Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1986, Síða 5
meðal annars þeirra Jakobínu og Svövu,
„kerlingabækur". Þessi brandari, sem Sig-
urður A. Magnússon mun hafa sagt fyrstur
manna, þótti mjög fyndinn og öpuðu margir
hann eftir“.
Hér eru engin dæmi nefnd, svo ekki er
auðgert að fletta ofanaf þeim álygum sem
undir dylgjunum búa. Mér vitanlega voru
bækur þeirra Jakobínu Sigurðardóttur og
Svövu Jakobsdóttur aldrei orðaðar við „kerl-
ingabækur". Ég hafði þetta gamalgróna
orð, sem á hefðbundinni íslensku merkir
kredda eða hjátrú, um þá tegund bóka sem
síðarmeir var nefnd afþreyingarbókmenntir
og samdar voru eftir föstum formúlum sem
sjaldan var brugðið útaf. Tók ég skilmerki-
lega fram að nafngiftin ætti jafnt við afþrey-
ingarbækur karla sem kvenna. Þessi spaug-
semi kann að hafa orkað tvímælis, en fyrir
því er engin flugufótur, þó hver éti firruna
upp eftir öðrum, að ég hafi með nafngiftinni
verið að gera lítið úr bókmenntum kvenna
yfirleitt, enda tel ég mig fortakslaust hafa
verið meðal þeirra sem fyrstir fögnuðu
skáldverkum Jakobínu og Svövu — sem og
annarra góðra kvenrithöfunda sem gert
hafa garðinn frægan á liðnum aldarfjórð-
ungi; má þar nefna konur á borð við Vil-
borgu Dagbjartsdóttur, Þóru Jónsdóttur,
Þuríði Guðmundsdóttur, Guðrúnu Helga-
dóttur, Ásu Sólveigu, Fríðu Á. Sigurðardótt-
ur, Olgu Guðrúnu Árnadóttur, Nínu Björk
Ámadóttur, Steinunni Sigurðardóttur, Ingi-
björgu Haraldsdóttur og nú síðast þær Álf-
rúnu Gunnlaugsdóttur, Vigdísi Grímsdóttur,
Stefaníu Þorgrímsdóttur og Elísabet Þor-
grímsdóttur. Ástu Sigurðardóttur dáði ég
fráþví fyrsta saga hennar birtist á prenti.
Eg var hættur að skrifa ritdóma í hérlend
blöð þegar þær Jakobína, Svava og yngri
stöllur þeirra komu framá ritvöllinn, þannig
að ég fjallaði ekki um verk þeirra hér heima.
Gabriela Mistral
En ég skrifaði um þær í mörg erlend tíma-
rit, jafnt austanhafs sem vestan, og taldi
þær jafnan vera í forustusveit íslenskra
samtíðarbókmennta. Má sem dæmi taka
eftirtalin rit: Ny litteratur i Norden
1962—64 (Svíþjóð 1966), Ny litteratur i
Norden 1965-67 (Svíþjóð 1969), Vinduet
(Noregi 1969), Horisont (Finnlandi 1970),
Mosaic (Kanada 1970), Scandinavian
Studies (USA 1977), Land aus dem Meer
(Berlín 1980), World Literature Today
(USA 1982), The Postwar Poetry of
Iceland (USA 1982, Icelandic Writing
Today (Reykjavík 1982), Los Universitar-
ios (Mexíkó 1983), Rallarros (Svíþjóð
1985), Iceland Crucible (Reykjavík 1985)
og die horen (Vestur-Þýskaland 1986). Er
mér tii efs að nokkur einstaklingur, innlend-
ur eða erlendur, hafi borið hróður hérlendra
kvennabókmennta víðar en undirritaður.
Það er því ómaklegt og reyndar fullkom-
lega fjarstætt að gera því skóna, að ég
hafi með beinum eða óbeinum hætti átt
hlut á vanmati á skáldverkum Jakobínu
Sigurðardóttur og Svövu Jakobsdóttur, enda
hygg ég að Svava geti sjálf borið um það,
að ég hvatti hana með ráðum og dáð þegar
hún hóf að birta smásögur í Lesbók Morg-
unblaðsins 1964. Hafði hún raunar þegar
vakið athygli mína með verðlaunasögunni
„Konan í kjallaranum", sem birtist í júlí-
hefti Lífs og listar 1950.
í seinniparti greinar sinnar fjallar Ólína
Þorvarðardóttir nokkuð um afþreyingar-
bókmenntir og nefnir einkum til sögu þær
Guðrúnu frá Lundi og Ingibjörgu Sigurðar-
dóttur, sem afkastamestar hafa verið í þeirri
bókmenntagrein, þó með ólíku móti sé.
