Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1986, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1986, Page 13
Matthías Einarsson yfirlæknir í Landa- kotsspítala. úr höfn, hitti Meulenberg biskup dr. Charc- ot í Kristskirkju í Landakoti, fylgdi honum að túnhliðinu og sagðist hlakka til að sjá hann aftur að ári. Dr. Chareot hristi höfuð- ið og sagði lágum rómi: „Ég finn að þetta er í síðasta sinn, sem ég kem hingað." Það voru spádómsorð, lífs kom hann ekki aftur. En tveimur vikum síðar var honum sung- in sálumessa í þessari kirkju og kvaddur með söknuði ekki minni en við seinni athöfn i hátimbraðri Frúarkirkju Parísarborgar. LÍKIN SMURÐ Ekkert kunni ég til verka við smuming- ar, hafði að vísu spurnir af því, að lík hefðu verið smurð á Egyptalandi hinu foma, hefði það verið mikið fýrirtæki og tekið langan tíma, jafnvel nokkrar vikur. Þótti mér til mikils ætlast að ég lyki þessum hóp á einni nóttu. En raunin var einfaldari. Matthías hafði látið laga smurningsvökva um morguninn í apóteki. Var það formalínblanda og fleiri efni vom í blöndunni, en ekki man ég leng- ur hver þau vom. Var hún þar í stómm — og hafa þau orð rætst oftar. Hefði ekki komið til vélarbilun á Pour- quoi Pas? hefði skipið ekki farist á Mýmm. Hefði ekki verið önnur bilun en ætlað var í fyrstu hefði skipið verið farið fyrr, en þó það hefði ekki lagt úr höfn nema dægri fyrr, þá hefði það verið komið út á opið haf þegar óveðrið brast á og hefði getað haldið sjó meðan það gekk yfir. Pourquoi Pas? var traust skip, smíðað 1908 að fyrirsögn dr. Charcot, og hafði dugað vel í leiðöngmm bæði í suðurhöfum og við norðurskaut. Hefði vitinn, sem þeir sáu, verið Grótta eins og þeir héldu, en ekki á Akranesi, hefðu þeir náð höfn í Reykjavík. En feigum verður ekki forðað. Tveir af áhöfninni urðu eftir til frekari rannsókna á Grænlandi þegar skipið fór þaðan og þriðji stýrimaður, Eugene Go- nidec, bjargaðist fyrir samspil ótrúlegra tilviljana í Straumfirði. Þeir vom ekki feigir. Sumar 1984. Þegar hugurinn reikar aftur um hálfa öld koma í hug orð Indriða á Fjalli: Eina þá sem aldrei frýs úti á heljarvegi kringda römmum álnarís á sér vök hinn feigi um, sem von var, að meiri skemmtan væri að samvistum við lifandi fólk en dautt, en ég hélt áfram. Þegar sól reis að morgni hafði ég lokað síðasta sárinu og gat sagt Matthíasi, að verkinu væri lokið á tilskildum tíma. ÁHRIFAMIKIL ATHÖFN Þann 30. september 1936 söng Marteinn Hólabiskup Meulenberg sálumessu yfir áhöfninni og hafði sér til aðstoðar séra Jó- hannes Gunnarsson, sem síðar varð biskup. Var herra Marteinn fyrstur kaþólskur bisk- up á Islandi síðan herra Jón Arason var höggvinn. Prestur af herskipinu l’Audacie- ux, sem hafði komið hingað þann 21. september, tók þátt í athöfninni og margir klerkar og kórdrengir. Skátar stóðu heiðursvörð í kirkjunni og sjóliðar af PAudacieux. Það var þá annað hraðskreiðasta skip í heimi, gekk 44 sjómíl- ur. Frá kirkju gekk líkfylgdin til hafnar og þar vom líkin tekin um borð í Aude, skip sem sent hafði verið hingað til þess að sækja þau. Var mikill mannfjöldi á þeirri leið til þess að votta hinum látnu virðingu. Um allan bæ vom flögg í hálfri stöng og öllum fyrirtækjum í bænum var lokað. „Þetta mun hafa verið einhver hátíðleg- asta kirkjuathöfn, sem fram hefir farið hér á landi. Athöfnin var öll mjög virðuleg og aldrei hefír íslenska þjóðin sýnt nokkurri erlendri þjóð annan eins hluttekningar- og samúðar- vott og gert hefir verið í dag,“ segir í Alþýðublaðinu þann 30. september 1936. Og enn í dag að liðnum fimm tugum ára er minningin um endalok Pourquoi Pas? greypt í huga þeirra hér á landi, sem fylgd- ust með atburðum þá og enn em ofan moldar. Læknar í Landakotsspítala í sept. 1936. Frá v.: Þórður Þórðarson, Sveinn Gunnarsson, Haiidór Han- sen, Matthías Einarsson, yfiriæknir, Ólafur Heigason, Kristján Þorvarðsson, Friðrik Einarsson og Bjami Jónsson. Þau skrifuðust á, hún var gestur hans í París og þau hittust