Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1986, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1986, Side 8
Þetta er ekki nútíma-GúlIiver í Risalandi þarna íþyrlunni heldur eru félagar í Þyt að bjástra við þyrlumódel en eitt- hvað í kringum eitt hundrað manns eru nú ífélaginu. ástæðan er eflaust sú að við sömdum um tryggingu á módelunum þannig að þau eru tryggð fyrir skaða á þriðja aðila. Við fengum þessar tryggingar á góðum kjörum og fé- lagsmenn borga þær með félagsgjöldunum 3 dregur menn í klúbbinn. Það kostar krónur á ári að vera í félaginu en félagar undir 18 ára borga 750 krónur." Eru fleiri ástæður fyrir uppgangi félags- ins? „Önnur ástæða er sú að við höfum feng- ið góð svæði til að vera á. Upphaflega vorum við aðeins á Sandskeiði en þangað er langt að fara og við vorum ekkert sérlega vel séðir þar þegar alvöruflug var í gangi. Kópa- vogsbær var svo liðlegur að útvega okkur Flugmódelflug: Nákvæmlega eins og alvöruflug segir Kristinn Gunnarsson formaður flugmódelfélagsins Þyts þú situr ekki í vélinni sjálfur og getur því kannski gert fleiri mistök en annars. Fimmt- án til 16 ára laghentir unglingar geta ráðið vel við þetta og yngra fólk ef það er undir leiðsögn sér reyndari manna. Félagamir eru frá 10 ára og upp í sjötugt en menn stunda þetta eins lengi og þeir eru á stjái. Þetta er heilsárssport: menn smíða módelin á vet- uma og láta þau fljúga á sumrin og það er ekki síst félagsskapurinn í kringum smíðamar sem gaman er að.“ Hvað er svona sérstakt við flugmódel- sportið? „Það kemur inn á allar aðrar greinar flug- sportsins: svifflug, vélflug, sviffdrekaflug og það er hægt að stjóma fjarstýrðum fall- hlífarmönnum. En er þetta ekki bara fyrir lofthrædda menn sem vilja helst hafa báðar lappir á jörðinni en hafa gaman af flugi? „Nei, alls ekki, nema síður sé. Okkur er ekkert óviðkomandi í þessum bransa og að fljúga flugmódelum er nákvæmlega það sama og að fljúga alvöruflugvélum. Fjar- stýringin er orðin eins flókin og margþætt og stjómtæki venjulegrar einkaflugvéiar. Hún er með hallastýri, hæðarstýri, hliðar- stýri og mótorinngjöf. Og flugvélamar em nákvæm eftirlíking af alvöruflugvélum en bara minni þótt hlutföllin séu þau sömu. Þegar módelflugvélar fara í loftið virka á hana alveg sömu kraftar og virka á alvöru- flugvélar." Eiga menn mörg módel í einu? „Það er mjög algengt að menn eigi hrúgu af þessu, já.“ Er mikið um flugmenn í félaginu? „Já, það er þó nokkuð um flugmenn og þeim ber öllum saman um að þetta sé gífur- lega góð undirstaða undir flug á alvömvél- um og þeir em sammála um að þetta kenni þeim ýmislegt sem þeir hefðu ekki haft tækifæri til að reyna á alvömflugvélum. Annars em menn í þessu úr öllum stéttum og stigum þjóðfélagsins. Þetta þarf ekki að vera dýrt sport þó að það sé hægt að gera það dýrt.“ Hvaða efni em í flugvélunum og hvað kosta græjur í módelflug? „Það er balsaviður og krossviður. Hægt Flugmódelsportið hefur nokkuð augljósa sér- stöðu, sem greinir það frá hinum aðildarfélög- um Flugmálafélags íslands, sviffiugi, drekaflugi, vélflugi og fallhlífarstökki. Sá sem stundar flugmódelsportið stendur með báðar lappir á jörðu niðri á meðan flugvélin hans svífur um loftin blá. Það gæti hvarflað að einhveijum að módelsportið sé fyrir loft- hrædda menn með flugbakteríu en Kristinn Gunnarsson, formaður flugmódelfélagsins Þyts í Reykjavík, hlær bara að því. Hann var spurður út í módelsportið og fyrst um sögu þess hér á landi. „Flugmódelsportið fór af stað á íslandi uppúr 1950 og jafnvel fyrr. Það vom fáir sem stunduðu það og tækin vora ekki næst- um þvi eins góð og núna. Tækin nú em ódýrari og miklu betri, þeim er betur treyst- andi og miklu fleiri geta eignast þau. Uppúr 1970 vom græjumar orðnar svo góðar að þær vom orðnar hálfgerð almenningseign en vom ekki bara í höndum fáeinna þrjósku- hausa og síðan hefur þetta orðið geysilega vinsælt sport. Japanir era leiðandi í fram- leiðslu á Qarstýribúnaði fyrir flugmódel og þeir standa ipjög framarlega í sportinu. Stofiifundur félagsins Þyts var haldinn 1970 en starfsemin var ósköp lítil fram til svona 1970 að hún tók kipp. Pabbi minn hafði verið í flugmódelsportinu hér einu sinni og þegar ég fékk áhugann hafði ég upp á fólki í flugmódelfélaginu og spurði hvort það gæti leiðbeint mér og sagði að pabbi hefði verið í þessu fyrir mörgum ámm. Svarið sem ég fékk var hvort pabbi gæti ekki leiðbeint þeim. Árið 1979 var fyrsta Norðurlandamótið haldið hér á Iandi og aft- ur 1984 en menn höfðu áður