Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1987, Síða 7
Heimspekingur Hér
KomEinn...
Inni á Mokka áttu margir erindi sem vildu
tjá sig um þær þjóðfélagshræringar sem
gerjuðust meðal stúdenta við háskóla í Vest-
ur-Evrópu. Þar sat stundum, þegar hann
var hér heima frá háskólanámi í Vestur-
Berlín, Jóhann Páll Ámason, heimspekingur
vinstri róttæklinga og sötraði súkkulaði eða
kaffi úr bolla og braut heilann um túlkunar-
atriði í fræðikenningu sósíalismans. Prófess-
orslegur, með gleraugu og eins og hálf utan
við sig. Róttæklingar, eldri og af annarri
kynslóð, komu einnig á Mokka. Runólfur
Bjömsson á Þjóðviljanum leit oft inn. Sá
ekkert athugunarvert við Stalín og var enn
í hópi ákafra fylgismanna hans og hafði
einnig miklar mætur á Hoxa í Albaníu.
Bróðir Jóns Bjömssonar, rithöfundar, tók í
nefíð og lét oft falla lúmskar athugasemdir
um „svikarana" í forystu Sósíalistaflokksins.
Stundum kom Jón Þorleifsson, verkamað-
ur og rithöfundur, kallaður „kindarhaus",
kominn eitthvað á sextugsaldurinn, nauða-
sköllóttur, lágvaxinn, feitlaginn og glotti
ísmeygilega. Sagði tröllasögur af ýmsum í
röðum forystumanna sósíalismans, svikum
þeirra og klækjum og átti hvorki samleið
með últra stalinistum eða maóistum og í
stöðugu stríði við verkalýðsforystuna og
kerfið yfirleitt, þó allra manna skemmtileg-
astur þegar vel lá á honum.
Bókelskir fagurkerar birtust á Mokka á
sjöunda áratugnum. Menn úr viðskiptalífinu
komu til að skoða skáldin, einstaka keypti
af þeim bók. Forleggjarar komu einnig og
spáðu í andlitin, framhaldsskólanemar með
rómantíkina í svipnum, piltar og stúlkur,
innheimtumenn, bóksalar, bóhemar, lager-
menn, verkamenn og innanbúðarmenn svo
einhveijir séu nefndir. Þórður Guðjónsen,
lagermaður í Hamborg við Klapparstíginn,
sem þá var liðlega þrítugur var einn af fasta-
gestunum og kannski sá litríkasti. Hann var
ávallt þannig til fara að hann gæti þess
vegna hafa verið að koma frá nefndarstörf-
um á Alþingi, t.d. þingmaður utan af landi.
í klæðskerasaumuðum sparifötum, yfirleitt
svörtum eða dökkum, í hvítri skyrtu og með
svart bindi og hvítan klút í barminum. Oft
við skál og með þannig húmor að það var
á við að fara á þijúbíó á góða grínmynd
að hitta Þórð Guðjónsen í góðu skapi á
Mokka. Hann sat oft við borðið næst fata-
henginu og svo mikill diplómat að kom helst
ekki fyrir að þyrfti að hafa af honum nokk-
ur afskipti, þó drukkinn væri. Ávallt
vatnsgreiddur, þveginn og strokinn og
stundum kominn næstum í keng þegar hann
hafði innbyrt óvenjumikið af alkóhóli og
eins og skrollaði og ekki beint skýrmæltur.
LjónNorðursins
Og Steinar
Leó Árnason, „Ljón norðursins“, var í
hópi minnisstæðra gesta á Mokka á sjöunda
áratugnum. Leó var ekki fastagestur, kom
þó stöku sinnum. Hann sló ávallt um sig.
Hafði mörg jám í eldinum og þurfti víða
að koma og vakti hvarvetna athygli. Mönn-
um datt einna helst í hug að þegar Leó kom
væri á ferðinni roskinn spænskur greifi eða
ítalskur. Allt háttalag minnti á umfangsmik-
inn athafnamann enda var hann lengi með
fiskverkun á Selfossi og rak árum saman
ísbúð í Austurstræti. Meðalmaður á hæð,
grannur og ávallt mjög hárprúður, með
gráan skegghýjung, í nýlegum klæðskera-
saumuðum fötum með vesti, í nýjum
rykfrakka, með staf eða montprik og flutti
ljóð sín á Mokka af munni fram, frumort
og með miklum tilburðum sem minntu einna
helst á nautabana í einvígi upp á líf og
dauða. Ekki gat hann stoppað lengi, svona
í tíu til fimmtán mínútur, hvolfdi i sig úr
kaffibolla og var svo rokinn út þegar hann
hafði skýrt frá nýjustu áformum sínum varð-
andi atvinnulífið í landinu. Steinar Sigur-
jónsson, rithöfundur, var einn af þessum
litríku gestum á Mokka. Hann hafði þá
þegar um miðjan sjöunda áratuginn sent frá
sér nokkrar skáldsögur sem athygli vöktu
fyrir frumleik og góðan stíl. Hann var
tvímælalaust í hópi þeirra rithöfunda sem
mestar vonir voru bundnar við. Höfundur á
fertugsaldri sem lengi hafði stundað svo til
eingöngu ritstörf. Einkennilega rótlaus, á
stöðugum þeytingi fram og til baka um
miðborg Reykjavíkur og ekki ósjaldan að
Bakkus var með í för og þá var lifað hátt.
