Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1986, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1986, Síða 13
eðli beggja vera að finna í tónlistinni. I ljóðrænum laglínum Tjækovskys liggur blíða og fegurð kvenlegrar ástar, og óendan- legur leyndardómur konunnar sjálfrar. Einnig má hér minnast á ást hans á dansi og ballett, sem einnig rennir stoðum undir þessar hugleiðingar. Þetta „óeðlilega" til- finningalíf hans gerir ástina eitt erfíðasta viðfangsefnið í ævisögu hans. Hann er algjörlega afhuga konum. Aðeins stuttir kaflar úr lífi hans markast af sambandi hans við söngkonuna Desirée Artot, og óhamingjusömu hjónabandi hans við unga konu, Antoniu að nafni. Samband hans við frú Meck sýnir aðrar og sterkari tilfinningar. Þar gat ástin, sem svo rík ítök átti í honum, notið sín til fulls í anda og sál, því að um líkamlega ást var ekki að ræða. Nú fer að skiljast af hveiju þessir elskend- ur fórna því að sjást, en aðeins þannig gat ást þeirra haldist. Það má segja, að í lífi Tjækovskys hafi verið þrjár konur. Sú fyrsta var Desierée Artot, söngkona sem hann kynntist og sá fyrst á sviði Moskvuóper- unnar. Ástarævintýri þeirra lauk án þess að skilja eftir sig djúp spor. Næst má telja Antoninu Miljukowu, sem varð eiginkona hans, en hjónaband þeirra endaði ekki vel, verst þó fyrir hana. Þriðja konan, sem hann tengist einhveijum böndum er frú Meck og það samband varð honum til blessunar. Og kannski er það vegna þess að það var huglægt samband, en aðeins þannig gat Tjækovsky elskað nokkra konu. Tjækovsky (myndin tekin 1867). Á Einskonar Flótta Og nú birtist frú Meck í lífi Tjækovskys. Hún elskar og skilur tónlist hans betur en nokkur annar. Nú veit hann fyrir hvern hann semur. Hún skilur og finnur hvað hann er að gera og tilfinningar hans finna hljómgrunn og bergmál í huga hennar. Eftirfarandi skrifar hún um sorgargöngu- lag sem hann samdi, en hefur því miður týnst. „Það er svo dásamlegt, það fær mig til aðgleyma öllum þeim biturleika, sem fyrirfinnst í veröldinni. Það erómögulegt að lýsa því hugarástandi, sem það kallar fram hjá mér. Ég vildi gráta eða deyja — ég þrái annars konar líf. Ekki eins ogaðrarmanneskjuróska sérþað, heldur óskiljanlegt og ólýsanlegt líf. Líf og dauði, hamingja ogþjáning, allt blandast þetta saman. . .Guð minn góður, hvað sá maður hlýtur að vera mikill, sem getur gefíð annarri manneskju slíkt augnablik. " Þetta er úr bréfi dagsettu 30. mars 1877. Þau hafa aðeins skrifast á í nokkrar vikur. Þann 15. maí skrifar frú Meck: „Þér hafíð enn ekki svarað mér þvf, hvort ég megi alltaf skrifa yður, þegar ég óska þess að heyra frá yður. Það er að segja, að fá að skrifa yður af innri þörf, en ekki af öðru veraldlegu til- efni..." Þessi fyrstu bréf hafa sömu þýðingu fyrir þau, og fýrstu kynnin fyrir elskendur. Hver hugsun oponar nýjar dyr hjartans, og hver tilfinning skapar nýja uppgötvun. Þau skrifa um allt, sem hrærir huga þeirra; tónlist, trúarbrögð, heiminn og ástina. Það er ótrú- legt, hvað þau eru lík í sér. Bæði eru þau feimin við fólk, og reyna ætíð að fela það. Hjá þeim báðum er orsökin mikil tilfinninga- næmni. Bæði óttast þau kulda fjöldans. Sérstaklega óttast þau tilfinningakulda fólks, þegar um tónlist er að ræða, sem gerir þeim erfitt fyrir að hlusta á tónlist í fullum tónleikahöllum með öðru fólki. Af þeirri ástæðu flýr Tjækovsky tónleikahallir, sérstaklega þegar hans eigin verk eru leikin. Hann þolir ekki viðbrögð fjöldans við henni. Þetta er ekki hræðsla við niðurlægingu, heldur hræðsla við skilningslaust tilfinn- ingaleysi, sem bæði honum og henni finnst vera einkenni mannfólksins. Þetta leiðir til eins konar flótta frá andlitum hversdagsleik- ans, og nánari kynnum við þau. Þau ferðast bæði mikið og helga sig draumum sínum, sem of náin tengsl við gráan hversdagsleika geta