Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1987, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1987, Síða 3
 msiwr BlöHaHöllöHMHlESSHimilll Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavfk. Framkvstj.: Haraidur Sveinsson. Ritstjórar: Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð- arritstjóri: Bjöm Bjamason. Ritstjómarfulrtr.: Gísli Sigurð8son. Augiýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjóm: Aóalstrœti 6. Sími 691100. Kristur og líkamlegur dauði hans á krossinum er meginefni þessa blaðs og er þar um að ræða vísindalega grein eftir tvo lækna við Mayo Clinic í Bandaríkjunum og einn kennimann, sem unnið hefur með þeim. Þar birtist á raunsæjan hátt, hvemig krossfestingin verkar á líkamann, en blóðmissir vegna hýðingarinnar, sem fram fór á undan, gat flýtt mjög fyrir dauðanum á krossinum. Vísindamennimir komast að þeirri niðurstöðu, að kenningar um að Kristur hafi ekki dáið á krossinum, séu ekki í samræmi við nútíma læknisfræðilega vitneskju. Ragnheiður Jónsdóttir grafíklistakona heldur nú sýningu í Norræna Húsinu og það er alltaf viðburður þegar hún sýnir. Af því tilefni hefur Áslaug Ragnars skrifað grein um Ragnheiði og list hennar og kemst að þeirri niðurstöðu m.a., að list hennar höfði ekki síður til skynseminnar en tilfínninganna. Forsíðan er í tilefni páskanna: Pieta eftir Pemgino, þ.e. sorgin yfír dauða Krists. En tilefnið er einnig annað; nefyilega það, að Frank Ponzi listfræðingur, sem býr hér á íslandi, hefur gert uppgötvun, sem vakið hefur heimsathygli. Hann fann þessa fresku í Þýzkalandi, meistaraverk frá því um 1497, sem menn vissu ekki lengur um og var talið glatað. Málarinn Pemgino, sem m.a. var kennari Rafaels, málaði þessa fresku upphafiega í kirkju í Florenz og þaðan var hún flutt í Albizi-höllina 1784. Þar var hún í 99 ár, en 1851 varfreskan yfírfærð á striga og siðan seld 1883. Hinsvegar var ekki vitað hvert hún fór. Hvað myndin er dökk yfírlitum, stafar af því, að hún hefur ekki verið snert í 135 ár. En nú verður hún að sjálfsögðu hreinsuð. Maðurinn á myndinni, bak við líkama Krists, er Nikodemus, Til vinstri á myndinni er María og til hægri er María Magdalena. Meistaraverk af þessu tagi emnú orðið öll í söfnum og því telst það listrænn stórviðburður, að þessi mynd hefur fundizt. Bæirnir kúrðu vallgrónir í landslaginu, þegar Páll Gaimard, landslagsmyndamálari hans, Mayer og fleiri leiðangursmenn fóm um landið 1836 og Mayer vann mikið menningarsögulegt afrek með skrásetningu sinni í myndum . Bók með íslandsmyndum Mayers er komin út eins og kunnugt er og nú fylgjum við leiðangrinum, komum við á bæjunum og gaumgæfum húsakost og ýmislegt fleira. HALLGRÍMUR PÉTURSSON Um fallvaltleik mannlífsins Mannsins stuttur er, ég inni, andardráttur í nösunum. Snögglega trúi ég lífið linni sem laufið fellur af grösunum. Lítið sálu líknar þinni, þó liggi féð í kösunum. Eins og heyið fellt í flekki fölnar upp í múgunum. Dofhar hold, þá dettur af bekki í döprum anda kúgunum. Dauðinn gefur gaum að ekki, þó gullið liggi í hrúgunum. Á augabragði einu skeður umbreyting á vistunum. Fyrir mjúka sæng fæst moldarbeður minnstum ger af listunum. Lítið sálu grætta gleður, þó gullið Iiggi í kistunum. Vér skulum ekki, veröld, freista að voga allt sem djarflegast. Illra gimda alinn neista útslökkvum sem snarlegast. A sannan Jesúm son guðs treysta sálunni er þarflegast. IMatteusarguðspjalli 4.19 er þessi frásögn um fund þeirra Jesú og bræðranna Péturs og Andrésar, er reru til fiskjar á Galíleuvatni: „Komið og fylgið mér, og mun ég gjöra yður að mannaveiður- um.“ Kröfurnar, sem Jesús gerir til okkar mannanna, eru svo mikl- ar, að það heyrir til algerra undantekninga, að nokkur maður hafi getað uppfyllt, þó ekki væri nema brot af þeim kröfum, sem fram koma í Nýja-testamentinu. Þessu er best lýst í frásögnum af tilraunum hvítra manna í Bandaríkjum Norður-Ameríku til þess að kristna indíána þar í landi. Þegar hinir hvítu knúðu á um, að rauðskinnar gerðu alvöru úr því, að fylgja fordæmi Krists, þá svöruðu þeir: „Af hvetju eigum við að fara eftir einhverju, sem stendur í stórri svartri bók, sem hvíti maðurinn fer aldrei eftir sjálfur.