Það gustaði oft af Steinari Siguijónssyni
þegar hann kom inn á Mokka. Stundum var
svo sem ekki verið að virða almennar um-
gengnisreglur. Vor í lofti, allur gróður að
lifna við af vetrardvöl og stemmning meðal
skáldanna og Steinar Siguijónsson, hinn
fullkomni bóhem, sem lifði fyrir líðandi
stund, fijáls og óháður lífi borgaranna, bjó
t.d. eitt sinn að sumri í kvistinum í gamla
Iðnaðarmannafélagshúsinu við Vonarstræti
Guðmundur Baldvinsson og Guðný Guðjónsdóttir kona hans hafa verið hinir ljúfu
gestgjafar á Mokkakaffi frá byrjun.
blómabúð í næsta húsi við Mokka og af-
henti stúlkunni.
Það voru nokkur ár liðin síðan Laugaveg-
ur 11 lokaði. Það var vinsælt kaffihús og
þar höfðu skáld og listamenn sett svip á
staðinn og segir margt af því í endurminn-
ingarbókum Hannesar Sigfússonar og Jóns
Óskars. Með tilkomu Mokka fengu þeir aft-
ur samastað.
Á Hressingarskálann, Borgina, Gildaskál-
ann í Aðalstræti og ef til vill Cafe-Höll í
Austurstræti komu listamenn að vísu stöku
sinnum svona til að fylgjast með bæjarlífinu
en skáld og listamenn fundu ekki stað við
sitt hæfi fyrr en Guðmundur Baldvinsson,
nýkominn frá söngnámi á Italíu, veitti þeim
húsaskjól á Mokka og ilmandi expressókaffi-
lyktin fyllti sali. Þar kom líka innblásturinn
sem síðar varð kveikjan að mörgu góðu
verki. Mannlífið líka svo fjölbreytt að á betra
varð ekki kosið. Óendanleg uppspretta fyrir
skáld og listamenn. Dagblöðin lágu frammi
með nýjustu tíðindum af gangi mála í Suð-
austur-Asíu, í Víet Nam, þar sem styijöld
geysaði. ’68 kynslóðin meira eða minna rót-
tæk og gagnrýnin á þátttöku Bandaríkja-
manna í stríðinu. Kæmi hún saman til að
ræða málin yfir kaffibolla var það einkum
á Mokka og Tröð, kaffihúsi sem var til
húsa þar sem Almenna Bókafélagið er nú
með skrifstofur sínar á annarri hæð í Aust-
urstræti 18.
með sukkliði. Þá var verið að taka húsið í
gegn, mála og lagfæra. Þetta var sumarið
1966 og Steinar Siguijónsson í banni á
Mokka. Fékk ekki að koma inn fyrir nema
stöku sinnum. Bannið gilti þó samfleytt
nokkrar vikur. Eitt sinn þegar Steinar hafði
móðgað Guðmund Baldvinsson og var við
skál á Mokka og einhver hávaði í kringum
borðið eins og vill nú vera stundum og Stein-
ar virti Guðmund ekki viðlits. Eyjólfur
Einarsson, listmálari, einn af fastagestunum
á Mokka á sjöunda áratugnum var einnig
í banni um tíma af svipuðum ástæðum og
Steinar Siguijónsson og þóttu mikil tíðindi
þar sem Eyjólfur var og er einstakt prúð-
menni og drengur góður.
