Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1986, Blaðsíða 7
Tómas Sæmundsson
náms í Hafnarháskóla 1832. Tómas hvatti
hann mjög utan og tilhugsunin um að Jónas
dagaði uppi í lélegu embætti hér, menntun-
arlaus og allslaus, skelfdi hann. Jónas byij-
aði í lögfræði, líklega af hagsýni, en ekki
var það hans náttúra, heldur sneri hann sér
að bókmenntum og náttúrufræði, en tók
engin lokapróf. Hann fékk styrk til að
stunda náttúrufræðirannsóknir hér á árun-
um 1839—42, var þá í Reykjavík á vetrum,
en ferðaðist á sumrum og safnaði sýnum.
í þessu verkefni var danskur maður með
honum, Steenstrup að nafni. Áhugi Dana
byggðist einkum á hugsanlegri brennisteins-
vinnslu hér. Hann kom svo til Hafnar 1842
og hugðist vinna úr rannsóknum sínum,
m.a. ásamt Steenstrup. Einnig hafði hann
hug á að gera íslandslýsingu fýrir Bók-
menntafélagið, en peningaútvegun gekk illa.
Steenstrup bjó í Sórey og kenndi við aka-
demíuna þar. Hann bjó vel og bauð því Jón-
asi að búa hjá sér, svo þeir gætu unnið
saman. Þangað fór hann síðsumars 1843.
Það kemur vel fram í bréfum Jónasar héðan
til Steenstrup hversu hlýtt honum var til
hans og hvað hann mat hann mikils. Hann
var óþreytandi að láta þennan sálufélaga
sinn fylgjast með starfi sínu og senda honum
sýni.
Jónas kunni greinilega fima vel við sig
í Sórey. Það fór vel um hann og félagsskap-
urinn var framúrskarandi. Auk Steenstrups
vom þarnar ýmsir andans menn við skólann,
t.d. skáldin B.S. Ingemann og C. Hauch.
„Það er nógu gaman, þegar maður vill rétta
sig upp, að geta fyrirhitt aðra eins menn
og Hauch og Ingemann og vera ætíð boðinn
og veltekinn." Og hann reytir frásagnir af
þessum andans jöfrum í vini sína, segir um
Hauch: „Honum mættu tveir harmar í vetur;
hann missti dóttur sína, og konan hans
skrifaði Novelle". Og svo fýlgir með íjörleg
lýsing á Ingemann. Það er óvenjulétt yfir
honum þessa mánuðina og hann virðist vera
eins og fískur í vatni þama.
En Steenstmp hafði nóg annað að gera
og gat lítt sinnt Jónasi og þeirra vinnu.
Vorið 1844 skreppur Jónas inn til Kaup-
mannahafnar. Um þetta leyti er kallað úr
kónggarði eftir stallbróður hans Steenstmp
og hann sendur í ferðalag til Færeyja og
Skotlands með krónprinsinum. Jónas ílend-
ist því í Höfn, en býst greinilega við að
fara aftur út í Sórey, sem þó varð ekki. í
Höfn berst hann við peningaleysi eins og
venjulega og reynir að sinna störfum sínum
margvíslegum, en gengur lítt. Svo kemur
vorið 1845, hann dettur niður stiga, eins
og kunnugt er, fótbrotnar, fær illt í fótinn
og deyr á spítala innan fárra daga.
Tregi Og Þunglyndi
BakViðGleðina
Bréf Jónasar em mörg hver býsna fyndi-
leg. Þó er það svo að skop er háð tízku og
tíðaranda, svo það er ekki laust við að skop
hans virðist kannski nokkuð rykfallið nú.
