Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1986, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1986, Side 2
Ilífi mínu er ísbjöm. ísbjöm í lífi. Lifandi ísbjöm. Dag einn kom hann út úr bók og inní líf mitt. Hvítur stór. ísbjöm. Kom hann. Mjúkur grimmur. Með stóra hramma og beittar klær á hrömm- unum. Rándýrstennur ótrúlega sterkur. Kom hann. Hvítur. í líf mitt. Þar var hann. ísbjöminn var lengi í huganum. Hvítur í svörtum huganum. í myrkrinu hvítur. Stór. Grimmur. Tilkomumikill. Hvítur með undur fallegan feid. í huganum. Svo. Svo fór hann undir rúm. ísbjöminn. Rúmið mitt. Lá þar. Á nóttunni. Lá undir rúmi á nóttunni. Rúm- inu mínu. Kúrði sigþar. Á hverri nóttu lá ísbjöminn undir rúminu mínu. Hvítur stór grimmur. Tilkomumikill slóttugur. Enginn sá hann þegar hann kom. Kom og lagðist undir rúmið. Mitt. Þar var hann. Lá þar í myrkrinu. í mestu makindum. Undir rúmi í myrkrinu. Enginn gat séð hann. Ég ein vissi. Vissi. Að þar var hann. ísbjöminn minn. Hann lá í felum undir rúm- inu og beið þess að geta étið mig. Þegar ég vaknaði á nóttunni og þurfti að fara framm- úr til að pissa. Ætlaði hann. Ætlaði hann að glefsa leiftursnöggt í fætuma á mér. Eldsnöggt. ísbjöminn. Minn. Með níðbeitt- um tönnum í fætuma. Mína.- Og ná mér þannig. Og éta. Éta mig. Það var ægilega sárt. Honum tókst það aldrei. Ég stóð alitaf upp í rúminu mínu. í myrkrinu. Stóð upp og hoppaði af ölium kröftum fram á gólf. Eins iangt og ég komst. Svo hann næði ekki í mig. Tæki mig. ísbjöminn. Þannig tókst mér að komast fram til að pissa. Stundum. ísbjöminn minn lá stöðugt undir rúminu. Ég fann hvemig vökul augu hans fylgdust með hverri hreyfingu minni. En hafði enga tilburði tilað komast undan rúm- inu og ráðast á mig. Á hótelherberginu. Því hann hafði eit mig alia leið til Grikk- lands. Allt í einu kom hann. Hvítur ísbjöm. Hafði elt mig. Elt mig einsog eldurinn. Því oft var eldur undir rúminu mínu. Eldur- inn gat ekkert gert mér. Nema kveikt í. Heitur. Logandi. Óviðráðanlegur. Rauður. Bijálrauður. Gat hann blossað upp. Fyrir- varaiaust. Eina ráðið til að varast eldinn var að fínna lyktina. Eldlyktin. Ég fann hana á hverri nóttu. Fyrst var hún ekki mikil. Svo. Svo breiddist hún út. Rauður eldurinn. Hvít lyktin. Lyktin af eldinum. Kannski. Kom hún úr tjaldi. Sem brann. Tjald brann. Tjaldið sem brann. Fuðraði upp. Eldurinn. Brann alveg. Alveg. Tjaldið sem var tjald varð eidur alveg eldur og reyndi að drepa og varð aska. Drepa. Tortíma. Eldurinn logaði glatt undir rúminu mínu. Þar var lítill eldur. Þangað til ég fann lyktina. Þá var ég alveg örugg og gat sagt bróður mínum. Frá eldinum. Bróðir minn hafði. Bjargast. Úreldinum. Úrtjaldinu. Hann vissi að undir rúmi var enginn eldur. Bróðir minn var yngri en ég og hann vissi jafnmikið um alheiminn. Og ég. Bróðir minn og ég vissum allt um sólkerfið og plán- etumar. Þessvegna gat ég treyst honum. Eldurinn dó út undir rúminu mínu. Eldlykt- in. Hvarf. Eldurinn slökknaði. Undir rúmi í hugan- um. Faðir minn sagði mér að engir ísbimir væru í Grikklandi. Það eru engir ísbimir í Grikklandi. Þeir þola ekki hitann. Sagði hann. Þeir myndu bráðna. Þannig hvarf ísbjöminn minn. Fyrirvara- laust. Hvarf. Duglegi ísbjöminn minn