Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1986, Side 11
'IléRTú? til &.cfip5tá féíag^ymjlis og fá aridlegfl ■
uppðrvun, ég'éitt aðaleinkenni borgfafmenn-
ingarinnar. Það vitnar' um upprunalegan
opinn kraft hennar, sem er í vissri andstöðu
við lokaðan heim þorpsins, sem mætir því
sem kemur að utan, með varkárni ef ekki
andúð.
ÞORPIÐ MÓÐURRÍKI
Á öldunum kringum lok ísaldar, hafði
þróast jarðyrkjumenning í fijósömum dölum
og ósum stórfljótanna í Litluasíu og Indlandi
og allt austur til Kína. Með föstum bústað
og jarðyrkju virðist hafa orðið kynbylting,
sem færir stjórnina frá hinum veiðandi
karlmanni í hendur konunnar, sem hneigist
að afkvæmi sínu og annast allt ungt. Hér
munu hæfileikar konunnar, umhyggja og
alúð fyrir því sem vex hafa gefið henni
aðalhlutverk þessa menningarskeiðs. Konan
meðhöndlaði prik og haka, annaðist garðinn,
skapaði meistaraverk í ræktun og krossun
jurta, breytti villtum • sortum í fijósamar
næringarríkar tegundir. Hún þróaði fyrstu
ílátin, fléttaði körfur, gerði fyrstu leirkerin.
Þorpinu gaf hún form sitt, því hvað annað
sem þorpið gat verið, var það allavega
hreiður hópsins, fyrir uppeldi og umönnun
ungviðisins. Hér var tími barnanna til að
leika áhyggjulausu lífi lengur, sem var svo
þýðingarmikill fyrir frekari þróun mannsins.
Þorpið skapaði nágrannann, sem er eins
og Herodót lýsir „fljótur til hjálpar, vakir
með þeim sem eru illa haldnir, samgleðst í
brúðkaupi og við fæðingu". Þessi samstaða
og viðhorf innan samfélagsins er grundvöll-
ur að heilbrigðri þróun einstaklingsins. Það
sem við köllum „moral“ kemur frá „mores"
þörf til að breyta lífsháttum sínum.
Móðurmenning þorpsins á yngri steinöld,
fyrir fimm til tíu þúsund árum, er ekki
frumstig borgarinnar, þorpið ekki upphafið
að borginni, þvert á móti, að vísu verða
vissir þættir úr menningu þorpsins til að
hjálpa til við tilkomu borgarinnar, og ýmsir
siðir og venjur þorpsins yfirfærðust á menn-
ingu borgarinnar.
Borg eða þorp er ekki spuming um magn
eða umfang. Við þekkjum þorp með tíuþús-
und íbúum og borgir með fimm þúsund íbú-
um. Munurinn liggur á gjörólíku inntaki
menningarinnar.
Garðyrkjumenning steinaldarþorpsins,
myndaði vistfræðilegan hring, markaðan af
því sem náttúran gaf af sér, háð frjósömum
svæðum. Þess vegna fínnum við fyrstu
ummerki um þorpin í fijósömum dölum og
ósum stórfljótanna í Indlandi og Litluasíu.
Lífið er hringrás fæðingar og dauða, öflun
og trygging næringar, fijósemi og fróvgun,
umönnun og vemdun lífsins. Samfélagið
styðst við einföldustu verkfæri og ílát.
Þetta menningarform hafði náð vissri
fullkomnun, sem fullnægði öllum frumþörf-
um mannsins, tryggði honum næringu og
vernd, fijósemi og gleði samfélagsins. Hver
Höll Sargons II í Khorsabad. Teikningfrá 19. öld.
Standmyndir við Lúxor í Egyptalandi.
sem þýðir lífsviðhaldandi siður þorpsins. Ef
þessi upprunalegu bönd bresta verður úr
„við“, villtur hópur af „égurn" og öll önnur
bönd verða of veik til að hindra sundrun
hins borgaralega samfélags. Regla og stöð-
ugleiki þorpsins og móðurleg vemd yfír-
færðist á borgina, og þó hún hafí glatast í
útbreiðslu hennar má þó enn finna hana í
samfélagi nágrannanna.