En hann fer oft á kostum, ekki sízt til
Fjölnisfélaganna, sem svara í sama dúr,
nema Tómas hinn alvömgefni. í dönskum
bréfum Jónasar til Steenstrups er hann ögn
alvarlegri, þau fjalla um verkefni þeirra hér
og rannsóknarferðir, en em skemmtilega
krydduð jónasönskum léttleika. Hann hefur
greinilega kunnað að meta gleðskap, en á
bak við dylst samt einhver tregi og þung-
lyndi, sem hann imprar reyndar lítillega á
sjálfur. Ekki hefur Jónas verið alveg áhuga-
Konráð Gíslason
laus um kvenfólk, þó aldrei yrði það neitt
í alvöm, svo vitað sé. En um kvenfólk
gantast þeir Konráð í bréfum, báðir nokkuð
munúðarfullir svona á pappímum, þó ekki
væm tilefnin mikil.
Jónas hefur gjaman þótt holdtekning hins
uppflosnaða Hafnarstúdents, var líklega
hallur að flöskunni á stundum og hefur legið
undir ámæli um að koma litlu í verk í nátt-
úmfræðirannsóknum sínum. Próflaus var
hann, en afköstin vom dijúg. Burtséð frá
kvæðum hans og ritgerðum, þá virðist hann
sannarlega hafa verið að, samanber sýna-
söfnun hans hér og vinnuna síðustu árin
með Steenstmp, þó þeir bæra ekki gæfu
til að ljúka þeirri vinnu. En ógæfa hans var
kannski ekki sízt sú að Steenstmp hafði
engan tíma til að sinna verki þeirra og var
svo kallaður í annað. Og ekki má gleyma
féleysinu, sem var slítandi. I april 1845 er
Jónas enn að tala um bók þeirra félaga,
Islands Naturforhold átti hún að heita, og
að Steenstmp muni brátt geta sezt að verki.
Jónas virðist oftlega hafa verið undra létt
um yrkingar og ekki tekið þá íðju sína
alvarlega framan af, fremur en svo margir
aðrir sem gátu sett saman vísur. En þegar
á líður yrkir hann meira, virðist taka kveð-
skapinn alvarlegar og kveðkapurinn verður
þyngri. Þá eiga vinimir stundum erfitt með
að fylgja honum eftir. Brynjólfur áttar sig
t.d. alls ekki á kvæðinu Alsnjóa, sem er
einmitt gott dæmi um síðustu kvæði Jónas-
ar. En kvæðin virðast strax dáð og vekja
hrifningu. Danskan var honum ekki síður
töm en íslenzkan og á því máli orti hann
sitthvað gott.
Hann var meira skáld og fræðimaur en
áhugamaður um stjómmál. Pólitíkin í kvæð-
um hans er meira í ætt við drauma Tómas-
ar, en hugmyndir Jóns Sigurðssonar. Tómas
kallar vin sinn „legitimist" og „Carlist".
Heitin eiga rætur að rekja til stjórnmála-
átaka á Spáni, eiga hér líklega við þann sem
fylgir erfðabundinni landstjórn, ekki þjóð-
kjörinni stjóm. En það er ekki alveg auðvelt
að sjá hvort Tómas mælir í gamni eða alvöm.
I dönsku menningarandrúmslofti kunni
Jónas vel við sig. Það er erfitt að spá í
hvar hann hefði ílenzt. Náttúmfræðikennsla
hér freistaði hans og uppbygging náttúm-
gripasafns. Hann íhugaði prestsembætti hér
á tímabili, vísast til að komast í fasta vinnu.
En Danmörk átti vafalaust sterk ítök í
honum og það umhverfi sem hann kynntist
íSórey.
KONRÁÐGÍSLASON
Konráð Gíslason fæddist 1808, sonur
Gísla Konráðssonar alþýðufræðimanns og
skálds, svo bækur og fornfræði vom honum
kunn frá vöggu. Lífshlaup Konráðs var ekki
mjög ævintýralegt. Hann fór í Bessastaða-
skóla 1826, varð stúdent 1831 og þótti
góður námsmaður. Þá tók hann stefnuna á
Hafnarháskóla, las lögfræði, tók góð próf,
lagði stund á málfræði, en lauk engu loka-
prófi, svo hann var einn margra Ianda, sem
ekki sóttu neina gráðu í fang háskólans,
þrátt fyrir nokkurt nám þar. Hugsanlega
hefur hann snúið sér að lögfræði til að
stunda nám sem gæfi embætti, en hugurinn
verið við önnur fræði. Og íslenzk fræði urðu
viðfangsefni hans. Hann varð styrkþegi
Ámasafns, aukadósent í norrænum fræðum
við Háskólann 1848 og prófessor 1862.