sem hafði þraukað allan þennan tíma. f sólinni. Undir rúmi. í huganum undir rúminu. ís- bjöminn. Ljóslifandi. Þannig slapp ég lifandi. Mér þótti hann samt hverfa á undarlegan hátt. Allt í einu. Hvemig gat svona stór og grimmur og hvítur ísbjöm horfið á jafn einfaldan hátt. Hvað hefði pabbi tekið til bragðs ef ég hefði trúað honum fyrir þessu. Heima á íslandi. Með ísbjöminn. Einhvemveginn hefði hann klórað sig frammúr því. Pabbar eru þannig. Þeir eiga að hug- hreysta litlar stúlkur sem halda að ljótir og vondir ísbimir leynist undir rúmunum þeirra. Ég var samt fegin að hann fór. ís- bjöminn. Hvítur. Dauðfegin. Nú gat ég farið frammúr á nóttunni. Og pissað án skelfíng- ar. Pabbi og mamma gátu síður skammað mig fyrir að pissa undir. f rúmið. Það var ísbiminum að þakka. Eldurinn logaði enn. Lyktin hékk í loftinu. Loftið fór út um gluggana. Út í blátt. Eldurinn dó út. í huganum. I líf mitt kom ísbjöm. fsbjöm á lífi. Aftur. ísbjöm í lífí mínu. ísbjöminn kom. Aftur. í líf mitt ísbjöm. Hvítur stór ósnertanlegur. Ég veit ekki hvort það var er sami ísbjöm- inn. Minn. En hann kom. Hvítur. Álveg hvítur. Stór. Mjög stór. Fagur. Letilegur en voldugur í hreyfíngum. Með stóra hramma til að rota mann með. Með sterkar hvítar tennur. Kafloðinn feld. ísbjöminn hljóp á hraða. Ægilegum hraða. Hættulegum. Fór líka á harðaspretti yfír hvíta fönnina. ís- bjöminn sást varla. í snjónum. í lífí mínu. Þama var hann. Ljóslifandi kominn. Alla leið. Ég fann að ég hafði saknað hans. Enda kom hann. Hvítur hungraður grimm- ur. ísbjöminn. Minn. Kom hann inní líf mitt. í huganum á ísjaka. ísbjöminn rak að landi á ísjaka. Norðan úr Dumbshafi. Hann hafði orðið viðskila við ísbreiðuna sem var landföst. Við hjara veraldar. Straumurinn hafði borið ísbjöminn langa leið. Alla leið. Til mín. Isbjöminn sat ákveðinn og kurteis á jakanum sínum og var ekki með stórar áhyggjur. Át einn og einn físk forvitinn físk úr sjónum. Sveiflaði hramminum af leikni undir yfírborð sjávar. Sporðrenndi bráðinni. Annars horfði hann mest heimspekilega út í loftið. Eins og ísbjöm sem allt veit. Hvað er að vera ísbjöm. Á ísjaka. Tignarlegur. Hvítur. Drap tímann. Drap tímann í hugan- um. Rak óðfluga til lands. ísbjöminn. Minn. Svo kom hann inní lif mitt. Soltinn eftir göngu um Homstrandir. Kom inní. Líf. Snuðraði á nóttunni kringum húsið. Mitt. Gekk hring eftir hring. Eftir að hafa runnið á lyktina. Eldurinn varð að loga alla nóttina. Á olíueldavélinni. Til að halda hita. I kuldan- um. Hring eftir hring. Heyrðist í honum. í myrkrinu fyrir utan. Til að fínna heppilega inngönguleið. Suma nóttina gat glóð úr eldavélinni hrokkið út á gólfíð. Þá fann ég lyktina. Af eldinum. Þefaði. Til að fínna mannaþef. Út úr myrkrinu. Út úr kuldanum. Út úr hungrinu. ísbjöminn. Fann manna- lykt. Isbimir eru afskaplega þefnæmir. Reisti sig upp við húsið. Það heyrðist hvem- ig hann blés gegnum nasimar. Andaði ótt og títt. Heyrðist vel hvemig klæmar kröfs- uðu bárujámið. Ég lá í rúminu. I myrkrinu. Með opin augu. Og hlustaði. Kúrði mig undir sængina og hlustaði. Hundamir ýlfr- uðu. Þeim var ekki. Rótt. Hundamir fundu lykt af ísbiminum. Mínum. Þeir Iétu ófrið- lega í svefninum. Ýlfruðu. Ég heyrði hvemig þeir óku sér til