eyðilagt. Æðsta ósk og draumur þeirra væri vafalaust að veija lífi sínu á fjarlægri eyju, einungis í heimi tónlistarinnar. En draumar eru jú til þess að nostra við þá og eiga þá, en ekki til að gera þá að veruleika, því það gæti eyðilagt þá. Veröldin á að vera í vissri fjarlægð og ef hún gerist of nærgöngul, þá flýja þau. Þegar ný andlit venjast og byija þar með að ryðja sér braut að innstu kimum hugans er aftur látið niður í töskur og farið. Þess vegna ferðast þau um Evrópu þvera og endilanga. Þau ferðast hvort á sinn máta: Frú Meck ferðast í eigin vagni, með þjónustulið og eitthvað af böm- um sínum. Þau vita hvenær móðir þeirra vill vera ein með drauma sína og tónlist. Tjækovsky ferðast á mun hógværari hátt og nær alltaf einn síns liðs. En þrátt fyrir ólíkan ferðamáta leita þau bæði þess sama; einveijunnar og dularheima tónlistarinnar. Nadjeschda Afeck En það væri ekki rétt, að túlka þessa ferðaþrá þeirra á neikvæðan hátt. Næmar manneskur upplifa mikil hughrif á ferðalög- um. Það er ekki aðeins sjóndeidarhringurinn sem breytist, það er aðeins ytri hlið ferðalag- anna. Mun mikilvægara er, að ferðamaður- inn sjálfur þroskist og breytist. Það er eins og landslagið, sem rennur hjá, kalli fram nýtt og nýtt landslag í hugarheimum og varpi aftur ljósi á gleymda og myrkvaða kima. Þannig öðlast lífið nýtt gildi á vissan hátt, tilfínningar verða næmari og hugurinn fijórri. Margt mætti enn telja upp sem þeim er sameiginlegt. Hvemig hefðu örlög þessa sambands orðið hefðu þau búið saman? Hefði það kannski orðið eins einstakt og hjá Robert og Clöm Schumann? Þessi spurn- ing er óþörf. Þau em ekki eins sammála um neitt eins og það, að hittast aldrei. Ástæða Tjækovskys er einföld: Hann veit af biturri reynslu að líkamlegt samband hans við konu eyðileggur það sálarlega um leið. Vegna þess hugar sem hann ber til kvenna er hræðsla hans við að hitta frúna skiljanleg. Hann vill helga sig þessu sam- bandi og það getur hann aðeins úr fjarlægð. Hún er alltof vel gefin til að fínna ekki og skilja ekki þetta vandamál vinar síns. Tileinkunin Árið 1876 lýkur Tjækovsky við 3. sin- fóníu sína. Hún er sú eina af sinfóníum hans, sem skrifuð er í dúr, og þótt hún njóti ekki mestra vinsælda af þeim er hún mikið verk. í byijun ársins 1877 leggur Tjækovsky aftur á ráðin um stórt verk. Upphafsþemað lofar miklu, það er eitt þeirra þema sem tónskáldið kallar „sáðkomin". Eins og sáð- kom, ber það í sér möguleika á að vaxa og blómstra og bera ávexti. Það er eitt þeirra þema, sem verða að homsteinum mikilla verka í höndum meistara sinfóníunn- ar. Hann ræðir um nýja verkið í bréfum sínum til frúarinnar. Hann biður hana um að fá að tileinka henni þetta verk. Áður en hún þiggur þetta setur hún viss skilyrði. Nafn hennar mætti hvergi koma fram. Væri það mögulegt? Tónskáldið leggur þá til að tileinkunin væri látin hljóða svona: „Til vinkonu minnar." Hér ber þess að geta að rússneskan kemur þarna til hjálpar, því sama orðið má nota um „vin“ og „vinkonu". Enginn nema höfundur verksins og „vinur“ hans myndi vita hver það væri. Þetta atriði skipti samt ekki meginmáli fyrir frú Meck. Hennar raunverulega ástæða var sú, að hún vildi vita vissu sína fyrir því að Tjækovsky liti á hana sem vin sinn. Hingað til höfðu skrif þeirra einvörðungu snúist um tónlist og engar aðrar tilfínningar komið fram. Hún spyr nú og hann svarar að bragði ját- andi. Þá þiggur hún tileinkunina samstundis og upp frá því tala þau um „sinfóníuna okkar". Það er eins og nú hafí þau eignast barn saman, sem þau verði að hugsa um og vemda. Nú er frú Meck ekki lengur aðeins rík kona, sem felur Tjækovsky að semja tónverk gegn ríkulegum launum. Hún er honum sannur vinur og þau tengsl verða aldrei framar rofín. Aldrei framar segjum við, því jafnvel þótt þau skildu að skiptum mörgum árum síðar, rofnuðu þessi tengsl ekki. Tjækovsky helgar sig nú vinnunni við 4. sinfóníuna sína. Vinnan gengur vel og áður en fyrsti snjórinn fellur um haustið 1878 hefur hann lokið samningu síns stærsta verks til þessa. 