Hann skrifaði um málfræði og stafsetningu,
en fékkst líka við að gefa út fomrit, m.a.
Njálu og Hrafnkelssögu. Hann starfaði
aldrei hér heima, fékk að vísu kennarastöðu
við Lærða skólann 1846, en tók aldrei við
heniii, frekar en Brynjólfur og fór hvergi.
Hann leiddist lítt inn í stjómmálaumræðu
landanna, enda danskur embættismaður
eins og Brynjólfur, en var þó einn fulltrúa
íslendinga á danska stjómlagaþinginu
1848—49. Hann safnaði skuldum, sem fleiri,
en tókst að komast úr þeim, eftir að verða
„fallit" einu sinni. Hann varð fjörgamall,
dó ekki fyrr en 1891 og arfleiddi þá Áma-
safn að fé sínu.
Benedikt Gröndal var yngri en Konráð,
en kynntist honum vel þegar hann var í
Höfn, vann um hríð hjá honum sem ólaunað-
ur skrifari og aðstoðarmaður, og segir tals-
vert af honum í Dægradvöl: „Konráð var
ekki hár meðalmaður, grannleitur og skarp-
leitur, þunnvaxinn og fríður í andliti, kol-
svartur á hár og skegg, en varð fljótt grá-
hærður; hendur og fætur mjög litlir og fín-
ir, og að öllu leyti var hann hinn mesti
snyrtimaður, eins í klæðaburði, en var samt
enginn spjátmngur." Innræti Konráðs lýsir
hann með því að bera saman þá Konráð og
Jón Sigurðsson, því þegar leið á öldina,
hafi borið mest á þeim tveimur af Hafnar-
íslendingum. Samkvæmt Benedikt var
Konráð einkum lesinn í fombókmenntum,
en lítt í öðm, vann með rykkjum en gerði
fátt þess á milli. Hann var skapbráður, þoldi
ekki mótbámr og rauk þá upp. Konráð var
smásmugulegur, vildi láta menn stjana i
kringum sig en borgaði ekki fyrir hjálpina
og var slæmur búhöldur. Hann gat sett
saman vísur, mest kersknisvísur, sem hann
hélt ekki saman. Vísnagerð Konráðs og
fleiri, sem em ekki þekktir fyrir innblástur
skáldgyðjunnar þarf ekki að koma á óvart.
Næstum hver einasti stúdent þessa tíma
virðist hafa geta bmgðið fyrir sig vísu, ef
þvi var að skipta, og ekki aðeins Islending-
ar, heldur var þessi íþrótt ekki síður uppi í
Evrópu.
„En ÞúMeð
ÞESSARMELLUR“
Hann kvæntist ekkjunni Karen Sofie
Pedersen 1855. Það virðist hafa verið far-
sælt hjónaband, en stóra ástin í lífi Konráðs
var systir Karenar, sem dó í trúlofunarstandi
þeirra 1846 og sem hann syrgði ákaflega.
Hann var ekki margorður um tilfinningar
sínar í bréfum, en í bréfi frá Berlín 1846,
lýsir hann átakanlega harmi sínum eftir
unnustuna horfnu, getur vart tára bundizt
þegar hann hugsar eða skrifar um ástand
sitt.
En hann sýnir á sér hressilegar hliðar í
bréfum til Brynjólfs og Jónasar á yngri
ámm. Þar er hann strákslegur og óhátíðleg-
ur, sannkallaður skólapiltahúmor þar. í þeim
er efni stundarinnar, dægurflugur, athuga-
semdir um menn og málefni, en ekki djúp-
hugsaðir þankar. Honum verður nokkuð
tíðrætt um kvenfólk, þó aldrei virðist hann
komast mjög nálægt slíkum vemm. „En þú
með þessar mellur, sumar frá Slagelse, en
sumar með undarleg brjóst, eins og haf-
meyja! Þjer er vel komið að segja mjer fleira
frá þeim, þó mjer sje reyndar illa við kvenn-
fólk í dag; guð fyrirgefi mjer að hatast við
dauða hlutil", segir hann við Jónas 1844. Á
heilsubótaferð í Þýzkalandi, þar sem hann
drakk vatn til bóta á augnmeini sínu, skrifar
hann Brynjólfi m.a.: „Ósköp er hjer af
kvennfólki, lagsmaður! Það er eins og guð
sje allt af að strá því úr hnefa sínum og
segja við mann: kan du gramse?!"
