Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1986, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1986, Side 7
íslands blasti sú ömurlega staðreynd við, að þjóðin átti fá flugtæki og iítinn flug- áhuga. Það þurfti að endurvekja flugáhuga íslendinga. En hvemig? Hinn ungi flugmaður bjó yfir mikilli vilja- festu og ögun. Dvöl hans í herskóla og kynni af flugáhugamönnum og flugrekstri í Danmörku og Þýskalandi hafði orðið gott veganesti. Agnar skiidi, að til þess að fá þjóðina með sér þurfti hún að sjá, að flug- málunum fylgdu menn sem þekktir væru af skynsemi og þekkingu. Það var nauðsyn- legt að byggja nýjan grundvöll, ekki síst huglægan. Það var ekki nóg að hafa pen- inga þótt nauðsynlegir væru. Vöxtur og viðgangur íslenskra flugmála byggðist — eins og reyndar enn — á velvilja og skiln- ingi þjóðarinnar á þörfum flugsins. Slíkt kæmi fyrst og síðast með fræðslustarfsemi. Því var það að til stofnfundar Flugmálafé- iags íslands var boðað að Hótel Borg hinn 25. ágúst 1936. Til fundarins boðuðu, auk Agnars, Alexander Jóhannesson prófessor, Ámi Friðriksson fiskifræðingur, Jón Ey- þórsson veðurfræðingur, Valgeir Bjömsson bæjarverkfræðingur og Vigfús Einarsson skrifstofustjóri. Á fundinum höfðu einkum þeir Jón og Agnar orð fyrir fundarboðendum. Samþykkt var að stofna Flugmálafélag íslands. Einnig voru samþykkt lög fyrir félagið. í þeim sagði að tilgangur félagsins væri m.a. að sameina menn með skilning og áhuga á flugmálum í eina sterka heild og efla áhuga á flugsam- göngum hér á landi og til annarra landa, að halda uppi útbreiðslustarfsemi um al- menn flugmál með því að stofna til málfunda og fyrirlestra um flugmál og flugvísindi, að annast móttöku erlendra flugmanna og flugvísindamanna, og að starfa að flug- málum sem fulltrúi íslands í Federation Aéronautique Intemational, þ.e. Alþjóða- sambandi flugmálafélaga. í fyrstu stjórn félagsins vom kosnir: Agnar Kofoed-Hansen flugmaður, forseti, Pálmi Hannesson rektor, varaforseti, Jón Eyþórsson veðurfræðingur, ritari, Sigurður Jónasson forstjóri, gjaldkeri, og Valgeir Bjömsson bæjarverkfræðingur, meðstjórn- andi. Um 100 manns gerðust félagar. Til þess að styrkja félagið fjárhagslega vom gefin út skrautleg skírteini handa ævifélög- um. Þau keyptu strax nokkrir menn, s.s. Páll Melsted stórkaupmaður, Westlund skriftvélameistari, Sigurður Jónasson for- stjóri Tóbakseinkasölunnar, Þóroddur Jónsson skinnakaupmaður og Eiríkur Hjart- arson raffræðingur. í september þetta sama ár fór Agnar til útlanda til þess að hitta að máli tvo af merkustu brautryðjendum flugmála í Evr- ópu, þá dr. Albert Plesman aðalforstjóra hollenska flugfélagsins KLM (hann hafði ritað dr. Alexander merkilegt bréf um flug- mál íslands í sept. 1933, sjá Annála íslenskra flugmála) og forseta Aero Club von Deutschland, Wolfgang von Gronau (sem þrívegis hafði flogið í flugbáti til ís- lands. Sjá Annála íslenskra flugmála). Það var þegar hafist handa við að treysta gmnd- völiinn og farið í smiðju til þeirra manna sem fremstir stóðu á flugmálasviðinu. Það var alla tíð einkenni Agnars að velja það besta. Flugmálin skiptu svo miklu máli og vora honum hjartfólgin áhugamál. Menn eða stefnur komust þar ekki upp á milli. Það yrði of langt mál hér að rekja starf- semi Flugmálafélags íslands ár fyrir ár. Um svipað leyti ogþað var stofnað var stofn- að Svifflugfélag Islands (af 33 mönnum hinn 10. ágúst 1936) og síðan kom