Tilvera konunnar skín í gegn í þorpinu
ekki síst í ytri mynd þess. Vemdandi garður
eða gerði umhverfis þropið sem sumir vilja
gefa djúpa merkingu. Næring, umhyggja
og öryggi em eiginleikar og verk konunnar,
sem birtist alls staðar í þorpinu við hús og
komgeymslu við búr og bmnn. í egypsku
grafletri getur táknið „borg“ eða „hús“ líka
staðið fyrir „móðir“. Þannig em hinar
uppmnalegu byggingar þorpsins hringlaga
og hvelftar, eins og fyrsta skálin sem
samkvæmt grískri goðsögn, var mótuð eftir
bijósti Afrodites. Frá sögulegum tíma er
pallus og Vúlfa þýðingarmikil í töfra- og
fijósemissiðum þorpsins. í öðm formi birtast
þau okkur síðar í borginni, sem obeliskar
• og súlur, turnar og hvelfingar.
í miðju garða sinna myndar þorpið nýtt
form tilvem mannsins. Nýtt samfélag
manna, dýra og plantna sem á allt rætur í
bújörðinni. Atburðir dagsins em viðhald og
endumýjun lífsins, næring og fróvgun. Hver
íbúi þorpsins er heill maður, gerir öll störf
sem henta aldri hans, þar á meðal andleg
störf og helg. Maðurinn á ekki jörðina, sem
hann býr á heldur er hluti af henni. Svo
lengi sem umferð á vatni var ekki þróuð,
myndaðist heimur út af fyrir sig í þorpinu.
Syfjulegur hugur og sjálfspeglun urðu
kannski frekar til þess en ytri hindranir.
Þessi einangrun var þó aldrei algjör, því
stundum var nauðsynlegt að fara og fá lánuð
verkfæri eða að fanga brúði. Hugsjón þorps-
ins var eins og Lao-Tse lýsir löngu seinna
„að njóta næringar sinnar, vera stoltur af
sparifötunum sínum og gleðjast yfir siðum
þorþsins, þá geta þeir lifað í sjónmáli við
næsta þorp heyrt hana þeirra gala, samt
orðið gammlir og dáið án þess að hafa
heimsótt hvern annan.“ Þannig gat þorpið
orðið til og vaxið án þess að fínna hjá sér
og einn íbúi var fullur þátttakandi í menn-
ingu sinni, lifði í líkamlegri, félagslegri og
andlegri vídd hennar. Þetta samfélag studd-
ist aðeins við einföldustu hluti, og þróaði
menningu sem var innhverf, þ.e. átti sér
stað innra með manninum. Það er því ekki
að undra að innhverf menning, viska og
speki er að mestu upprunnin, og enn fyrir
hendi á svæðum hinnar upprunalegu garð-
ménningar;áT lridlándi: 'Þar hefur'.mennipg :
; án hluta, sém ijýggir þróuií si'na á inrihverfu
sem mundar í djúphyggju og tendrun verið
ræktuð, og tekist að vernda hana fyrir
stormsveipi borgarmenningarinnar. Inntak
þessarar menningar er borgarmenningunni
sem hulin bók. Þróunarleið og möguleikar
þessarar menningar sömuleiðis.
Við vitum því ekki hver lífræn þróun
mannsins hefði orðið og yrði í framtíðinni,
ef mannkynið hefði valið þennan menningar-
veg. Þess vegna vitum við ekki hvaða
möguleikar hefðu opnast slíkri menningu.
En þroski og vitund hefur borist okkur með
síðbúnum blómum þessa menningarforms
(gúrus). Það urðu hinsvegar ekki örlög
mannkynsins að fara þennan menningarveg,
því það valdi borgarmenninguna. Borgar-
menningin fer aðra leið, hún finnur inntak
sitt í því að breyta umhverfinu.
Upphaf Borgarinnar
Borgarmenningin varð til að ijúfa sjálf-
speglandi draum þorpsins. Inntak þessarar
nýju menningar er í andstöðu við menningu
þorpsins, sem var innhverf og byggði allt
sitt á næringu, fijósemi og siðum þorpsins.
Andstætt þessu er borgin vaxin af hugar-
heimi mannsins, og er efnisleg mynd hans.
Borgin samstillir alla krafta við að færa
hugarlíf mannsins yfir í efnisveruleikann.
