Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1986, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1986, Side 10
fjörlegar og gefa strax í skyn þann andblæ og stíl, sem einkenna á þá sviðsetningu, er búningamir verða notaðir í. Holder leggur þó áherzlu á, að leikbúningur „sé ekki endanlega tilbúinn, fyrr en leikarinn hafi mátað hann, og búningnum breytt á þá lund, að hann hæfi persónuleika viðkomandi leik- ara og líkamsbyggingu hans“. Þegar Holder snýr sér að því að hanna leikbúninga fyrir sviðsetningar sem hann stjómar eða fyrir dansa serp hann ætlar að semja, tekur hann tillit til sýningarinnar í heild. „Búningar og samning dansanna eru tveir þættir, sem verða að vera í samræmi hvor við annan," segir hanp. „Það er ekki verið að klæða leikbrúður, heldur verið að skapa klæðnað handa lifandi fólki á hreyf- ingu.“ Og hann klæðir líka sitt fólk með miklum glæsibrag og sparar þar hvergi lit- ina fremur en í málverkinu. Leikhúsið er í hans augum töfraheimur þar sem dökkir og hversdagslegir litir eiga ekki heima né heldur slyttingsleg form. Honum finnst heldur ekki, að það ætti að líðast að láta litilsiglda, skelkaða persónuleika draga úr áhrifamætti leiksviðstöfranna. Holder er stórhrifinn af stjömum — og skammast sín ekki fyrir það. „Þegar ég var drengur," segir hann, „voru kvikmyndastjömur átrún- aðargoð mín — fólk á borð við Fred Astaire og Bette Davis voru stjömur, sem ég dáði. En hvað er núna orðið af þeim? Það virðast ekki vera til neinir leikarar lengur, sem geta dregið að sér óskerta athygli manns — eða þeir eru að minnsta kosti ekki margir." BORGARMENNI N G Uppruni borgarinnar Nútímaþorp í Kamerún O 1 2 3 4 3 m I ' I I____J______I Stöðugt Með Eitthvað NÝTT Á PRJÓNUNUM „Menn eru hræddir við styrk persónuleik- ans á sama hátt og þeir eru hræddir við styrk litar. Ef til vill em tímamir orðnir þannig að litrík sjónarspil eru með öllu búin að vera, og það er mjög svo raunalegt." Sjálfur fyllist Holder einlægum fögnuði við að sjá litríkar, líflegar leiksýningar — hann er til dæmis afar hrifinn af ósviknum frönskum kabaretstíl — vegna þess hve mjög þær höfða til ímyndunaraflsins. Hann vill að þær leiksýningar, sem hann stendur að, hrífi áhorfenduma og heilli. Eitt sinn, þegar verið var að ræða um þau menningar- svæði, sem Vesturlandabúar hafa svo gáskafullir kallað „fmmstæð", gat hann ekki á sér setið: „Þar dansar fólk og hristir alla púkana út úr mjaðmagrindinni — og þetta fólk þarf heldur ekki á geðlæknum að halda.“ Það er þess háttar frelsi til að mega gefa sig algjörlega á vald tilfinninga- legra viðbragða, sem Holder leggur hvað mesta rækt við í listsköpun sinni. Það er ekki sízt vegna þessarar beinu, einlægu frýj- unar og óhagganlegu trúar sem Holder dáir haitíska málara, en margir þeirra em vood- oo-prestar. Það virðist ekki vera til sú listgrein, sem hann vill ekki gjaman spreyta sig á. í fyrra var hann að prófa sig áfram með fyrstu steinþrykkin eða lithografíumar (og hann er sennilega einasti listamaður sögunnar, sem teiknað hefur á steinplötumar klæddur drifhvítum fötum). Ætlun hans er að þrykkja sem veggspjöld ef til vill heilan myndaflokk af lithografíum. Eftir að sýning- amar á „The Wiz“ hafa aftur komizt í fullan gang á Broadway, hefur hann uppi áform um að setja upp annan söngvaleik. Þá vonast hann eftir því að geta framleitt kvikmynd (hann hefur þegar lokið við að gera teikningar að leikbúningum fyrir væntanlega mynd), en hún á að byggjast á grísku goðsögninni um Elektru og verður kvikmynduð á Haiti. Hann hefur eins og áður er sagt nýlokið við að semja ævisögu sína, og í öllum frístundum sínum er hann að mála. Holder segir, að það komi sér svo sem ekkert á óvart að hann skuli vera kallaður renaissance-maður — það sem hann er mest hissa á og veldur honum mestum vonbrigðum, að því er bezt verður séð, er að við hin skulum ekki vera það líka. „Borginni hefur verið lýst sem keri þar sem hlutirnir blandast og breytast. Hún vex og blómstrar, safnar gnægð, sem er eitt aðaleinkenni hennar. Með gnægð skapar hún velmegun, sem hefur í fór með sér verkaskiptingu ogþar með þróun faggreina, rannsókna og hugsunar.