og frá. Órólegir. Hræddir. Spenntir. Tilbúnir að veijast. Biðu átekta. Spenntu eyrun. Fitjuðu upp á trýnin. Urruðu æstir og hræddir. I anddyrinu. Út í myrkrið. Út í kuldann. Út í lyktina. Svo ruddist hann inn. Hvítur. Ægilegur. Sterkur. Frámuna- lega sterkur. Frá sér numinn af hungri. Svelti. Samt hafði hann lagt það á sig að komast. Alla leið til mín. Ruddist inn í húsið. Litla húsið á hjara veraldar. Rotaði hundana í einu vetfangi. Með þaulhugsuðum hramminum. Húsið. Isbjöminn. Hundamir. Allt gerðist með ógnarhraða. Leiftursnöggt. Hundamir björguðu mér. Hundamir sváfu í anddyrinu. Oggættu ísbjama. Stundum þegar hann kom. Risu þeir á fætur. Alveg óðir. Allir saman. Urruðu geltu ýlfruðu góluðu. Viti sínu fjær. Hræddir og reiðir. Ef ísbjöminn kom alveg að dyrunum. Trylltust hundamir. Þá forðaði hann sér. ísbjöminn vissi að þar sem voru hundar þar voru menn og þar sem vora menn vora byssur. Til að drepa. Hljóp út í sortann. Trylltur. Hræddur og reiður. Hljóp útí busk- ann. Út í hvítt myrkrið. Hungraður. Hvítur. Isbjöminn minn. Sporin sáust í snjónum morguninn eftir. Þama hafði hann gengið. Hring eftir hring. Þama hafði hann staldrað og risið upp á afturlappimar. Hundamir þefuðu af sporanum og ýlfruðu ámátlega. Gættu þess að vera ekki einir á ferð. Heldur fjórir. Hundamir fjórir. Lágfættir. Litlir. Alltaf fjórir. Alltaf saman. Ég vissi að þeir björguðu mér. Hundamir mínir. Veiðihundamir. Ég gaf þeim að éta og tók þá í veiðiferðir. Þess vegna gat ég treyst þeim. Þeir vissu að ég gæfí þeim að éta. Á hveijum degi. Vissu að ég léti þá ekki veslast upp í aðgerðaleysi. Þannig hvarf ísbjörninn. Aftur og aftur. Rak hann að landi. Minn. Rann alltaf á lyktina. Sumar nætur hrökk glóð út á gólfíð. Suma morgna sást í nefíð á honum bak við fjárhústóftim- ar. Þaðan fylgdist hann með. Beið átekta. Stundum. Stundum fór ég til að hverfa. Láta mig hverfa. Til að ganga lengi. Lengi. Leggjast í snjóinn. Hvítan. Kaldan. Mjúkan. Hvítan. Óendanlegan. ískaldan. Til að hverfa. Til að horfa upp í himininn. Og ég sá. Ég. Sá. Sá bara hvítt og blátt. Hvarf. í blátt. í hvítt. Hvítt og blátt hvarf. í óendan- leikann. Því ég hafði lagst niður þar sem hvítar hæðir vora á báða vegu. Og sá. Hvergi í auða jörð. Hvergi sjó. Sá hvítt. Sá blátt. Fann líkama minn. Breiddi úr líkama mínum. Fann mig alla. Fann hálsinn. Mjúkan. Fann bijóst mín. Hvít. Fann magann. Anda. Fann skaut mitt. Djúpt. Fann andlitið. Heitt. Fann mig. Alla. Líkami minn heitur í snjónum. Heitur. Lík- ami. Minn. Mjög vel. Hvarf líkaminn. Hvarf alveg. Alveg allur. Allt. Hvarf. Ég bjargaðist. Ég hvarf. Þangað til mér kólnaði. Gerði vængjaða vera í snjóinn. Varð ískalt og reis á fætur. Barði mér. Rétt hjá mér lá byssan. Hagla- byssan mín. Ég reis á fætur og axlaði byssuna. Gekk áleiðis. Lengra. Imyndaði mér að einhverntíma hitti ég mig. Hitti. Sjálfa mig. Bara á labbi. Með enga byssu. En ég hitti mig aldrei. Sá mig oft álengdar. Sá mig vel í hvítum snjónum. Svo langt sem augað eygði. Kom úr sömu átt og ísbjörninn. Stundum sá ég hann. ísbjöminn minn. Hvít þúst í fjarska. Órlítið hvítt litbrigði. í fjarska. Hvítur. Hungraður. Skyldi hann finna lykt- ina. Af mér. Skyldi hann vera á leiðinni. Til mín. í liuganum. Ég