Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1986, Blaðsíða 2
En takist það, kemur oft í ljós að þeir em
næmir fyrir umhverfinu, þótt þeir séu alls-
endis óvirkir og einangraðir.
Stjarfaklofa, schizophrenia katatonica.
Þessa tegund geðklofa fá menn yfirleitt
ekki fyrr en á fertugsaldri og hún lýsir sér
á mest áberandi hátt í breytingum, sem
verða á hreyfingum sjúklingsins: Hann get-
ur orðið ofsafenginn, órólegur og árásar-
gjarn, þannig að hann verði hættulegur
sjálfum sér og öðmm — en verður svo
skyndilega aftur algerlega óvirkur og að-
gerðalaus.
Hjá öðmm verða hreyfingar allar stirðar
og andlitið tjáningarlaust eins og líflaus
gríma.
Og loks ofsóknargeðklofi, schizophrenia
paranoides, en hann fá menn ekki fyrr en
30----45 ára gamlir. Einkennin eru ofsókn-
arbijálæði: Menn taka til dæmis persónulega
til sín það sem af tilviljun er sagt í sjón-
varpi eða útvarpi eða tileinka sér það. Hjá
öðmm lýsir sjúkdómurinn sér í því sem
venjulega er átt við með stórmennskubtjál-
æði. Menn halda, að þeir hafi verið útvaldir
til að frelsa heiminn, að þeir tilheyri kon-
ungsfjölskyldunni eða að þeir séu Jesús eða
djöfullinn.
ÝMSAR ÁSTÆÐUR GEÐKLOFA
Menn hafa mikið rannsakað geðklofa og
gera enn. En þó em menn ekki á eitt sátt-
ir um endanlega skýringu á ástæðunum til
hans. Það er talið, að sjúkdómurinn sé arf-
gengur, en jafnframt að umhverfið ráði
mestu um það, hvort sjúkdómurinn nái yfir-
tökunum hjá einstaklingnum.
Á síðari ámm hafa menn í vaxandi mæli
beint athygli sinni að samskiptaháttum
þeirra íjölskyldna þar sem geðklofa hefur
orðið vart. Menn telja nefnilega að um-
gengnishættir og tjáningarmátar geti valdið
miklu um það hvort sjúkdómurinn brýzt út
eða ekki.
Það er til dæmis góður jarðvegur fyrir
geðveiki í íjölskyldum, þar sem tíðkast tvö-
feldni í tjáningum: Menn segja eitt með
orðum, en tjá annað með svipbrigðum og
gjörðum.
Til dæmis: „Okkur þykir vænt um þig,
eins og þú ert“ (undanskilið: en aðeins ef
þú ert, eins og við viljum). Slíkar mótsagn-
ir, sem oft em sagðar án orða, geta valdið
miklum mglingi, ekki sízt hjá bami, sem
er tilfinninganæmt og greint og nemur því
vel blæbrigði, þótt lítil séu.
Auk þeirra sem teljast þjást af geðklofa,
em svo þeir sem um lengri eða skemmri
tíma á ævinni geta haft einkenni sem líkjast
geðklofa. Aðrar gerðir geðsjúkdóma, svo
sem geðhvarfasýki (mánia-depressiva), eiga
viss einkenni sammerkt við geðklofa.
Innan geðsjúkdómafræðinnar er greint á
milli taugaveiklunar og geðveiki. Hinar al-
varlegri andlegu tmflanir stafa af geðsjúk-
dómum og þeirra alvarlegastur er geðklofi.
Stöðugt er verið að rannsaka, hvað valdi
geðsjúkdómum, bæði til aukins skilnings á
uppmna þeirra og til að geta meðhöndlað
þá á sem réttastan hátt. Hvað snertir geð-
klofa, táknaði það stórfelldar breytingar til
batnaðar, þegar hin róandi áhrif
klórprómazíns vom uppgötvuð 1952 og
hvernig það gat dregið úr hugmyndabrengl-
un. í mörgum tilfellum var nú hægt að
komast hjá því að sjúklingamir þyrftu að
dveljast langdvölum á sjúkrahúsum.
ÁGREININGURUM
Meðhöndlun
Þegar um hin vægari geðveikitilfelli er
að ræða, ríkir nokkur ágreiningur meðal
sérfræðinga um hvaða ráðum skuli beitt við
meðhöndlun. Ástæðan til þess er sú að
menn hafa mismunandi skoðanir á orsökum
sjúkdómsins. Sumir ætla að geðsjúkdómar
séu af líffræðilegum rótum mnnir, en aðrir
að þeir stafi af misheppnuðum samskiptum
manns og umhverfís.
Enn aðrir telja, að ekki beri að líta á
geðtmflanir sem sjúkleg fyrirbæri og þar
með af hinu illa. Þvert á móti líta þeir svo
á, að slíkt ástand geti verið viðkomandi
nauðsynleg raun til að öðlast dýpri sjálfs-
þekkingu og ná þannig meiri þroska.
Þessi ólíku sjónarmið leiða til mismun-
andi læknismeðferðar. í sumum tilfellum
vilja menn bæði nota meðul og aðrar lækn-
ingaaðferðir. í öðmm tilfellum telja menn,
að sálgreining sé vænlegust. Sjúkdóms-
greining og læknismeðferð fer alveg eftir
þvi, hvaða kenningum sá fylgir, sem stund-
ar hinn þjáða.
