Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1987, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1987, Qupperneq 15
Klappargerði, bær Tönix bónda og Sigurlaugar, sem nú hefur verið endurhlaðinn í Árbæjarsafni í Reykjavík. Hlaðið úr torfi byggingum á vegum Þjóðminjasafnsins. En vonandi verða líka til áhugamenn sem vilja læra þetta. Það er erfítt að fá menn til að staðfestast í þessu verki. Það þykir óþrifalegt og erfítt." Gulstararmýrar Eru Góðar Stefán Stefánsson frá Brennigerði er einn þeirra senTÞór nefndi og er vanur hleðslu- maður. Hann segir svo frá reynslu sinni: „Þegar ég var unglingur var skylduverk á heimilinu að hjálpa til við vegghleðslur. Þannig fékk maður sýnishom af því hvem- ig þetta var gert. Segja má að ég hafi verið vanari að hlaða úr steini og líma saman steina í vegg. Ég hef æft það meira að höggva gijót, stein- hlaða og líma með sementi. Á hleðslu fyrir norðan og sunnan man ég eftir þeim mun helztum að kvíahnausar em kallaðir homhnausar fyrir norðan því þetta er notað á homin. Þama er um að ræða þtjár gerðir: Klömbra, streng og hom- hnaus. Homið er sterkara úr strengnum ef skorið er upp í hann og hringamir vafðir eftir því sem þarf. Hvort heldur haft er knappt eða gleitt. Væri ég að byggja fyrir sjálfan mig mundi ég heldur vilja hafa streng og teina niður með vírpijónum. Hann þolir þá miklu meiri viðkomu. Verktækni sem fáir kunna lengur, en ástæða er til að týna ekki niður, þyí þarna er rammíslenzkt fyrirbæri og auk þess er fallega hlaðinn veggur eða garður æ til yndis Stefán Stefánsson frá Brennigerði, einn af fáum vönum hleðslumönnum, sem eftir eru. Sú forna íslenzka byggingaraðferð að hlaða veggi úr grjóti, úr torfi og grjóti, eða eingöngu úr torfi, svo sem klömbruhnaus, hefur verið endur- vakin. Nægir í því sambandi að minna á þjóðveldisbæinn í Þjórsárdal, sem hlaðinn var í tilefni þjóðhátíðar 1974 og Klappargerði, torfbæ, sem vanir hleðslumenn hlóðu í Ár- bæjarsafni í Reykjavík. Að endurvekja þessa fomu byggingartækni er ekki einbert tildur og hégómi og getur þvert á móti haft hag- nýta þýðingu. Ekki er þá verið að gera því skóna, að menn fari að byggja hús með hlöðnum veggjum svo sem tíðkaðist, heldur átt við hitt, að hlaðnir garðar geta víða farið vel, bæði til afmörkunar í stað girð- inga utan um lóðir og ekki sízt til skjólmynd- unar í görðum. Margir hafa hlaðið hringlaga sólskýli, sem er rangnefni, því það er verið að reyna að skýla sér fyrir vindi. Þess kon- ar bollar eða skýli eru venjulega hlaðin úr hnausum án nokkurrar hleðslulistar, enda kunna menn almennt ekki að hlaða klömbra- hnaus til dæmis. Fallega hlaðinn veggur úr klömbrahnaus getur staðið fallega sem hluti af arkitektúr; mætti til dæmis hugsa sér, að slík hleðsla kæmi upp að steinvegg líkt og Högna Sig- urðardóttir arkitekt hefur látið útfæra utan á íbúðarhús í Garðabæ. Það er að vísu hlað- ið með snyddu og þá þarf að gera upp við sig í upphafi, hvort á að standa í því að slá veggina í hverri viku að sumarlagi, eða hvort allt á að fá að hafa sinn náttúrlega gang án sérstakrar snyrtingar eins og tíðkaðist hér fyrr meir. Forfeður okkar í torfbæjunum höfðu öðrum hnöppum að hneppa um hábjargræðistímann en standa í að slá og snyrta bæjarveggina. Ef menn hugsa sér að bregða þjóðlegum blæ á íbúðar- hús með torfhleðslu gerir fallega hlaðinn klömbrahnaus líklega mest fyrir augað og slíkir veggir ættu að útheimta minnst við- hald og snyrtingu. Maður er nefndur Tryggvi Hansen og er myndlistarmaður. Hann er áhugamaður um torfhleðslu og hefur gefið út blað, sem heit- ir Torfumóðir og fjallar allt um þetta foma verklag, og þar er rætt við nokkra þekkta Sveinn Einarsson frá Hijót tekurínef- ið eftir vel heppnaða hleðslu. Hann er sérfræðingur í austfirzkri hleðslu. torfhleðslumenn, sem enn era við lýði, og fleiri, til dæmis Þór Magnússon þjóðminja- vörð. Hér