hvert félagið af öðm, t.d. Svifflugfélag Akureyrar o.s.frv. Ur röðum svifflugfélaganna komu flestir íslenskir atvinnuflugmenn um árabil. Flugmálafélag íslands varð strax samein- ingarvettvangur allra íslenskra flugáhuga- manna og ekki aðeins þeirra sem stóðu utan við atvinnuflugið, því að fyrstu skrifstofu Flugfélags íslands (áður Flugfélags Akur- eyrar) var komið fyrir í skrifstofu Flug- máiafélags íslands þar sem Agnar hafði einnig aðsetur sem flugmálaráðunautur ríkisstjómarinnar. Félagar Flugmálafélagsins vom og hafa verið duglegir við blaðaskrif og útvarpser- indi hafa þeir einnig flutt. Mikill fjöldi manna hefur veitt stuðning sinn bæði innan- lands og utan. Flugmálafélag Islands er enn sem fyrr landssamband allra flugáhuga- manna. Félagið er enn í FAI og einnig í ANA, sambandi flugmálafélaga á Norður- löndum. Um áratugaskeið hefur Flugmálafélagið gefið út tímaritið Fiug. Af fyrri ritstjómm þess má nefna Ásbjöm Magnússon, Þor- stein Jósepsson, Sigurð Magnússon, Jón N. Pálsson, Vigni Guðmundsson og Baldur Jónsson. Margir fotystumenn flugmála skrifuðu í Flug. Hér verða aðeins fáir af þeim fyrstu nefndir. Af embættismönnum má nefna Skúla Guðmundsson, Svein Bjömsson, Ey- stein Jónsson, Gunnar Sigurðsson, Sigurð Jónsson, Sigfús H. Guðmundsson, Erling Ellingsen, Bjöm Jónsson, Boga Þorsteins- son, Hákon Guðmundsson og Guðbrand Magnússon. Úr hópi stjómenda flugfélaga má nefna Öm Ó. Johnson, Berg G. Gísla- son, Alfreð Elíasson, Sigurð Helgason, yilhjálm Þór og Guðmund Vilhjálmsson. Úr röðum flugmanna og annarra flugliða má nefna Hallgrím Jónsson, Jóhannes R. Snorrason, E. K. Olsen, Sigurð Ólafsson, Þorstein E. Jónsson, Eirík Loftsson, Kjartan Guðbrandsson, Steindór Hjaltalín, Karl Eiríksson, Halldór Þorsteinsson og Bjöm Bjömsson. Veðurfræðingar hafa jafnan verið flug- mönnum hjálplegir, t.d. rituðu þeir Hlynur Sigtryggsson og Borgþór H. Jónsson fyrir Flug. Fleiri flugáhugamenn lágu ekki á liði sínu, t.d. Halldór Jónasson, Helgi Filippus- son og Sverrir Norland. Dr. Alexander og Agnar Kofoed-Hansen áttu og dijúgan hlut að efni blaðsins. Vert væri að tilgreina fleiri menn sem rituðu í Flug en til þess er ekki rými að sinni. Fjöldi þekktra manna í þjóðlífinu hefur starfað fyrir Flugmálafélagið. Auk þeirra sem áður hefur verið getið má nefna Bjöm Br. Bjömsson, Björn Pálsson, Baldvin Jóns- son, Hafstein Guðmundsson, Þórmund Sigurbjamason, Leif Magnússon, Einar Pálsson, Eirík Kristinsson, Skúla Jón Sig- urðarson, Sigmund Andrésson, BjÖrgúlf Bachmann, Gunnar Þorvaldsson, Magnús Blöndal Jóhannsson, Þorbjöm Sigurgeirs- son, Sigurð H. Ólafsson, Njörð Snæhólm, Hörð Hjálmarsson, Helga Kolbeinsson, Gísla Sigurðsson og marga, marga fleiri. Flugmálafélag ísiands hefur enn verk að vinna. Þótt aðstæður séu breyttar þarf fé- lagið að halda vöku sinni og vinna að eflingu íslenskra flugmála á öllum sviðum. Margt hefur áunnist en endaniegur sigur er ekki unninn. Ef til vill em það menntunarmál íslenskra flugliða og flugmálastarfsmanna allra sem þarf að vinna sérstaklega að. Sem fyrr byggist það starf á velvilja og skilningi þjóðarinnar. Það er breitt bil á milli Leonardo da Vinci og Waldo Pepper. Draumurinn, athugunin, hugsjónin, framkvæmdin. Á öllu þessu þarf að hafa taumhald svo að vel fari. Á íslandi eigum við margt ógert í flugmáium. Hug- sjónin lifir en framkvæmdin haltrar. Hin merka skýrsla flugvallanefndar um áætlunarflugveili og búnað