-SV. ÁSG.- ÚR „ILLUSTRERET VIDENSKAB"
HIN MÖRGU ANDLIT
GEÐKLOFAN S
Geðklofi (kleyfhugsýki, geðrof, skizophrenia)
er eitt af hinum miklu viðfangsefnum geðsjúk-
dómafræðinnar. En skoðanir sérfræðinga
varðandi þennan sjúkdóm eru mjög skiptar.
Sumir telja hann vera heilbrigð og skiljanleg
Fjórar Frumgerðir
Geðklofa
Geðklofl er einn af þeim
geðsjúkdómum, sem
mest hafa verið
rannsakaðir. Til margra
ráða hefur verið gripið
til að lækna hann, en á
síðustu árum hafa
vísindamenn í auknum
mæli kannað
samskiptahætti innan
Qölskyldu
geðklofasjúklinga.
Hvernig menn talast við.
getur haft áhrif á það,
hvort sjúkdómurinn
brýzt út eða ekki.
viðbrögð gagnvart sjúku samfélagi og röng-
um samskiptaháttum innan fjölskyldunnar.
Aðrir álíta, að hann sé snilligáfa í óheppi-
legri mynd. Þeir sem líta þannig á geðklofa
leggja áherzlu á að skilgreina baksvið sjúk-
dómsins og finna oft rætur hans í duldum
hvötum, sem byggjast tii dæmis á vissum
aðstæðum á uppvaxtarárunum. Enn aðrir,
sem eru meira líffræðilega sinnaðir, eru
þeirrar skoðunar að sjúkdómurinn stafí af
heilabilun eða galla á efnaskiptum.
Sjúkdómurinn kemur oft í ljós á yngri
árum manna, á aldrinum 18—25 ára, en
getur einnig gert vart við sig síðar.
Eitt af hinum dæmigerðu einkennum er
að menn verða einhverfir, lokaðir inni í eig-
in hugarheimi, og draga sig æ meir út úr
umhverfí sinu. Hugsanagangurinn brengl-
ast og mönnum finnst umheimurinn verða
fjarlægur og óraunverulegur. Auk þess verð-
ur breyting á tilfinningalífinu.
Það er sérstaklega fólk í nánasta um-
hverfí, sem verður vart við þessar breyting-
ar: Viðkomandi getur verið mjög hörundsár
og næmur, hvað eigin tilfínningar snertir,
en hæfnin til að gera sér grein fyrir tilfínn-
ingum annarra minnkar að sama skapi.
Tilfínningalífíð getur virzt sljótt, lamað
og innantómt, svo að segja má, að það sé
sem daufur logi. En svo getur hið gagn-
stæða gerzt, að tilfínningamar verði svo
sterkar, að þær brjótist út í ofsa. Lífslöngun-
in getur einnig horfíð, svo að sjúklingnum
verði sama um allt og ekkert virðist hafa
geðfelld eða ógeðfelld áhrif á hann.
Dæmigert einkenni er það einnig að hafa
samtímis gagnstæðar tilfínningar í garð
sömu manneskju. Það getur verið erfítt og
sársaukafullt fyrir geðklofasjúkling að þola
það, að hann elski og hati sömu persónu á
sama tíma.
Geðlæknar sjúkdómsgreina sjúklinginn
eftir beztu getu, reyna að komast að raun
um hvað þjái sjúklinginn, til að geta með-
höndlað hann á sem beztan hátt. Þegar um
geðklofa er að ræða, hafa menn greint sjúk-
dóminn í fjórar framgerðir:
Einfaldan geðklofa, schizophrenia
simplex, sem er sú gerð, sem nær eingöngu
þekkist hjá ungu fólki. Það tekur að lifa æ
einangraðra lífi og hætti smám saman að
lifa eins og venjulegt fólk. í augum sam-
félagsins er það oft fólk, sem hefur gefizt
upp og beðið lægri hlut í lífinu. En á suma
þeirra, sem taldir era þjást af einföldum
geðklofa, verður þó ekki litið yfirleitt sem
sjúka. Það era þeir sem tekst að finna sér
griðastað í samfélaginu og komast þannig
hjá því að dveljast til langframa á hælum.
Þeir lifa oft mjög kyrrlátu lífí og þykja
kannski sérsinna og skrítnir.
Ungæðisgeðrof, schizophrenia
hebefrenica, sem leggt á yngstu aldurs-
hópana var áður þekkt sem sljóleiki í æsku.
Sjúkdómurinn ágerist hægt með æ meiri
einangrun og aðgerðarleysi. Honum fylgir
kvíði, þunglyndi og hugmyndabrengl, m.a.
í mynd ofskynjana. Menn heyra raddir og
sjá hluti, sem aðrir hvorki heyra né sjá.
Þeir sem þjást af þessari gerð geðklofa
þurfa oft að dvelja langdvölum á geðsjúkra-
húsum. Ein af ástæðunum til þess að þá
verður að setja inn á hæli er sú að þeir
verða oft eins og böm í hegðun. Þeir gæta
til dæmis ekki þrifnaðar og neita að borða,
nema þeir séu mataðir. Það er erfítt að ná
eðlilegu sambandi við þessa sjúklinga sem
brynja sig þannig gagnvart umheiminum.
Einkennigeðklofans eru mörg. Til dæmis verða oft breytíngar á tilfinningalífinu. Sá sem þjáistaf
geðklofa getur orðið nyög tilfinninganæmur og viðkvæmur án þess að geta gert sér ihugarlund
tilfinningar annarra. Þaðgetur einnig verið sársaukafuilt að hata og elskn sömu manneskju samtímis.