Borgin breytir umhverfinu. f upphafi borg-
arinnar hverfur valdið úr höndum móðurinn-
ar til föðurins.
Nú var ekkert því til fyrirstöðu að hóa
saman fólki úr görðum hinna fijósömu dala
og þvinga það til vinnu að verkefnum borg-
arinnar. Ekki aðeins til að reisa stíflugarða
og grafa fyrir áveitum til að auka afköst
borgarinnar heldur og að færa hugarheima
mannsins yfír í heim moldar og steina, vatns
og gróðurs. Grafhýsið og musterið voru
steinrunnið efni þessa heims. Grafhýsið var
bústaður fyrir annan heim, brú yfir mögu-
legan endanleika mannlegs lífs yfir í fijó-
sama paradísargarða sem maðurinn ræktaði
í hugarheimum sínum. Musterið var hliðið
á milli þessara heima. Sjálft hlutorðinn vitn-
isburður og tákn um þennan heim sem óx
hið innra með manninum. í egypsku musteri
kristallast goðsögn um sköpun jarðar, súl-
urnar sem líkja eftir papírus-plöntu Nílar,
opna sig til að taka á móti sólguðinum þegar
hann rís og vex upp úr fijósömu vatni Nílar
og allt varð til. I þessu sambandi minnumst
við fyrsta samfundarstaðar mannsins, sem
við kölluðum „stað hins hugræna" og sjáum
hinn andlega heim sem nú steinrennur í
kjarna borgarinnar. Borgin var mynd af
öðrum heimi og útópía alltaf fastur liður í
stjórnarskrá hennar. Borgin var nýtt ævin-
týri, nýr menningarvegur.
Fyrstu ummerki um borgir fyrir fimm til
sjö þúsund árum, bera þess merki að minni-
hluti hafí ráðið yfir meirihluta. Þessi minni-
hluti bjó í steingerðu virki í miðju borgarinn-
bar (cittadelle). Aðrir borgarar bjuggu í
einföldum smáhýsum, sett saman úr leir og
lífrænum efnum. Þessi gljúpa byggð umlýk-
ur kjarna borgarinnar eins og ferskjan
ferskjusteininn. Á sama hátt og kjarni
ferskjunnar inniheldur mynd ferskjutrésins
og framtíð ferskjunnar, var mynd og inntak
borgarmenningarinnar falið í kjarna hinnar
ungu borgar.
Borgin rís nú eins og eyja úr hafi. Fyrst
lá þétt byggð, smáhýsi hins almenna borg-
ara og á milli þeirra örmjóir stígar og sund.
Þegar dregur nær miðju rísa háir múrar
kjarnans. Þar standa mikil ljón og ernir
hoggin í granít eða sandstein og gæta hliða
með vísa inn í kjarnann. Inni í kjarnanum
sjálfum eru mikil torg en við þau rísa hallir
og musteri borgarinnar. Stofnanir hennar í
frumformi sínu spegla nýja menningu, nýja
leið mannkynsins. Auk hins stjórnmálalega
valds, eru það prestamir sem eru höfundar
og lærimeistarar innan kjamans. I þeim
birtist okkur fmmvísir að mennta- og hug-
vitsmönnum borgarmenningarinnar.
Hverfum nú frá framlagi veiðimannsins
til borgarinnar og snúum okkur að hinum
þættinum sem undirbjó menningu borgar-
innar. En sá þáttur liggur í menningu þorps-
ins.
Vaxandi kunnátta við garðyrkju í móður-
ríki þorpsins, gaf ekki aðeins ömggari
uppskem heldur og meira magn, sem á sinn
hátt leiddi til tómstunda. Þær vom þá notað-
ar til dundurs eins og fegran fláta eða jafn-
vel umframframleiðslu á þeim. Þetta bauð
upp á skipti og verslun sem var í höndum
karlmannsins og styrkti stöðu hans.
Við tilkomu borgarinnar verður þetta
einhver snarasti þáttur í menningu hennar.
Borgin breytir umhverfinu, i borginni verða
óskir og draumar að hlutum og hlutirnir
að vöm á markaði borgarinnar. Borgin
fínnur upp aðferð til að framleiða og færa
til hlutorðnar óskir sínar.
En menning hlutorðinna drauma er í
i
l
I
1
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19.APRIL1986 11