þegar hann kom til Reykjavíkur á ferðum sínum. Áratug eftir slysið skrifaði hún kver um kynni sín af þessum afreksmanni. Strax í bernsku hneigðist hugur hans til sjóferða. Ungur drengur gerði hann sér bát úr kassafjölum, en sú útgerð var skammæ, fleyinu hvolfdi fyrsta skipti, sem hann steig á það á tjörninni heima hjá sér. Hann nefndi farkostinn Porquoi Pas? Drengurinn var fróðleiksfús og spurull og sú spurning lá honum oft á tungu. Drauma sína um sjóferðir lagði hann á hiiluna. Faðir hans var því mótfallinn og að ósk hans lagði pilturinn stund á læknis- fræði. Tveimur ámm eftir lát föður síns hafði Jean Baptiste Charcot lokið doktorsrit- gerð sinni í læknisfræði, var orðinn háskóla- kennari og yfirlæknir við Salpétriére-spítal- ann, sem faðir hans hafði gert frægan um veröid alla. En draumurinn um sjóinn var áleitinn og það er erfitt að vera sonur frægs manns. Metnaður Charcots var meiri en svo, að hann sætti sig við að vera aðeins „le fils de papa“, enda var hann þeirrar gerðar að hann þurfti ekki annarra fjaðrir til skrauts. Hann lagði læknisfræðina frá sér. Hann sneri sér að rannsóknum í heim- skautslöndum, bæði í suðri og norðri, og aflaði sér frægðar, sem í engu stóð að baki föður hans. Hann var maður mannúðar. Hann varaði við ofveiði hvala í suðurhöfum og bannaði mönnum sínum að fella dýr nema nauðsyn bæri til. „Ég get ekki fellt mig við að menn drepi að gamni sínu.“ Síðasta verk dr. Charcots, þegar Pourquoi Pas? var að liðast í sundur í brimrótinu út af Mýmm, var að fara niður í káetu bg sækja máf, sem þeir höfðu bjargað á Græn- landi og hafði fylgt þeim síðan, og sleppa honum. Honum var hlýtt til íslands, „l’Islande me porte bonheur" hafði Thora Friðriksson glerkútum og riðið utan um tágar. Skyldi farið inn á æð í nára, vökvinn látinn renna í æðina meðan hún tæki við, æðin síðan bundin og sárinu lokað. Tók ég til starfa án tafar. Nokkurn tíma tók að fylla æðakerfíð hjá hverju líki, því þrýstingur á innhellingunni varð að vera í hófi. Matthíasi hefir væntanlega þótt hægt miða. Sendi hann mér til aðstoðar Svein Gunnarsson, en hann var þá röntgenlæknir spítalans. Kom hann á miðjum aftni og vomm við um sinn tveir. Sveinn var mikill gleðimaður og þegar fór að lifna yfir kvöldlífinu í bænum á laugardegi þótti hon- 1894, sótti fyrirlestra hjá Charcot eldra á ámnum 1876—1879. Matthías var vel kynntur hjá fleiri Frökk- um. Brillouin er maður nefndur og var ræðismaður Frakklands hér. í mars 1911 segir í ísafold, að hann hafi af Frakkastjóm verið skipaður konsúll í Mexíkó og í Ingólfi er frétt 7. mars 1912 svohljóðandi: „Brillou- in konsúll er í París nú sem stendur; hefir hann legið veikur í slæmri botnlangabólgu um tíma, en er nú á góðum batavegi. Lækn- amir vildu gera á honum holskurð, en hann þvertók fyrir að láta aðra gera það en þá Matthías Einarsson og Guðmund Magnús- son og bíður það því þess, að hann komi hingað aftur.“ Draumurinn um Sjóinn Thora Friðriksson var dóttir Halldórs Friðrikssonar, sem var kennari við Reykja- víkurskóla og einn þeirra sem settu svip á bæinn á sinni tíð. Hún hafði ung dvalið á Frakklandi og var töm frönsk tunga, unni Frakklandi og öllu sem gallískt var. Þau dr. Charcot hittust þegar hann kom hingað 1902 og hélst sá kunningsskapur æ síðan. eftir honum. Sunnudagskvöldið 13. sept- ember 1936 sat hún boð um borð í Pourquoi Pas? með nokkmm vinum dr. Charcots. Þá sagði hann henni að af öllum heiðursmerkj- um sínum þætti sér vænst um tvö, Croix de Guerre og stórkross Fálkans. Það var þunglyndisblær yfir honum þetta kvöld. Hann yrði sjötugur á næsta ári og kveið því að líklega færi hann ekki fleiri ferðir með Pourquoi Pas? „Við höfum elst saman skipið mitt og ég og emm tengd óijúfandi böndum, það er hluti af sjálfum mér.“ Að morgni 15. sept., áður en skipið lagði Líkfylgdin kemur niður Túngötu. v* LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13. SEPTEMBER 1986 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.