22. febrúar 1878 frumflytur hljómsveit tónlistarskólans í Moskvu verkið undir stjóm Nikolai Rubinstein. Tjækovsky er í Florenz þegar þetta skeður, en frú Meck er viðstödd. Áhrifín eru mikil. Hún gjörþekkir verkið, en heyrir það nú í fýrsta sinni leikið af hljómsveit. Hún spyr vin sinn Tæjkovsky um verkið og svör hans eru það eina sem hann nokkurn tíma skrifar til útskýringa á verkum sínum. Hann segir það að vísu vera ófullnægjandi, en það sé eðlilegt, því að eðli hljóðfæratónlistar sé ekki hægt að út- skýra. „Þar sem orðin hætta byijar tónlist- in.“ Ilann er nú 38 ára gamall. Oft vakna innra með honum gamlar minningar við tónsmíðarnar. Þetta em ekki alltaf mikil- vægar minningar, en lítilvægir hlutir fara líka oft um huga okkar. Þessa hluti skilur hann ekki alltaf þegar hann semur, heldur ljær þeim tóna eins og öðmm meiri hugrenn- ingum. Er ekki hversdagsleikinn líka stór hluti af lífí okkar? Hann tileyrir heildar- myndinni og má ekki gleymast, en á að vera veginn og metinn í samræmi við annað. Tjækovsky er ærlegastur í tónverkum sín- um. Þar berskjaldar hann sálu sína og brýt- ur af henni öll höft. Með 4. sinfóníunni haslar hann sér fastan sess sem sinfóníuhöf- undur. Fyrstu sinfóníumar em líka fallegar og efnismiklar. En engin þeirra nær þremur síðustu sinfóníunum að gæðum, þeirri fjórðu, fímmtu og sjöttu. Þegar Tjækovsky lagði á ráðin um samn- ingu 4. sinfóníunnar ætlaði hann að tileinka hana „vini“ sínum. Þegar verkinu lauk hafði stutt, en mikilvægt orð, bæst í texta tileink- unarinnar sem þá hljóðaði svo: „besta vini mínum.“ Enginn efast um við hvem þar er átt. ÓSKUMAðÞÚAST „Nýlega heyrði ég slavneska marsinn yðar á tónleikum. Égget ekki lýst tilfínn- ingum mínum þá, en augu mín fylltust gleðitárum. Hugsunin um að höfundur þessa verks tilheyrði mér á vissan hátt og að enginn gæti rænt mig þeim rétti, gerði mig ólýsanlega hamingjusama. í tónlist yðar rennur sál mín og yðar saman í eitt, og enginn getur gert yður fráhverfan mér. Fyrirgefið mér þetta er geðveikistal og óttist ekki afbrýðisemi mína. Ég krefst einskis af yður sem ég hef ekki þegar öðlast, nema kannski smá breyt- ingar. Mig langar að bera fram þá ósk, að þér þúið mig, eins og annars er gert á milli vina. Ég tel ekki að það ætti að reynast erfítt í bréfíegu sambandi, en efþér hafíð eitthvað á móti því, mun ég ekkert segja, þvi ég er þegar hamingju- söm. Megi Guð blessa yður fyrir þessa hamingju. í augnablikinu er mér skapi næst að segja yður að ég vefji yður örmum, en kannski það myndi styggja yður. Þess vegna segi ég eins og annars: Vertu sæll, minn elskulegi vinur!“ Úr bréfi frú Meck til Tjækovsky þ. 18. mars 1878, skrifuðu um kl. 2 að nóttu. Bréfaskipti tónskáldsins og velgjörðar- konu hans hafa nú staðið yfir í rúmt ár, og innileiki þeirra eykst með hveiju bréfi. Þau em farin að þekkja hvort annað vel. Hann veit, að hún miðar allt við hann, og að jafnvel ferðaáætlanir hennar taka tillit til hans. Og frú Meck hefur skilist, að það er aðeins ein stór ást til fyrir tónskáldið og það er tónlistin. Ekkert getur orðið honum jafn mikilvægt og tónlistarsköpunin. Og þegar hann semur hugsar hann til hennar, síns besta áheyranda og tryggasta áhang- enda. Enginn elskar tónlistina hans eins og hún. Þess vegna getur hún með stolti skrif- að, að tónskáldið tilheyri henni á vissan hátt. Samt gerir hún glappaskot í þessu bréfí. Ekki með því, að hún, þessi veraldar- vana og vel gefna kona skrifar þama eld- heitt ástarbréf, og ekki heldur með því, að hún gerir smágat í múrinn, sem þau höfðu sjálf byggt á milli sín, með því að vilja að hann skrifí „þú“, eins