tekið þátt í Norðurjandamótum. Hér höfðu einnig verið haldin íslandsmót en það em ekki til neinar skrár yfir þau. Okkur gekk ekki sérlega vel á þessu fyrsta stórmóti hér ’79. Við röðuðum okkur reyndar í neðstu sætin. En árið 1984 náðum við manni í annað sætið, Guðjóni Ólafssyni, og liðið í heild náði þriðja sæti. Þetta var á módelsvifflugi. Það stóð til að við fæmm á heimsmeistaramótið i módellistflugi á síðasta ári. Við höfðum undirbúið okkur vel og smíðað vélar í þeim tilgangi en vegna forfalla á síðustu stundu varð ekkert úr þátttöku okkar. Við höfum fengið útlend- inga hingað til að leiðbeina okkur og það stendur til að fá heimsmeistarann í listflugi í heimsókn í tilefni afmælisins en hann heit- ir Hanno Prettner og er frá Austurríki. Hvemig keppni er þetta? „Það er keppt í svifflugi og mótorflugi sem er alveg hliðstætt alvömflugi í skalan- um ‘Aeða Vs. í sviffluginu er keppt í því að halda vélinni á lofti í sem næst sex mínút- ur og síðan að lenda á afmarkaðri braut. Flugvélunum er þá skotið upp með teygju eða spili, alveg hliðstætt við stóm vélamar. Síðan er keppt í svifflugi af fjallsbrún og þá skiptir hraðinn öllu máli. I mótorflugi er keppt í nokkmm flokkum eftir efnum og ástæðum: byijendaflokki, milliflokki og svokölluðum F3A-fIokki, sem keppt er f á heimsmeistaramótum. “ Hversu margir félagar em í Þyt? „Þeir em liðlega eitt hundrað. Það er athyglisvert að árið 1984 borguðu 19 félags- gjöldin en árið eftir greiddu 79 gjöldin til félagsins og nú er vonast til að sá fjöldi fari upp f hundrað. Það liggja nokkrar ástæður að baki þessari aukningu en helsta Kristinn á smíðaverkstæði Þyts. svæði sem er Leirdalur í Fífuhvammslandi og það var mjög vel gert við okkur. Síðan fengum við leyfi frá borgarskipulagi í fyrra að vera við uppfyllinguna á Elliðavogi þar sem heitir Geirsnefið. Við höfum fengið vil- yrði fyrir að fá að ieggja þar flugbraut og koma okkur upp aðstöðu, sem hefur mikið að segja." Hvemig er starfsemi félagsins háttað? „Klúbburinn sem slíkur sér um allt móta- hald en mikið af starfseminni snýst um það. Við höldum reglulega svokallaðar „flugkomur" þar sem við mætum með mód- elin og skemmtum okkur. Menn em mikið í þessu upp á félagsskapinn; til að hitta menn með sömu áhugamál og rabba um tómstundagamanið en ekkert endilega til að keppa. Eitt af því sem menn reka sig fljótt á þegar þeir koma í félagið er að það er tekið afskaplega vel á móti þeim og allir sem hafa náð einhveijum tökum á þessu flugi em yfirleitt boðnir og búnir til að hjálpa og kenna öðram og koma þeim af stað í sportinu. Menn fara og koma eins og gengur og gerist en það er alltaf fastur Igami í félaginu sem stundar sportið af kappi.“ Stundar fólk á öllum aldri módelflug? „Já. Það er mikill og sígildur misskilning- ur að þetta séu einhver krakkamódel sem við emm með. Þetta er fyrst og fremst sport fyrir þá sem hafa áhuga á flugi yfir- leitt og þeir geta kynnst alvöruflugi í gegnum módelsportið. Það gilda alveg sömu reglur og lögmál og í alvöraflugi nema að er að fá tvígengisvélar eða fjórgengisvélar sem ganga fyrir blöndu af metanóli, nítro- metan og venjulegri laxerolíu. Módelin er hægt að kaupa á ýmsum byggingarstigum. Þeir sem ekki vilja smíða módelin sín geta keypt þau fullbyggð en slíkar byijunargræj- ur kosta frá 15 til 20 þúsund krónur en svo geta menn teygt það eins langt og þeir vilja eða allt upp f 50 þúsund krónur. Síðan er hægt að kaupa spýtur í kassa og teikningar sem getur verið þijú til fjögur þúsund krón- um ódýrara en þarf alls ekki að vera það. Þú færð kannski út betra módel ef þú bygg- ir það sjálfur." Hvaða praktísku not em höfð af flug- módelum? „Háskóli íslands er að festa kaup á heli- kopter til að taka loftslagsmyndir. Úti í heimi em módel notuð við mengunarmæl- ingar í kringum verksmiðjur og iðjuver. Við hér höfum annars bara gaman af þessu og fáum í leiðinni útrás á flugdellunni." Þið ætlið að fljúga með póst á milli Reykjavíkur og Akraness í tilefni afmælis- ins. „Jú. Hugmyndinni að þvi skaut upp kollin- um í sambandi við iFjáröflunarmöguleika til gerðar flugbrautarinnar sem ég minntist á áðan. Hugmyndin er að fljúga með póst f flugmódeli frá Reykjavík til Akraness. Umslögin verða með póststimpli sem síðan er eyðilagður. Það hefur aldrei verið farið langflug yfir sjó svo vitað sé, að minnsta kosti ekki hér á landi, en módelinu verður stýrt úr hraðbát yfir flóann." Eitt módelið vígalegt á bílþaki eiganda síns.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.