þeirra verður tíu ára gömul í nóvember næstkomandi. í þess- ari skýrslu var bent á mörg mikilvæg atriði. Þau hafa ekki öll verið framkvæmd. A þessu afmælisári væri það verðugt verkefni þeirra sem fjárveitingum ráða, að veija meira fé til mannvirkja og tækjabúnaðar á íslenskum flugvöllum. I hi'nni miklu umræðu um jafnvægi í byggð landsins em sjónarmiðin mismun- andi. Kjarni málsins virðist oft torfundinn. Enginn efast t.d. um nauðsyn menntunar. Allir em sammála um að hafa góða skóla. Á sumum stöðum hafa góðir skólar orðið að eins konar útflutningsstöðvum á fólki. Það vill a.m.k. dragast að fólk snúi til baka til sinnar heimabyggðar. Þetta er óheppilegt. Það er staðreynd að samgöngur skipta geysilega miklu máli. Góðar flugsamgöngur era þar afar mikilvægur liður. Á góðan flug- völl má því líta sem innflutningsstöð hvers byggðarlags. Góður flugvöllur eykur örygg- iskennd og ró. Staðfesta fylgir flugvelli. Umheimurinn er ekki svo langt undan þar sem góðar flugsamgöngur em. Tíðar og ömggar flugsamgöngur em ein- hver mesta hagsbót iandsmanna. Falleg hugsjón er góð og nauðsynieg, en skynsam- leg framkvæmd er betri og jafnvel óhjá- kvæmileg. Morgunblaöid/RAX Þátttakendur og kennari á fyrsta flugöryggisnámskeiði Vélflugfélagsins, sem haldið var á Reykjavíkurflugvelli. Kennarinn, HaraJdur Baldursson flugmaður, lengst til vinstri. samgangna vaxandi. Þá afla stöðugt fleiri atvinnustéttir sér einkaflugmannsréttinda í tengslum við búsetu eða atvinnu. Þannig nota bændur einkaflugvéiar við fjárleitir og veiðieftirlit og starfsmenn ýmissa þjónustu- greina nýta sér einkaflugið í auknum mæli. Með aukinni notkun einkaflugsins í al- menningsþágu hafa kröfur um aukið öryggi flugmanna og farþega verið efldar. í júní 1984 gerðist Vélflugfélag íslands aðili að Alþjóðasamtökum einkaflugmanna og flug- vélaeigenda, IAOPA, sem em hagsmuna- samtök 400.000 einkaflugmanna og flugvélaeigenda í 29 löndum heims. Við þessi tímamót öðlaðist Vélflugfélag íslands viðurkenningu íslenskra flugmálayfirvalda sem löglegur hagsmunaaðili íslenskra einka- flugmanna og flugvélaeigenda, en slík samtök höfðu íslenskir einkaflugmenn ekki starfrækt fyrr.“ Siguijón sagði að eitt meginverksvið fé- lagsins snéri að flugöryggismálum. Hann sagði að félagið hefði á síðastliðnum tveim- ur árum haft fomstu um aukna fræðslu og nýjungar í fjugöryggisstarfi meðal einka- flugmanna. Á vetmm eru haidnir reglulegir fræðslufundir á Reykjavíkurflugvelli um flugöryggismál í samstarfi við loftferðaeftir- lit flugmálastjórnar, Félag íslenskra at- vinnuflugmanna og Flugbjörgunarsveitina í Reykjavík. Þá beitir Vélflugfélag íslands sér fyrir sérstakri flugöryggisráðstefnu einka- flugmanna sem fram fer í Reykjavík annað hvert ár og hefur á þeim tíma haft fmm- kvæði um að bjóða hingað til lands reglulega sérfræðingum á sviði flugrekstrar, tækni og öryggismála, er snúa að einkaflugi. Á síðasta ári starfrækti Vélflugfélag Islands til reynslu sérstök flugöryggisnámskeið fyr- ir einkaflugmenn sem haldin hafa verið bæði í Reykjavík og eins um landið og sömu- leiðis hefur félagið staðið fyrir endurþjálfun- arnámskeiði fyrir flugkennara í samvinnu við flugmálastjórn, en mjög aðkailandi er að flugöryggisfræðslan nái til þeirra fjöl- mörgu einkaflugmanna og flugkennara sem - •*——........... "" i — búa á landsbyggðinni. Undanfama mánuði hafa forvígismenn Vélflugfélags íslands átt viðræður við for- ráðamenn