Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1986, Síða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1986, Síða 14
innanlands. Enginn veit, hvemig leynilegar lögreglustofnanir geta séð það út, að einhver maður hljóti að vera tilvalið efni í flugumann — það er álíka leyndardómsfullt eins og þegar kynferði hænuunga er ákvarðað. En séu þau afgerandi séreinkenni í fari viðkom- andi manns á annað borð fyrir hendi, sem útsendari lögreglunnar er á höttunum eftir, þá kemur hann auga á þau, alveg sama hve vel menn kunna að hafa leynt sig sjálfa þeim meginþætti. Þeir notuðu hann ekki á þann veg að láta ! hann smeygja sér inn í raðir flóttamanna, sem fengust við pólitíska undirróðursstarf- semi í útlöndum. Þeir ákváðu, að hann skyldi snúa heim „hreinn og flekklaus" og taka til starfa meðal háskólastúdenta í einni af borgunum við ströndina, sem pólitískt var talin hið mesta foræði. Því næst var hann sendur norður á bóginn til höfuðstöðva námugraftar og iðnaðar í landinu. Þeir gáfu honum fyrirmæli um að útvega sér ósköp venjulega stöðu í viðskiptalífinu, án tengsla við starfsemi háskólans. Sem nýr og óþekkt- ur átti hann svo að leitast við að afla sér sambanda alls staðar þar sem þær upplýs- ingar kynnu að liggja á lausu, sem vinnu- veitendur hans vildu einkar gjarnan komast yfir: Á menningarsamkomum vinstrisinna, hjá kröfuspjaldaveifandi mótmælasamtök- um, á áheyrendapöilunum við pólitísk réttar- höld. Vinnuveitandi hans var kynntur fyrir honum með gælunöfnunum. Þau höfðu orðið sér úti um gamlan skutbíl með gjörónýtri fjöðrun og voru með eitthvað af tilbúnum mat meðferðis í nesti; þau notuðu brennandi atorku sína sem eldsneyti við búferlaflutn- ingana frá íbúðinni í lítið hús, þar sem gamall pálmi fyllti út í litla garðholu. Pálma- blöðin nérust saman í vindinum og gáfu frá sér hljóð, einna líkast því að risavaxið skordýr væri að núa saman löppunum. Mánuði síðar höfðu þau í fyrsta sinn sam- farir við næturóð lífverunnar fyrir utan. Enda þótt allir Robarnir, Jimboarnir, Rick- amir, allar Jójóumar, Betumar og Lillurnar i kysstu vinkonu sína Aly og föðmuðust, virtist þó ekki vera um neinn elskhuga að ræða á næstu grösum, sem hann hefði þar með ýtt til hliðar. Á þeim sérstaka, vand- í þrædda stíg trúnaðar, sem hún leiddi hann eftir — eða hann gabbaði hana inn á — var einungis rúm fyrir þau tvö. Þegar nánari kynni fóm að takast með þeim, en þó áður en að þau stofnuðu til ástarsambands, hafði hún alveg ótilkvödd tekið að sýna honum það mikinn trúnað, að hún minntist á reynslu sína af fangelsinu. En hún talaði alltaf um þetta á ósköp hversdagslegan og yfírborðs- legan hátt — hún sagði frá því, hvernig ullarteppin hefðu lyktað af sótthreinsandi efnum og að köttur yfirgæslukonunnar hefði haft fyrir venju að fylgja eiganda sínum sínum á eftirlitsgöngunni. Nú spurði hún hann ekki um aðrar konur. Samt sem áður fann hann sig við og við knúinn af einhverri kennd — af einhverri innri hræringu, sem kom í ofanálag við þá, er snerti minningar hans um unað kynlífsins — fann sig knúinn til að játa, að það hefðu , víst verið konur, sem komið hefðu við sögu á sínum tíma. Hann kom óbeint fram með þessar játningar í mynd brandara. Þegar vel stóð á og henni þótti