“ Helst er það í afskekkt- ustu sveitum, að menn hafi náð því að feta að einhveiju leyti í fótspor frelsarans. Seint gleymi ég minningargrein, sem Víkingur Guðmundsson á Grundarhóli á Hólsfjöllum reit um hreppstjóra sinn, Sigurð Kristjáns- son á Grímsstöðum, er hann var jarðsettur 13. júní 1959: „Okkar fyrstu kynni urðu með þeim hætti, að þegar ég fluttist hingað frá Reykjavík var honum, sem hreppstjóra, send skuldakrafa á mig. Ég sagði honum, að ég gæti ekki borgað hana og ætti ekk- Fylg þú mér ert, sem væri lögtakshæft. En má ég þá ekki borga kröfuna fyrir þig,? spurði Sigurð- ur. Ég hafði og hefi ekki enn kynnst eða heyrt getið um slíkt yfirvald á íslandi, en síðar komst ég að því, að þetta voru Sig- urði á Grímsstöðum aðeins smámunir." Grímsstaðir á Fjöllum standa í 377 metra hæð yfir sjávarmáli. Þar hugsa menn óneit- anlega háleitar en víðast annars staðar á landinu. Þaðan er stutt að sjá til Herðubreið- ar, en þegar upp á það er komið, þá er Himnaríki skammt undan. Allt líf Sigurðar á Grímsstöðum mótaðist af þessu stórkost- lega og víðáttumikla umhverfi, það hlýtur að setja sinn svip á mannssálina og skapa heiðríkju hugans. Haustið 1938 var Páll Sigurðsson frá Grímsstöðum á meiraprófsnámskeiði í Reykjavík og var hann tíður gestur á heim- ili foreldra minna. Hann bauð mér til sumardvalar 1939 hjá foreldrum sínum, en af því varð ekki, þar sem ég hafði fest svo djúpar rætur í Vogum í Mývatnssveit, að þaðan varð mér ekki haggað. En alltaf hefi ég samt harmað það að hafa ekki kynnst þessum fágæta drengskap- armanni, Sigurði á Grímssöðum, og Gríms- staðaheimilinu, þar sem siðgæðismatið virðist hafa verið svo einstætt. Sigurður á Grímsstöðum dó 4. júní 1959. Hefur þá enginn tekið upp merki hans? Hefur enginn gegnt kalli Krists um bróður- kærleikann, þar norður frá síðan? Jú, norður í Reykjadal í Þingeyjarsýslu bjó Einar Jóns- son, jafnan kenndur við Einarsstaði. Hann var kallaður til fylgdar við Krist fyrir um 30 árum og hann reyndist þannig læri- sveinn, að meðan hans naut við, þá gladdist margt hjartað, hvenær, sem nafn hans var nefnt. Ekki var það þó vegna þess, að Ein- ar kysi persónudýrkun, því allt hans starf fór fram í kyrrþey. En smám saman fór það orð af Einari og samstarfsmönnum hans handan landamæranna, að þangað væri gott að leita með bæn um hjálp handa sjúkum og særðum. Á hverjum degi komu tugir bréfa til Ein- ars, sérstakan símatíma hafði hann hvem virkan dag og komust færri að en vildu. Enn voru þeir, sem fengu hjá honum við- talstíma, sem helst var að kveldi, þar sem Einar var bóndi og var því oftast við bú- störf fram að kvöldmat. Ég átti því láni að fagna að kynnast Einari á Einarsstöðum og mun ég lengi búa að þeim kynnum. Ein- ar hafði lítið herbergi til viðtala, vart stærra en 5—6 fermetra. Þar ríkti svo einstæður hugblær, að aldrei mun úr minni þeirra líða, sem áttu þess kost að dvelja í herbergi þessu með Einari. Róin og friðurinn, sem þar ríktu, fylgdu fólki lengi á eftir, jafnvel þeir, sem mestri streitu vom haldnir, fundu áhrif- in. Þjóðin stendur í ævarandi þakkarskuld við Einar á Einarsstöðum, ekkju hans og fjölskyldu, sem svo mikið lagði á sig til að unnt væri að skapa þau skilyrði, sem slík starfsemi útheimtir. En eitt er þó mikilvæg- ast. Það er sú staðreynd, að þrátt fyrir allt þekkingaroflæti og þröngsýni, þá var samt hægt að halda uppi slíku starfi, sem Einar á Einarsstöðum vann. Það er gífurlegur aflgjafi fyrir allt and- legt líf í landinu og ekki síst kristnina. Meðan einn maður finnst, sem tilbúinn er að gegna kalli Krists, þá er einhver von um framtíð kristinnar trúar á íslandi. LEIFUR SVEINSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11.APRIL 1987 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.