Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1987, Page 2
M
UR
TEL
MYRKVIÐI
MENNTUNAR
Langt inn í einum hinna miklu regnskóga
Paraguay í Suður-Ameríku var ungur, franskur
vísindamaður á ferð með spænsk-indíánskum
leiðsögumönnum sínum; þeir brutust með erfið-
leikum gegnum hinn samofna, græna villigróð-
Indíánar á steinaldar-
stigi í Amazon-frum-
skóginum skildu eftir
stúlkubarn, sem
vísindaleiðangur bjarg-
aði. Hér gafst einstakt
tækifæri til að komast-
að því, hvað yrði úr
slíku barni í siðmenn-
ingunni. Hún var
nefnd Marie-Yvonne
og náði ekki aðeins
frönskunni, heldur
lærði hún einnig
spænsku og portúg-
ölsku. Hún fór með
fósturföður sínum til
frekari rannsókna í
Amazon-landinu, varð
svo snortin, að hún
gerðist sjálf mannfræð-
ingur og reyndist í
hvívetna góður
vísindamaður og frá-
bær mannkostakona.
EFTIR ÆVAR
R. KVARAN
ur, sem umlukti þá á alla vegu. Þeir voru
í háska staddir, á flótta undan svonefndum
Guayki-indíánum, höfðu þeir brotist yflr
Caguassu-fjöllin, um fimmtíu kílómetra leið,
en þeir innfæddu voru samt enn á hælum
þeirra. Hinn hvíti maður og leiðsögumenn
hans laumuðust áfram með spenntar taug-
ar. Við og við rauf hvinur fljúgandi örvar
þögn frumskógarins.
Skyndilega stóðu þeir á bökkum fljóts.
Hér var ekki annað til ráða en skilja farang-
urinn eftir og freista að synda yfír fljótið.
En þá skall örvadrífa á vatninu skammt
undan bakkanum og við það skelfdust leið-
sögumennirnir tveir svo, að þeir tóku til
fótanna og hurfu aftur inn í frumskóginn.
Mannfræðingurinn dr. Jehan Vellard varð
fyrir sárum vonbrigðum með þessi endalok
margra mánaða vísindalegra rannsókna, því
Guayki-ættflokkurinn var að því kominn að
deyja út og virtist vera tilvalið tækifæri til
þess að kynna sér lifnaðarhætti frumstæðs
fólks áður en það yrði um seinan. Þessi
ættbálkur hafði alls ekkert samband við
aðrar mannverur og lifði ennþá með sama
hætti og forfeður okkar gerðu á steinöld.
Mánuðum saman hafði dr. Vellard kannað
landsvæði þau, sem síðustu menn Guayki-
ættflokksins héldu til á, þrátt fyrir gífurlega
erfiðleika á því að bijótast gegn um frum-
skóginn, en þá sjaldan hann rakst á fólk
af þessum stofni hafði aldrei tekizt að kom-
ast í samband við það.
Daginn eftir að hinn ungi mannfræðingur
kom aftur til tjaldbúða sinna, en það var
þann 23. september árið 1931, brá honum
heldur en ekki í brún er hann allt í einu
heyrði barnsgrát. Andartaki síðar komu þar
að leiðsögumennimir tveir, sem höfðu flúið
örvar indíánanna, og leiddu við hönd sér
ofurlitla indíánatelpu. Hún var allsnakin og
gat ekki verið nema um árs gömul. Hún
var grindhoruð, tæplega annað en skinn og
bein, en maginn uppþembdur og á litla,
kaffíbrúna kroppnum sáust langar, rauðar
rendur — allt bar þetta vott um að bamið
hefði bæði verið svelt og því misþyrmt.
Bamið gretti sig í æðisótta og barðist um
á hæl og hnakka til að losna frá fangavörð-
um sínum. „Við fundum hana í smáþorpi,
sem Guaykar höfðu yfírgeifð," sögðu leið-
sögumenhimir.
Nú hefur reynslan kennt, að sé lítið bam
tekið úr frumstæðu umhverfí og alið upp
við nútímaaðstæður, þá samlagast það fljótt
siðmenningunni. Hér gafst tilvalið tækifæri
til þess að rannsaka slíka breytingu stig af
stigi. Fyrir framan dr. Vellard stóð bam,
sem var fætt í ættflokki, sem lifði á steinald-
arstigi.