GunnarS. Og
Allsherjargoðinn
Gott ef Gunnar S. Magnússon, listmál-
ari, var ekki einnig í banni á þessum
„bannárum" á Mokka um eða eftir miðjan
áratuginn. Hann var framarlega í flokki
bóhema, einn af leiðtogum þeirra, með litrík-
an lífsferil að baki. Hávaxið glæsimenni
þegar hann klæddist í sín bestu föt og þeg-
ar hann gekk niður Skólavörðustíginn, t.d.
nýkominn af veitingahúsinu Hábæ, var engu
líkara en þar færi athafnamaður á heims-
mælikvarða. Gunnar hélt stóra og mikla
málverkasýningu í sýningarsal í nýbyggðu
húsi við hlið gamla Menntaskólans árið
1968 og seldi mikið og naut lengi góðs af.
Var með heila hirð í kringum sig sem oft
koma á Mokka á leið upp í Hábæ eða á
Borgina og Naustið. Sveinbjöm Beinteins-
son, allsheijargoði ásatrúarmanna, leit
ávallt við á Mokka þegar hann var í borg-
inni og ekki að sinna bústörfum á Draghálsi
í Borgarfirði. Hann stakk einkennilega í
stúf við aðra gesti á Mokka. Eiginlega eins
og hann væri að koma úr slætti á engjunum
og að hvíla lúin bein. Fom í útliti, ýmist
með alskegg eða rakaður. Reykti pípu og
hafði gaman af að leyfa mönnum að heyra
vísur og stundum var Þorsteinn skáld frá
Hamri þarna með Sveinbimi við borð og
Sveinbjörn varpaði fram fyrri parti af vísu
og Þorsteinn botnaði og fór létt með. í hópi
þeirra, sem komu að staðaldri á Mokka á
sjöunda áratugnum, voru Jón Sigurðsson,
þáverandi skrifstofustjóri Máls og menning-
ar og núverandi skólastjóri í Bifröst, Sigfús
Daðason, skáld og fyrrum framkvæmda-
stjóri Máls og menningar og ritstjóri tímarits
forlagsins, og Anna Einarsdóttir, afgreiðslu-
stúlka í bókabúð Máls og menningar. Með
þeim við borð sat stundum Sigurður Óla-
son, hæstaréttarlögmaður, faðir Jóns, og
Hanna Kristín Stefánsdóttir, kennari, kona
Lofts Guttormssonar, sagnfræðings. Geir-
laugur Magnússon, skáld og kennari, var
einnig eitthvað viðriðinn það kompaní og
drakk allra manna mest af kaffi og reykti
eins og skorsteinn.
Skáldið Frá Pálmholti
Og Málararnir
Jón frá Pálmholti sat oft inni á Mokka
og fór hreint ekki með hávaða eða látum.
Sat þá oftast í hópi skálda og spurði tíðinda
úr bæjarlífinu. Var yfirleitt ekki í hópi
þeirra, sem helltu tári út í kaffíbolla svo
lítið bar á, en neitaði ekki væri honum boð-
ið. Ekki er hægt að ljúka þessari grein að
ekki sé minnst á nokkra menn sem enn í
dag eru sagðir vera fastagestir á Mokka
og hafa verið allt frá sjöunda áratugnum.
Það eru listmálaramir Hringur Jóhannes-
son, Hafsteinn Austmann, Karl Kvaran, Jón
Gunnar Ámason og Jóhannes Jóhannesson.
Þá kom Tryggvi Olafsson frá Kaupmanna-
höfn oft við á Mokka þegar hann var hér
heima með sýningar og setti svip á bæinn.
Siguijón Magnússon, oft nefndur „Hálofta-
fræðingurinn", kom einnig oft og var strax
á unglingsárum farinn að venja komur sínar
á Mokka og reykti þá þegar sígarettur með
kaffisopanum af meiri ákafa en gerist og
gengur og var slíkt og er ekki talið heil-
brigt af hálfu læknavísindanna. Hvað um
það? Siguijón er enn í fullu fjöri og situr
sem fastast á Mokka.
Þorvarður Magnússon, sem hér áður fyrr
var verslunarstjóri í bókabúð KRON í
Bankastræti, lét sig sjaldan vanta á Mokka
á sjöunda áratugnum og ekki kom maður
svo inn á Mokka að Árni Einarsson, fyrrver-
andi bílasali, bróðir Eyjólfs Einarssonar,
væri þar ekki við borð eða gengi um salinn
og ókunnugir kynnu að hafa haldið að hann
væri þar starfsmaður og það sama má einn-
ig segja um Jörgen Inga Hansen, fram-
kvæmdastjóra, sem er eins og hafí átt
frátekið borð öll þessi ár. Sat oftast við
borðið næst stigaganginum, heimspekilegur
á svipinn og féll vel inn í umhverfið.
Ólafur Ormsson er rithöfundur og býr i
Reykjavík.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. MARZ 1987 7