Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1986, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1986, Blaðsíða 8
Geoffrey Hold- er frá Trinidad hefur verið nefndur „rene- sans-maður“ með tilvísun til hinna flölhæfu snillinga ítölsku endurreisnarinn- Geoffrey Holder. Á bak viðhatm erkona hans, Carmen Lavállaco. Geoffrey Holder er sennilega þekktastur sem kvikmyndaleikari (Live and Let Die, Dr. Doolittle, Annie) og sem hinn risavaxni svert- ingi, er hvetur Bandaríkjamenn með sinni hljómmiklu rödd til að drekka meira 7-Up. ar. Á tímum sífellt vax- andi sérhæfingar er sjald- gæft að árangur náist með því að margskipta sér, en það er hægt: Holder er listmálari og ekki síst þekktur fyrir portretmyndir. Hann er að auki kvikmyndaleik- ari, búningahönnuður, leikstjóri og skemmti- kraftur. Eftir Joseph H. Mazo úr Horizon Þegar hlustað er á óaðfinnanlegt málfar hans, er erfítt að trúa því, að Holder hafí stamað fram yfír tvítugsaldur. Hann losnaði við allt stam, þegar hann eitt sinn var stadd- ur á samkomu og reiddist þá svo heiftarlega út af ósanngjömum athugasemdum um vestur-indíska dansa, að hann spratt á fætur og svaraði að bragði með mjög svo ítarlegu orðfæri og án þess að reka nokkum tíma í vörðumar. Upp frá því hefur hann ekki stamað. En Holder býr raunar yfír langtum fleiri hæfíleikum heldur en allan almenning grunar. Hann er eða hefur verið bæði leikari og dansari, hefur starfað sem dansahöfund- ur, leikstjóri, sviðsstjóri, hönnuður leik- búninga, sem rithöfundur, leiklistargagn- rýnandi, og svo er hann líka listmunasafíi- ari. Þá hefur Holder og um skeið ferðazt um með dálítið sérstæða einmenningssýn- ingu — en það eru eins konar fyrirlestraferð- ir, þar sem hann kemur fram á vegum há- skóla og menntaskóla og ræðir um sinn eigin feril og um uppvaxtarárin suður á Trínidad. Hinn kunni gagnrýnandi við Washington Post og Pulitzer-verðlaunahafi, Alan M. Kriegsman, hefur nýlega farið mjög lofsam- legum orðum um þessar sýningar Holders. Hann hefur komið fram á leiksýningum á Broadway og kom eitt sinn fram á skemmti- kvöldum í Oiympíu í París með hinni nafn- toguðu Josephine Baker. Hann lék Lucky í rómaðri sviðsetningu á „Beðið eftir God- ot“, þar sem leikaramir og allir aðstandend- ur leiksýningarinnar vom blökkumenn, og hann var meðal leikaranna, sem léku í Blómahúsinu, þegar það var frumflutt. Árið 1975 vann hann til tvennra Tony-verðlauna — önnur hlaut hann fyrir gerð búninga, hin fyrir leikstjóm The Wiz, danssýningu með söngvaívafi, sem hann hefur nýlega fært aftur upp á Broadway. Hann samdi dansana og sá um gerð sviðsbúnaðar fyrir Dougla, sem sýnt var í Dans-leikhúsi í Harlem, endursamdi og færði aftur upp hinn eftir- minnilega voodoo-ballet sinn Banda og sá um gerð hinna framandlegu og suðrænu leiktjalda fyrir stórkostlega uppfærzlu Johns Tara á „Eldfuglinum“. Geoffrey Holder hefur skrifað greinar í blöð og tímarit og einnig bækur, þar á meðal vestur-indíska matreiðslubók — hann er ekki í neinum vandræðum með að mat- reiða veizlukost handa svo sem fjörutíu manns á tveggja eldhólfa gaseldavél. Þá hefur hann nýlokið við að skrifa sjálfsævi- sögu sína, The Art of Geoffrey Holder, sem kom út fyrir fáum vikum hjá útgáfufyrir- tækinu Howard University Press í Banda- ríkjunum. Þar sem hann hefur alla tíð haft alveg einstakt dálæti á litríkum tauefnum, hefur hann oft hannað kjóla handa eigin- konu sinni, leikkonunni og dansmeyjunni Carmen DeLavallade, en hún er vissulega ein fegursta konan sem um þessar mundir prýðir heimsbyggðina. Ef nota má þau orð um hinn 190 sm háa Holder, þá væri honum víst bezt lýst sem sönnum renaissance-manni eða þúsund- þjalasmiði á þessari öld sérfræðinganna. Litríkur Listmálari Einna eftirtektarverðastur af þeim fjöl- mörgu hæfíleikum, sem Geoffrey býr yfir, er þó sennilega hinar miklu gáfur hans á sviði listmálunar. Þetta er annars sú hlið á hæfíleikum hans, sem almenningi er minnst kunnugt um. Hann er listmálari með afar næmt auga og tilfínningu fyrir formi og lín- um og hefur til að bera nægilegt hugrekki til að nota í málverkum sínum þá liti, sem hann hefur mesta tilfinningu fyrir. Árið 1957, skömmu eftir að hann fluttist til Bandaríkjanna, hlaut hann starfsstyrk frá Guggenheim-stofnuninni til þess að vinna að listsköpun sinni sem fullgildur málari þarlendis en ekki sem leikari eða skemmti- kraftur. Málverk eftir hann hanga á ýmsum opinberum listasöfnum, þau er einnig að fínna í einkasöfnum, og uppi á geysistórri rishæð í húsi einu á Manhattaneyju í New York, sem hann hefur til umráða sem vinnu- stofu, hanga auk þess nokkrar af myndum hans innan um málverk eftir Boscue og aðra vestur-indíska málara. Stuyversant van Veen — listmálari og til skamms tíma prófessor við City University of New York og einn af fyrstu vinunum, sem Holder eignaðist þar í borg — hefur lýst honum svona hálft í spaugi sem „hinum svarta Modigliani". Hinir álkulegu hálsar, sem einkenna andlitsmyndir Holders, leiða óhjákvæmilega til slíkrar samlíkingar, enda þótt Geoffrey Holder hafi á þeim tíma aldrei litið myndir þessa meistara nútíma myndlist- ar augum. Þó kann að vera, að hann hafí sem drengur séð einhveijar endurprentanir af myndum Modiglianis í listaverkabókum bróður síns, Boscues, heima á Trínidad, um það leyti, sem drengurinn var að gera fyrstu tilraunir sínar til myndsköpunar og var farinn að móta eigin stíl. Sjálfur álítur Holder, að hin mikla hálslengd í andlits- myndum hans séu áhrif, sem hann varð fyrir af myndum Gertrude Langs, listmálara frá New York, sem eitt sinn sýndi verk sín með Holder suður á Trínidad, en hin upp- runalega fyrirmynd þessara teygðu hálsa, einnig í myndum Modiglianis, telur hann vera að fínna í afrískri listsköpun, sem vita- skuld sé einnig hluti af menningararfleifð Trínidadbúa. í geysistórri freskumynd, sem Geoffrey Holder málaði á einn veginn í borðsal Hilton-hótelsins á Trínidad, sjást mannverur Holder er sennilega þekktastur sem leik- ari og skemmtikraftur. Árið 1964 kom hann fram með Josephine Baker á sér- stökum skemmtikvöldum hennará Broad way.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.