tryggingafélaganna um stofnun sameiginlegs flugöiyggisskóla, sem ætlað er að halda utan um þessa starfsemi, en félagið hefur á síðasta ári unnið með trygg- ingafélögunum að endurskoðun trygginga- fyrirkomulags einkaflugvéla og breytingu á þeim til samræmis þeim kerfum sem notuð eru erlendis og tengjast meðal annars flug- öryggisfræðslu. „Stofnun slíks sameiginlegs flugöryggisskóla yrði vissulega stórt skref í átt til aukins öryggis og fækkun, óhappa,“ sagði Siguijón. Reglur um gildi flugskírteina, sem og viðhald og eftirlit með útbúnaði einkaflug- véla er í sífelldri þróun og endurskoðun hérlendis sem erlendis. Frá skrifstofum IAOPA berast Vélflugfélagi íslands reglu- lega upplýsingar um breytingar og nýjungar á þessu sviði sem síðan er tekið upp við Flugmálastjórn, ef þurfa þykir. Siguijón benti á að nýlega hefði fiugmálastjórn með- al annars fyrir tilstiili Vélflugfélags íslands rýmkað reglur um flug einshreyfílsflugvéla yfir úthaf þannig, að nú geta íslenskir einka- flugmenn flogið flugvélum sínum frá íslandi til annarra landa að uppfylltum reglum um öryggisútbúnað og blindflugsréttindi." Auk framangreindra öryggismála sagði Siguijón annað athyglisvert verkefni félags- ins um þessar mundir vera stofnun leitar- og eftirlitssveitar. Siguijón sagði að flug- málayfirvöld hefðu nú veitt Vélflugfélagi íslands leyfi til starfrækslu leitar- og eftir- litssveitar með hliðstæðu fyrirkomulagi og tíðkast um rekstur slíkra sveita erlendis. Flugmenn í þeim sveitum leggja fram vinnu sína endurgjaldslaust en verkkaupi greiðir rekstur vélarinnar. Með þessu hljóta flug- menn þjálfun í skipulögðu leitarflugi, en slíka þjálfun hefur lengi skort við leitir hér- lendis. Leitar- ogeftirlitssveit Vélflugfélags- ins hefur þegar hafið starfsemi og hefur annast meðal annars eftirlitsflug fyrir lög- reglu, Náttúmrverndarráð og Vegagerð ríkisins á þessu sumri. Starfsemi leitar- og eftirlitssveitar vél- flugfélags Íslands verður fyrst um sinn takmörkuð, en sveitin mun bjóða þjónustu sína við afmörkuð sérverkefni. Líta má á verkefni þetta svipuðum augum og rekstur áburðardreifingarvélar Landgræðslu ríkis- ins, þar sem atvinnuflugmenn leggja fram starfskrafta sína endurgjaldslaust í þágu landgræðslu, en stjómendur leitar- og eftir- litssveitar Vélflugfélags íslands búa allir að langri reynslu við flug um hálendi landsins. Á síðustu mánuðum hefur farið fram í fjöl- miðlum mikil og opinská umræða um flugmál og flugöryggismál, þar á meðal um flugkennsluna og nauðsyn þess að ungir upprennandi flugmenn eignist hlutdeild í reynslu þeirra flugmanna sem búa að ára- tuga þekkingu á staðháttum og reynslu af flugi á íslandi. Siguijón sagði, að með þessu verkefni væri stigið stórt skref í þá átt að gera þennan þátt í flugþjálfun íslenskra einkaflugmanna að vemleika. „Flugþjálfun- in öll þarf að verða markvissari og miðast við hérlendar aðstæður, og einmitt þar eig- um við að leggja metnað okkar í að virkja reynslu annarra. Þjálfun einkaflugmanns við hlið reynds flugmanns við undirbúning og framkvæmd eftirlitsflugs um hálendi og vegakerfí landsins er ekki eingöngu heil- brigt verkefni í þágu landsmanna, heldur mun það stuðla að aukinni þekkingu einka- flugmanna og þar með flugöryggi fyrir þann sífellt vaxandi fjölda sem nú hagnýtir sér einkaflugið," sagði Siguijón að lokum. LESBÓK MÖRGUNBLAÐSiNS 23. ÁGÚST 1986 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.