eðlilegt, sagði hún frá því, án sneypu, beiskju eða tepmskapar, að hún hefði einmitt „verið sjálfs sín“ í eitt ár. Henni hafi fundist það vera sér algjör nauðsyn eftir að hafa búið með manni í þrjú ár, sem að lokum hafi svo snúið aftur til eiginkonu sinnar. Upp á síðkastið hafi hún verið í tygjum við einn eða tvo karlmenn um skamma hríð: „Við og við ... finnst þér það ekki.. . getur gamal! vinur skyndilega orðið manni eitthvað annað og meira... bara stutta stund, eins og maður líti andlit frá öðm sjónarhorni...? Og daginn eftir er hann hinn sami, gamalkunni aftur. Ekkert hefur breyst." „Það em vinir þínir, sem skipta þig máli, er það ekki? Ég á við, allir eiga sér vini — en þú . . . Þú mundir í rauninni gera hvað sem væri fyrir þína vini. Mundirðu ekki gera það? Skírskotunin til þriggja mánaða fangels- isvistar hennar virtist eiginlega fremur liggja í viðbrögðum hennar sjálfrar heldur en stafa af orðum hans. Hún lyfti hrokknum hárlubbanum frá enninu. Freknurnar urðu eins og litavana við roðann, sem þaut fram í andlitið: „Það mundu þeir líka gera fyrir mig.“ „Það er ekki bara um vináttu að ræða — svo mikið hefur mér að sjálfsögðu skilist. Félagar — systkinahópur...“ Hún Ieit á hann eins og bam, þegar það stendur og horfir út um gluggann á önnur | böm, sem em að leika sér. Hún beygði sig fram, tók hönd hans og þrýsti kossi á bæði augnalok hans — það vom atlot, þau sem þau höfðu ekki fyrr sýnt hvort öðm. Samt sem áður tók hún að vanrækja vini sína dálítið til þess geta gefið sig meira að honum. Hann hefði kosið að komast í nánara samband við vinahópinn; en það er þó jafnan svo, að karl og kona sem eiga með sér munaðarfullt ástarævintýri, draga sig um tíma í hlé frá öðmm. Það mundi hafa komið óeðlilega fyrir Sjónir, ef hann hefði lagt ofurkapp á að fá þau til að hegða sér öðm- vísi. Þeim skildist líka, að Felterman hefði í þessu sambandi ekki annað að vanrækja en lítilsháttar kunningsskap við einhvetja fáa: Fimm ár í útlöndum og tvö ár í borg- inni út við ströndina var nægileg skýring á því. Að því er hana varðaði, veitti hann nýju iífi í skemmtanir, sem hún hafði eiginlega sagt skilið við, þegar hún var skólastúlka; Þau bmnuðu saman á sjóskíðum og lögðu stund á fjallgöngur. Þau fóm saman á leik- sýningar innfæddra. Það var hluti af þeirri tilsögn, sem hún var að veita honum í menningarpólitík (ekki bréfaskóla- námskeið), án þess að hún gerði sér almenni- ! lega grein fyrir, hvað hún væri að fara með þessu og án þess að hún færi að gefa þess- ari viðleitni sinni nokkuð stórhátíðlegt heiti. Hún lét ekki telja sig á að koma með á diskótek; en einhver albestu tækifærin, sem hann fékk til að komast í snertingu við vinahóp hennar (fólk af ýmsum kynþáttum og með mismunandi hömndslit), buðust vegna þess, að vinirnir ætluðust til þess að hann kæmi með henni, þegar þeir efndu til einhvers mannfagnaðar. Þar átti hún til að dansa af þvílíku fjöri, að það ætlaði alveg að gera útaf við hann, því að blökkumenn- irnir höfðu kennt henni, hvernig hún ætti að beita líkama sínum við hljómfall tónlistar- innar. Þessi umbreyting gerði hana tryllta og allt að því yndislega, séð frá þeim stað, þar sem; hann sat og drakk og horfði á hana og dansfélaga hennar á meðan þau sveifluðust í