og annars er venja á milli vina. Nei, skyssa hennar felst í öðm. Hún felst í því, að hún lætur ákvörðunina í hendur Tjækovsky, manninum sem aldrei getur ákveðið sig í neinu. Þegar hann fær þetta bréf í hendur er hann staddur í Clar- ens, sínum uppáhaldsstað utan Rússlands. Svar hans er innilegt, en kannski úthugs- aðra en hennar bréf. Frú Meck er reiðubúin til að opna hug sinn alveg, en hann lætur aldrei sjá inn í innstu kima huga síns. „GetEkki Tekið ÞÁÁKVÖRÐUN“ „Bréf yðar snart mig djúpt. Mér em viðbrögð þeirra, sem ég elska, meira virði en frægð og frami og lof fjöldans, og ekkert gerir mig hamingjusamari en að vita til þess, að tónlist mín hefur snortið hjarta þeirra. Ég veit að það er óþarfi að segja, að þér emð sú manneskja, sem ég elska af allri sálu minni, þar sem ég hef aldrei fyrr í lífi mínu hitt nokkum, sem er jafn næmur á hugsun mína og hjartslátt og þér emð. Ást og þátttaka vinkonu minnar í fjarlægð er orðin að hornsteinum tilvem minnar. Og í hvert skipti þegar ég sest við að semja hef ég viðbrögð yðar og tilfinningar í huga. Þér þurfið ekki að óttast það, að blíðuorð yðar kunni að styggja mig. Mér finnst aðeins, að ég sé þeirra ekki verður, það er mín eina hugsun. í sambandi við það að við þúumst, þá get ég ekki tekið þá ákvörðun. Það myndi gera mig hálf feim- inn að gerast svo nærgöngull að þúa yður. Það myndi skapa mér óþægindi, sem ég vildi forðast í sambandi okkar. En hin djúpa og óendanlega ást mín til yðar mun hvort eð er haldast óbreytt, hvort sem ég segi „þú“ eða „þér“. Ég bið yður um að ákveða hvort skal vera!“ Frú Meck hefur jafnað sig aftur. Ég var að fá bréf yðar í hendur, og þakka yður hreinskilni yðar af öllu hjarta. Einmitt þann eiginleika yðar dái ég og elska sem mest. Þér getið ímyndað yður, að ég er ekki dekmð hvað þetta snertir. En nú langar mig til að útskýra fyrir yður af hveiju þessi bón varð til. Þegar ég skrifaði þetta bréf var ég beinlínis undir áhrifum tónlistar yðar, sem hreif huga minn svo, að ég vissi ekki hvar ég var, og skynjaði aðeins tónlistina... I því augnabliki var þémnin mér svo far- læg, enda er reiði og jafnvel sviksemi svo oft falin bak við þetta kurteisisfyrir- brigði. En þótt þetta hvarflaði svona að mér, þá sá ég eftir því strax næsta dag og iðraðist skrifa minna ... Ég vil þess vegna afgreiða þetta sem útrætt mál, sem ekki verður rætt... Bréfaskiptin verða æ tíðari. Það ganga boð á milli á hveijum degi, og suma daga oftar en einu sinni. Og til þess að svar berist ætíð sem fyrst reyna þau að vera sem næst hvort öðm. Þau em bæði fijáls og nálgast hvort annað meira en nokkm sinni fyrr. Frú Meck leggur upp í ferðalag til Flórens og að venju ferðast hún með þjón- ustuliði. Hún skrifar Tjækovský og setur fram þá hugmynd, að nú skuli þau dvelja á sama stað! Þegar hann virðist jákvæður tekur hún á leigu hús fyrir hann skammt frá sínu húsi í Flórens. Á milli húsanna em aðeins um fimm hundmð metrar. Tjækovsky var nýkominn frá Rússlandi þar sem hann hafði heimsótt aldinn föður sinn og systur sína. Þá fær hann bréf frú Meck, þar sem hún segir honum af leigu húsanna tveggja. Upp á síðkastið hafði áfengisneysla farið illa með tónskáldið, og heilsan var ekki góð. Hann setur niður í töskur sínar og yfirgefur veturinn og kuldann. Hann hefur enga við- dvöl á leiðinni til suðrænara loftslags heldur stígur beint upp í lest til Ítalíu. En er hann nálgast ákvörðunarstaðinn fær hann allt í einu bakþanka: Kannski bíður frú Meck hans á járnbrautarstöðinni? Kannski er þetta gildra eftir allt saman, til að þvinga hann til samlífs? Hann kemur í svitakófi til Flór- ens. En þá sér hann strax hvað slíkar hugleiðingar vom út í hött. Niðurlag birtist í næsta blaði. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. ÁGÚST 1986 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.