Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1986, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1986, Síða 4
B ÆT o K M E N N T 1 R BÓKMENNTAHEFÐ í tilefni greinar Ólínu Þorvarðardóttur: „Konan og bókmenntahefðinu í síðasta hefti Þjóðlífs „Ótvírætt er að hérlendar bókmenntir karla hafa verið miklu umfangsmeiri en bókmenntir kvenna á liðnum 140 árum, og má ugglaust finna á því fleiri en eina skýringu, en hitt hlýtur að teljast í hæsta máta vafasamt, að einung- is karlleg hefð hafi verið tilgengileg verðandi kven- rithöfundum á liðnum hundrað árum. Konur áttu jafnt og karlar aðgang að þeim norrænu bókmennt- um sem hæst bar á þessu skeiði, einnig kvennabók- menntum, en einmitt úr þeirri átt bárust þeir straumar sem endurlífg- uðu sagnahefð íslend- inga.“ Eftir Sigurð A. Magnússon Ef hafa má grein Ólínu Þorvarðardóttur, „Konan og bókmenntahefðin", í síðasta hefti Þjóðlífs til marks um afrakstur bók- menntakennslunnar í Háskóla íslands nú um stundir (höfundur stundar íslenskunám á cand. mag.-stigi), þá verður vart annað sagt en eitthvað sé þjálfun nemenda í einfaldri röksemdafærslu ábótavant, svo ekki sé fastar að orði kveðið. í upphafi greinar er því slegið föstu „að hvert skáld vilji vera sjálfstæður skapari verka sinna og leitist því við að losna undan áhrifiim hefðarinnar þegar það lýsir heimin- um í verki sínu.“ I næstu andrá er staðhæft að bókmenntahefðin sé karlkyns, sem sam- kvæmt framansögðu ætti að fela í sér að karlkyns höfundar leitist við að losna undan áhrifum karlkyns hefðar. En þá kemur alltí- einu einsog skoilinn úr sauðarleggnum sú staðhæfíng, að konur búi ekki við neina hefð í bókmenntum, því þar sé einfaldlega ekki gert ráð fyrir þeim. Eiaðsíður segir höfundur að konan verði að fást við tvíþætt- an vanda: annarsvegar verði hún „að fást við heimsmyndina — það hvemig heiminum er lýst í bókmenntum — og hins vegar fást við kvenmyndina, þ.e. hvemig hefðin lýsir konum". Látum vera þó vandséðar séu heilar brýr í þessum röksemdafærslum. Hitt er öllu lakara, að hér er beinlínis verið að rangfæra bókmenntasögulegar staðreyndir. Einsog ljóst er af greininni (samanber vísun til Mjallhvítar og Drottningar) er ekki ein- vörðungu verið að fjaila um hérlendar bók- menntir, og því hlýtur athugull lesandi að varpa fram þeirri spumingu, hvort ekki sé um að ræða vítaverða fölsun, þegar því er haldið fram, að kvenmyndir í bókmenntum eigi það „allar sameiginlegt að vera sköpun- arverk karla“. Konur hafa komið við sögu bókmennta nálega frá upphafi vega. Sapfó hin gríska samdi sínar tæm ljóðperlur kringum 600 fyrir Krists burð og telst enn meðal höfuð- skálda bókmenntasögunnar. Múrasaki Sjíkúbú hin japanska samdi eitt af öndvegis- ritum heimsbókmenntanna, Söguna um Dséntsí, á tíundu öld eftir Kríst og var ein margra japanskra kvenna á sinni tíð sem stunduðu bókmenntaskrif með minnisverð- um árangri. Á liðnum þremur öldum má virða fyrir sér stóra fylkingu kvenna sem markað hafa spor í bókmenntasöguna. Læt ég nægja að nefna af handahófi eftirtalin nöfn, sem hvert um sig segir merkilega sögu: Marie Madelaine de Lafayette (1634-93), Madame de Staél (1766-1817), George Sand (1804—76), Colette Pearl Buck (1873-1964), Jane Austen (1775-1817), Bronte-systur (Charlotte 1816—55, Emily 1818—48, Anne 1820—49), George Eliot (1819—80), Elizabeth Barret Browning (1806-61), Alice Meynell (1850-1923), Charlotte Mew (1869-1928), Edith Sitwell (1887-1964), VirginiaWoolf (1882-1941), Harriet Beecher Stowe (1812—96), Emily Dickinson (1830—86), Lizette Woodworth Reese (1856—1935), Amy Lowell (1874-1925), Gertrude Stein (1874-1946), Edith Wharton (1862-1937), Willa Cather (1873-1947), Sara Teasdale (1884—1933), Hilda Doolittle (1886—1961), Marianne Moore (1887—1972), Edna St. Vincent Millay (1892-1950), Pearl S. Buck (1892-1973), Louise Bogan (1897—1970), Elizabeth Bowen (1899-1973), Katherine Anne Port- er (1890—1980), Anai's Nin (1903—77), Elannery OConner (1925—64), Anne Sexton (1928—74), Sylvia Plath (1932—63), Grazia Deledda (1871—1936), Gabriela Mistral (1889—1957), Marie von Ebner-Eschenbach (1830-1916), Nelly Sachs (1891-1970), Marie Louise Kaschnitz (1901—74), Inge- borg Bachmann (1926—73), Victoria Benedictsson, (1850—88), Selma Lagerlöf (1858—1940), Agnes von Krusenstjema (1894—1940), Edith Södergran (1892—1923), Kerstin Söderholm (1897-1943), Karin Boye (1900-1941), Amalie Skram (1846—1905), Sigrid Undset (1882-1949), Cora Sandel (1880-1968), Charlotte Biehl (1731—88), Marie Breg- endahl (1867—1940), Karen Blixen (1885—1962) ogTove Ditlevsen (1918—76). Þennan lista yfir látna kvenrithöfunda, sem skilið hafa eftir sig óafmáanleg spor (sex þeirra hlutu raunar Nóbelsverðlaun), mætti vitanlega lengja að miklum mun, og við hann mætti síðan bæta heilli iegíó NeUySacks kvenna sem eru að semja markverðar og ósjaldan stórbrotnar bókmenntir um reynsluheim kvenna. Því fer víðsfjarri að kvenmyndir í bókmenntum eigi það „allar sameiginlegt að vera sköpunarverk karla“. Nú vill greinarhöfundur kannski bera því við, að ritsmíðin hafi fyrst og fremst átt að fjalla um íslenskar bókmenntir (þrátt fyrir vísunina til Mjallhvítar og Drottning- ar), og er þá því til að svara, að við eigum líka hefð kvennabókmennta sem rekja má aftrá síðustu öld og jafnvel lengra (Steinunn í Höfn, Látra-Björg, Guðrún í Stapadal, Skáld-Rósa, Júlíana Jónsdóttir, Torfliildur Hólm, Ólöf frá Hlöðum o.fl.), en fyrsta innlenda skáldsagan á nýöld var ekki samin fyrr en um miðja síðustu öld. Ótvírætt er að hérlendar bókmenntir.. karla hafa verið miklu umfangsmeiri en bókmenntir kvenna á liðnum 140 árum, og má ugglaust fínna á því fleiri en eina skýr- ingu, en hitt hlýtur að teljast í hæsta máta vafasamt, að einungis karlleg hefð hafi verið tilgengileg verðandi kvenrithöfundum á liðnum hundrað árum. Konur áttu jafnt og karlar aðgang að þeim norrænu bókmennt- um sem hæst bar á þessu skeiði, einnig kvennabókmenntum, en einmitt úr þeirri átt bárust þeir straumar sem endurlífguðu sagnahefð íslendinga. Þó fyrirferð karla hafi verið mikil í bók- menntunum og þeir mótað þær að verulegu marki að eigin geðþótta, þjóna alhæfíngar og einfaldanir á borð við þær sem fram eru bomar í ritsmíð Ólínu Þorvarðardóttur ákaf- lega vafasömum tilgangi og eru einkum til þess fallnar að skekkja og skrumskæla þann veruleika sem við réttsýnum mönnum blasir. Ekki tekur betra við þegar greinarhöfund- ur fer að fjalla um nýliðna tíð. Því er kinn- roðalaust slegið fram, að með tilkomu verka Jakobínu Sigurðardóttur hafí ritdómarar tekið uppá því „að kalla skáldskap kvenna,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.