Og dr. Vellard fór með þessa fósturdóttur
sína til Asunción, höfuðborgarinnar í
Paraguay, þar sem hann fól móður sinni
að annast bamið. Fyrst í stað var Marie-
Yvonne litla mjög óhamingjusöm — hún var
blátt áfram óttaslegin. Hún var hrædd við
hinn nýja föður sinn og ömmu sína. Og hún
var hrædd um að glata því sem þau gáfu
henni. Á hverju kvöldi fór hún með Ieik-
fongin sín í rúmið ogjafnvel í svefni hjúfraði
hún brúður sínar að sér.
Amman reyndi að kenna henni frönsku,
en það var sama hvemig hún kepptist við
að lokka hana, hún harðneitaði að endur-
taka hin furðulegu, nýju hljóð. En þá gerðist
það dag einn þegar Marie-Yvonne hélt að
hún væri ein að amman heyrði litlu stúlk-
una endurtaka hvað eftir annað mjög
hljóðlega ákveðin orð. Nokkrum klukku-
stundum síðar kom hún ljómandi af gleði
labbandi inn í herbergi frú Vallard. „Grand-
mére!“ hrópaði hún jafnstolt og hún væri
að sýna nýtt leikfang. „Grandmére! Grand-
mére!“ (Amma! Amma!)
Og nú leið ekki á löngu áður en hún tók
að æfa önnur orð í einrúmi og kom síðan
hreykin með þau til ömmu sinnar. En jafn-
framt sem henni fór fram í málakunnáttunni
hvarf ótti hennar við ókunnuga. Og alltaf
elti hún föður sinn, hvert sem hann fór,
jafnvel á fyrirlestra og fundi. Meðal vina
fjölskyldunnar voru ýmsir vísindamenn og
aðrir lærðir menn og fengu þeir brátt mikið
dálæti á litlu, feimnu stúlkunni með svörtu,
fjörlegu augun og blíða brosið.
Marie-Yvonne reyndist hreint ekki slök í
málanáminu, því áður en hún var orðin sex
ára hafði hún, auk frönsku, einnig lært
spænsku, og er Vellard-íjölskyldan fluttist
búferlum til Brazilíu leið ekki á löngu áður
en hún einnig náði valdi á portúgölsku.
Enda þótt Marie-Yvonne litla fengi ekki
aðra menntun, en þá sem amma hennar lét
henni I té, lærði hún samt á ótrúlega skömm-
um tíma að lesa og skrifa. Og þrátt fyrir
það,að faðir hennar þurfti að flytjast milli
ýmissa staða um gjörvalla Suður-Ameríku
sökum vísindarannsókna sinna, og hún
þurfti því sífellt að vera að skipta um skóla,
brást það ekki, að hún var ávallt meðal
bestu nemenda í sínum bekk.
Þegar hún var 14 ára gömul tók faðir
hennar hana með sér í ferð til þess að rann-
saka lifanaðrhætti Aymara-indíánanna, sem
búa á bökkum Titicaca-vatnsins, hátt uppi
í snæviþöktum auðnum Andesfjalla. Það var
venja dr. Vellards að setjast að hjá þjóð-
flokkum þeim, sem hann ætlaði að rannsaka,
en hinir tortryggnu Aymarar sýndu honum,
svo að ekki varð um villst, að hann var þar
óvelkominn gestur. Indíánarnir komu fram
í kofagættir sínar og fylgdust með fram-
ferði hinna óboðnu gesta í þögn og tor-
tryggni. Þegar dagur var hniginn að kvöldi
fyrsta dags meðal Aymaranna sagði dr.
Vellard við Marie-Yvonne, að það væri
líklega heppilegast fyrir þau að slá tjöldum
fyrir utan þorp hinna óvinveittu indíána.
„Bíddu svolítið enn,“ sagði hún.
Eins og af eðlishvöt skildi hún bæði stolt
indíánanna og dulinn ótta. Og hún tók þá
ákvörðun að reyna að sigrast á andúð þeirra
gagnvart ókunnugum. Hún gekk röskum
skrefum í áttina til hóps af Aymörum, sem
góndu á hana, fúlir og afundnir. Á blend-
ingi af spænsku og þeim fáu orðum úr
máli þeirra, sem hún hafði lært fyrir eigin
atbeina, sagði hún þeim, að hún væri sjálf
indíáni og fædd í frumskóginum langt í
suðri. Hún sagði þeim að þjóðflokkur sinn
hefði óttast og hatað hvíta manninn. En
engu að síður væri nú samt hvíti maðurinn,
sem þar væri kominn með henni til þess
að nema hagi þeirra, sjálfur faðir hennar.
Og hún sagði þeim, hvernig hann hefði tek-
ið hana til sín og alið upp sem sitt eigið barn.