“ I. hluti. Eftir Þórð Ben Sveinsson Byggt sagnfræöilega á Luis Mumford Idag búa fleiri í borgum en í umhverfi náttúrunnar. Borgin er nú orðin það sem náttúran var manninum áður, umhverfi mannsins. Umhverfi gert með ákveðnum viðhorfum af mannahöndum. Það er lífs- grundvöllur og menningarinntak í senn. Borgin er orðin farvegur mannlífs og mót menningar- innar. I dag eru heilu héruðin að breytast í einskonar borgarumhverfi. Stórborgir heimsins hafa yfir tíu milljónir íbúa og þétt- býlissvæði iðnaðarþjóðanna mun meir. Þetta er þróun sem átt hefur sér stað á undan- fömum 150 ámm. Til samanburðar má geta þess að Aþena á blómaskeiði sínu á 4 öld f. Kr., Feneyjar og París á miðöldum, höfðu aðeins um hundrað þúsund íbúa. Um aldamótin 1800 hýsti engin borg hins vest- ræna heims eina milljón íbúa. Áhrif borgarinnar (borgarmenningarinn- ar) á allt líf og umhverfi fer vaxandi. Þróun og þrónarmöguleikar alls lífs er nátengt þeirri hugsun og þeim viðhorfum sem borgin ræktar hið innra með sér. Þessi viðhorf endurspeglast í ytri mynd og munstri borg- arinnar. Ytri mynd og munstur borgarinnar kalla ég einu nafni borgarkristal. Allt það sem er hugsað og þess sem er óskað í borginni hefur áhrif upp í síðasta afdal heimsins, og hefur djúp áhrif á þróun lífsins á jörðinni. Og gildir þetta jafnt fyrir lífið og velferð þess hið innra með borginni og náttúruumhverfi heimsins. Reykjavík er borg íslensks mannlífs og íslenskrar menningar. Gerð hennar, þ.e. mynd hennar og munstur, borgarkristallinn, hefur djúp áhrif á mannlíf á íslandi og beinir íslensku mannlífi og menningu inná ákveðna braut. Öll hugsun sem liggur borg- inni til grundvallar er því frumuppdráttur af því mannlífi sem lifað verður í henni síð- ar. Sú heimspeki og þau viðhorf sem borgin vex af er því ekki aðeins örlagaríkasta heldur og merkasta framlag borgarmenn- ingarinnar til sjálfrar sín. Hvaða hugsun, hvaða heimspeki liggur Reykjavík til grundvallar? Ur hvaða heim- spekilega garði vex sú hugsun sem er að kristallast í Reykjavík, höfuðborg íslands? Hvar stendur borgin í dag og hver eru áhrif hennar á mannlíf og menningu? Til að hefja okkur yfir svið persónulegra skoðana þegar við leitumst við að svara þessum spumingum skulum við líta á til- komu borgarinnar í sögunni til að öðlast betri skilning á því hvað borg og borgar- menning er. Staður Hins Hugræna Uppruni borgarinnar er hulinn í rökkri forsögunnar. Elstu rústir eins og undirstöð- ur Jerikos og Babylon eru um fímm til tíu þúsund ára gamlar. En borgin byijar ekki sem húsasamstæða. Hún er ekki heldur framhald af þorpinu, því borgin hefur sér- stætt menningarinntak, er sérstök menning- ar- og þroskaleið. Frum hennar og frjókom liggur djúpt í sögu eldri steinaldar, löngu fyrir tilkomu þorpsins. Veiðimaður steinald- ar á sér engan fastan samastað. Hann er á ferð um landið í stöðugri leit að næringu. í óstaðbundu lífí veiðimannsins eru það hinir dauðu sem fyrstir fá fastan samastað, grafnir og dysjaðir af ættmönnum sínum. Maðurinn var orðinn sér meðvitaður um tilvist sína, einangrun í einstaklingsveru- leika sínum og endanleika. Þessi vitund varpar honum út úr þeirri einingu með náttúrunni sem hann átti sameiginlega með öðm lífríki fyrr á þróunarvegi sínum. Ekki er ólíklegt að goðsögnin um brottrekstur úr Paradís, eigi rætur í miklum mun eldri sögn sem byggir á minningu mannsins um þessa merku reynslu. En með vitund þessari hefur honum opnast hugarheimur, sem er heimur utan hins efnislega heims. í þessum hugar- heimi, reynir maðurinn að komast undan endanleika sínum og búa til veg aftur heim til Paradísar. Það voru hinir látnu sem fyrstir fengu fastan samastað, grafnir í fögrum lundi eða undir skreyttum hól, því þetta voru bústaðir fyrir annan heim. Þessi fyrsti samastaður mannsins merktur með teikn í opnu lands- lagi steinaldar varð fyrsti samfundarstaður hins lifandi. Hér gátu þeir helgað sig þeim heim, sem nú hafði opnast og umgengist anda forfeðranna. Það er hinn andlegi óefn- islegi heimur sem fær mannmn til að leita uppi og helga sig slíkum stöðum, en ekki hagnýtar þarfir hans í einföldum skilningi þess orðs. Ég kalla þennan stað „stað hins hugræna". Við þennan fyrsta helgidóm steinaldar höfum við fyrsta vísi af félagslegu samlífi, löngu fyrir tilkomu þorpsins. í heimi hugans, þeirri veröld sem maður- inn nú byijar að búa við, eru hugmyndir um Guð, afl andans, annað líf og Paradís sem hann reynir að tengja lífi sínu í efnis- heiminum, með táknum og helgisiðum. Þessi nýja vídd í þróun lífsins á jörðinni, er sterkur þáttur í grundvöllun borgarinnar. Borgin var í upphafi efnisleg kristöllun á þessum andlega heimi, m.ö.o. borgin endurspeglaði þennan hugarheim mannsins. Hún var í upphafi tilraun til að búa til himnaríki á jörðu niðri. Þessi hugarheimur og félagslega hvöt, varð hinn eiginlegi grundvöllur að tilkomu borgarinnar. Á fyrstu samfundum við skreyttan hól mætir okkur upphafið að mörgum borgaralegum stofnunum allt frá musteri til stjörnuathugunarstöðvar, frá leikhúsi til háskóla. Síðar þegar borgin fær á sig mynd kemur ýmislegt annað til. Þannig byijar borgin að vera til sem andleg- ur segull, löngu áður en hún varð til sem fastur bústaður. Segullinn var fyrr til staðar en kerið. Þessi eiginleiki að draga að sér menn, ekki aðeins til að stunda verslun, 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.