Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1986, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1986, Qupperneq 9
ára að aldri og dansaði „shim-shani- shimmy" við „Tuxedo Junction". Eldri bróðirinn, Boscue, átti eftir að verða eftir- sóttur skemmtikraftur í Lundúnum, auk þess að vera velmetinn vestur-indískur mál- ari. Geoffrey varð sá listræni þúsundþjala- smiður, sem hann nú einu sinni er. Hvort sem Holder notar olíuliti við að mála myndir sínar eða — eins og hann er nýtekinn upp á — gouache, þá eru málverk hans í eðli sínu jafnan eins konar listrænar ígrundanir um hinar ýmsu hliðar á „holdleg- um unaði og nautninni af lífsins lystisemd- um í lit og lögun". Eins og verk innfæddra málara og myndhöggvara á karabísku eyj- unum, sem unnin eru samkvæmt þeirri myndlistarhefð er þar ríkir, eru myndir Holders einnig bein tilfinningaleg tjáning. Það getur að líta hold innan rammanna hjá honum — elskað hörund, hrakið, hjúpur lífs og vöðva. A einum veggnum uppi á háaloftssal Holders hangir stórt málverk sem sýnir karlmann bera lítinn dreng á herðum sér. Það sjást einungis vöðvamir í bökum þeirra, andlitin vita að ljómandi bláum himninum, gáruðum þokkafullum skýjaslæðum, er mynda bakgrunn myndarinnar. Axlir þeirra eru breiðar, og miðmjóir eru þeir, þeir standa þama stoltir og stæltir eins og dansarar. Dýptarlínurnar í myndbyggingunni leiða augnaráð skoðandans upp að höfði drengs- ins og framhjá því inn í skýin. Ein kynslóð styður aðra og veitir henni brautargengi — þeir fá báðir séð hinn syngjandi bláma framtíðarinnar. Leikhússmaðurinn á gangi inn á milli trjáa, og þýð, höfug, græn litbrigði mynda bakgrunn fyrir sker- andi rauða skósíða kjóla. Þungamiðjan í nýlegu málverki eftir Holder eru andlit tveggja elskenda, sem faðmast í ástríðuhita, en svipbrigði er naumast unnt að greina. Listamaðurinn lætur liti túlka blossann við samfundi elskendanna — logagult og rautt ber við skarpa andstæðu hins blakka arms konunnar, sem seilist um bak elskhugans. í málverki Holders er liturinn rödd al- heimsins. „Blátt syngur," segir hann, „rautt æpir. Grái liturinn getur jafnt brosað sem grátið. í New York virðist fólk vera hrætt við liti, vegna þe_ss að það býr í umhverfi, sem er litvana. Eg var aftur á móti alinn upp í umhverfi, sem geislar af litum, og enginn hljóp þar í felur fyrir þeim.“ Og hann bætir við: „Þegar ég var á Tríni- dad, sótti ég eitt sinn fyrirlestur konu nokkurrar frá Englandi — það var ein af þessum litverpu, frostleitu hefðarkonum. Hún talaði og talaði um bláa litinn hjá Gainsborough, hve yndislegur og unaðsleg- ur, hve fínlegur blær hans væri. Hún sagði okkur jafnframt, að þeir bláu litatónar, sem við notuðum, væru alltof sterkir, of ofsa- fengnir, of óraunverulegir. Mig langaði mest til að æpa að henni: „En lítið á himin- inn, madam! Þér eruð núna í Trinidad en ekki norður á Englandi. Lítið upp til himins, og þá horfið þér einmitt á þennan bláa lit, sem þér segið, að sé svo óraunverulegur." Málarar tileinka sér gjarnan ákveðið lita- val snemma á listferli sínum; menn taka að beita þeim litum, sem þeir koma auga á. Gainsborough valdi sinn bláa lit í samræmi við það veðurfar, sem ríkir á hans heimaslóð- um. Þegar menn fyrst líta verk frönsku impressionistanna, þá finnst þeim harla ótrúlegt, að þessi litbrigði geti raunverulega verið á himninum. En þegar menn svo sjá með eigin augum þá liti sem birtan í París framkallar, þá skilja þeir, að frönsku málar- amir voru bara að mála nákvæmlega það, sem fyrir augu þeirra bar. Ég hef líka heyrt fólk kalla litina_ í hait- ískum málverkum „gáskafulla". Ég hef hreinustu andúð á þess háttar orðalagi, af því að það hljómar svo niðrandi í þessu sambandi, og það táknar raunar ekkert annað en að þetta fólk hefur aldrei komið til staða, þar sem litimir ljóma í raun og og veru og þar sem menn njóta litaglóðar- innar og lífsins." Holder hefur tekið listræna hæfíleika sína og óaðfinnanlega háttvísi að erfðum frá hinni sérstæðu og lífsglöðu fjölskyldu sinni. Móðir hans var flínk saumakona, og Geof- frey rekur áhuga sinn á taui til þeirra stunda, þegar hann sat sem bam og horfði á móður sína sniða og sauma. Fjölskyldufað- irinn var sannfærður um, að ef þau ættu píanó, þá mundi áhugi drengjanna vakna fyrir því að spila á hljóðfærið, og sú varð líka raunin með Boscue. Síðar kom að því, að Boscue stofnaði dansflokk, og þar þreytti Geoffrey fmmraun sína sem dansari, þá sjö „Blues“, olíumálverk eftír Holder, 1980. Roger Moore og Geoffrey Holder íJames Bond-myndinni „Live and Let Die“. Sem dráttlistamaður hefur Holder haslað sér völl innan leikhússins. Val hans á við- fangsefnum og aðferðum er sönnun þess. Aðalinntak leikhússins er, þegar öllu er á botninn hvolft, að á vissu andartaki sé fallizt á raunveruleika sýndartilfinningar, sem bmgðið er upp. „Raunsætt" leikhús leitast við að hamla gegn vitund áhorfendanna um að ekki sé allt sem sýnist, en aftur á móti gera þau leikhús, sem leggja meiri áherzlu á hið leikræna í flutningi listar sinnar, enga tilraun til að dulbúa hið eiginlega túlkunar- form sitt, heldur treysta öllu fremur á, að það auki áhrif flutningsins. Það em þessi formbundnari, opinskárri leikrænu afbrigði af sviðsflutningi — dans- sýningar, söngleikir, kabaret — sem Holder hefur mest yndi af og honum hefur gengið bezt með. í málaralist sinni virðist hann líka leggja minna upp úr því að reyna að endur- skapa raunvemleikann, en vill öllu heldur auka áhrifamátt slíks vemleika. Það gefur augaleið, að málari, sem hefur sérstakt dálæti á taui og vinnur langtímum saman innan veggja leikhússins, hlyti fyrr eða seinna að snúa sér að hönnun leik- búninga. Holder segist ekki sjá neinn mun á hefðbundinni listsköpun og búningateikn- ingum. Þegar hann er að undirbúa hönnun búninga fyrir einhveija ákveðna sýningu, „teiknar hann alltaf líkamann fyrst og skrýðir svo á eftir með taui“. Þær rissmyndir, sem hann teiknar em LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19.APRIL1986 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.