hringi. Stöku sinnum var hún vön að koma aftur til hans — eins konar fómargjöf, nákvæmlega eins og maturinn og drykkjarföngin, sem hún kom með. Að nokkmm mánuðum liðnum, tók hann að greina viss mynstur í vináttusamböndum hennar. Þau náðu mun lengra aftur í tímann en sambúð hans og hennar, til forboðinna staða, teygðust út meðal fólks, sem lögin höfðu bannað að hafa nokkuð samneyti við aðra, eins og til konunnar, sem hún hafði farið í fangelsi fyrir. Smáttog smátt vakti hún nægilegt traust hjá honum til þess að fá hann til að taka á sig einhveija áhættu. Þau ræddu þessi mál aldrei, en hún reyndi augsýnilega alltaf af fyllstu varúð að meta, hve ákaft hann í raun og vem óskaði eftir að komast að því,“ af hverju hann hafði viljað koma aftur til heimalandsins." Hvort það kynni ef til vill að standa í einhveiju sambandi við“ eitthvað þessu líkt.“ Honum tók að veitast það erfiðara og erfíðara að skiljast við hana, jafnvel þótt það væri ekki nema eina nótt, að ganga seint um kvöld aleinn út undir þurran, svalan þytinn í pálmatrénu, sem lét skijáfa í renglunum. Þótt hann gerði sér einkar vel ljóst, að aðstæður hans vom eins og kjörnar til að hann byggi hjá henni í litla húsinu, þá varð hann samt að fara aftur í íbúðina sína. Hún var núna raunar lítið annað en skrifstofa; var tóm að öðm leyti en því, að þar stóð einn stóll og rykugt borð, sem hann settist við til þess að semja skýrslumar. Hann átti ekki beinlínis hægt um vik að semja þær þarna í húsinu, þar sem þau vom samvistum. Hún talaði orðið oft um vem sína í fang- elsinu. Það var hún sjálf, sem fann jafnan einhveija átyllu til að beina talinu að þessu efni. En jafnvel núna, þar sem þau lágu í faðmlögum utan seilingar, utan sjónmáls fyrir allar eftirgrennslanir, utan eftirlits og gæslu — jafnvel núna virtist henni með öllu ógerlegt að kryfja til mergjar einstaka þætti og samhengi þess, sem borið hafði við og hún hafði mátt þola. Henni var ómögulegt að koma orðum að því, sem hún bjó yfir og sem hún þó hlaut að gera uppskátt um: Af hveiju hún tefldi á tvær hættur, fyrir hveija eða fyrir hvað hún tók það á sig að leggja mannorð sitt í sölumar. Það var einna líkast því, að hún biði þess í ofvæni að henni bæmst lausnarorð, sjálft lykilorðið. Frá honum. En það var þetta lykilorð, sem hann átti ekki til í fómm sínum. Dulmálslykill, sem enginn hafði fengið honum í hendur. En svo var það eina nóttina, að hann hafði upp á því, sem hann var að leita að. Hann fann sitt eigið heimullega táknkerfí. Þá nótt varð hann að leysa frá skjóðunni: „Ég hef njósnað um þig.“ I andartaks snarpri einbeitingu herptist andlit hennar saman — eins og meðal dýra merkurinnar, þegar þau verða þess vör að lífí þeirra er ógnað og ná að hnipra sig saman í ígulknött eða taka á sig ógnþrungið yfírbragð með svellandi vöðvum og garg- andi, glæstum vamartilburðum. Þessi andartaks einbeiting hvarf úr svip hennar jafn snögglega og hún hafði gert vart við sig. Hann hafði snúið sér undan augliti hennar eins og menn bregðast við þegar skammbyssu er beint að baki þeirra. Hún notaði mjaðmirnar til að mjaka sér þvert yfír rúmið, tók höfuð hans milli handa sér og hélt honum. (Þýð. Halldór Vilhjálmsson) 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.