Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1986, Side 10
'"Ég'för TramTKoranes og vánn við að
bjarga þessu undan sjó og koma því á þurrt
land. Þar mátti einnig sjá rauðvínstunnur,
loðjakka og allskonar matvæli, allt vel út-
búið og óskemmt. Líka rak þarna talsvert
magn af spíritus á brúsum, sem iátinn var
í söiu í kaupfélaginu í Borgamesi og átti
að selja hann þar sem meðalaspritt. En
menn komust fljótt að því hvers kyns spritt
þetta var; nefnilega hreinn spíritus. Það
spurðist út um sveitir og menn komu með
baggahesta og keyptu þetta upp í snar-
hasti. Það var svo notað sem hvert annað
áfengi og hefur líklega þótt betur krassandi
en Spánarvinin.
Ég var fram eftir degi við röstina og
veðrið varð smám saman þolanlegt. Eitt lík
fann ég frammi í Kóranesi og var ekki nokk-
ur fatatutla utan á því. Því var komið yfír
röstina til hinna líkanna. En eftir að ég kom
á staðinn sást ekkert eftir af skipinu; það
hafði brotnað og var sokkið."
LÍKARÖÐIN
EFTIRMINNILEGU ST
Eins og fram hefur komið gleymdi Ámi
Óla myndavélinni í óðagotinu við að komast
af stað. Finnbogi Rútur var aftur á móti
með myndavél, sem hann fékk lánaða hjá
Sigurði Guðmundssyni Ijósmyndara, því Al-
þýðublaðið hefur víst ekki verið svo efnað
í þá daga, að það ætti myndavél. Allar
myndimar ofan úr Straumfirði, sem hér
birtast og teknar vom daginn eftir strand-
ið, em verk Finnboga Rúts; aðrir vom ekki
með myndavél þar. Fyrir skömmu hitti ég
Finnboga Rút að máli á heimili hans í Kóga-
vogi og hann staðfesti frásögn Áma Öla
um ferðina á staðinn.
„Við gengum framá Höllubjargið, sem
er syðst á eyjunni þar sem bærinn í Straum-
fírði stendur. Þaðan var gott útsýni yfir
skeijagarðinn og til Hnokka, en skipið var
alveg horfið og við sáum ekki neitt brak
þar við ströndina þá.
Ég tók myndir af líkunum í brekkunni.
Mér fannst það átakanleg sjón og og minnis-
stæðast af öllu því, sem fyrir augu bar í
þessari ferð. Líka tók ég nokkrar myndir
af skipbrotsmanninum Gonidec ásamt heim-
ilisfólki í Straumfirði. Alþýðublaðið var þá
síðdegisblað og ég náði símasambandi suður
eftir að hafa rætt við fólk á staðnum og
tekið myndir, — og fréttin kom í blaðinu
þann sama dag.
Eftirspumin eftir myndum varð svo mik-
il, að Frakkar buðust til að senda herskip
til móts við Guilfoss, ef þeir gætu fengið
þær. Að sjálfsögu fengu þeir myndir, en
ekki á þennan hátt. Þær fóru utan með
Dronning Alexandrine og þeir borguðu
rausnarlega fyrir þær; líklega eru þetta
dýmstu myndir, sem sendar hafa verið úr
landi. New York Times pantaði einnigmynd-
ir og ég sendi eitthvað vestur. Sem betur
fer held ég að ég eigi ennþá filmumar.
Gonidec jafnaði sig furðu fljótt eftir að
hann kom suður til Reykjavíkur og var eins
og grár köttur hjá mér á ritstjórn Alþýðu-
blaðsins vegna þess að ég talaði frönsku.
Hann kom líka í heimsókn heim til okkar.
En til Islands kom hann ekki aftur.
Af Pourquoi Pas? er víst lítið eftir. Fyrir
þremur ámm komu hingað sérfræðingar í
björgun skipa af hafsbotni; þeir köfuðu og
fundu leifar af skipinu. En lítið reyndist
eftir af því; aðeins kjölurinn og hann virtist
vera skorðaður á milli kietta. Þeir töldu
ekki ástæðu til að leggja í fyrirhöfn og
kostnað við að ná honum upp.“
KÓNGANEFIÐ BAR HÁTT
Þegar ræðismaðurinn og blaðamennimir
komu á vettvang hafði segldúkur verið
breiddur yfir líkin 22. Ræðismaðurinn gaf
fyrirskipun um, að seglinu skyldi svift af
líkunum og svo var gert. Um þá sjón segir
Ámi Óla svo:
„í miðjum hópnum lá dr. Charcot. Það
stimdi á hvítan skalla hans og hið mikla
kónganef bar hátt. Hann var í bláum ferða-
fötum, með ljósbláan linan flibba og svart
bindi. Á fótum hafði hann hnéhá gul leð-
urstígvél með togleðurstöppum á sólunum.
Öðram megin við hann lá lík skipsiæknis-
ins, dr. Parat. Hann var alklæddur en með
morgunskó á fótum. Hann var enn með
gleraugu sín á ncfinu og hafði komizt með
þau óbrotin gegnum brimgarðinn." Árni
segir ennfremur frá því, að Gonidec hágrét
við þessa sjón og merkilegt, að allir vor-
kenndu honum, en enginn vorkenndi þeim,
sem farizt höfðu. Um brottferðina segir
hann:
„Afráðið var að véibáturinn Ægir skyldi
taka líkin næsta dag snemma og flytja þau
til Akraness. Þar áttí danska varðskipið
Hvidbjömen að taka við :þeim og flytja þau
tíl jReykjavíkur.
Mannfjöldi við Reykjavíkurhöfn þegar Hvidbjömen kom til Reykjavíkur með lík skipveija af Pour-
quoi Pas?
Heimilisfólkið í Straumfirði og Ingibjörg á Hofstöðum (lengst til
hægri) á bryggjunni í Reykjavík. Þau komu suður tii að vera við
athöfnina.
Við bjuggumst til brottferðar. Þá kom í
ljós hvað Gonidec var þakklátur heimilis-
fólki í Straumfirði. Ekki gat hann skýrt frá
hugsunum sínum með orðum, en hann faðm-
aði innilega hvem heimilismann og kyssti á
báðar kinnar í mikilli geðshræringu. Og nú
vom það þakklætistár sem hmndu niður
vanga hans.
Flóð var komið. Beljandi straumur var í
firðinum og verra að komast yfir hann en
áður. Báturinn var drekkhlaðinn og valt
ískyggilega á straumöldunum. Ræðarar
máttu hafa sig alla við. Kaldur stormur
næddi af hafi og hver hafalda kastaði nýju
rekaldi á land.
Hestar biðu á lendingarstað. Nú urðum
við að fara allt aðra leið en áður. Til Borgar-
ness komumst við þó heilu og höldnu og
gistum þar.“
FÁNAR BLÖKTU
Á HÁLFRISTÖNG
Um það sem síðan gerðist, flutning
líkanna til Reykjavíkur og athöfnina, sem
þar fór síðar fram, em að sjálfsögðu til
Aðgongumiða þurfti til að komast í Landakotskirkju, þegar minningarathöfnin fór fram, en fjöldi
bæjarbúa stóð utan dyra og gekk síðan með líkfylgdinni. v