Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1986, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1986, Blaðsíða 11
1 Erla Þórarinsdóttir er ung íslensk myndlistar- kona sem dvalist hefur lengst af síðastliðin 13 ár erlendis bæði við nám og störf. í gær opnaði hún sýningu á verkum sínum í Gallerí Borg. Spjall við Erlu Þórarinsdóttur myndlistarkonu, sem hefur lengst af dvalizt erlendis síðustu 13 árin, en er nú heima og opnaði sýningu í Gallerí Borg fyrir tveimur dögum. „Ég hef dvalist um lengri tíma bæði í Stokkhólmi, París og New York — og nú síðast í New York. Þar var ég í þetta sinn í eitt og hálft ár og finnst það eiginlega nógu langur tími þar í einni lotu. New York hefur ákaflega sterk áhrif á mig, þar er svo óskaplega margt að gerast á listasviðinu. Ég þurfti að koma heim til að vinna úr þessum áhrifum í ró og næði og það hef ég verið að gera í vor og sumar. Það eru fyrst og fremst áhrif frá þessari siðuðu New York-dvöl sem birtast í þessum myndum mínum í Gallerí Borg.“ Erla fæddist árið 1955. Hún stundaði fyrst nám við myndlistaskólann í Stokkhólmi á árunum 1976—81 en sat einnig um tíma á þeim árum í Rietweld-listaskólanum í Amsterdam. Síðan hefur hún haldið margar sýningar — bæði í Stokkhólmi, Reykjavík og New York og tekið þátt í samsýningum á enn fleiri stöðum — í París, Helsingfors og allt austur til Japans. í gamalli sýningarskrá sem Erla hafði meðfeðis þegar hún kom að máli við Lesbók sést að frá árinu 1981 og fram á þetta ár hefur hún ýmist haldið sérsýningar eða tek- ið þátt í samsýningum 25 sinnum. „Já,“ sagði hún. „Það má segja að þetta séu furðu margar sýningar, en ég er þeirrar skoðunar að myndlistarmanni beri að sýna verk sín oft og þegar mér er boðin þátttaka hef ég það fyrir reglu að segja >vjá“, en ekki „nei“. Bæði er að ég hallast að örlaga- trú og svo finnst mér sýningarhald vera partur af vinnunni. Verkin eru ekki til nema þegar einhver vill horfa á þau.“ „Þú segir að margt sé að gerast í New York?“ Táknmyndir, olíumynd á striga, gerðí New York 1984. „New York er tvímælalaust miðstöð list- sköpunar í dag. Þangað sækja listamenn hvaðanæva að úr öllum listgreinum, bæði til að halda sýningar og sjá hvað aðrir eru að gera. Listastarfsemi hverskonar er með miklum blóma í vissum borgarhlutum í New York og þessi starfsemi breiðir úr sér og færist yfir í nærliggjandi hverfi eins og eld- ur í sinu. Þar er ekki þverfótað fyrir sýningarsölum — stórum og smáum — rétt eins og sjoppum annars staðar — og þama er alltaf örtröð af fólki, — ekki síst um helgar. Fólk gengur á milli og skoðar það sem er á boðstólum — allra þjóða fólk og allra stétta — öllu ægir saman. „List“ er aðalvarningurinn í New York — myndlist, tónlist, leiklist, bókmenntir. Þegar fólk hitt- ist er eðlilegt að fyrst sé spurt: Í hvaða listgrein ert þú? En ekki: Hvað heitirðu eða hvaðan ertu? „Sumir segja að ekki þýði annað fyrir listamenn í New York en að komast á samn- ing við þá sem reka sýningarsali til að komast áfram á listabrautinni í myndlist." „Ég hef reynt það einu sinni — gerði samning við gallerí, en mér féll það ekki til lengdar svo ég sagði honum upp. Mér fannst hinn aðilinn vera farinn að ráða of miklu um mín verk. En margir gera slíka samninga og í mörgum tilvikum gengur það allt vel. Maður hefur varla við að meðtaka áhrif á öllum sviðum listalífsins í borg eins og New York. Þar er alltaf eitthvað að ger- ast... Ég held að persónulega hafi ég orðið fyrir miklum áhrifum frá þeldökka fólkinu sem þarna er. Margir draga þá ályktun af myndunum mínum að ég hafi verið í Afríku en svo er ekki. Ég held bara að eitthvað í