Það fór nú að komast hreyfing á áheyr-
endur hennar og þeir tóku gjóta augunum
hver til annars, eins og óvissir um hvemig
þeir ættu að taka þessu. Að lokum kinkaði
ein kvennanna vingjamlega kolli til Marie-
Yvonne og sgði: „Gakktu í bæinn, gerðu
svo vel!“
Allt þetta sumar lifðu þau feðginin hjá
þessum nýju vinum sínum. Þau tileinkuðu
sér daglegt líf Aymaranna og kynntust há-
tíðum þeirra og helgisiðum. Og Marie-
Yvonne fékk svo sterkan áhuga á lifnaðar-
háttum þeirra, að hún tók þá ákvörðun að
verða mannfræðingur eins og faðir hennar.
Hún bjó yfír eldlegum áhuga hins fædda
könnuðar og þrotlausri, sívakandi forvitni.
Hún lærði af föður sínum að gera nákvæm-
ar vísindalegar athuganir og skrifa þær
niður. Og tungumálanæmi hennar kom
henni að góðum notum þegar hún þurfti
að gera sig skiljanlega hjá ókunnum kyn-
þætti, sem þurfti að rannsaka. Hún nam
mannfræði í fjögur ár við háskólann í Lima
í Perú og lauk þaðan ágætu burtfararprófi
aðeins 21 árs gömul.
Marie-Yvonne var dugleg stúlka og þráði
mjög að geta orðið að sem mestu liði. Hún
lét sér því ekki nægja þá menntun, sem hún
þegar hafði hlotið, heldur fór hún nú á nám-
skeið hjá Rauða krossinum til þess að
fullnuma sig einnig sem hjúkrunarkona. Á
morgnana vann hún störf sín í sjúkrahús-
inu, en síðdegis hélt hún áfram námi sínu
við mannfræðideild föður síns í háskólanum.
Sökum mannkosta aflaði hún sér hvarvetna
vina. Ekki einungis í háskólanum heldur
einnig meðal fátæklinganna í borginni.
Nýlega fór Reese Wolfe, heimildarmaður
þess, sem hér er sagt, með henni í göngu-
ferð um Lima. Á næstum hverri götu mættu
henni bros og vingjamleg orð.
Vísindarannsóknir Marie-Yvonne höfðu í
för með sér mikil ferðalög. Hún hefur með
föður sínum heimsótt eskimóa norður við
norðurheimskautsbaug og kannað Eldland,
syðsta hluta Suður-Ameríku. Vorið 1959
tókst hún á hendur sjálfstæðar rannsóknir
og hætti sér þá í fyrsta sinn langt inn í
frumskóga Suður-Ameríku ein síns liðs.
Fyrst tók hún sér flugfar til Iquitos við
efra Amason-flótið og með indíánskum leið-
sögumanni sigldi hún á eintijáningi eftir
einni af þverám Amason langt inn í frum-
skóginn. Því næst hélt hún ein áfram ferð
sinni eftir þröngum, bugðóttum götuslóðum,
sem tæplega mátti greina í drungalegu
hálfrökkri þessara stærstu regnskóga
heimsins. Að lokum komst hún á leiðarenda
til afskekkts indíánaþorps.
Hún kallaði saman alla íbúana og tjáði
þeim, að hún hefði sérstakan áhuga á sér-
kennilegum vefnaðaraðferðum þeirra,
matreiðslu og pottagerð og bað leyfis að
mega teikna listaverk þeirra og skrá niður
aðferðir þeirra svo menning þeirra mætti
varðveitast um ókomna tíma. Þareð hún
sjálf var indíáni hafði hún bestu skilyrði til
þess að bera skyn á tilfínningar þeirra og
siði. Þorpsbúar sýndu henni mikla vinsemd
og gerðu hana meðlim þessa litla þjóðfélags
og vísuðu henni til svefns í hengirúmi úr
fléttuðum pálmablöðum í einu húsa sinna.
Þótt Marie-Yvonne hafi ferðast víða í
vísindaerindum síðan, hefur hún aldrei snú-
ið aftur heim á feðraslóðir sínar í Paraguay.
Hún hefur aldrei óskað þess. Segja má að
Guayaki-indíánar séu nú aldauða og Marie-
Yvonne finnst hún ekki bundin kynþætti
sínum neinum böndum. Hún er fædd dag
einn, sem löngu er gleymur, af móður, sem
hún ekki man. Hún þekkir því aðeins einn
fæðingardag — þann 23. september, þegar
henni eins og fyrir kraftaverk var kippt inn
í 20. öldina, úr allt öðrum, frumstæðum
heimi, sem í Evrópu leið undir lok fyrir
5000 árum.