verður gripið niður í blaðið með góðfúslegu leyfi Tryggva og það tekið út úr þessum samtölum, sem beinlínis snertir sjálfa verkkunnáttuna, þegar veggir eru hlaðnir, hvort sem það er gert með gijóti, torfí eða hvoratveggju. Vegghleðslumenn Að Verða Sjaldgæfir Þór Magnússon þjóðminjavörður var spurður að því hvort erfítt væri nú orðið að fá menn til að starfa við vegghleðslu og halda við slíkum minjum sem era á vegum safnsins. Þór sagði: Sólbyrgi á Svalbarðsströnd. Hlaðið hefur Jóhannes Arason úr Gufudalssveit. Austfirzk hleðsla: Galtastaðir í Hróarstungu, handarverk Sveins Einarssonar. Einkenni austfirzku hleðslunnar eru, að hnausamir eru látnir hallast ívið meira en annarsstaðar gerðist. „Já, það er að verða ómögulegt. Við höf- um leitað til gamalla manna sem lærðu þetta af feðram sínum og ólust upp við þetta byggingarefni. Áður vora torfkofar í öllum sveitum og alltaf þurfti að vera að gera við þá. Sumir urðu góðir hleðslumenn, aðrir ekki. Sagt var að hjá sumum stæði veggurinn varla árinu lengur en hjá öðrum endalaust. Eftir stríð hefur sáralítið verið unnið að vegghleðslu. Sjálfur man ég þó eftir að menn byggðu torfkofa og jafnvel baðstofur til íbúðar eftir stríð. Þetta hefur því haldist nokkuð lifandi fram undir 1950—60. Nú held ég að þeir séu teljandi á fíngrum annarrar handar sem hafa feng- ist við slíkt starf. Sumir hafa líka unnið þetta með öðram en treysta sér ekki til að taka að sér slíkt verk á eigin spýtur. Ég get nefnt nöfn nokkurra sem helst hefur verið leitað til: Stefán Stefánsson frá Brennigerði vann lengi með Stefáni heitnum Friðrikssyni, annáluðum snillingi. Hann hlóð t.d. Víðimýrarkirkju 1934 og aftur 1974 og sömuleiðis þjóðveldisbæinn. Magnús á Syðri-Grand hefur hlaðið síðast bæinn Lauf- ás. Sigurþór Skæringsson var nú frekar gijóthleðslumaður enda undan Eyjafjöllum þar sem mikið var af góðu hleðslugijóti. Jóhannes Arason hefur unnið hjá okkur nokkur sumur við viðgerðir og Sveinn Ein- arsson á Egilsstöðum. Hann hefur unnið austur á Galtastöðum fyrir safnið og Jón Þorsteinsson í Mýrarkoti á Höfðaströnd hlóð upp kirkjuna í Gröf á Höfðaströnd fyrir nokkram árum. Sumum finnst safnmenn á íslandi þurfí að læra þetta til að halda við þessum gömlu Þegar um er að ræða að fínna gott torf verður að fara út í mýrlendi með skóflu, stinga niður og kanna efnið. Gulstararmýrar eru oft góðar en það er orðið lítið um þær. Nú eru fáir góðir staðir á landinu því upp- þurrkunin á sléttu votlendi er orðin svo mikil. Menn sjá ekki efni mýrarinnar fyrr en búið er að gogga það upp með skófl- unni. Þá er mikilvægt að efnið sé laust við sandlög, ösku og leir og sé sem seigast og svampmjúkt, svo vatnið hripi úr. Það verður líka að vera laust við fúa og fúalykt. Maður leitar helst þar sem er deigja eða raklendi, síður þar sem eru sterkar rætur og þurrt. Það er betra að vinna þar sem ekki er lubbi eða sinuflóki þegar ristur er strengur. Gott efni er til dæmis á Skagafjarðareylendinu og Glaumbæjareyjunum. Á Suðurlandi þekki ég ekki til en veit þó um gott efni á Bjargi í Hranamannahreppi. Áður var þetta oft tekið í lakari jarðvegi og menn höfðu ekki úr miklu að velja í sínum litlu heimalöndum. Þessi ristulönd þurfa að vera á sléttlendi. Stærstu verkefni mín hafa verið Klappar- gerði í Árbæjarsafni fyri sunnan og Víðimýr- arkirkja. Það sem gerir hleðslu fallega er fyrst og fremst munstrið á klömbrunni. Þetta lítur út eins og bækur í hillu. Ef það er vel skor- ið þá er þetta fallegt. Það er best að fá efnið sem þurrast í vegginn til að hann breyti sér minna. Vegg- urinn er stöðugri úr þurru efni heldur en blautu. Það er best að ná vatninu sem mest úr. Þetta er gömul aðferð, hnaus og strengur og svo aftur röð af hnaus sem hallast í hina LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. MARZ 1987 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.