug að stilla öllum vexti í rétt hlutfall við vistfræðilega mögu- leika jarðarinnar, ef menntun og hæfileikar borgarinnar breytast í stjórnmálalegan vemleik. M.ö.o., borgin er komin að þeim mörkum að geta breytt umhverfinu í aldin- garð vistfræðilegs jafnvægis, hún getur með innsýn í samhengi lífræns lífs og menningu borgarinnar breyst í tilvemsvæði hagsældar og fegurðar, þroska og ævintýris. En hún rambar á sama tíma á barmi eigin grafar, því hún kann meira en hún hefur skynsemi til. Þórður Ben Sveinsson er myndlistarmaður og hefur búið um árabil (Dusseldorf i Þýskalandi. 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.