Guðrúnu er réttilega hrósað fyrir jarð-
bundnar og raunsannar lýsingar á verkum
og starfsháttum kvenna við ríkjandi tíðar-
anda og veruleik. Hitt er fásinna, að með
verkum hennar hafí fyrst komið til sögunnar
skipting íslenskra skáldverka í æðri og
óæðri flokka. Eg man ekki til, að verk
þeirra Jóns Mýrdals (1825—99) eða Torf-
hildar Hólm (1845—1918) hafi nokkumtíma
verið talin til æðri bókmennta eða sett í
sama gæðaflokk og verk Jóns Thoroddsens,
Þorgils gj allanda og Jóns Trausta.
V 1 s 1
Ingibjörg Sigurðardóttir fær þá einkunn,
að hún semji ástarsögur að erlendri fyrir-
mynd og felli þær inní klisjukennda formúlu
aíþreyingarsagna um átök góðs og ills.
Eiaðsíður býsnast greinarhöfundur yfir því
að Ingibjörg skuli ekki hafa verið tekin
uppí Skáldatal og hefur til marks um af-
leitt gildismat bókmenntastofnunarinnar
sem hún nefnir svo og tyggur upp eftir
öðrum. Nú er ekki í mínum verkahring að
bera blak af ritstjórum Skáldatals, enda
hafa þeir gert skýra grein fyrir vali manna
í ritið, en hitt þætti trúlega fleirum en mér
fróðlegt að vita, hvort höfundur telji að
magnið eitt eigi að skera úr um hlutgengi
höfunda í það virðulega rit. Sé það rétt sem
Ólína Þorvarðardóttir heldur fram, að Ingi-
björg Sigurðardóttir sé ekki sjálfri sér trú
í verkum sínum, skapi ótrúverðugan heim
með flötum og einhæfum mannlýsingum og
ófullnægjandi veruleikalýsingum, hveijir eru
þá verðleikar hennar aðrir en þeir að hún
er kvenkyns? Á það eitt að nægja til að
tryggja henni sess á skáldabekk? Spyr sá
sem ekki veit.
Svo skrýtilega vill nefnilega til, að ýmsir
höfundar af karlkyni hafa ekki fundið náð
fyrir augum ritstjóranna, þótt samið hefðu
tilskilin tvö bókmentaverk þegar Skáldatal
kom út. Þeirra á meðal nefni ég af handa-
hófi Kristján Albertsson, Aðalstein Sig-
mundsson, Áma Óla, Bjöm Daníelsson,
Eirík Sigurðsson, Guðjón Sveinsson, Hall-
grím Jónsson, Hannes J. Magnússon, Vigfús
Björnsson, Indriða Úlfsson, Ingólf Jónsson
frá Prestbakka, Jón Kr. ísfeld, Ragnar Jó-
hannesson, Steingrím Sigurðsson og Jó-
hannes Birkiland. Kannski það sé misskiln-
ingur að Ingibjörg Sigurðardóttir hafi verið
látin gjalda kynferðis síns þegar henni var
úthýst úr Skáldatali?
PS: Grein Ólínu Þorvarðardóttur birtist
í mars-hefti Þjóðlífs. Ég hafði samband
við annan ritstjórann 25. mars og bað um
rúm fyrir svargrein, en var tjáð að búið
væri að loka maí-heftinu, og yrði ég því að
bíða júlí-heftis. Verður einkar fróðlegt að
fylgjast með hvernig tímaritið hyggst halda
uppi umæðu um brýn málefni með þvílíkri
ritstjórnarstefnu. Hitt er líka verðugt íhug-
unarefni, á hvaða forsendum tímarit, sem
vísast vill láta taka sig alvarlega, birtir
samsetning á borð við þann sem hér hefur
verið gerður að umtalsefni. Hafa bók-
menntaráðunautar tímaritsins, þeir Árni
Sigurjónsson og Þorvaldur Kristinsson,
virkilega ekki til að bera meiri metnað fyrir
hönd skjólstæðings síns?
Gervilíffæri
Vélsmíðaðir hlutir, sem leysa af hólmi hold og bein, gjör-
breyta horfum fórnarlamba sjúkdóma og slysa.
Miklar framfarir hafa orðið á
sviði gervilíffæra á undan-
fömum ámm, og þau eru
aðallega úr plasti. Læknar
geta nú sett tilbúin líffæri í stað hjartna,
nýma, eyrna, útlima, æða og mjaðmar-
liða meðal annars. „Á vissum sviðum
mun bezta læknismeðferðin vera fólgin
í því að setja gervilíffæri í sjúklingana.
Við erum ekki komnir svo langt ennþá,
en þetta er allt hægt að gera," segir dr.
Fred Shapiro, formaður bandaríska
gervilíffæra-félagsins.