Eitt sinn meðan hann situr og skrifar
Brynjólfi í Þýzkalandi, sér hann jungfrau
Schneider og óskar hana til sín. Það væri
hagnaður Brynjólfs, því þá hætti hann að
skrifa honum„... og færi að skoða þessi
þjóðversku lær, sem Jónas gleymir aldrei,
meðan hann lifir. Hvort hann gleymir þeim
— eða týnir þeim niður — þegar hann er
dauður, það má Grímur vita.“ En kvenfólkið
sér hann aðeins úr fjarlægð, eftir því sem
séð verður af bréfum. „En hann hélt mikið
upp á excentriskt, fantastískt tal, það vom
leifar af samvemnni við Jónas og Brynjólf,"
segir Benedikt. Konráð hefur greinilega
haldið í skólapiltatalið ævina út, þegar hann
fékk þann gálinn í sig.
Seinni hluta ævi Konráðs em þessir tveir
góðu vinir fallnir frá og bréfin ekki eins
hressileg, mörg aðeins stuttar orðsendingar
til landa í Höfn. Hann ávarpar Jón Sigurðs-
son sem góði vin, þó reyndar væri ekki
margt með þeim og sendir gjarnan boð til
Benedikts Gröndal: „Nú langar kaffisopann
til að sjá þig.“ Sá sem helzt fær löng bréf
er ástkær bróðursonur hans, Bjöm M. Olsen,
sem lagði stund á íslenzk fræði og varð
seinna fyrsti rektor háskólans hér. Honum
skrifar Konráð gjarnan um málfræði og
bókmenntir.
Svona leið elli Konráðs. Hann hitti fáa,
úðraði við fræðin og þótti ágætur og virtur
fræðimaður. Nú orðið er hans líklega einkum
minnzt sem Fjölnismanns og höfundar sér-
vizkulegrar stafsetningar þeirra.
TÓMAS SÆMUNDSSON
Tómas fæddist 1807. Faðir hans var
mektarmaður, dannebrogsmaður, og stóð
myndarlega að menntun sonar síns, enda
var Tómas föður sínum yfrið þakklátur
fyrir. Tómas fór í Bessastaðaskóla 1824,
varð stúdent vorið 1827 og var kominn í
Hafnarskóla um haustið, þar sem hann lauk
guðfræðiprófi 1832. Menntunargatan var
honum bein og breið. En honum fannst sem
enn væri menntun sinni áfátt. Það sem á
vantaði var Evrópureisa að þeirra tíma sið.
Reisa sú stóð frá 1832—34 og suðurtil Róms
komst hann, auk þess sem leiðin Iá um
Berlín, París og London. 1834 fékk hann
Breiðabólsstað í Fljótshlíð, kom þá heim,
varð prófastur 1836 og dó 1841. Dánar-
meinið var bijóstveiki, sem hann varð sér
líklega úti um á ferðalaginu mikla, þegar
húsnæðið var ekki alltaf eins og bezt varð
á kosið.
Ævin varð stutt og nokkuð dapurleg,
því Tómas ætlaði sér stóran hlut í íslenzkri
endurreisn. Hanri gerði ógnarkröfur til sjálfs
síns. Góð menntun átti að verða udirstaða
kröftugs lífsstarfs. En hann hafði ekki verið
lengi heima, þegar heilsan bilar og hamlar
starfi hans. Það er átakanlegt að sjá örvænt-
inguna, sem skín út úr bréfum hans hennar
vegna. Bréf Tómasar em nokkuð sérstök í
samanburði við t.d. bréf hinna þriggja, því
hann skrifar mun meira um tilfinningar sín-
ar og hugsanir en þeir hinir. Þar er að finna
lýsingar á lífi hans og Íslendinga í Höfn,
því hann fræðir t.d. föður sinn um þá hluti.