fylgdist með honum. ísbjöminn kom nær og nær. Hvítur horaður langþreyttur. Hlaðinn ódrepandi lífsvilja. ísbjöminn bar ótt áfram. Rann á lyktina. Hafði orðið mín var. Enn hinumegin við fjörðinn. Horaður. Hvítur. Grimmur. Stór. Ósigranlegur. Rann ísbjöminn. Byssan var hlaðin. Ég gat skotið fimm skotum alls. Með pumpunni. Ég hafði enga hugmynd um hve hratt hann hlypi í átt til mín. Hvernig hann ætlaði að ráðast á mig. Til að éta mig. ísbimir era forvitnir. Kannski labbaði hann hægt og rólega. Til mín. Yfirvó allar aðstæður. ísbjöminn. Skoðaði mig fyrst. Gaumgæfílega. Frá hvirfli til ilja. Ég berskjölduð með byssuna. Hann virti fyrir sér hundana. Sem biðu eftir því að ég gæfí þeim merki. ísbjöminn var öragglega feginn að sjá eitthvað kvikt. Loksins. Lífs- mark eftir sporlausa göngu. Var hann horf- inn? Fór hann eitthvað annað? Ætlaði hann kannski yfir heiðina upp af fjarðarbotninum. Þar kom hann aftur í ljós. Bar ótt áfram. Rann á lyktina. ísbimir era hvort tveggja þefnæmir og forvitnir. Ég fylgdist með honum. Nú. Vissi hann af mér. Ég yrði að vera við öllu búin. Ég tók byssuna af öxl- inni. Hún var hlaðin. Ég tók um byssuna báðum höndum. Þreifaði um gikkinn. Strauk hlaupið. Mundaði byssuna. Miðaði. Á ís- bjöminn. Ég hélt áfram. í humátt. Hafði ísbjörninn öðra hveiju í sigtinu. Hélt varlega áfram. Hvað ef ég lamast. Svo alltíeinu. Með byssuna. Ég mátti ekki missa sjónar á honum. Svo hvítur. Snjórinn. ísbjöminn. Snjórinn. ísbjöminn. Allt í einu. Allt í einu gat hann stokkið á mig. Allt í einu stökk á mig bak við þennan stein. Það var verst. Þá hafði ég engin tök á því að skjóta hann. Munda byssuna og miða á ísbjöminn. Skjóta hann. Skjóta hann í tætlur. Skjóta hann sundur og saman. Tortíma honum. Alveg. Drepa hann. Skjóta hann í hausinn. Beint í hausinn. Skjóta. Skjóta? Skjóta ísbjöminn? Skjóta ísbjöminn minn? Minn. Sérstaklega ef hann labbaði að mér. Vinalega. Hnusaði forvitnislega. Fitjaði upp á trýnið. Virti mig fyrir sér. Hvítur. Fallegur. Svangur. Hvíti fallegi ísbjöminn minn. Kom alveg til mín. Leyfði mér að fínna fallega hlýja mjúka feldinn sinn. Leyfði mér að grafa höndunum mínum djúpt. Djúpt. í feldinn. Sinn. Loðinn alveg kafloðinn. Hlýr mjúkur kröftugur. Góður. Svo góður. Svo hvítur. Hvítari en snjórinn. Grimmur einsog eldur. Kröftugur einsog himinn. Djúpur einsog haf. Hlýr einsogjörð. Isbjöminn í lífí mínu. Voldugur einsog alheimur. Lagðist hann niður. Með öllum sínum þunga. Lagðist í snjóinn. Letilegur og voldugur í hreyfíngum. Ég lagðist hjá honum. Liggja bara. Ligg. Svona hjá honum. ísbiminum. Mínum. Kúri mig hjá honum. ísbjöminn svo stór. Stór Ég get horfíð í hann. Horfíð! í feldinn hans. Hvemig hann umlykur mig. Alla. Hann fínnur hvað mér þykir það gott. Að liggja svona hjá honum. Ég breiði úr mér og nýt mín. Líkama míns. Vil hverfa. Hverfa. Njóta mín. Hverfa í óendanleikann. Horfa á hvað allt er hvítt og blátt. Finna það. Finn ísbjöminn. Finna hvemig hann dregur andann. Með stóra maganum sínum. Dregur andann. Rólega. Rólega. Dregur ísbjöminn minn andann. Hjá mér. Mikill. Hlýr. Hvítur. Hverfum. Höfundurinn býr í Reykjavík, er hús- móðir og fæst við skáldskap. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.