sjálfri mér sé svona svart. — Þetta er eitt- hvað sem rekja má til hins upprunalega í mér. Þegar ég kalla fram mínar frum- hugmyndir í huganum er fólkið í þeim svart. (Einhver sagði reyndar við mig í gríni: Þú ert hvítust af öllum svertingjum sem ég þekki.) Ég vinn svo út frá þessum frumhugmyndum mínum og finn sjálfa mig í þeim. En ég hef átt marga góða vini meðal lista- manna af þessum blandaða stofni, t.d. fólk frá karabíska svæðinu. Þetta fólk byggir mat sitt og viðhorf á aldagömlum verðmæt- um — einhverju sem er sannanlegt og sýnir okkur að við erum öll meira lík en ólík. Fólk úr þessum heimshluta hefur líka mikinn sjónrænan þroska og sinn sérstaka tjáningarmáta sem birtist bæði í klæðaburði og framkomu. Allt er einhvem veginn út- hugsað, — eins og táknmál. Og spurningin verður þá oft: Hver kann að lesa úr þessu táknmáli. í sumum tilvikum er líka eins og myndlist- in gangi út á það hver kann flest táknin, rétt eins og gagnvart rithöfundi, nefnilega: hver kann að leggja réttu merkinguna í orðin sem ég set á blaðið. Erla Þórarinsdóttir. „ísland er alveg sérstakt og ég vil ekki fyrir nokkra muni missa samband við það sem íslenzkt er.“ Eitthvað í sjálfri mér er svona svart Ljósm. Vilborg Einarsdóttir Erla við verk, sem nú er á farandsýning- unni „Miklatún-Manhattan“. 05KUftHÓL5HVFR (S&N 87-90.MH3VI-7 \ Öskurhólshver. Erlu finnstgottaðnota eitthvað úríslenzku landslagi í myndir — en árangurinn verður afar langt frá hefðbundnu landslagsmálverki. Önnur skilgreining á myndlist sem er ofarlega á baugi þarna í vissum hópum er hvernig menn geti notfært sér hana á sem víðtækastan hátt. Hún getur allt eins birst á annan hátt en í afmörkuðum miðli eða í verki, heldur í því sem við að öðru jöfnu teljum hina hversdagslegustu þætti mann- lífsins. Aðalatriðið er þá að þekkja samhengið." Þegar ber á góma hvaða kostum listamað- ur á helst að vera búihn, segir Erla, að listamaðurinn sé í raun bara einn af mörgum — einn hlekkur sem notar — vitað eða óaf- vitað — kunnáttu þeirra sem hafa verið og eru. „Góður listamaður þarf fyrst og fremst að vera auðmjúkur gagnvart listinni og umhverfinu," segir hún. „Líka gagnvart öðrum og sjálfum sér. Og þegar allt kemur til alls hefur lítið að segja hvað hver og einn er að gera. Við leggjum of mikla áherslu á að persónugera allt. Ef við tökum t.d. myndlist Egypta til foma. Sú list lifir en ekki nöfn listamann- anna. Egyptar em alltaf að segja frá sinni paradís — við emm líka að reyna að segja frá okkar paradís." Og þegar Erla er spurð hvort hún sæki hugmyndir til einhvers sérstaks listamanns „sem var“ segir hún: „Ef ég ætti að nefna eitthvert nafn sem er mér hugstætt á myndlistarsviðinu þá væri það ef til vill Gauguin — en ég veit ekki nákvæmlega hvers vegna.“ „Auðmýkt er mikilvæg, segirðu — en hvað þá um ungu reiðu listamennina sem stundum em kallaðir svo? „Þá reiðu,“ segir Erla og brosir við. „All- ir komast einhvern tíma í svoleiðis ham. En reiði er raunvemlega orka og þá er um að gera — fyrir mína parta að minnsta kosti — að beina henni í pensilinn. Ég man eftir sjálfri mér í svoleiðis ástandi og fór þá að negla skúlptúr af alefli og árangurinn varð bara sæmilegur minnir mig. Menn verða að kunna að beina reiðinni í réttan farveg. Svo má heldur ekki ganga fram af fólki. Listamaðurinn verður að „geta tjáð sig við fólk, átt samskipti við og tala við það í gegn um verk sín. Það tel ég vera skyldu listamannsins — það þýðir ekki að tala bara við sjálfan sig,“ segir Erla Þórarinsdóttir. * LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. OKTÓBER 1986 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.