Og hann gleymir ekki að þakka fyrir sig á
hlýlegan hátt. Þegar heim kemur skrifar
hann vinum sínum hagi sína allbága, bæði
fé- og heilsuleysi, m.a. til að útskýra fyrir
þeim hve lítt honum gangi skriftimar og
hve rýrt fjárframlag hans til Skímis sé.
Auralausum og allslausum Hafnarstúdent-
um virðist hafa þótt að prestur með þokka-
legt brauð hlyti að vaða í peningum, svo
Tómas eyðir nokkm bleki í að útskýra bús-
áhyggjur sínar. En hann er ekki aðeins
daufur yfir eigin ódugnaði. Við Jónas segir
hann í bréfi 1838: „Mér virðist svo, að þú
vitir ekki hvað þú vilt og að á ykkur félögum
sé meira logn en lognþoku-félaginu hérna
heima, þó varla verði lengra jafnað; landið
og við þörfnumst ykkar allra, en sú óham-
ingja hvílir yfir ykkur, að þið trauðla berið
gæfu til að verða því né nokkmm öðmm
til gagns. Ég sannfærist dag frá degi meir
og meir um, hvað ómögulegt það er, að
hafa not af ykkur, allra helzt á meðan svona
er langt á milli okkar.“
SÁFYRIRSÉR
Alþingi á Þingvöllum
Þó honum finnist verk sín lítil og létt,
liggur dijúgt eftir hann. Hann á töluvert
efni í Fjölni, Þijár ritgjörðir gaf hann út
þar sem hann fjallar um landsins gagn og
nauðsynjar. Og eftir hann lá ófrágengið
handrit að ferðasögu hans úr Evrópureis-
unni, sem hefur verið gefið út. Það er engin
venjuleg ferðasaga, því hann segir ekki
aðeins frá því sem hann sá og heyrði, heldur
hugðist hann fjalla ítarlega um siði og
venjur og allt fyrirkomulag meðal þeirra
þjóða, sem hann gisti. Allt í þeim tilgangi
að kenna löndum sínum og fræða um nýtileg
efni.
Hann hugsaði og skrifaði um alls kyns
þjóðþrifamál og ekki vom stjómmál honum
óviðkomandi heldur. Hann sá fyrir sér
Alþingi á Þingvöllum og allt skipulag þess
sem þá er hetjur riðu um héruð. En hann
hugsaði líka um tengsl íslands og Dan-
merkur. „Ég er alltaf að verða meiri og
meiri royalisti fyrir okkur íslendinga. Kong-
amir hafa alt af verið vinir okkar og velgerð-
armenn og farið með okkur ekki sem undir-
sáta, heldur svo sem bræður, en dönsku
stöndin verða okkur aldrei nema til bölvun-
ar, nema ef ske kynni, að við fyrir þeirra
skuld fengjum samkomur hjá okkur, sem
sjálfsagt er að okkur liggur lífið á.“
Af bréfunum að dæma var Tómas alvöra-
gefinn eldhugi og hugsjónamaður. Þar er
vart að finna þau strákslegu skrif, sem setja
svip sinn á bréf, sem fara milli hinna þriggja.
Hann tók Fjölni mun alvarlegar en hinir að
því er virðist, tók reyndar lífið býsna alvar-
lega, svo það er kannski ekki að undra þó
leiðir hans og hinna þriggja léttúðárfullu
og skelmislegu félaga hans skildu.
Þriðji hlutinn: Með Fjölnismönnuni í
Kaupmannahöfn, birtist á næstunni.
Sigrún Daviðsdóttir er cand. mag. i isl. bók-
menntum og hefur oft skrifað i Morgunblaöið
og Lesbók.
LESB0KMORGUNBLAÐSINS 19. APRlL 1986 7
i