Bris
Vísindamenn við Massachusetts-
háskóla vonast til þess að geta gefið
sykursýkissjúklingum kost á að fá grætt
í sig gervibris innan fimm ára. Verið er
að gera tilraunir með „blend-
ings“-líffæri, sem samsett er
af lifandi fmmurn úr brisi dýra
og himnum utan um þær úr
fjölliða plasti. Himnurnar
hleypa inn þrúgusykri, en út
insúlíni sem hið ígrædda líf-
færi framleiðir, og veija það
gegn mótefnum og hvítum
blóðkornum ónæmiskerfisins.
Þannig þyrfti sjúklingurinn
ekki að taka inn lyf til að halda
ónæmsikerfinu í skefjum.
blóðið streymir gegnum þær, og þær
kunna að koma að notum fyrir fólk, sem
á við blóðrásarvanda að stríða í útlimum.
Fólk, sem á aflimun yfir höfði sér, ætti
með þessu að eiga annarra kosta völ.
Gerviheyrn
Varanlegu heyrnartæki hefur verið
komið fyrir eða „grætt" í meira en 700
sjúklinga, síðan það hlaut viðurkenningu
heilbrigðisyfirvalda í Bandaríkjunum
fyrir ári. Hönnuður þess er dr. William
House í Los Angeles, en framleiðandinn
3M Company. Tækið breytir hljóðum í
rafboð, sem eru send til kuðungsins í
innra eyranu. Notendur tækisins segja,
að það hafi auðveldað þeim að lesa af
vörum.
Háþróaðri tæki eru á tilraunastigi.
Flytjanlegt Nýra
Japanskt fyrirtæki mun
sennilega framleiða gervinýra,
sem hægt er að bera. Tækið
er hannað af vísindamönnum
við Utah-háskóla, það er tæp-
lega 4 kíló á þyngd, knúið með
rafhlöðum og hægt er að festa
það við líkamann með ólum.
Meðan á síuninni stendur,
streymir blóð út og inn um nál
í handlegg sjúklingsins, sem
tengdur er við 20 lítra geymi.
En hægt er að taka sjúklinginn
úr sambandi við kerfið í allt
að 15 mínútur í einu á þeim
4—5 tímum, sem fullkomin
síun tekur.
Óhugsandi er talið, að hægt sé að
koma fyrir gervinýra í mönnum, en vís-
indamenn segja, að þróunin muni beinast
að minni og auðflytjanlegri tækjum til
síunar.
Gervihandleggur
Og Hönd
Fjögur ár eru liðin síðan samstæða
sú, gervihandleggur og hendi, sem þróuð
var í Utah-háskóla, var fyrst tekin í
notkun, og á þeim tíma hefur hún verið
fest við 250 manns víðsvegar um heim.
Verð samstæðunnar er rúml. 1 millj. ísl.
kr.
Gervihandleggnum og höndinni
stjórna rafskaut og örtölvuverk, sem
svarar boðum, sem send eru frá heilanum
gegnum eftirstöðvar af vöðvum í öxl og
á handlegg. Vísindamenn eru nú að gera
tilraunir með hönd, sem hefur þijá fingur
og þumal, til að auka fingrafimina og
„handlagnina".
Æðar
Á sjúkrahúsum er verið að reyna örlitl-
ar leiðslur úr fjölúretani, sem flytja blóð
til vefja og vöðva. Þær jofnvel slá, þegar
Skurðlæknir býst til að koma fyrir gerviliða-
mótum ífingri á liðagigtarsjúklingi.
Gervihjarta
Hingað til hefur langmest verið fjallað
opinberlega um gervihjörtu af öllum
varahlutum í mannslíkamann. Á þremur
árum hafa fimm slík hjörtu verið sett í
menn til varanlegrar notkunar, en þijú
til bráðabirgða, meðan beðið var eftir
hjartaflutningi.
En hin háa tíðni fylgikvilla hefur vakið
efasemdir manna um slík hjörtu, eins
og þau hafa verið úr garði gerð. Það er
augljóst, að árangurinn hefur fram að
þessu verið óviðunandi, að því er hátt-
settir sérfræðingar viðurkenna. En þess
verður þó að gæta, að hér er nánast um
tilraunir að ræða og ekki hægt að búast
við bata í venjulegri merkingu af þessum
læknisaðgerðum.
En á mörgum stofnunum vinna vís-
indamenn að nýjum gerðum af gervi-
hjörtum. Ein þeirra, Utah 100, er spor-
öskjulaga og kemst betur fyrir í bijóst-
holinu en Jarvik-7 gerðin, sem nú er
notuð.
Þá er einnig völ á gervihjarta, sem
vísindamenn við Pennsylvaníu-háskóla
hafa þróað, en það hefur samskeytalausa
plastfóðrun og plastloka, sem menn vona
að dragi úr hættu á blóðtappa.
Lokatakmarkið er: Gervihjarta, sem
hægt er að koma tryggilga fyrir í sjúkl-
ingunum og gerir þeim kleift að lifa
eðlilegu lífi.
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 19. APRIL 1986 5